Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Morgunfrú o g hveitibrauð Dettur einhverjum í hug að borða morgunfrú? spyr Kristín Gestsdóttir sem kennir okkur að nota morgunfrú í brauð. í FYRRASUMAR hitti ég mann norður í landi sem sagði mér frá bók sem hann vildi lána mér, en í henni er fjallað um blómið morg- unfrú í matargerð. Ári síðar fór ég að reyna að prófa morgunfr- úna í matreiðslunni, en uppgöt- vaði þá að blómið, sem var í öðr- um hveijum garði fyrir nokkrum árum, er bara nokkuð sjaldgæft núna. Ég á ekki þessa plöntu í mínum garði og þekki engan sem ræktar hana, en gerðist svo djörf að fara inn í blómabúð í Hafnar- firði og sníkja mér nokkur blóm sem uxu fyrir utan. Ef maðurinn sem lánaði mér fyrrnefnda bók les þetta, vil ég gjarnan skila bókinni, en ég man ekki hvað hann heitir. Ég rakst á fróðlega og skemmtilega grein um morg- unfrú eftir Ólaf B. Guðmundsson í Garðyrkjuritinu frá 1972. Hann segir að morgunfrú (Calendula officinalis) hafi frá alda öðli verið ræktuð til matar og lækninga, og eru elstu heimildir til um það frá 12. öld. Blómið hefur bæði verið notað til hárlitunar og litun- ar í matargerð. Það eru eingöngu blómin eða krónublöðin sem notuð eru til þess, og segja sumir að ystu blöðin séu best. Ekki næst mjög sterkur litur, helst eru það fræflarnir sem bera sterkan lit og ekki er mikið af þeim í hveiju blómi. Blómin eru hengd upp og þurrkuð, síðan eru þurr krónu- blöðin strokin af bikarnum og geymd í Iokuðu íláti. Einnig má þurrka blómin í bakaraofni. Eftir þurrkun eru krónublöðin mulin. Á stríðsárunum var morgunfrú víða mulin saman við einhvers konar gervismjör til þess að gera það lystugra. Þetta var þó ekki gert á íslandi. Morgunfrú hefur lengi verið notuð til lækninga, t.d. við sveppasýkingu. Eins og áður sagði næst ekki sterkur litur nema mikið sé notað af krónu- blöðunum en bragðið er sérstakt og skemmtilegt og hentar vel í brauð og fiskisúpur, þó nota megi morgunfrú í fleiri matarrétti svo sem búðinga, krem og hrísgijóna- rétti og sem skraut á bollur og brauð. En það er skrítið með hveitibrauðið. Það er eins og fóik álíti að fátt sé óhollara en það, en sannleikurinn er sá að það er hollara en pasta, sem líka er búið til úr hveiti. En margir halda að pasta sé geysihollt. I flestum til- fellum er hveitið sem notað er í brauðið vítamínbætt en ekki það hveiti sem er í pasta. Morgunfrú- in gerir brauðið hollara, bragð- betra og fallegra. Hveitibrauð með morgunfrú Krónublöð af einni morgunfrú 500 g hveiti 2 tsk. þurrger 1 tsk. salt 1 msk. sykur dl matarolía 2 dl mjólk 1 dl vel heitt vatn úr krananum 1 eggjarauða + þurrkuð eða fersk krónublöð 1. Reytið krónublöðin af morg- unfrúnum, raðið í einfalt lag á eldfastan disk og látið þorna í meðalheitum bakaraofni, það tekur 15-20 mínútur. Myljið síð- an blöðin í mortéli eða með skeiðarbakL 2. Setjið hveiti, þurrger, salt, sykurog mulin morgunfrúarblöð í skál. 3. Blandið saman heitu vatni og kaldri mjólk, þetta á að vera fingurvolgt, allsekki má setja heita vatnið sér út í. Hitinn drep- ur gerlana. Setjið mjólkurblönd- una ásamt matarolíu út í og hrærið saman í hrærivél eða með sleif. Leggið hreint stykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér í 1 klst. eða lengur, jafnvel í marga klukkutíma. Ef deigið er látið lyfta sér lengi, má það ekki standa á heitum stað. Hægt er að láta deigið lyfta sér í hálfan til heilan sólarhring í kæliskáp. 4. Takið deigið úr skálinni og hnoðið saman með örlitlu hveiti. Skiptið í tvennt og hvorum helm- ingi í þrjá parta, sem eru fléttað- ir saman. Leggið brauðin á bök- unarpappír. 5. Dýfið eldhúspappír í eggja- rauðuna og smyrjið brauðin að ofan. Klippið fersk krónublöð yfir eða notið þau þurrkuð og mulin. Leggið stykkið aftur yfir brauðin og látið lyfta sér meðan ofninn eraðhitna. 6. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 190° C. Setjið brauðin neðarlega í ofninn og bakið í um 30 mínútur. I DAG Með morgunkaffinu Ást er, þegar klukkutími virðist vera mínúta. TÓKSTU eftir því að einn þjófanna var svolítið líkur Richard Gere? DRÍFÐU þig, Magnús, annars komum við of seint í afmælisveisluna hennar ÉG átta mig á að þið hafið mikið að gera, en þetta getur EKKI beðið fram i næstu viku. