Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 37 ► 9 i > ) > I I I | * I i i ■ i I g i i i Í i i i -f __________AÐSEMPAR GREINAR___ Samfélagsrekínni þjónustu fylgir lægri kostnaður KÆLI- OG FRYSTISKAPAR \Sv'r stofn%^ KÆLITÆKNIi! Skógarhlíð 6, sími 561 4580 Þættir sem Þættir sem draga auka útgjöld úr útgjöldum Útgjöld Tekjur Tilvís.- Föst gr. heilbr.m á íbúa kerfið fyrir hóp ppp Bandaríkin i 2 Sviss 2 1 Kanada 3 3 + Svíþjóð 4 6 + Þýskaland 5 18 Frakkland 6 7 Ástralía 7 8 + + Holland 8 11 + + Austurríki 9 14 + Lúxemborg 10 4 Island 11 10 Noregur 12 12 + Danmörk 13 0 + + Belgía 14 13 Finnland 15 19 + Ítalía 16 17 + + Nýja Sjáland 17 18 + Japan 18 15 Bretland 19 16 + + írland 20 21 + Spánn 21 20 + + Grikkland 22 22 + MIKLAR umræður hafa orðið um hvort tilvísunarkerfið „eigi að vera eða ekki að vera“. Kostir og lestir þessa kerfis verða ræddir hér. Eftirfar- andi þjóðir búa við til- vísunarkerfi í dag: Austurríki', Kanada2, Danmörk3, Finnland3, Grikkland, Ítalía, Nýja Sjáland, Noregur, Portúgal, Svíþjóð og Tyrkland. 1) Má draga úr ef læknir hefur mikinn fjölda sjúklinga. 2) Ekki varðandi barna-, fæðingar- og augnlækna. 3) Einungis læknar í einkarekstri. SJÁ TÖFLU í löndum þar sem stuðst er við tilvísunarkerfi og fastar greiðslur Samfélagsrekin heil- brigðisþjónusta tryggir, — _ segir Olafur Olafsson, í þessari lokagrein af þremur, meira jafnræði í aðgengi að þjón- ustunni. fyrir ákveðinn sjúklingahóp eru út- gjöld til heilbrigðismála lægst. í töflu IV má sjá að meðal sex þjóða sem reka dýrustu þjónustuna búa aðeins tvær við tilvísunarkerfi. Meðal ellefu landa sem reka ódýr- ustu þjónustuna búa níu þjóðanna við tilvísunarkerfi í mismunandi myndum. Ályktun OECD er að lækka megi heildarkostnað utan- spítalaþjónustu um allt að 18% ef stuðst er við tilvísunarkerfíð. Árangursríkt tilvísunarkerfi hamlar gegn auknum kostnaði. Að sömu niðurstöðu komst E. Maxvell í riti Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar frá 1981. IV. Þriðji aðili selur eða kaupir þjónustu Á síðustu árum hefur víða verið leitast við að skilja að hlutverk kaupanda og veitanda heilbrigðis- þjónustu. Þetta hefur einkum verið gert í þeim tilgangi að ná betri stjórn á greiðslum til heilbrigðis- stofnana og um leið skipulegri nýtingu á heilbrigðiskerfinu. Hið pólitíska yfirvald í hlutverki kaup- andans semur þannig við sjúkra- hús, heilsugæslu og aðra veitendur heilbrigðisþjónustu um að vinna ákveðin verk á ákveðnum tíma fyrir ákveðna upphæð. í samning- um milli aðila er venjulega stuðst við talnalega mælikvarða á magn og gæði hvers verkefnis sem veit- andi þjónustunnar tekur að sér. Þetta fyrirkomulag byggir á því að á grundvelli fjárhagsramma starfseminnar er verkefnum skipað í ákveðna forgangsröð jafnframt því sem í samingum eru skilgreind- ar þær kröfur sem veitandi þjón- ustunnar þarf að uppfylla. Þannig séu frá byrjun til staðar ákveðnar forsendur fyrir því að kaupandinn geti haft stjórn á starfseminni. Helstu breytingar sem verða við framangreint rekstarskipulag eru meðal annars þessar: • Stjórnmálamenn verða í vaxandi mæli „umboðsmenn“ sjúklinga. • Kostnaðarmeðvitun heilbrigðis- starfsfólks eykst. • Eftirlit með kostnaði auðveldari. • Gæðastýring líklega meiri, en ennþá ósann- að. • „Ónauðsynlegum" prófum fækkar. • Læknar og heil- brigðisstarfsfólk ekki lengur „einu“ „um- boðsmenn" sjúklinga. • Fleiri innlagnir á sjúkrahús. • Hætta á að sjúkra- húsin haldi sjúklingum lengur. • Sjúklingar með margþætt vandamál eiga oft erfiðara upp- dráttar. • Forvarnir koma aftarlega í