Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Ásdís
DAMON Albarn og félagar trylltu tónleikagesti í Laugardalshöll.
Gestir í gleðivímu
TONLIST
Laugardalshöll
BLUR
Tónleikar bresku hljómsveitarinnar
Blur í Laugardalshöll. Til upphitunar
voru íslensku hljómsveitirnar Jet
Black, SSSól og Botnleðja. Tónleika-
gestir voru eitthvað á sjötta þúsund,
miðaverð 2.300 kr. Tónleikamir
stóðu frá kl. 18.00 til rúmlega 22.00.
EKKI VAR breska rokksveitin
Blur sannfærandi sem tónleikasveit
þegar hún hóf leik sinn í Laugar-
dalshöll, hljómaði viðvaningsleg og
stirð. Áhorfendur, mestmegnis ung-
ar stúlkur, létu það þó ekki á sig
fá, komnir til að skemmta sér, og
tóku hraustlega undir í Stereo-
types. Svo virtist reyndar að þeir
gjörþekktu hvert einasta lag og
Blur-liðum tókst ekki að reka þá á
gat nema í lögum sem eftir á að
gefa út.
Eftir því sem leið á tónleikana
óx þeim Blur-mönnum ásmegin og
Damon Albarn, söngvari sveitarinn-
ar, afsakaði reyndar viðvanings-
braginn með því að hljómsveitin
hefði ekki leikið saman í tvo mán-
uði. Þeir félagar voru búnir að spila
sig saman að segja í fimmta lag-
inu, Jubilee, og allt small endanlega
saman í sjötta laginu, End of the
Century. Þar næst kom nýtt lag
og verulega bítlalegt og svo enn
nýtt lag, bráðgott, sem Albarn sagði
samið til að fagna slöku gengi sveit-
arinnar í Bandaríkjunum. Eftir eina
gamla lummu til, She’s so High,
vatt sveitin sér enn lengra aftur í
tímann og flutti Popscene í mergj-
aðri gítarkeyrslu. Gítarleikari sveit-
arinnar var greinilega fremstur
meðal jafningja, hugmyndaríkur og
smekklegur, en hrynparið hálf-
slappt. Albarn er ekki raddmikill
söngvari en fer vel með sitt og þó
hann hafi reynt um of á röddina á
köflum bætti hann úr með líflegri
sviðsframkomu.
Eiginlegt lokalag tónleikanna var
This is a Low en alls lék Blur í 50
mínútur í fyrstu atrennu.
Eftir mikið stapp sneri sveitin
aftur og hóf leik sinn með bráðgóðu
lagi, Sing, fyrsta lagi sem hún
samdi að sögn Albarns, sem er að
finna á Trainspotting diskinum. Þá
kom enn nýtt lag og síðan varð
allt vitlaust þegar Girls & Boys var
flutt með tilþrifum. í kjölfarið fylgdi
Country House, sem Álbarn kynnti
sem „lagið sem eyðilagði líf okkar“
og má til sanns vegar færa og síð-
an For Tomorrow. Þá var lokið
öðrum þætti en fólk vildi meira og
eftir stapp og klapp kom sveitin
fram í þriðja sinn og byijaði með
látum á There is No Other Way.
Enn magnaðist sefjunin þegar Park
Life var flutt og síðan lokalag tón-
leikanna, The Universal. Alls lék
sveitin því í ríflega tvær klukku-
stundir sem verður að teljast vel
útilátið.
Það er ánægjuleg nýbreytni að
láta tónleika hefjast á skikkanlegum
tíma, örlaði reyndar á því með Pulp
fyrr í sumar en gengið enn lengra
að þessu sinni. Fyrir vikið virðist
landlæg drykkja tónleikagesta úr
sögunni og eina víman sem sást á
tónleikagestum var gleðivíma þegar
haldið var heim á skikkanlegum
tíma. Skipuleggjendur tónleikanna
hafa unnið þrekvirki að snúa við
ógeðfelldri þróun þar sem drykkju-
læti ungmenna urðu aðalatriði tón-
leika en ekki tónlistin sem flutt var.
