Morgunblaðið - 01.09.1996, Page 64

Morgunblaðið - 01.09.1996, Page 64
varða ▲ víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna MORGUNBLAÐW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100. SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SX'ENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tvö fyrirtæki með 11,2% botnfiskkvótans 2,6 millj- arða kr. aukning MARKAÐSVERÐ þeirra 31 þúsund tonna þorskaflaheim- ilda, sem bætast nú við á nýju fiskveiðiári, nemur rúm- lega 2,6 milljörðum króna, miðað við 85,73 kr. meðalverð á þorskkílóinu á tímabilinu frá maí 1995 til apríl 1996, skv. útreikningum Þjóðhagsstofn- unar. Nýtt fiskveiðiár hefst í dag og verður nú leyfilegt að veiða 186 þúsund tonn af þorski í stað 155 þúsund tonna á því fiskveiðiári, sem lauk í gær. Fimm kvótahæstu útgerðir landsins fá nú í sinn hlut 20,9% botnfiskkvótans sem er svipað hlutfall og sömu útgerðir fengu í fyrra, 20,6%. Grandi hf. og Útgerðarfélag Akureyringa hf. eru með langmestan kvóta, eins og undanfarin ár þótt hlutdeild þeirra í heildarbotnfiskkvót- anum fari eilítið lækkandi á milli ára þrátt fyrir auknar þorskaflaheimildir í fyrsta skipti í tólf ára sögu kvóta- kerfisins. Aftur á móti hafa Fiskiðjan Skagfirðingur hf., sem er í þriðja sæti yfir kvóta- hæstu útgerðir landsins, og Haraldur Böðvarsson hf., sem er í fimmta sætinu, aukið hlutdeild sína í botnfiski frá því í fyrra. Skýring þess að kvótahlut- deild stærstu útgerðarfyrir- tækjanna eykst ekki meira en raun ber vitni, er sú að viðbót- arveiðiheimildir fara að mestu til þeirra sem hafa línuafla- reynslu, en ekki á togarana, sem flestir eru í eigu stærri fyrirtækjanna. Áramót hjá útgerðum/10 Póstur & sími gerir samning við Dan Transport Hefur flutningastar f- semi í september Fraktin flutt með póstbílum P&S PÓSTUR og sími hefur gert samn- ing við alþjóðlega flutningsmiðlun- arfyrirtækið Dan Transport um að taka við frakt frá fyrirtækinu og dreifa henni hér á landi. Sömuleið- is mun stofnunin hafa milligöngu um sendingar á frakt úr landi fyr- ir fyrirtækið. Póstur og sími mun flytja fraktina til viðtakenda með sömu bifreiðum og stofnunin notar til póstflutninga ef það þykir henta, að sögn Rafns Júlíussonar, forstöðumanns póstmálasviðs. Rafn segir að fraktin verði tekin frá skipshlið eða úr flugvél og send til viðtakenda. Hraðflutningsdeild Pósts og síma á Suðurlandsbraut mun annast dreifingu á fraktinni. Hann segir að það fari eftir því hvernig á það sé litið hvort Póstur og sími sé með þessu að fara út fyrir sitt hefðbundna póstflutn- ingasvið. Verkefni pósthúsanna ekki of mörg „Við höfum almennt talið að við værum í vöruflutningum eins og hver annar. Þetta rímar mjög vel við það sem við erum að gera, finnst okkur, og hentar mjög vel okkar starfsemi. Við erum með pósthús úti um allt land sem mynda afgreiðslunet, og verkefnin þar eru kannski ekki alls staðar allt of mörg. Okkur þykir því gott að fá þessa flutninga," sagði Rafn. Dan Transport er að hasla sér völl í flutningum til íslands en hefur gert samninga við póstmála- stofnunina í Færeyjum og Græn- landi um að þær annist dreifingu á frakt fyrirtækisins. Samningurinn ótímasettur Samningurinn við Póst og síma er ótímasettur en uppsegjanlegur af beggja hálfu hvenær sem er. Samningurinn er um að stofnunin annist tollafgreiðslu fraktar fyrir Dan Transport, komi henni frá skipshlið, dreifi henni til viðtak- anda og hafi milligöngu um send- ingu á frakt úr landi á vegum fyrir- tækisins. Rafn segir að Póstur og sími sé m.