Morgunblaðið - 01.09.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 01.09.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 9 Risalax úr Hafralónsá STÆRSTI lax sumarsins það sem af er veiddist í Hafralónsá í Þistil- firði 16. ágúst síðastliðinn. Breskur veiðimaður að nafni George Steph- ensen veiddi laxinn í hyl númer 32 og voru menn á því að laxinn hefði verið um 26-27 pund. Hann fór aldr- ei á vigt því sá breski sleppti honum aftur í ána. Þetta var mjög legin hrygna, 113 sentimetra löng. Jackues Montupet, Fransmaður- inn sem leigir veiðirétt í Hafralónsá sagði í samtali við Morgunblaðið í gærdag að viðureignin hefði verið mögnuð og staðið yfir í hálfa aðra klukkustund. „George var búinn að draga þijá stóra laxa, 12,14 og 16 punda rétt áður og náði þeim inn á svona 15 mínútum með sinni 15 feta stöng. Honum varð ljóst að þessi væri af öðru sauðahúsi er hann hafði legið og rétt þumbast um í fjörutíu mínútur. Síðan tók laxinn sprettinn, óð á fullri ferð 200 metra niður brattar flúðir allt niður í næsta hyl fyrir neðan. Þar börðust þeir í 10 til 15 mínútur í viðbót og George bjóst við að laxinn færi að gefa sig. En það var eitthvað annað, allt í einu rauk hann aftur af stað, að þessu sinni upp flúðirnar á ný og kom það öllum á óvart hvað hann átti eftir af þreki. Aðeins mjög stór- ir fiskar haga sér þannig. A endan- um tókst honum þó að landa laxin- um,“ sagði Montupet. Sem fyrr segir var laxinn 113 sentimetrar á lengd og því ljóst að 26-27 pund er langt frá því að vera ofmat. Miklu fremur að laxinn hafi verið nær 30 pundum heldur en hitt. Til samanburðar má minna á að lax- inn sem bandaríska veiðikonan Virg- inia Loomis Pennoch veiddi í Vatns- dalsá á dögunum og var áætlaður 25 pund, var 107 sentimetrar. Það var leginn hængur og hængarnir rýrna öllu meira í vigt _en hrygnurn- ar er líður á sumar. Á meðan þeir horast, blæs út belgurinn á frúnum GLÍMT við stórlax í Skriðuhyl í Svalbarðsá í Þistilfirði. er hrognin þroskast. Montupet sagði enn fremur að 190 laxar og 55 bleikjur hefðu veiðst í Hafralónsá í sumar, 130 laxar væru stórlaxar með mjög góða með- alþyngd, rétt tæplega 13 pund og fimm væru yfir 20 pund. Hinir iax- arnir, 60 talsins, væru mjög smáir eins árs fiskar, frá 2,5 til 4 pund, flestir 3 punda. Bleikjurnar væru allar stórar, 3-5 pund og skemmtileg búbót. Alls hafa viðskiptavinir Mont- upets sleppt 60 löxum í sumar og voru það allt stórir laxar, m.a. þrír af umræddum fimm fiskum yfir 20 pundunum. Héðan og þaðan Tvær helstu ár Þistilfjarðar auk Hafralónsár eru Svalbarðsá og Sandá og hafa þær verið á líku róli og Hafralónsá og nýlega voru komn- ir milli 170 og 190 laxar úr báðum ánum. Yfir 20 punda fiskar eru og komnir úr báðum ánum og meðal- þyngd laxins er mikil, enda lítið af smálaxi og það sem veiðist af þeim fiski er afar smátt eins og í Hafral- ónsá. Gljúfurá í Borgarfirði var komin í 180 laxa í vikulokin. Lax er víða í ánni ofanverðri, en lítið neðan mið- línu ef þannig mætti orða það. Lax er yfir höfuð leginn og fátt um bjarta fiska og nýja. Þetta er mun minni veiði heldur en í fyrra og miklu minna er af fiski nú en þá þótt ekki þurfi að nefna ástandið ördeyðu. Laxinn er nær allur smár, 3 til 6 pund, og sá stærsti 12 pund. Opið hús! Opið hús í Baðhúsinu í dag. í dag, sunnudaginn 1. sept. verður opið hús í Baðhúsinu frá kl. 14:00 til 16:00. Komdu og kynntu þér hina ýmsu tíma sem verða í boði í vetur. í dag ersíðasti dagur tilboðsins, 3 mánuðir í líkamsrækt á 9.990 kr. Skráning verður á fitubrennslu- námskeið fyrir byrjendur og lengra komnar. , Sjaumst i dag. BAÐHÚSIÐ heiUulind tyrir konur ÁRMÚLA 30 SfMI 588 1616 Verzlunarskóli íslands Öldungadeild Innritað verður í öldungadeild Verzlunarskóla íslands 27. ágúst - 2. sept. kl. 08.30-18.00. Eftirtaldar námsgreinar verða í boði á haustönn: Spænska Stærðfræði Töivubókhald Tölvunotkun Verðbréfaviðskipti Vélritun (á tölvur) Þýska Ekki er nauðslynlegt að stefna að ákveðinni prófgráðu og algengt er að fólk leggi stund á einstakar námsgreinar til að auka atvinnu möguleika sína eða sér til ánægju. Skólagjald er í hlutfalli við kenndar kennslustundir. Kennsla í öldungadeildinni fer fram frá kl. 17.30 - 22.00 mánudaga til fimmtudaga. Umsóknareyðublöð og námslýsingar fást á skrífstofu skólans, Ofanleiti 1. Bókfærsla Danska Efna- og eðlisfræði Enska Franska íslandssaga íslenska Lögfræði Mannkynssaga Verslunarréttur Markaðsfræði Milliríkjaviðskipti Rekstrarhagfræði Ritvinnsla ^úlcgar viðtökur. ° . ÁtuferSirnar PPTTi m veisla í vetur frá 39.932 Heimsferðir kynna nú glæsilega vetraráætlun sína með spennandi ferðatilboðum í vetur, þar sem þú getur valið um ævintýraferðir til Brasilíu, Venezuela og Kanaríeyja og nú í fyrsta sinn bjóðum við vikulegt flug til Kanaríeyja í vetur. Við fljúgum flesta þriðjudaga í beinu flugi til að tryggja þér þá ferðatilhögun sem hentar þér best. Beint flug með glæsilegum Boeing 757 vélum án millilendingar og góðir, nýir gististaðir í boði og verðið hefur aldrei verið lægra en nú í vetur. Lenamar Verð frá kr. Vikuferð til Kanarí 19. nóv., hjón með 2 böm, Australia. Verð frá kr. Ferð í 2 vikur, 4. mars, m.v. hjón með 2 böm, Australia. 39.932 19. nóv., hjón með 2 böm, Ai 54.132 ars, m.v. hjón með 2 böm, Au 69.260 Fáðu bæklingin sendan Verð frá kr. M.v. 2 í íbúð, Sonnenland, 4. mars, 2 vikur. Innifalið í verði: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjóm. Spennandi dagskrá í vetur Sigurður Guðmundsson verður meö spennandi dagskrá fyrír Heimsferðafarþega í vetur. Sérferðin 20. okt., 7. jan., 4. mars. HEIMSFERÐIFI Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 V/SA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.