Árni Matthíasson
Nýjar bækur
Fróðleikur um fugla
ÍSFYGLA er heiti nýrrar
bókar eftir sr. Sigurð Ægis-
son á Grenjaðarstað. í bók-
inni er ijallað í máli og mynd-
um um 72 fuglategundir sem
verpa hér á landi að stað-
aldri. Jón Baldur Hlíðberg
myndskrejdti bókina.
Sr. Sigurður hefur um
langt árabil verið mikill
áhugamaður um náttúru-
fræði og bæði skrifað í blöð
og flutt útvarpserindi um fugla og
hvali. Efni þessarar bókar byggist að
hluta á fuglaþáttum sem sr. Sigurður
flutti í Ríkisútvarpinu 1991-92 og
birtust í þáttaröðinni Dýraríki íslands
í helgarútgáfu Dags á Akureyri.
Við ritun bókarinnar voru fugla-
þættirnir umritaðir og bætt við þá
ýmsum fróðleik bæði þjóðlegum og
vísindalegum. Þannig eru í
bókinni um 700 alþýðuheiti
eða staðbundin heiti fugla á
Islandi, vitnað í íslenska og
erlenda þjóðtrú varðandi
fugla og uppruni fuglaheita
rakinn. í bókinni er einnig
að finna upplýsingar um
einkenni, lífshætti, stærð,
stofnstærð, erlend heiti og
aldur hinna einstöku fugla-
tegunda.
ÍSFYGLA er 158 blaðsíður í stóru
broti. Jón Ásgeir Hreinsson hannaði
kápu, Offsetþjónustan ehf. sá um
bókarhönnun, filmuvinnslu og um-
brot. Grafík ehf. prentaði og Prent-
smiðjan Oddi hf. batt inn. Höfundur
er jafnframt útgefandi og kostar
bókin 4.900 krónur á tilboðsverði til
1. nóvember næstkomandi.
Sr. Signrður
Ægisson
Listin gleður
Bretar hafa gert ótal kannanir á því
hverjir sæki listviðburði og hvers vegna
ÞRÁTT fyrir að flestir hafi sínar
skoðanir á því hvetjir það séu sem
sæki listviðburði hefur það viðfangs-
efni verið lítt kannað hér á landi.
Bretar hafa hins vegar gert fjölda
vísindalegra og óvísindalegara at-
hugana á hinum dæmigerða listunn-
anda og nýlega birti Sunday Times
úttekt á honum.
Þrátt fyrir að allir ættu að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi þegar
listviðburðir eru annars vegar telst
Bretum til að um 20% taki aldrei
þátt í neinu slíku. Hin 80% sækja
helst bíó (45%) en fæstir fara á þjóð-
dansasýningar (3%) og ljóðaupplest-
ur (2%). Sé miðað við sjö „æðri“ list-
form; leiklist, myndlist, sígilda tón-
list, ballett, óperu, djass og nútíma-
dans, sækja um 37% fullorðinna sýn-
ingar þeim tengdar.
Samkvæmt þeim könnunum sem
gerðar hafa verið hefur það enn sitt
að segja um listaáhuga manna, hvaða
stétt þeir tilheyra. I könnun, sem
gerð var árið 1993 og náði til 8.000
áhorfenda á 170 listviðburðum,
reyndist um helmingur vera háttsettir
stjómendur og eigendur fyrirtækja,
stórra og smárra. Aðeins 8% unnu á
skrifstofu eða vom verkamenn. Fleiri
kannanir styðja þetta; 26% þeirra sem
tilheyra efri millistétt og millistétt
sækja klassíska tónleika, en aðeins
6% úr verkamannastétt. Af gestum
Tate- gallerísins í London eru 95%
úr millistétt eða efri-millistétt. Niður-
staða enn einnar könnunar frá 1990
er sú að hinn dæmigerði listunnandi
sé á aldrinum 35-59 ára og hvítur
millistéttarmaður.
