Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Saltfiskverksmiðjan La Bacladera á Spáni Verksmiðjan seld tvisvar sinnum Framkvæmdastjóri SIF segir að samið hafiverið við Troms Fisk þrátt fyrir bindandi samning við íslendinga EIGENDUR saltfiskverksmiðjunnar La Bacladera á Spáni hafa gert samning við norska fyrirtækið Troms Fisk um sölu á öllum hluta- bréfum í verksmiðjunni þrátt fyrir að hafa áður gert bindandi sölu- samning við SÍF um sölu allra hluta- bréfanna. SÍF hefur þegar hafið málaferli vegna þessa til að fá sölu verksmiðjunnar til norska fyrirtæk- isins hnekkt. Gunnar Örn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, segir að svona viðskiptahættir séu með ólíkindum. Eigendur La Bacladera virðist vera að reyna að fá meira út úr sölunni með þessu, en það sé einnig ijóst að stjórnendur Troms Fisk hafi vit- að, þegar þeir gerðu samning um kaupin, að búið var að gera um þau bindandi samning við SIF. Málavextir eru þeir, að í sumar komu eigendur La Bacladera að fyrra bragði til SÍF og buðu 70% af verksmiðjunni til kaups. í kjölfar viðræðna um það, varð niðurstaðan sú, að SÍF keypti allt hlutafé verk- smiðjunnar á 90 milljónir peseta, um 45 milljónir króna. Til grundvallar þessu kaupverði lá fyrir rekstrar- og efnahagsreikningur dagsettur 30. júní, sem var hluti samningsins. Einnig var fylgiskjal með samningn- um úttekt á eignum fyrirtækisins. Ýmislegt kom fram í dagsljósið „Við settum þá endurskoðendur og lögfræðinga frá Spáni og Frakk- landi til að sannreyna og fara í gegn um í smátriðum allar skuldbindingar félagsins, bæði utan og innan efna- hagsreiknings. En í kaupsamningn- um var ákvæði þess efnis að kaup- verð myndi hækka eða lækka eftir því hver útkoma þessarar athugunar yrði. Staðreyndin var sú að ýmislegt kom fram í dagsljósið og svo hefði getað farið að kaupverðið yrði lítið sem ekkert," segir Gunnar Örn. „Við erum svo á kafi í því að yfírf- ara alla þætti málsins með tengdum aðilum og viðskiptabönkum La Bacladera, þegar eigendur selja skyndilega Troms Fisk á 150 milljón- ir peseta, um 75 milljónir íslenzkar, þrátt fyrir bindandi samning við okk- ur. Það er ennfremur ljóst að Troms Fisk og bakhjarli þeirra, Fokus-bank- anum í Noregi, var fullljóst að við höfðum áður gert þennan kaupsamn- ing. Á grundvelli þessa sækjum við rétt okkar með innsetningaraðgerð, en það getur tekið þijá til ijóra mán- uði að fá niðurstöðu í málið. Eg vil því engu spá um það hvernig fer á endanum," segir Gunnar Örn. Unnið við n£jan miðbæ Isfirðinga ísafirði. Morgunblaðið. HAFNAR eru framkvæmdir við nýjan miðbæ í ísafirði. Efnt var til hönnunarsamkeppni á meðal Jfesarkitekta um nýja ímynd miðbæj- arins á Isafirði og varð tillaga Pálmars Kristmundssonar arki- tekts fyrir valinu. 1 fyrsta áfanga verksins, sem unninn verður í haust, eru ráð- gerðar 10-15 milljónir króna. Unnið verður áfram við verkið á vori komanda og ræðst fram- kvæmdahraðinn af þeim fjár- munum sem veittir verða til verksins. Fyrir framan Stjórn- sýsluhúsið var Hafnarstræti á ísafirði erfitt yfirferðar í gær og framkvæmdir komnar í fullan gang. -------------- Kristján leysir Pava- rotti af í Metropólitan KRISTJÁN Jóhannsson tenór- söngvari leysir Luciano Pavarotti af hólmi í óperu Verdís, Vald örlag- anna, í Metropólitan-óperunni í New York borg í vetur. Fyrsta sýning með Kristjáni verður 19. febrúar en alls verða þær fimm, 22. og 27. febrúar og 4. og 7. mars. Kristján syngur einnig í fimm sýningum á Cavalleria Rusticana eftir Mascagni í