Morgunblaðið - 13.08.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 21
Frábær semballeikari
TÓNLIST
Skálholt
SEMBALLEIKUR
Glen Wilson, sembal,
10. ágúst kl. 15.
DIETRICH Buxtehude og Glen
Wilson voru höfundar tónleikanna
sem hófust kl. 15 þennan laugar-
dag í Skálholtskirkju. Nótur eru
jú aðeins dauð tákn á blaði þar
til einhver minni eða stærri töfra-
maður kemur og leysir þær úr
álögum. Sömu örlögum lýtur lík-
lega hver önnur listgrein. Mál-
verkið hangir dautt á veggnum
þar til augað endurspeglar það
og þar bytjar ný fæðing, því ólík-
lega lesa nokkur tvenn augu það
sama úr myndinni. Þannig mætti
feta sig gegnum aðrar listgreinar,
og er þá út í loftið að spyija,
hver eigi höfundarréttinn o.s.frv.
Forleikur að tónleikum dagsins
hófst kl. 14 í Oddsbúð, hinum
nýja sal Skálholtsbúða, þar sem
Glen Wilson spjallaði um organist-
ana þtjá, Reincken, Buxtehude
og Bach. Heldur var bekkurin
þunnt setinn undir spjallinu og
datt mér í hug hvort ekki væri
æskilegt að segja frá því í kyn-
inngu hvort þessir fyrirlestrar
væru á vísindalegum nótum eða
almennt spjall eins og var í þessu
tilfelli og hentar ekki öllum.
Glen Wilson, sem er Banda-
ríkjamaður, búsettur í Hollandi,
hóf tónleikana á Sinfóníu og
Canzonettu í G-dúr. Strax var
auðheyrt að hann hafði mikið
vald á hljóðfærinu og tæknin var
óaðfinnanleg. Verkið lék hann
nokkuð á rómantísku nótunum,
gaf tónhendingunum allfijálst
spil sem Buxtehude virtist þola
vel (en undirrituðum varð hugsað
til næstu tónleika Wilsons, þar
sem Bach var á efnisskránni, og
hvort hann heimfærði þennan
leikstíl einnig yftr á Bach). Svítan
í e-moll fékk eðlilega svipaðan
leikstíl, var mjög fallega spiluð,
en kosið hefði ég örlítið hraðara
tempó á sumum dansþáttunum,
t.d. Allemande-þættinum og
Saraböndunni, sem annars var
mjög fallega leikin. Glæsilega lék
hann G-dúr Tokkötuna og náði
þar ótrúlega breiðum hljómi út
úr sembalnum og afsannaði þar
með eigin yfirlýsingu í efnis-
skránni um að orgelið væri ekk-
ert annað en risastór kassi fylltur
blokkflautum. Reincken og Bach
og þeir aðrir, er þekkja orgelið,
vita að orgel verður það fyrst og
fremst fyrir allar þær raddir, sem
ekki finnast í einum blokkflautu-
kór, með fullri virðingu fyrir
blokkflautunni. Aría og tvö til-
brigði í a-moll, fallega gerð,
hljómuðu vel, svo og hin margsl-
ungna Tokkata í g-moll, tónsmíð
sér á parti, hvað form áhrærir,
og ekki auðveld fyrir flytjandann
að hafa hemil á. Tónleikunum
lauk með Kóral-svítu, „Auf mein-
en lieben Gott“ með svo stuttum
þáttum, að maður hafði varla átt-
að sig þegar henni var lokið. Og
spenntur beið maður eftir Bach-
tónleikunum.
Tveir
velvaldir
g’estir
TÓNUST
S k á 1 h o 11
EINLEIKUR
OG TVÍLEIKUR
Marijke Miessen, blokkflauta, Glen
Wilson, semball, 10. ágúst kl. 17.
MIKLAR þakkir og heiður eiga
inni, þær Helga Ingólfsdóttir
semballeikari og Manuela Wiesl-
er flautuleikari, fyrir að ýta af
stað föstu tónleikahaldi í Skál-
holti, því forna höfuðsetri kirkju
á íslandi. Tíu ár eru síðan Colleg-
ium Musicum var stofnað sem
rammi um þetta tónleikahald, og
nú er svo komið að öllum þætti
menningarlífið fátækara á ís-
landi félli þetta tónleikahald nið-
ur. Svo er og komið, að Collegium
Musicum getur boðið til Skálholts
þekktu tónlistarfólki erlendu, og
svo var einmitt þennan laugar-
dag.