Ekki flótti frá
raunveruleikanum
Listunnendumir nefna ýmsar
ástæður fyrir því að þeir sæki listvið-
burði. Flestir vonuðust til að sjá hluti
sem myndu gleðja þá (82%) og til
að komast út á meðal fólks (60%).
Meirihlutinn (54%) vildi ekki leggja
of mikið á sig til að skilja hvað væri
á seyði og aðeins 38% vonuðust til
þess að geta gleymt amstri hvers-
dagsins þegar þeir nytu listar, tengdu
hana raunveruleikanum; ekki flótta
frá honum. Og svo hafa þeir reynst
nokkrir sem telja að ráp um sali lista-
safna sé kjöraðstæður til að komast
í kynni við hitt kynið.
Á heildina litið sækja karlar frekar
listsýningar en konur, aðallega vegna
þess að rokktónleikar og bíó teljast
með. Konur eru mun duglegri við að
fara í leikhús og á listasöfn. Yngsta
fólkið fer í bíó og á rokktónleika,
listasöfn heilla fólk á fertugsaldri en
þeir sem komnir em yfír fertugt fara
á tónleika og í óperu.
Konur og
kynjastaðir
MYNDLIST
Gallcrí Grcip/
Gallcrí Lista-
kot/Gallcrí Fold
HÖGGMYNDIR/MÁLVERK
Valgerður Guðlaugsdóttir/Guðrún
Þórisdóttir/Elsa Margrét Þórsdóttir.
Gallerí Greip: Opið kl. 14-18 alla
daga nema mánud. til 15. sepL; að-
gangur ókeypis. Gallerí Listakot:
Opið kl. 10-18 virka daga, kl. 10-14
laugard. og kl. 12-14 sunnud. til 14.
sept.; aðgangur ókeypis. Gallerí
Fold: Opið kl. 10-18 virka daga, kl.
10-17 laugard. og kl. 14-17 sunnud.
til 15. sept; aðgangur ókeypis.
RÖÐ lítilla sýningarstaða á
myndlist í höfuðborginni er nú far-
in að teygja sig úr Kvosinni og upp
fyrir Þingholtin í austurátt. Nú má
því tala um „efri leið“ í þessu sam-
hengi milli staða eins og hér eru
teknir til skoðunar, frá Gallerí
Greip við Vitastíg um Listakot við
Laugaveg að Fold við Rauðarárstíg.
Nú eru í gangi á þessum stöðum
sýningar þriggja listakvenna, þar
sem ólík viðfangsefni og úrvinnsla
bjóða óneitanlega heim nokkrum
samanburði.
Valgerður Guðlaugsdóttir
Þessi unga listakona útskrifaðist
frá skúlptúrdeild Myndlista- og
handíðaskóla íslands vorið 1994, og
hefur frá þeim tíma tekið þátt í
nokkrum samsýningum; má þar
nefna framlag hennar á sýningunni
„Einskonar hversdagsrómantík" á
síðasta vetri. Hér heldur hún hins
vegar sína fyrstu einkasýningu.
Sýningunni hefur Valgerðurgefíð
yfírskriftina „Ástarþrá"; viðfangs-
efnið er konan, karlmannslaus, á
innilegum augnablikum ástarinnar
- í faðmlögum, þar sem hún horfir
hugfangin í augu elskunnar sinnar,
eða bíður eftir heitasta kossi aldar-
innar.
Þessi leikur er unninn út frá til-
vitnunum í ýmsar bleikar ástarsög-
ur, sem kenndar eru við Cartland
Morgunblaðið/Ásdís
VALGERÐUR Guðlaugsdótt-
ir: „Ástarþrá".
og svipað gengi. Listakonan hefur
í þessu skyni skapað fímm litlar
styttur af konum, en með fjöl-
breytni í litavali verða ímyndirnar
mun fleiri; á hveija styttu er síðan
skráð viðeigandi gullkorn, sem lýsir
því hugarástandi sem ríkir:
„Varir hennar voru mjúkar sak-
lausar og leitandi" ... „Það söng í
hjarta hennar og blóði“ ... „Hún var
gráti nær af gleði og svimandi ham-
ingju“ ... „Vangar hennar loguðu,
varir hennar titruðu og hitabylgja
þaut um líkama hennar“... - og svo
draumasetningin - „Hann tók í hönd
hennar og leiddi hana að altarinu."