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Aðalheiður Jóhannesdóttir KRISTÍN hafði samband við Velvakanda vegna bréfs sem hún fékk sent gegnum tölvupóst, en það var frá Ricardo Na- idich, 43 ára þýðanda í Argentínu. Hann var að leita að 55 ára gamalli konu sem heitir Aðal- heiður Jóhannesdóttir, en hann kynntist henni fyrir rúmum 14 árum í Svíþjóð. Bréfið sendi Ric- ardo Kristínu vegna þess að hún hefur sama föður- nafn og vinkona hans. Hann biður þá er kann- ast við málið að hafa samband við sig, en heimilisfangið hans er: Ricardo Naidich Lavalle 357, p.12., of. 124 1047 Buenos Aires Argentina tel/fax:54-l 314-5598 e-mail: idiomaniþimps- atl.com.ar Tapað/fundið Úr tapaðist KVENARMBANDSÚR úr gulli tapaðist sl. fimmtudag við Austurver á milli kl. 14 og 15, trú- lega í versluninni Nóat- úni eða á leiðinni þangað í bíl sem lagt var við inn- ganginn. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 553-5955. Húfa tapaðist DÖKKBLÁ Nike-húfa tapaðist í Háskólabíói laugardaginn 31. ágúst sl. Finnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 553-9399. HÖGNI HREKKVlSI •v Wcinn uiLL k&nctst L sturtu ! " Farsi Víkverji skrifar... VINTÝRAÞRÁIN virðist vera íslendingum í blóð borin og löngunin til þess að kynna sér fjarlægar slóðir fellur að sjálf- sögðu undir þá þrá. Það kom Vík- veija því ekkert á óvart í síðustu viku, þegar upplýst var hjá Sam- vinnuferðum að fimm hundruð manns bókuðu sig í vikuferð til Kúbu á vegum ferðaskrifstofunnar í nóvember næstkomandi og að jafnvel er í undirbúningi að skipu- leggja aðra vikuferð á þessar slóðir viku síðar. íslendingar eiga því ekki að venjast að geta komist á jafn fjarlægar slóðir og til Karíbahafsins í heila viku fyrir um 40 þúsund krónur og því fannst Víkveija það ósköp skiljanlegt að svo margir skyldu bregðast skjótt við og bóka sig í Kúbuferð. xxx SAMVINNUFERÐIR/Landsýn brydduðu upp á svona nýjung- um í fyrravetur í samvinnu við flug- félagið Atlanta, þegar boðið var upp á vikuferðir til Bahamaeyja, á jafn- góðum kjörum og nú er boðið til Kúbu. Þá strax kom á daginn hversu landinn er fljótur að taka við sér, þegar hann á kost á því að komast á viðráðanlegum kjörum á lítt troðnar ævintýraslóðir. Ferða- skrifstofan hefur enda auglýst að hún bjóði einnig ferðir til Bahama- eyja nú í vetur. Víkveiji er ekki í nokkrum vafa að samvinna Sam- vinnuferða og Atlanta, sem leggur breiðþotu sína í farþegaflutningana til Kúbu og Bahamaeyja, hefur ver- ið neytendum til góðs og skilað þeim góðum ferðum á viðráðanleg- um kjörum. Raunar hefur Víkverji fullan hug á að reyna eins og eina ævintýraferð á vegum fyrirtækj- anna, ef um framhald á svona boð- um verður að ræða. xxx OFT er það svo, að við íslending- ar getum lært mikið af lönd- um okkar sem um árabil eða ára- tuga skeið hafa búið og starfað erlendis. Þannig fannst Víkveija að Baldur Elíasson vísindamaður, sem var í athyglisverðu viðtali við Morg- unblaðið hér í fyrradag, hefði ýmsu að miðla til landa sinna, sem þeir þó virðast ekki hafa verið ákafir að tileinka sér. Baldur hefur búið erlendis frá árinu 1958, þegar hann fór utan til náms í rafmagnsverk- fræði. Lengst af hefur hann starfað við rannsóknir í Sviss, allt frá árinu 1969, með áherslu á vandamálið síaukinn koltvísýringur í andrúms- loftinu. xxx THYGLI Víkveija vakti frá- sögn Baldurs af fundi í Lond- on, þar sem hann sat sem fulltrúi Sviss og umfjöllunarefni fundarins var m.a. það að s'etja koltvísýring- inn niður í sjóinn skammt undan íslandsströndum. „Þá sagði einn maðurinn: „Það er skrýtið að vera að ræða um að setja koltvísýringinn niður við ísland og það er enginn Islendingur viðstaddur," segir Bald- ur m.a. í ofangreindu viðtali, en enginn fundarmanna vissi að hann var Islendingur, því hann sat fund- inn sem fulltrúi Sviss, eins og áður segir. xxx ESSI litla frásögn er dæmi um það hversu hættulegt þap get- ur verið fyrir land eins og ísland að vera ekki aðili, eða aukaaðili, að rannsóknum sem þessum. Baldur lýsir því hvernig fulltrúar 20 þjóða í alþjóðaátaki, sem hann veitir vara- formennsku, geta verið að ráðskast með Ijöregg íslensku þjóðarinnar, fiskjmiðin umhverfis ísland, án þess að Islendingar hafi um slíka ráðs- mennsku hina minnstu hugmynd. Auðvitað kæmum við að slíkum ákvörðunum, ef á annað borð ætti að taka þær, en væri nú ekki vitur- legra að fyigjast með frá upphafi, því þannig yrði óneitanlega auð- veldara að koma í veg fyrir, að umheimurinn þröngvaði umhverfis- slysi upp á ísland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.