Marijke Miessen er í efnisskrá
kynnt sem afkastamikill blokk-
flautuleikari með tónleikahald
vítt og breitt um heim, er gert
hefur merkar hljóðritanir, kenn-
ari o.fl.
Og nú var komið að Bach,
umritunum hans á eigin verkum
svo og undiritunum hans á verk-
um annarra tónhöfunda. Þau
bytjuðu á Tríósónötunni fyrstu,
sem var upprunalega skrifuð fyr-
ir orgel og þá í Es-dúr, nú aftur
á móti í B-dúr fyrir blokkflautuna
og sembalinn. Mikið öryggi var
í leik þeirra beggja, en þessar
tríósónötur Bachs eru erfiðastar
í flutningi af öllum hljómborðs-
verkum Bachs og um leið frábær-
ar tækniæfingar fyrir alla hljóð-
færaleikara. Hættan er einnig sú,
að hljóðfæraleikarinn líti á þær
sem tækniæfingar, sem þær
vissulega eru, og flytji þær sem
slíkar, og dálítið fannst mér það
vera yfirskriftin í umræddum
flutningi. Fyrsti þátturinn örlítið
of hraður og tónhendingar ekki
nákvæmlega mótaðar (fraserað-
ar). En í raun er ekki minni
tækniæfing að spila hröðu þætt-
ina í sónötunni aðeins hægar, en
með nákvæmu stakkatói, ná-
kvæmri hendingamótun og ná-
kvæmri öndun, og þá skilar sér
hin leynda músík tríósónötunnar
best. Þennan sama ágalla þóttist
ég finna í síðasta þættinum, sem
var mjög hratt spilaður, en auð-
heyrt var að Marijke Miessen er
framúrskarandi blokkflautuleik-
ari. Þar sem ég sat átti flautan
þó í svolitlum erfiðleikum með
að ná í gegn þegar Wilson spil-
aði á neðra borð sembalsins. Tríó-
sónata í A-dúr eftir organistann
fræga, Jan Adam Reincken,
reyndist þrátt fyrir umritun
Bachs, ekki sérlega merkileg tón-
smíð, nema kannske fyrir það
eitt að vera eftir þann sem talinn
var mestur organista á 17. öld
og í bytjun 18. aldar. Fyrsti þátt-
urinn var einskonar spuni, annar
þátturinn invensjón, milliþáttur,
þriðji þátturinn stuttur og eins-
konar inngangur að síðaseta
þættinum, sem einnig var suttur
prestó-kafli. Þriðju sónötuna
skrifaði Bach upphaflega fyrir
fiðlu og sembal, en hér kom
blokkflautan í stað fiðlunnar og
hér var hraða valið í góðu jafn-
vægi. Síðasta tríósónatan var
upprunalega skrifuð fyrir orgel
og í d-moll. Tveir hægir þættir
í röð og síðasti hraður. Og hér
sýndu þau Glen og Marijke leik
lagt fram yfir það venjulega. Og
þar með lauk tónleikum tveggja
velvalinna gesta.
Ragnar Björnsson.
Islenskir rithöfundar
fá alþjóðleg verðlaun
Tveir íslenskir rithöfundar halda
senn til Genova á Italíu til að taka
á móti alþjóðlegum verðlaunum
fyrir smásögur. Hrafnhildur Val-
garðsdóttir hlaut 1. verðlaun fyrir
smásögu sína „Jólagjöf heilagrar
Maríu“ og Eysteinn Björnsson
hlaut 2. verðlaun fyrir smásögu
sína „Hvalurinn".
Verðlaunin eru kennd við Jean
Monnet (1888-1979), sem hefur
stundum verið nefndur „faðir“
hugmyndarinnar um sameiningu
Vestur-Evrópu. Að verðlaununum,
sem eru einu samevrópsku verð-
laun sinnar tegundar, stendur for-
seti Ítalíu, ásamt utanríkis- og
menntamálaráðuneytunum þar,
Ferðamálaráð Lígúríuhéraðs,
Genovafylki og ýmsar bæjar-
stjórnir á Ítalíu.
Verðlaunin voru fyrst veitt 1993
en síðastliðið ár hlaut Sigurður
A. Magnússon rithöfundur 1. verð-
laun fyrir ritgerðasmíð.