for- gangsröðinni. • Skrifstofukostnaður verður hærri. • Krefst meira faglegs eftirlits og kostnaður eykst. Þrátt fyrir háleit áform hefur heilbrigðisþjónusta í nágrannalönd- um ekki tekið stórstígum breyting- um fram að þessu. Af tilraunum sem gerðar hafa verið í Svíþjóð, Bret- landi og Noregi virðist heildarkostn- aður við heilbrigðisþjónustu ekki hafa lækkað borið saman við eldra rekstrarfyrirkomulag. Ennfremur hefur borið á því að læknar kjósi þá heldur að sinna sjúklingum með minniháttar sjúkdóma en sjúkling- um með erfíða langvinna sjúkdóma. Einkaaðilar eiga eftir sem áður erf- itt með að keppa við opinbera aðiia þegar verkefni heilbrigðisþjónustu ei-u boðin út. Stjómmálamenn hafa heldur ekki valdið sem skyldi hlut- verki sínu sem umboðsmenn sjúkl- inga samhliða því að vera stjómend- ur starfseminnar. Af skipulagsbreyt- ingum og tilraunastarfsemi síðustu ára verða þess vegna ekki dregnar víðtækar ályktanir. Niðurstöður • Á síðasta áratug hafa allflestar iðnaðarþjóðir dregið verulega úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu miðað við verga þjóðarframleiðslu. Undantekning eru þjóðir þar sem einkatryggingar eða frjálsar trygg- ingar vega þyngst. Ástæðan er að fólk skortir oftast nægilega þekk- ingu á læknisþjónustu og þ.a.l. skapast ekki nauðsynlegt neytenda- aðhald líkt og í öðrum einka- rekstri, t.d. við kaup á fæðu, klæð- um og bifreiðum. • OECD-þjóðir sem búa við samfé- lagsrekna heilbrigðisþjónustu greiða lægra hlutfall af vergri þjóð- arframleiðslu til heilbrigðisþjónustu en þjóðir sem ekki fylgja þeirri stefnu. Þar sem einkarekstur tíðk- ast eru rekstraraðilar næsta einráð- ir um verðlagningu og verðlag fer því oft úr skorðum. • Vel rekið tilvísunarkerfi heldur niðri kostnaði við heilbrigðisþjón- ustu, a.m.k. í OECD-ríkjum. • Kostnaður við heilbrigðisþjón- ustu er lægri meðal OECD-þjóða er greiða læknum föst laun eða ákveðið gjald fyrir hóp sjúklinga (capitation) en þeirra sem greiða læknum eftir afköstum. • Verktakasamningar við lækna virðast ekki draga úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu. • Tilraunir með að þriðji aðili kaupi eða selji þjónustu eru nú í gangi í nágrannalöndunum. Svo virðist sem eftirlit með kostnaði sé auðveldara. Skrifstofukostnaður eykst og þörfin fyrir faglegt eftirlit einnig. Tilraun- ir með þennan rekstur hafa nú stað- ið í 5-6 ár erlendis og enn hefur ekki verið sýnt fram á lækkun í heildarkostnaði. • Jafnræði varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu er meira meðal þjóða er styðjast við samfélags- rekna þjónustu en þeirra er búa við einkarekstur eða frjálsar trygging- ar (færri verða útundan). Einka- reknar heilbrigðisstofnanir eru yfir- leitt reknar í þéttbýli en dreifbýli verður útundan og er það verulegur galli á þessu þjónustuformi. • Svo virðist sem árangursrík að- ferð til að lækka heildarkostnað í heilbrigðisþjónustu sé að draga úr eða fella burt þjónustugjöld í heilsu- gæslunni. Með þeirri aðgerð er sjúklingum beint frá dýrri sjúkra- húsþjónustu til heilsugæslunnar. Höfundur er landlæknir. Myndatökur hækka í verði 1. október. 3 Ódýrari Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 3020 Enn er hægt að fá vá gamla verðinu.^ Kpmsía ftefst urn miSjati septemöer. ‘Byijendm- ogframfwtösfíolftar fra 14 ára aídri. Afliending skírteina fer fram í skólanum miðvikudaginn 11. sept. kl. 17 - 20 fyrir 7 ára og eldri; laugardaginn 14. sept. kl. 13 - 15 fyrii\4-!6 áiáÁfprskóli). Félag ísl. listdansara Tilvísunarkerfið Ólafur Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.