Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Ræðaforseta
Islands á Isafirði
Togstreita
höfuðborg-
ar o g lands-
byggðar
dagar uppi
MÖGULEIKAR Vestfjarða í fram-
tíðinni felast í milliliðalausum
tengslum við fyrirtæki og ein-
staklinga um allan heim. Tog-
streita höfuðborgar og lands-
byggðar mun daga uppi vegna
nýrrar tækni í samgöngum, fjar-
skiptum og hugbúnaði. Þetta var
nieðal efnis í ræðu Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta íslands, sem
hann hélt á hátíðarsamkomu í til-
efni af opinberrj heimsókn for-
setahjónanna á Isafirði um helg-
ina.
„Togstreitan milli landsbyggð-
ar og höfuðborgarsvæðis sem ein-
kennt hefur umræðu og ákvarð-
anir á vettvangi þjóðmála um
marga áratugi er að daga uppi í
umbroti breytinga sem umskapa
heiminn allan. Sú samkeppni sem
úrslitum ræður er ekki lengur
milli Reykjavíkur og annarra
landshluta heldur íslands alls
annars vegar og umheimsins hins
vegar. Það er sú glíma sem um-
fram annað mun ráða því hvort
unga fólkið kýs áfram að eiga
ísland að heimkynnum. í krafti
þeirrar boðskiptatækni sem færir
heimsmarkaðinn beint til hvers
og eins geta Vestfirðir, Norður-
land eða Austfirðir vissulega
skarað fram úr. Reykjavíkur-
svæðið er ekki lengur nauðsynleg-
ur áfangastaður heldur byggðar-
lag á sama báti og hin.“
Forsetinn sagði að um allt land
væru byggðirnar að tengjast
beint við það markaðskerfi ver-
aldarinnar sem í sífellu umskap-
aði efnahagslíf heimsins. Þessi nýi
veruleiki krefðist ferskrar hugs-
unar, nýrrar nálgunar að gömlum
vandamálum.
„Umræðan um byggðavanda
Islendinga þarf að vissu leyti að
færast á byrjunarreit. Hún þarf
að eignast nýtt upphaf þar sem
tækifæri hugbúnaðartækninnar
og boðskiptabrautir heimsvið-
skiptanna eru forsenda breyttra
stefnu og nýrra aðferða. Hún
þarf að taka mið af þeirri stað-
reynd að dýrmætasta auðlindin
felst í fólkinu sjálfu - hæfni,
menntun og áræði sérhvers ein-
staklings. Mannauðurinn mun
ráða úrslitum í samkeppni byggða
og þjóðlanda á nýrri öld.“
Forsetinn benti á að fyrr á tím-
um hefðu Vestfirðir verið í sterk-
um tengslum við umheiminn, og
nefndi til sögunnar Asgeirsversl-
un á ísafirði. „Og á æskuárum
mínum á Þingeyri hönnuðu karl-
arnir í smiðjunni, afi minn og
nafni Ólafur Ragnar og félagar
hans, vélar og tæki sem síðan
voru seld víða um lönd. Jafnvel
alla leið til Singapore barst hróð-
ur hins vestfirska hugvits.
Saga Vestfjarða er því ekki
saga einangraðs útkjálka. Þvert
á móti eru dæmin mörg um mest-
an árangur þegar brautin var
bein og hindrunarlaus í samskipt-
um við umheiminn. Hugvitið og
hæfni mannfólksins voru það afl
sem úrslitum réð.
Senn höldum við á vit nýrrar
aldar. Tími nýrra tækifæra er
framundan. Eðli og umfang
þeirra breytinga skapar Vest-
fjörðum og öðrum byggðum ís-
lands nýjar leiðir til sóknar.
Saga Isafjarðar, sókndjarft
mannlif í vestfirskum byggðum á
fyrri tíð, ætti að efla áræði okkar
til að nýta tækifæri nýrrar aldar,
að laga hugsun okkar og aðferðir
að möguleikum nýrrar heims-
myndar.“
FRÉTTIR
Morgunblaðið/HalldórSveinbjömsson
FORSETAHJÓNIN við byssuna á Halldóri Sigurðssyni ÍS ásamt Konráð Eggertssyni hrefnuveiðimanni.
FJÖGUR ungmenni fengu hvatningarverðlaun forseta íslands.
F.v. Auður Sjöfn Þórisdóttir, Albertína Elíasdóttir, Ólafur Ragn-
ar Grímsson, Pétur Geir Svavarsson og Ingunn Einarsdóttir.
ísafirði. Morgunblaðið.
HEIMSÓKN forseta íslands, hr.
Ólafs Ragnars Grímssonar og konu
hans Guðrúnar Katrínar Þorbergs-
dóttur, til norðurhluta Vestfjarða
lauk í gærmorgun með heimsókn til
þriggja atvinnufyrirtækja á ísafirði.
Að kvöldi annars dags heimsókn-
arinnar var haldin hátíðarsamkoma
í íþróttahúsinu á Torfnesi á ísafírði
þar sem öllum íbúum ísafjarðarbæj-
ar, Bolungarvíkur og Súðavíkur-
hrepps var boðið. Húsfyllir var á
samkomunni sem þótti takast hið
besta.