Metropólitan-óper- — unni, 29. janúar, 2., 5., 8. og 13. febrúar. Yfirgtiæfandi líkur á læknasamningum í dag YFIRGNÆFANDI líkur eru taldar á því að samningar náist í kjara- deilu heilsugæslulækna og ríkisins í dag eða kvöld, samkvæmt áreiðan- legum heimildum Morgunblaðsins. Samningafundi sem hófst kl. 21 í gærkvöldi var frestað kl. 23.30 en honum verður haldið áfram kl. 13 í dag og bendir allt til þess að á honum muni takast að ganga frá gerð nýs samnings. „Ef ekkert óvænt gerist, þá er það mitt álit að þessari lotu ljúki með samkomulagi," sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samn- inganefndar Læknafélags íslands undir miðnætti. „Við erum bjart- sýnni nú en nokkru sinni fyrr í þessari deilu. Aðalatriðið er að ljúka viðfangsefninu sem allra fyrst,“ sagði Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra. Deiluaðilar komu saman til samningafunda hjá ríkissáttasemj- ara á laugardag og aftur á sunnu- dag. Samninganefnd lækna lagði fram hugmyndir um nýja útfærslu á kröfum sínum og samninganefnd ríkisins lagði fram tillögur á móti sem læknar fóru yfir í gærdag. Áttu forystumenn lækna einnig við- ræður við ráðherra. Tíu alvarleg tilfelli Ólafur Ólafsson landlæknir segir að heilbrigðisþjónustan sé í lama- sessi og ekki verði við það unað. Hann bendir á að það sé helst eldra fólk sem þurfi að leita til heilbrigðis- þjónustunnar og margt eldra fólk bíði bara og vonist til að læknar hefji aftur störf. „Þessi deila er alvarlegri en margar aðrar deilur. Hún kemur niður á veiku fóiki, sem hefur ekki sama þrek og aðrir til að beijast fyrir sínu. Ef deiluaðilar geta ekki leyst þetta er ábyrgð stjórnvalda mjög mikil og þau verða að grípa til einhverra ráða,“ segir hann. Vitað er um a.m.k. tíu alvarleg tilfelli sem komið hafa upp, þar sem ekki hefur náðst í lækni, vegna þess ástands sem skapast hefur. Þar af eru fjögur alvarleg hjartatil- felli, að sögn landlæknis. Laxastigi við Elliðavatn opnaður á ný LAXASTIGI við Elliðavatnsstíflu hefur verið opnaður en honum var lokað á síðasta sumri eftir að kýla- veikisýking kom upp í Elliðaánum. Fisksjúkdómanefnd ákvað að heimila opnun stigans með hliðsjón af því að kýlaveiki hefur ekki greinst í ánum í sumar. „Það er mjög mikilvægft að laxinn komist upp í vatn en sérfræðingar Veiðimálastofnunar hafa sýnt fram á að um 60% af klaki og uppeldi smáseiða á svæðinu fari fram ofan við Elliðavatnsstíflu, bæði í vatninu og ánum þar fyrír ofan, Hólmsá og Suðurá,“ segir Haukur Pálmason, aðstoðarrafmagnsstjóri og formað- ur Veiðifélags Elliðavatns. Fékk 28 punda fisk í Vitaðsgjafa Stökk út í Laxá eft- ir stórlaxinum PÉTUR Steingrímsson í Laxár- nesi veiddi á sunnudaginn 28 punda Iax í Laxá í Aðaldal. Pétur setti í Iaxinn á Vitaðs- gjafa, en daginn áður fékk hann 22 punda lax sem hann veiddi á Skriðuflúð. í samtali við Morgunblaðið sagði Pétur að laxinn hefði ver- ið erfiður. „Hann tók 4-5 metra frá landi. Eftir að ég hafði glímt við hann dágóðan tíma gaf girn- ið sig. Laxinn var þá orðinn svo dasaður að ég hafði smáráðrúm til að grípa háfinn af Önnu Maríu, konu minni, sem stóð á bakkanum og stökkva á eftir honum út í ána og tókst að háfa hann,“ sagði Pétur í Laxárnesi. Pétur hnýtir allar sínar flug- ur sjálfur. Stórlaxinn tók flugu sem Pétur hnýtti sem túbu og heitir Bill Young, í höfuðið á vini hans. Laxinn sem Pétur veiddi á Skriðuflúð fékk hann hins vegar á nýja flugu sem hann kallaði Wendy ti) heiðurs eiginkonu Bill Young.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.