Morgunblaðið - 22.08.1996, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MINNINGAR
Frídagur
fyrir bílinn
NÚ Á að gefa bíln-
um sumarfrí. í dag er
mælst til þess að
Reykvíkingar skilji
bílinn eftir heima, gefi
honum frí einn dag.
Með þessu er meining-
in að hvetja fólk til
að prófa aðra ferða-
máta og skapa um-
ræðu um neikvæð
áhrif bílsins og um-
ferðarinnar á um-
hverfi okkar og heilsu
og er næsta víst að
skoðanir verði skiptar
í þeirri umræðu.
Því er þó varla
hægt að mótmæla að íslendingar
eru mjög „framarlega" í notkun
bíla til flutninga á fólki og varn-
ingi um lengri og skemmri veg,
og mun svo líklega verða um fyrir-
sjáanlega framtíð vegna stijálbýlis
og annarra aðstæðna. Þá er reynd-
ar gengið út frá því að við drögum
ekki úr kröfum okkar um hreyfan-
leika og hraða við að komast úr
einum stað i annan, en fjárfesting
í almenningssamgöngum um land
allt sem dygði til að uppfylla þær
kröfur, er okkur einfaldlega of-
viða.
Þannig má segja að miðað við
aðstæður, mannfjölda og höfða-
tölu sé hin mikla bílanotkun á ís-
landi þrátt fyrir allt ekki afleitur
kostur. Á hinn bóginn er jafnljóst
að staðbundin áhrif hins mikla
bílafjölda í þéttbýli, sérstaklega á
Reykjavíkursvæðinu,
eru ákaflega mikil og
dýr úrlausnar og eng-
in vanþörf að leita
hagkvæmra lausna á
þeim. Á slíkum stöð-
um er raunhæft að
reka almenningssam-
göngur sem geta
keppt við einkabílinn
hvað varðar hraða og
þægindi, í því skyni
að draga úr útblást-
ursmengun, hávaða,
ryki, slysahættu og
öðrum samfélagsleg-
um kvillum bílaum-
ferðar.
Einn er sá kostnaðarþáttur sem
sjaldan er rætt um í tengslum við
einkabílinn, en það er kostnaður
við byggingu og viðhald bílastæða.
Í Reykjavík eru nærri 45 þúsund
í Reykjavík, segir
Stefán Haraldsson,
er 1,1 milljón fermetra
af bílastæðum.
bílar og má segja að hver þeirra
þurfi tvö stæði, eitt heima og ann-
að á áfangastað. Gera má ráð fyr-
ir að hvert stæði taki að jafnaði
20-25 fermetra og það þýðir að í
Reykjavík er meira en 1,1 milljón
fermetra af bílastæðum. Það sam-
Stefán
Haraldsson
svarar landflæmi sem er rúmur
kílómetri á kant. Kostnaðurinn við
að búa þessi stæði til er aldrei
minni en tveir milljarðar króna.
Var einhver að tala um ókeypis
bílastæði?
Umferð einkabíla er mest kvölds
og morgna, þegar þúsundir bíla
með einni manneskju í hveijum
streyma milli borgarhverfa. Mjög
margir þessara bíla standa
óhreyfðir allan daginn og þræða
síðan sömu leið til baka síðdegis.
Auðvelt er að gera sér í hugarlund
að fólkið sem ferðast með þessum
hætti til vinnu sinnar gæti allt
eins notað almenningssamgöngur,
gengið eða hjólað. Ekki er þar
með sagt að selja þurfi bílinn,
heldur mætti kannski draga úr
notkun hans. Hver veit nema sú
verði niðurstaðan á fjölda heimila
eftir bílafrídaginn, þegar við höf-
um reynt aðrar leiðir.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Bílastæðasjóðs
Reykja víkurborgar.
Spörum bílinn
A HVILDARDEGI
bílsins í Reykjavík er
gott að staldra við og
athuga hvað hægt sé
að gera til að draga
úr notkun einkabíls-
ins. Einkabíllinn er
stærsti útgjaldaliður
íslenskra heimila og
rannsóknir hafa sýnt
að rekstur bílsins er
sá liður sem fjölskyld-
ur eiga einna erfiðast
með að skera niður.
Einkabíllinn er eini
valkostur þeirra sem
eru með marga í heim-
ili svo sem ungbarna-
fjölskyldur og þeirra sem búa utan
við þjónustusvæði almenningss-
amgangna. Veðurlag á Íslandi
eykur enn á mikilvægi bílsins. Stór
hluti af daglegu lífi manna tengist
notkun einkabílsins enda er hann
Þ. Þ0RGRIMSS0N & C0
ABET
óijúfanlegur hluti af
gangverki alls at-
hafna- og atvinnulífs.
