Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sveltandi börnum bjargað HJÁLPARSTOFNANIR hófu í gær flutninga á matvælum og lyfjum til hundraða svelt- andi barna í bænum Tubman- burg í Líberíu sem hefur verið einangraður vegna átaka stríðandi fylkinga. Talið er að 4.000 börn séu í bænum og hundruð þeirra séu nær dauða en lífí vegna hungurs. Sex ára borgarastyijöld hefur kostað meira en 150.000 manns lífið í Líberíu. Króatískt sendiráð í Belgrad KRÓATÍA stofnaði í gær sendiráð í Belgrad og Júgó- slavía, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, kom á fót sendiráði í Zagreb eins og gert var ráð fyrir í samkomu- iagi ríkjanna um gagnkvæma viðurkenningu sem var undir- ritað 23. ágúst. Eldflaug springur ÞRÍR hermenn biðu bana þeg- ar sprengihleðsla eldflaugar sprakk í herstöð í austurhluta Rússlands á sunnudagskvöld, að sögn fréttastofunnar ítar- Tass. Talið er að hermennirnir hafi verið að flytja eldflaugina þegar hún sprakk. Kohl hafnar uppstokkun HELMUT Kohl, kanslari Þýskaiands, vísaði í gær á bug vangaveltum um að hann hygðist stokka upp í stjórninni á næsta ári fynr þingkosning- amar 1988. „Ég er ánægður með ráðherrana," sagði Kohl aðspurður um ummæli Theo Waigels fjármálaráðherra, sem sagði í viðtali um helgina að kanslarinn þyrfti að stokka upp í stjórninni á næsta ári. Hvatttil við- ræðna á Kýpur RAUF Denktash, leiðtogi Kýp- ur-Tyrkja, hvatti í gær Glafcos Clerides, forseta Kýpur, til að fallast á viðræður til að draga úr spennunni á eyjunni eftir að tyrkneskur hermaður var skotinn til bana um helgina við „grænu línuna" sem skipt- ir eyjunni. Denktash kenndi stjórn Kýpur um tilræðið en hún sagði Kýpur-Grikki ekki hafa átt þátt í því. Sagt að írakar hafi afstýrt aðgerð CIA Talið að 100 írakar tengdir CIA hafi verið teknir af lífi Kansas City, Los Angeles, VVashington. Reut- er, The Daily Telegraph. TRENT Lott, ieiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeild Banda- ríkjaþings, sagði á sunnudag að fréttir af því að árás Saddams Hus- seins, forseta íraks, á Kúrda í norð- urhluta íraks hefði leitt til þess að leynileg aðgerð bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, varð að engu væri áhyggjuefni. Bandaríska dagblaðið The New York Times greindi frá því á laugar- dag að nokkrir útsendarar CIA hefðu flúið þegar írakar hertóku borgina Arbil fyrir rúmri viku. í The Daily Telegraph sagði að 10 útsendurum CIA hefði verið bjargað í þyrlu. Dag- blaðið The Washington Post sagði á sunnudag að leynilögregla Saddams Husseins hefði að því er virtist hand- tekið og tekið af iífi 100 íraka, sem tengdust aðgerð CIA, skammt frá bænum Qushtapa 31. ágúst. Aðgerð áhyggjuefni „Öll þessi aðgerð er mér áhyggju- efni,“ sagði Lott í samtali við Reuter- fréttastofuna. Hann kvaðst þó ekki ætla að krefjast allsherjar rannsókn- ar öldungadeildarinnar á þessu máli, en hann hygðist biðja Arlen Specter, formann leyniþjónustunefndar öld- ungadeildarinnar, um skýrslu. „Ég vil vita við hvaða kringum- stæður [leyniþjónustumennirnir] voru kvaddir á brott. Hvað gerðum við við þá, sem unnu með okkur? Leiddi afhjúpun okkar til þess að þeir hafa nú verið teknir af lífi? Ég er ekki að fordæma, ég vil aðeins vita