ö.o. umboðsaðili Dan Transport á Islandi. Póstur og sími er einnig umboðsaðili fyrir hrað- flutningsfyrirtækið TNT. Rafn segir að ekki þurfi að bæta við starfsmönnum vegna þessa að svo stöddu og framtíðin verði að leiða í ljós hvort þörf verði á því. Það ráðist allt af því hver viðskiptin og umsvifin verða. Starfsemin hefst formlega í sept- ember en Póstur og sími hefur dreift nokkrum sendingum frá Dan Transport á þessu ári. Morgunblaðið/Golli >• I ver- stöðinni * Osvör í GÆR, á öðrum degi opinberrar heimsóknar sinnar til norðurhluta Yestfjarða, komu forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson og kona hans frú Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir, til Bolungarvíkur og ísafjarðar. Myndin er úr verstöð- inni Ósvör við Bolungarvík þar sem Geir Guðmundsson leiðbeindi forsetahjónununi og sagði frá sjávarháttum fyrri tíma. Ragnar Högni Guðmundsson hélt í hönd- ina á forsetanum og fylgdi honum um verstöðina. Amma hans prjón- aði peysuna og húfuna sem hann er í. ■ Æskuheimilið skoðað/4 Landflutningafyrirtækið ísafjarðarleið hf. Eimskip kaupir hugsanlega 60% . Elsti Islend- ingurinn ELSTI núlifandi íslendingurinn býr ekki á Islandi heldur er aldurs- forseti dvalarheimilis aldraðra á Gimli og heitir Guðrún Björg Björnsdóttir Árnason. Hún er hvorki meira né minna en 107 ára gömul. Guðrún Björg fæddist á Egils- stöðum í Vopnafirði árið 1888. Fjögurra ára gömul fluttist hún með fjölskyldu sinni til Kanada. Hún giftist Vilhjálmi Árnasyni árið 1915 og eignuðust þau níu börn. Hjónin bjuggu sér heimili við Winnipeg-vatn. Vilhjálmur starf- aði við smíðar og fiskveiðar. Guð- rún Björg verður 108 ára gömul 20. október nk. Ber aldurinn með reisn Blaðamaður Morgunblaðsins úieiinsótti Guðrúnu Björgu og Morgunblaðið/Einar Falur komst að því að hún er ágætlega hress og ber aldurinn með reisn; helst háir henni slæm sjón og bil- andi heyrn. Guðrún Björg er að öllum líkindum ein eftirlifandi af þeim þúsundum íslenskra land- nema sem fluttu til Vesturheims á síðustu öld. ■ Fjallkona sléttunnar/B2 VIÐRÆÐUR standa nú yfir um að Eimskip kaupi meirihluta í landflutningafyrirtækinu ísafjarð- arleið hf. á Isafirði. Samkvæmt heimildum blaðsins eru viðræðurn- ar á lokastigi og er jafnvel búist við að kaupsamningur verði undir- ritaður í næstu viku. ísafjarðarleið er sjö ára gamalt fyrirtæki sem annast landflutn- inga og vörudreifingu milli ísa- fjarðar og Reykjavíkur og um norðanverða Vestfirði. Fyrirtækið er með fimm vöruflutningabíla í rekstri og byggði nýlega 430 fer- metra húsnæði á ísafirði undir starfsemi sína. Aðaleigendur þess eru Kristinn Ebenesersson og Ól- afur Halldórsson. Áformað er að Eimskip kaupi meirihluta í fyrirtækinu og hefur verið rætt um að hluturinn nemi um 60% samkvæmt heimildum blaðsins. Sá áhugi, sem Eimskip sýnir ísafjarðarleið, er í samræmi við þá þróun er orðið hefur á flutn- ingamarkaðnum hérlendis á und- anförnum árum. Bæði Eimskip og Samskip hafa verið að breytast úr skipafélögum í alhliða flutn- ingafyrirtæki. Þau hafa lagt áherslu á víðtækt dreifikerfi um land allt og í því skyni keypt hluti í landflutningafyrirtækjum í flest- um fjórðungum. Fram að þessu hafa Vestfirðir að vissu leyti orðið út undan í þessari þróun en Eim- skip ríður nú á vaðið með kaupun- um í ísafjarðarleið, þ.e.a.s. ef af þeim verður. Forsvarsinenn Eimskips og Isa- fjarðarleiðar vildu ekkert tjá sig um málið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.