Það er óraunhæf
rómantík að hugsa sér
að flestir geti verið án
bils og nýtt sér í stað-
inn reiðhjól og/eða
aðra samgöngumögu-
leika, en hver og einn
getur lagt sitt af
mörkum til að draga
úr notkun einkabíls-
ins.
Hugsaðu um um-
hverfið heitir bækling-
Runólfur ur frá FÍB og þar er
Olafsson ag fjnna nokkur ein-
föld ráð sem gera bíleigendum
kleift að vinna gegn umhverfis-
mengun og þá um leið að draga
úr notkun einkabílsins. Eftirfar-
andi ráðleggingar er m.a. að finna
í þessum bækiingi:
• Gakktu eða hjólaðu styttri
vegalengdir.
• Skipuleggðu samflot í bíl með
öðrum þegar hægt er að koma
því við.
• Notaðu strætó ef mögulegt er.
Minni mengun fylgir fullnýttum
HARÐPLAST
ÁBORÐ
ÁRMÚLA 29, SÍMI 553 8640
strætisvagni en ferð farþeg-
anna sömu ieið í einkabílum.
Að auki eru í bæklingnum
ábendingar varðandi eldsneytis-
sparnað, viðhald og meðferð spilii-
efna.
Bíllinn er yfirfrakki, sparar tíma
og eykur félags- og atvinnulegan
hreyfanleika okkar en það er einn-
ig auðvelt að misnota bílinn. Höf-
um hugfast að oft má hvíla bíla.
Höfum hugfast, segir
Runólfur Olafsson,
að oft má hvíla bíla.
Hvíldardagur bílsins er á heppileg-
um árstíma því um þetta leyti
geta fleiri verið án bíls. Veðrið er
með besta móti, margir eru í sum-
arfríi og ekki þarf að skutla börn-
um í skóla.
Það er gott fyrir bíleigendur að
hugieiða að notkun einkabílsins
fylgir mengun og mikill kostnaður
og því nauðsynlegt að skipuleggja
notkun hans vel.
Höfundur er framkvæmdasljóri
FÍB.
Ert þú Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680
EINMANA MikiB úrval af
Vantar þig vin að allskonar buxum
tala við? Opib ó laugardögum
VINALÍNAN
561 6464 • 800 6464
öil kvöid 20 - 23 Nýbýlavegi 12, sími 554 4433.
INGIBJÖRG H.
JÓNSDÓTTIR
Hólmfríður
Ingibjörg Jóns-
dóttir fæddist í
Húsey í Skagafirði
21. apríl 1917. Hún
lést á Landakoti 12.
ágúst síðastliðinn.
Hún var yngst sjö
barna hjónanna
Jóns Ásgrímssonar
og Guðlaugar
Sveinsdóttur, en
aðeins þijú þeira
náðu fullorðins-
aldri, Hallgrímur,
Páll og Ingibjörg.
Árið 1925 var Ingi-
björg tekin í fóstur af lækn-
ishjónunum á Sauðárkróki,
Jónasi Krisljánssyni og Hans-
ínu Benediktsdóttur. Ingibjörg
giftist ekki og eignaðist ekki
börn.
Að loknu námi á
Sauðárkróki var
Ingibjörg einn vet-
ur í Húsmæðraskól-
anum á Hallorms-
stað en stundaði
síðan nám í Versl-
unarskólanum og
lauk þaðan námi.
Hún vann hjá
Sparisjóði Reykja-
víkur og nágrennis,
siðan var hún gjald-
keri árum saman
hjá Bæjarútgerð
Reykjavíkur þar til
hún hún hóf störf
hjá launadeild Reykjavíkur-
borgar þar sem hún vann uns
hún hætti störfum.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Áskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Hólmfríður Ingibjörg, en það var
hún skírð var fædd að Húsey í
Skagafirði. Árið 1925 var Ingibjörg
tekin í fóstur af læknishjónunum á
Sauðárkróki, Jónasi Kristjánssyni
og Hansínu Benediktsdóttur, en
föður sinn hafði hún misst árið
1916 en móðir hennar lést árið
1926, en áður hafði hún beðið lækn-
ishjónin fyrir Ingibjörgu. Ingibjörg
ólst síðan upp á hinu fjölmenna
læknisheimili með fimm börnum
þeirra hjóna og fleiri fóstursystkin-
um. Móðir mín Guðbjörg, dóttir
Jónasar og Hansínu, hefur sagt
mér að hún gleymi aldrei hvað
henni fannst Imba, en það var Ingi-
björg yfirleitt kölluð, umkomulaus
og hvað hún vorkenndi henni mikið
þegar hún kom til þeirra föðurlaus
og móðirin fársjúk. Imba ólst síðan
upp á Sauðárkróki eins og eitt barn
þeirra læknishjóna og minntist hún
þeirra og æskuáranna á Sauðár-
króki ávallt með miklu þakklæti.