hvað er á seyði,“ sagði Lott. Samkvæmt frásögnum dagblaða ákvað Clinton að auka umfang leyni- legra aðgerða í írak í janúar þrátt fyrir óánægju með gang mála fram að því. Undirritaði hann þá skipun til CIA um að útvega andstæðingum Saddams vopn, hernaðarþjálfun og tæki til njósna. Jafnframt jók hann fjárframlag til aðgerðarinnar. Sundr- ung í röðum andstæðinga stóð að sögn The Daily Telegraph aðgerðinni Reuter UPPREISNARMAÐUR úr röðum Verkamannaflokks Kúrda ræð- ir við blaðamenn í Tyrklandi, skammt frá landamærum íraks. fyrir þrifum og gerði um leið erfið- ara að halda henni leyndri. Loforð yfirmanns CIA í dagblaðinu The Los Angeles sagði á sunnudag að John Deutch, yfírmaður CIA, hefði heitið íröskum andófsmönnum því að búið yrði að steypa Saddam innan árs, en íraksforseti hefði komist á snoðir um ráðabruggið og tryggt að það yrði að engu. Enn fremur sagði að Bandaríkjamenn hygðust kosta 20 milljónum dollara (um 1,3 milljörðum króna) til aðgerðarinnar á þessu ári, eða sex milljónum dollara meira en 1995. I blaðinu var haft eftir ónefndum bandarískum embættismanni að þetta væri eitthvert mesta áfall, sem bandaríska leyniþjónustan hefði orð- ið fyrir. Ekki var sagt nánar frá heiti De- utch í blaðinu, en þar sagði að hér hefði verið um að ræða einhverja umfangsmestu aðgerð, sem Clinton hefði leyft. Eftir atburði undanfar- inna daga væru Bandaríkjamenn aft- ur komnir á upphafsreit hvað sam- skiptin við Saddam Hussein varðaði. Samkvæmt heimildamönnum The Los Angeles Times töldu bandarískir ieyniþjónustumenn hóp íraskra út- sendara í írak forsendu þess að að- gerðin tækist, en margir þeirra hefðu nú verið afhjúpaðir og líflátnir. Afhjúpun í lok júní í blaðinu sagði að upp hefði kom- ist um ráðabrugg CIA um að nota flugumenn í Lýðveldisverðinum til að steypa Saddam Hussein seint í júní og snemma í júlí, mörg hundruð foringjar hefðu verið handteknir og tugir útsendara teknir af lífi. „Það bjó metnaður að baki, en starfið var vart hafið þegar upp um það komst,“ sagði heimildarmaður blaðsins. Sagði að Bandaríkjamenn teldu nú að útsendarar Saddams hefðu komist á snoðir um ráðabrugg- ið nánast í upphafi. Því var bætt við að til aðgerðarinnar hefði borist að- stoð frá Hussein Jórdaníukonungi og stuðningur frá Saudi Arabíu og Kú- veit. Morðin í Bisho Stjórn de Klerks ábyrg? Bisho í S-Afríku. Reuter. STJÓRN hvíta minnihlutans í Suður-Afríku bar ábyrgð á fjöldamorðunum í Bisho í einu af svonefndu heima- löndum blökkumanna, Ci- skei, árið 1992, að sögn Cyr- ils Ramaphosa, aðalritara Afríska þjóðarráðsins (ANC)í gær. Hann segir að Óupa Gqoso herforingi, sem tekið hafði sér völd í hérað- inu, hefði aldrei þorað að láta skjóta á liðsmenn ANC án samþykkis stjórnar F.W. de Klerks í Pretoriu. Aðdragandi fjöldamorð- anna var mótmælaganga blökkumanna er kröfðust þess að heimalandið yrði hluti Suður-Afríku þar sem stofnun þess hefði ekki verið annað en tilraun hvítra til að deila og drottna. Landamæragirðing var rofin og komst fólkið þannig inn í heimalandið. Fullyrðir Ramaphosa, sem bar vitni hjá Sannleiksnefndinni er ætlað er að kanna sögu að- skilnaðarstefnunnar, að þetta hafi verið gert að und- irlagi stjórnvalda. Mótmæl- endur hafi verið leiddir í gildru. 