Hér væri hægt að plægja djúpt
og auðvelt að fara yfirum, en það
forðast listakonan af mikilli nær-
gætni; þær kvenverur sem hún
skapar eru kómískar fremur en af-
káralegar, bijóstumkennanlegar
fremur en fyrirlitlegar vegna þess
vaðals um ástarþrá, sem þær hafa
gert að inntaki tilverunnar.
Hér er skemmtilega farið með
viðkvæmt efni, og í ljósi þess á
Valgerður án efa eftir að láta nokk-
uð að sér kveða á þessum vettvangi
á komandi árum.
Guðrún Þórisdóttir
Gallerí Listakot hefur farið hægt
af stað með fast sýningahald, en
þar er þessa dagana að fínna þrett-
án myndverk frá hendi ungrar konu,
sem hefur stundað nám við málun-
ardeild Myndlistaskóla Akureyrar.
Sýninguna kallar hún „Konur í
plönkum“, og liggur það beint við,
enda myndirnar málaðar á gróflega
söguð harðviðarborð.
Óslétt yfírborð plankanna gefur
nokkurt tækifæri til að láta form-
gerð fylgja viðnum, og er það gert
í nokkrum tilvikum, t.d. í nr. 7 og
13. í heildina er þó um fremur tilgerð-
arlegar klisjur að ræða hvað varðar
líkama og stellingar, einhvers konar
létt-erótík, sem er oftar en ekki
óvönduð og þvinguð. Þetta er miður,
þar sem ljóst er af stöku verkum,
t.d. nr. 3, að Guðrún getur vel valdið
þeirri formgerð sem hún kýs sér.
Því væri vænlegra að vanda betur
til en flýta sér við sýningarhald.
Elsa Margrét Þórsdóttir
í Gallerí Fold sýnir um þessar
mundir listakona, sem Islendingar
hafa ekki séð mikið til, enda hefur
hún lengst af starfað í Svíþjóð, og
þá einkum á sviði leikmynda- og
fatahönnunar fyrir leikhús. Hún
hefur haldið nokkrar sýningar í
Svíþjóð og Finnlandi síðustu árin
og verk hennar voru kynnt hér lítil-
lega í fyrravor, en þetta er fyrsta
einkasýning hennar á íslandi.
Gréta býr á Gotlandi og kennir
sýninguna við þá eyju „og önnur
ævintýri". Hún sýnir einkum vatns-
litamyndir, mest frjálslegar túlkanir
á hughrifum lands og sjávar frá
ýmsum stöðum á eyjunni. I mörgum
myndanna er um að ræða samsetn-
ingar pappírs, þ.e. álímingar eða
úrklippur, þannig að verkin verða
til í nokkrum lögum - jafnvel er
unnið með fastan skurð púsluspila
með þessum hætti.
Nokkrar myndir sýna glögglega
fram á, að listakonan hefur miðilinn
á valdi sínu, og getur farið vel með
hann, eins og sést t.d. í myndum
nr. 15, 25 og 27. Almennt er þó
myndgerðin nokkuð lausbeisluð,
sem getur hentað í stöku tilvikum
(t.d. nr. 28), en virkar fremur sund-
urlaus í öðrum, þannig að ímyndirn-
ar verða veikar og lítt eftirminnileg-
ar fyrir vikið.
Vatnslitir eru vandmeðfarinn
miðill sem krefjast mikils aga, ef
vel á að vera, og það virðist oft
vanta hér; en sá agi veitir um síðir
frelsi, sem listsköpunin á eftir að
þrífast á þegar frá líður.
Eiríkur Þorláksson