Ingibjörg giftist ekki og eignað-
ist ekki börn, en hún var vinamörg
hér áður fyrr, ferðaðist mikið bæði
innanlands og erlendis og hafði
mikla ánægju af. I góðra vina hópi
var hún hrókur alls fagnaðar, hafði
yndi af söng og söng sjálf manna
hæst. Eg og fyrri maður minn
leigðum í nokkra mánuði hjá henni
í Eskihlíðinni með son okkar
tveggja ára, og mun ég ávallt vera
henni þakklát hversu góð hún var
honum, það var ekki sjaldan sem
hún kom og fékk hann lánaðan
eins og hún sagði og fylgdist hún
síðan ávallt með honum.
Imba varð fyrir áfalli árið 1986
og eftir það var hún að hluta löm-
uð. Ekki vat' hægt annað en að
dást að hvernig hún tók veikindum
sínum. Hún dvaldi að heimili sínu
Ljósheimum 6 og gat með aðstoð
séð að mestu leyti um sig sjálf.
Hún var alltaf kát og hress þegar
ég heimsótti hana og innilega
þakklát fyrir að einhver skyldi líta
inn. Hún eyddi miklum tíma í bók-
lestur og hiustaði mikið á útvarp,
en segja má að hún hafi varla yfir-
gefið íbúðina eftir að hún lamað-
ist, nema til að fara til læknis, þar
til hún fékk annað áfall í október
1995, en eftir það dvaldi hún á
Landakoti þar sem hún lést mánu-
daginn 12. ágúst sl.
Bróðir Ingibjargar, Hallgrímur
lést árið 1932, en Páll og kona
hans Lillý hafa alla tíð reynst henni
afar vel og aðdáunarvert er hve
Lillý hugsaði vel um hana eftir að
spítaiavist hennar hófst.
Síðustu árin voru Imbu erfið,
en hún tók hlutskipti sínu eins og
hetja og vona ég að hún hafi nú
öðlast frið þegar hún leggur upp
í sína síðustu ferð.
Guð blessi minningu Ingibjargar
H. Jónsdóttur.
Regína Birkis.
MAGNÚS
ÞORBJÖRNSSON
+ Magnús Þorbjörnsson var
fæddur á Grímsstaðaholt-
inu í Reykjavík 17. febrúar
1924. Hann lést á heimili sínu
á Kleppsvegi 62 í Reykjavík
12. ágúst síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Fossvogs-
kirkju 21. ágúst.
Faliinn er frá kær frændi, Magn-
ús Þorbjörnsson, eftir erfið veik-
indi, og langar mig að minnast
hans með örfáum orðum.
Mín fyrstu kynni af frænda voru
þau þegar hann var að koma á
sínar æskuslóðir í Olfusið að heim-
sækja foreldra mína, þá fullorðinn
maður, en þar hafði hann verið i
sveit á sumrin í nokkur ár sem
unglingur.
Þaðan átti hann margar góðar
minningar og hélt hann mikilli
tryggð við sveitina æ síðan.
Magnús var ákaflega frændræk-
inn maður og má þar nefna áhuga
hans á ættfræði. Hann stóð fyrir
að eigin frumkvæði útgáfu bókar
um niðja afa okkar og ömmu og
ber að þakka honum það. Magnús
var afar léttlyndur og lundgóður
maður og mikið var gott að koma
til þeirra hjóna og voru öfáar ferð-
irnar á árum áður tii þeirra og
foreidra hans á Fálkagötuna og
fékk ég oft að gista hjá foreldrum
hans er ég var að koma af sjónum.
En árin liðu og ferðunum fækk-
aði en aldrei þó svo að kynni okk-
ar rofnuðu sem betur fer, og heim-
sóttum við Magga og Dóru í nýju
íbúðina þeirra við Kleppsveg sem
þau voru nýflutt inn í um síðustu
jól.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Halldóra, Magnús, Vilborg og
aðrir ástvinir, innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minningin um Magn-
ús Þorbjörnsson.
Jón Ólafur Óskarsson
og fjölskylda.