Morgunblaðið - 13.08.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1996 33
\
\
\
\
\
>
I
>
9
9
:
I
MINNINGAR
SVEINN
ÓLAFSSON
+ Sveinn Ólafsson
fæddist í
Reykjavík 5. des-
ember 1917. Hann
lést 3. ágúst síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík 12. ágúst.
Með nokkrum orð-
um vil ég minnast góðs
vinar, Sveins Ólafsson-
ar. Þótt hann væri far-
inn að reskjast var
ekki annað vitað en
hann væri við góða heilsu. Því kom
andlát hans öllum á óvart, einnig
hans nánustu.
Vel man ég þegar ég sá Svein í
fyrsta sinn. Hann var þá forstjóri
Sveins Egilssonar hf. en ég í sumar-
vinnu hjá Guðjóni Sigurðssyni
múrarameistara. Þetta var 1954.
Guðjón sendi mig með loftpressu
til að brjóta fláa í gólf á verkstæð-
inu við Hverfisgötu og Hlemm, þar
sem nú er Náttúrugripasafn o.fl.
Sveinn sagði mér fyrir verkum en
ekki varð þessi fundur okkar til
frekari kynna. Svo varð hins vegar
sumarið 1960, skömmu eftir að ég
hafði tekið við starfi sveitarstjóra
í Garðahreppi, sem nú er Garða-
bær. Sveinn var þá, og lengi síðan,
búsettur í Silfurtúni og einn af for-
ystumönnum Framfarafélagsins
Silfurtúns. Stjórn félagsins bað hinn
nýja sveitarstjóra að koma til fund-
ar við sig, enda margt við hann að
tala um það sem vantaði í sveitarfé-
lagi, sem þá taldi innan við þúsund
íbúa, en var að breytast úr sveit í
þéttbýli. Fundurinn var haldinn á
fallegu heimili Sveins og Aðalheiðar
í Silfurtúninu. Og fundir okkar urðu
margir eftir þetta.
Ég fann í Sveini einlægan og
elskulegan mann, áhugasaman um
allt það er til framfara og heilla
mætti verða hinu vaxandi sveitarfé-
lagi, sem hann var nýlega fluttur
í með íjölskyldu sinni.
Og við sveitungar hans föluð-
1 J Krossar
rn á teiði
I vióarlit oa maloöir.
Mismunanai myns'fur, vönduo vinna.
Slxni 583 5939 og 583 8738
Safnaðarheimili
Háteigskirkju
iSMSSÍ:
991 Hi»9
APÓTEK
AUSTURBÆJAR
Háteigsvegi 1
BREIÐHOLTS
APÓTEK
Álfabakka 12
eru opin til kl. 22
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Apótek Austurbæjar
umst fljótt eftir starfs-
kröftum hans. Við
sveitarstjórnarkosn-
ingar 1962 var í fyrsta
sinn iistakosning í
Garðahreppi. Sam-
komulag var milli for-
ystumanna stjórnmála-
flokkanna um uppstill-
ingu þannig að aðeins
einn listi kom fram og
skipaði Sveinn eitt af
fimm efstu sætunum
og var þar með orðinn
hreppsnefndarmaður.
Næstu kosningar,
1968, mörkuðu þau
tímamót að þá buðu fjórir flokkar
fram sína lista. Sveinn skipaði þá
þriðja sætið á lista okkar Sjálfstæð-
ismanna. Þannig sat hann tvö kjör-
tímabil í sveitarstjórninni en við
kosningar 1972 gaf hann ekki kost
á sér til áframhaldandi setu.
Þennan tíma áttum við mjög
náið samstarf að málefnum sveitar-
félagsins og flokks okkar. Sveinn
reyndist þar afburðaliðsmaður, rétt-
sýnn og drengilegur í málflutningi
og öllum verkum.
A þessum árum urðu grundvall-
arbreytingar á sveitarfélaginu. Það
breyttist úr sveit í bæ, landspildur
voru keyptar, hverfi skipulögð, göt-
ur lagðar, skólahús byggð og yfír-
leitt það gert sem nýrri byggð fylg-
ir.
Sveinn reyndist einstakur sam-
starfsmaður og studdi mig í starfi
sveitarstjóra af sérstæðum dreng-
skap.
Alla tíð síðan hef ég notið stuðn-
ings hans í mínu stjórnmálastarfi.
Ég átti stuðning hans vísan í öllum
prófkjörum og hann lagði þar óbeð-
inn á sig mikla vinnu. I öllum kosn-
ingum, hvort heldur var til sveitar-
stjórnar eða Alþingis lagði hann
Sjálfstæðisflokknum lið með
ómældri vinnu. Fyrir allt þetta starf
Sveins þakka ég persónulega og
ekki síður í nafni okkar Sjálfstæðis-
manna í Garðabæ og Reykjanes-
kjördæmi öllu. Fyrir nokkrum
árum gerði Sjálfstæðisfélag
Garðabæjar Svein að heiðursfé-
laga vegna hans miklu starfa í
þágu félagsins.