29 manns féllu er lögregla á vegum Gqosos hóf skyndi- lega skothríð á þátttakendur í mótmælunum sem voru á leið af útifundi á íþróttaleik- vangi og um 200 manns særðust. Ramaphosa var sjálfur staddur rétt hjá leik- vanginum en slapp ómeidd- ur, liðsmenn ANC vernduðu hann og aðra leiðtoga sam- takanna með því að fleygja sér ofan á þá. Ný ESB-fjárlög í undirbúningi Andvíg'ir styrkjum til græningj asamtaka ÞVERT á samþykktir framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, ESB, og meirihluta Evrópuþingsins hyggj- ast fjármálaráðherrar aðildarríkj- anna stöðva fjárstyrki ESB til evr- ópskra umhverfisverndarsamtaka. Þetta ákváðu embættismenn ráð- herraráðsins, sem undirbúa fund ráðherranna, við fyrstu afgreiðslu fjárlaga ESB fyrir árið 1997. Upprunalega var gert ráð fyrir 14 milljónum ECU, um 1.180 millj- ónum króna, í styrki til samtaka á borð við Evrópsku Umhverfisskrif- stofuna, regnhlífarsamtök evrópskra umhverfisverndarfélaga. Þessa upp- hæð strikuðu embættismennirnir einfaldlega út. Styrkjunum hefur verið ætlað að tryggja, að í Brussel geti hagsmunaverðir iðnaðarins, heldur einnig umhverfisverndarsinn- ar látið í sér heyra. Þingmenn á Evrópuþinginu hafa þegar gefið til kynna, að þeir muni aldrei sætta sig við að þessir styrkir verði lagðir niður. Stækkun ESB til austurs á dagskrá Frakklandsforseta í Varsjá Chirac segir stutt í ESB-aðild Póllands 01 ölu og öión Vertuskrefiáundan meðokkur! Viðskipta- og tölvuskólinn er með námskeið í virkri markaðssetningu og þjónustuf 30 ■4 Æilað verslunareigendum. verslunarstjórum eða fólki með annan eigín rekstur. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar í síma 569 7640 <Q> NÝHERJI VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Ánanaustum 15 101 Reykjavík Sími 569 7640 Sirnbréf 552 8583 skoli@nyherji.is evrópaA París. Rcuter. JACQUES Chirac, Frakklandsfor- seti, mun í opinberri heimsókn til Varsjár síðar í vikunni segja pólsk- um ráðamönnum frá því, að hann sjái Pólland fyrir sér sem aðila að Evrópusambandinu, ESB, innan fárra ára. Talsmaður forsetans greindi frá þessu í gær. Aðlögun landbúnaðar Hermt er að Chirac muni lýsa stuðningi við það markmið Pól- lands að gerast ESB-aðili fyrir aldamót, með því að það njóti lengra aðlögunartímabils þar til pólskur landbúnaður verður fær um að aðlaga sig þeim reglum sem gilda á innri markaði Vestur-Evr- ópu. Pólverjar lagt mikið á sig Talsmaður forsetans sagði fréttamönnum, að Pólland væri óumdeilanlega „gæða-umsækj- andi“, með tilliti til þess hve land- ið hefði þegar lagt mikið á sig til að ná settu marki. „Það má reikna með að það náist á nokkrum árum,“ sagði talsmaðurinn. Talsmaðurinn forðaðist þó að nefna nákvæma dagsetningu, en fullyrti að forsetinn myndi gera það er hann ávarpar sameinað þing Póllands á fimmtudag. Þessar yfirlýsingar þykja tíð- indi, þar sem þær boða verulega breytta stefnu Chiracs frá stefnu fyrirrennara síns í embætti, Francois Mitterrand. Mitterrand hafði skömmu eftir fall járntjalds- ins látið þau orð falla, að það myndu áratugir líða áður en af ESB-aðild A-Evrópuríkjanna yrði, sem féll í grýttan jarðveg eystra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.