Úrslit 1996
Veitt eru verðlaun fyrir ljóðlist,
smásögur og ritgerðir. í fyrsta
sæti fyrir Ijóðlist var Eda Palatini
Passarello (Ítalíu), öðru sæti
deildu Paola Insola (ítalíu) og It-
alo Bonassi (Ítalíu), og þriðja sæti
deildu Georges Lebrat (Frakk-
landi) og Leonaidas Panagiotids
(Grikklandi).
Fyrir smásagnagerð hlaut
Hrafnhildur Valgarðsdóttir fyrstu
verðlaun og Eysteinn Björnsson
önnur verðlaun. Þriðju verðlaun
hlaut Pasquale Biscari (Ítalíu).
Fyrstu verðlaun fyrir ritgerð
hlaut Rosemarie Tsubaki (Italíu),
önnur verðlaun Harald Haarmann
(Finnlandi) og þriðju verðlaunum
deildu með sér Italo Bonassi (ítal-
íu) og Panikkos T. Panagiotou
(Kýpur).
Athöfnin fer fram 31. ágúst að
viðstöddum verðlaunahöfum, 11
manna alþjóðlegri dómnefnd og
fulltrúum háskóla og annarra
menningarstofnana á Norður-ítal-
íu.
Verðlaunahöfum verða afhent
heiðursmerki og silfurbikarar
ásamt árbók sem inniheldur verð-
launaverki.
Tópastríóið
á Sólon
I KVOLD, þriðjudajgskvöld leikur
Tópastríóið á Sólon Islandus kl. 22.
Tríóið skipa Haukur Grondal, saxó-
fón, Arni Heiðar Jónsson, píanó og
Tómas R. Einarsson, kontrabassa.
Á efnisskránni eru aðallega
þekkt lög frá sjötta og sjöunda ára-
tugnum eftir Miles Davis, Cole
Porter og John Coltrane meðal ann-
arra. Sérstakur gestur tríósins í
kvöld verður trommuleikarinn
Harvey Burns, sem hefur t.d. leikið
inn á flestar plötur Cat Stevens.
...♦ ♦--------
Ljóðalestur
Útlegð -
rigningar
ÚTLEGÐ — rigningar heitir
klukkustundarlöng ljóðadagskrá
sem Hjalti Rögnvaldsson, leikari,
flytur á Kaffi Óliver við Ingólfs-
stræti í kvöld kl. 22.
Þar verða fluttir tveir fyrstu
hlutarnir úr ljóðaflokki eftir Saint-
John Perse sem Sigfús Daðason
þýddi.
Sjálfsafgreidslu-
afsláttur
Nýttu þér 2 kr. sjálfsafgreiðsluafslátt af hverjum
eldsneytislítra á eftirtöldum þjónustustöðvum Olís.
• Sæbraut við Kleppsveg + 2 kr*
• Mjðdd í Breiðholti + 2 kr*
• Gullinbrú í Grafarvogi
• Háaleitisbraut
• Klöpp við Skúlagötu
• Ánanaustum
• Hamraborg, Kópavogi
• Reykjanesbraut, Garðabæ
• Langatanga, Mosfellsbæ
• Vesturgötu, Hafnarfirði
• Suðurgötu, Akranesi
*Viöbótarafsláttur vegna framkvæmda.
olis
léttir þér lífið
amerískar dekurdýnur
amerískar lúxusdýnur
Margar gerðir og stærðir og allir
geta fundið dýnu við sitt hæfi.
Serta -14 daga skiptiréttur
og allt að 20 ára ábyrqð.
Sérþjálfað starfsfólk okkar tekur
vel á móti þér og leiðbeinir um
val á réttu dýnunni.
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bildshöfði 20-112 Rvik - S:587 1199
PELAG LÖGGILTRA UllRlllMSAIA
BMW 520i árgerð 1990
Bíll í sérflokki — ekinn aðeins 64 þús. km.
Hlaðinn aukahlutum s.s. leðurinnréttingar,
sportstýri, rafmagn í öllu, aukadekk á felgum o.fl.
GÓÐ KJÖR VERÐ 1870 þús.
FORD LINCOLN TOWN
árg. 1992
Stórglæsilegur þíll hlaðinn
aukahlutum.
Sjón er sögu ríkari.
Til sýnis á
BORGARBÍLASÖLUNNI.
BORGARBILASALAN
Grensásvegi 11, Reykjavík,
s. 588 5300