A samkomunni afhenti forsetinn
fjórum vestfirskum ungmennum sér-
stök hvatningarverðlaun vegna
árangurs þeirra á hinum ýmsu svið-
um. Sagði hann við það tækifæri
að um væri að ræða hvatningu til
ungs fólks sem væri að alast upp í
landi okkar og sýndi góðan árangur
á fjölmörgum sviðum í námi, leik,
list, starfi, félagslífi, íþróttum og á
ýmsum öðrum sviðum.
„Það er mikilvæg skylda forseta
íslands að láta í té slíka hvatningu
og stuðla þannig að því að við látum
í ljós stuðning og hvetjum þau til
að halda áfram á sömu braut,“ sagði
forsetinn. „Áður en ég kem að þeim
Qórum vestfirsku ungmennum sem
fyrstu hvatningarskjölin hljóta, þá
langar mig að Ieggja áherslu á það
að hér er ekki um keppni að ræða
og þaðan af síður samkeppni heldur
eins konar táknrænan viðurkenn-
ingarvott fyrir það sem þau hafa
FORSETAHJÓNIN, frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir og hr.
Ólafur Ragnar Grímsson þáðu kaffiveitingar hjá einni flótta-
mannafjölskyldunni sem kom til ísafjarðarbæjar fyrir stuttu.
Heimsókn
forsetans til
Vestflarða
verið að gera þótt fjölmargir aðrir
kæmu einnig tii greina."
Þau ungmenni sem hlutu hvatn-
ingarskjölin eru Auður Sjöfn Þór-
isdóttir, 10 ára, sem fékk verðlaun
fyrir framúrskarandi árangur í fiðlu-
námi, Ingunn Einarsdóttir, 13 ára,
fékk verðlaun fyrir árangur í íþrótt-
um, en hún stundar jafnt knatt-
spyrnu, skíði og golf og þykir fram-
úrskarandi íþróttakona og hógvær
og kurteis og Albertína Elíasdóttir,
16 ára, fékk verðlaun fyrir árangur
sinn í þeirri nýjung að vinna að rétt-
inda- og velferðarmálum nemenda
auk þess sem hún hefur sinnt börn-
um flóttamanna og unnið ötullega
gegn fíkniefnanotkun unglinga. Þá
fékk Pétur Geir Svavarsson, 15 ára,
verðlaun fyrir góðan árangur í
íþróttum en Pétur Geir var nýlega
valinn í unglingalandslið íslands í
knattspyrnu auk þess sem hann
þykir liðtækur í handbolta og körfu-
bolta.
Forsetinn heimsækir Vigur
Þriðji dagur heimsóknar forseta-
hjónanna hófst með ökuferð til Súða-
víkur. Þar óku forsetahjónin um eldri
hluta þorpsins, skoðuðu ummerki
eftir snjóflóðið mikla sem féll á
byggðina í janúar á síðasta ári og
minntust látinna. Að lokinni messu
í Súðavíkurkirkju héldu forsetahjón-
in með bátnum Halldóri Sigurðssyni
IS út í eyjuna Vigur, þar sem eyjan
var skoðuð undir leiðsögn heima-
manna.
Frá Vigur var haldið á ný til Súða-
víkur þar sem forsetahjónin voru
viðstödd vígslu grunnskólans á
staðnum en hann var eins og kunn-
ugt er, byggður fyrir gjafafé frá
Færeyjum. Að lokinni almennri sam-
komu í íþróttahúsinu á staðnum óku
forsetahjónin um nýju byggðina- í
Súðavík og síðar um daginn voru
þau viðstödd skólasetningu Fram-
haldsskóla Vestfjarða. Um kvöldið
þáðu þau síðan kvöldverðarboð
sýslumannsins á ísafirði, Ólafs
Helga Kjartanssonar og konu hans
Þórdísar Jónsdóttur.
Fékk Napóleonskökur að gjöf
í gærmorgun, sem var síðasti
dagur heimsóknar forsetahjónanna
til Vestfjarða, heimsóttu þau þijú
atvinnufyrirtæki á Isafirði, Hrað-
frystihúsið Norðurtanga hf., Póls-
rafeindavörur hf., og Gamla bakarí-
ið. Þar hittu forsetahjónin fyrir eig-
andann Rut Tryggvason og Rögn-
vald Þór Óskarsson, bakara, en hann
var kosningastjóri Ólafs Ragnars á
Isafirði í nýafstöðnum forsetakosn-
ingum.
„Forsetinn spurði hvort við ættum
Napóleonskökur og þar sem þær
voru ekki til þá stundina var ekkert
um annað að ræða en að baka þær
strax. Það var gert og hélt hann því
til síns heima með kassa af Napó-
leonskökum,“ sagði Rut Tryggvason
í samtali við blaðið, en hún sagði
forsetann hafa ætlað að fara með
kökurnar í afmælisveislu dætra
þeirra hjóna, sem eru 21 árs um
þessar mundir.