A árum áður kom ég oft á heim-
ili Sveins og Aðalheiðar. Þá settist
hann gjarnan við píanóið og lék af
fingrum fram svo unun var á að
hlýða, en Sveinn var mjög músik-
alskur maður. Samræður við hann
voru ávallt áhugaverðar. Hann var
víðlesinn og áhugasvið hans víð-
feðm. Því hafði hann ávallt sitthvað
uppbyggilegt til málanna að leggja.
Þegar starfsvettvangur breytist
og flust er milli sveitarfélaga vill
samfundum fækka. Fundir okkar
Sveins voru á síðari árum því ekki
jafn tíðir og fyrr en við ræddumst
oft við í síma. Síðast hittumst við
á hátíðarsvæði okkar Garðbæinga
þann 17. júní sl. Sveinn og Aðal-
heiður sýndu sínu gamla sveitarfé-
iagi þá ræktarsemi að koma hingað
á þjóðhátíðardaginn til að fagna
með fyrri samborgurum.
Nú þegar hinn góði drengur er
genginn þakka ég kynnin, stuðning-
inn og tryggðina. Aðalheiði, börnum
og bamabömum vottum við Ragna,
kona mín, samúð okkar og hlut-
tekningu við hið óvænta og ótíma-
bæra fráfall Sveins Ólafssonar og
biðjum þeim Guðs blessunar.
Ólafur G. Einarsson.
+
Hjartkær eiginmaður minn og elsku
besti afi minn,
BJARNI BIRGIR HERMUNDARSON,
lést á heimili okkar Sævangi 30 að
morgni 11. ágúst.
Esther Hurle,
Bjarni Birgir Fáfnisson.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HERMANN MAGNÚSSON,
fyrrv. stöðvarstjóri
Pósts og sima,
Hvolsvelli,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
á morgun, miðvikudaginn 14. júlí,
kl. 13.30.
Gyða Arnórsdóttir,
Jónas Hermannsson,
Helgi Hermannsson,
Hermann Ingi Hermannsson,
Arnór Hermannsson,
Magnús Hermannsson,
tengdadætur og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUNNARGUÐMUNDSSON
frá Hóli
á Langanesi,
Nökkvavogi 42,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 15. ágúst kl. 13.30.
Sólveig Kristjánsdóttir,
Páll Gunnarsson, Esther Þorgrímsdóttir,
Guðmundur Gunnarsson, Bjarma Didriksen,
Sigurður D. Gunnarsson, Anna Gunnarsdóttir,
Oddur Gunnarsson, Áslaug Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ELÍN HALLGRÍMSDÓTTIR,
Aflagranda 40,
(áðurtil heimilis
Kaupvangstorgi 1,
Sauðárkróki),
lést á heimili sínu 11. ágúst. Jarðarförin
fer fram frá Fossvogskapellu föstudag-
inn 16. ágúst kl. 13.30.
Sveinn Guðmundsson,
Guðmundur H. Sveinsson,
Hallgrímur T. Sveinsson, Helga Jónsdóttir,
Gunnar Þór Sveinsson, Kristín Sveinsdóttir,
Ólafur Stefán Sveinsson, Helga Heimisdóttir,
Ingunn Elín Sveinsdóttir, Stefán Magnússon
og barnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
BJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR,
Efstaieiti 12,
Reykjavík,
verður jarðsett frá Neskirkju
fimmtudaginn 15. ágúst kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er
bent á heimahlynningu Krabbameinsfé-
lagsins.
Páll Ásgeir Tryggvason,
Dóra Pálsdóttir, Jens Tollefsen,
Tryggvi Pálsson, Rannveig Gunnarsdóttir,
Herdfs Pálsdóttir, Þórhallur F. Guðmundsson,
Ásgeir Pálsson, Ásiaug Gyða Ormslev,
Sólveig Pálsdóttir, Torfi Þ. Þorsteinsson
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUÐMUNDUR JÓNSSON (Muggur),
Hverfisgötu 86,
Reykjavík.
Verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 14. ágúst kl. 13.30.
Sigurbjörg G. Sigurbjörnsdóttir (Lillý),
Ólaffa I. S. Guðmundsdóttir, Haraldur Björnsson,
Einar O. Guðmundsson,
Haukur Guðmundsson,
Jóna M. Guðmundsdóttir,
Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Hrefna Guðmundsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson,
Ólafur B. Guðmundsson,
og barnabörn
Gunnar Guðmundsson,
Sigurgeir O. Þorsteinsson,
Ludwig S. Alfreðsson,
Karenina K. Chiodo,
Ragnheiður Antonsdóttir.
+
Elskaður unnusti minn, faðir, sonur og
tengdasonur,
EINAR SÆVAR KJARTANSSON,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju,
miðvikudaginn 14. ágúst klukkan 15.00.
Ingibjörg Gfsladóttir,
Gfsli Dan Einarsson,
Elín Salka Einarsdóttir,
Jón Kjartan Einarsson,
Kjartan Kristófersson, Hafdís Guðmundsdóttir,
Gfsli Þorsteinsson, Elfn Jóhannesdóttir.
f
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ÞURÍÐUR jóhannsdóttir,
Grænukinn 10,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin fimmtudaginn
15. ágúst kl. 15.00 frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði.
Eyþór Kr. Jónsson,
Jóhann Eyþórsson, Valdís Þorkelsdóttir,
Kristín Þ. Eyþórsdóttir, Gísli Þorláksson
og barnabörn.