Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 9 FRÉTTIR Sá stærsti úr Elliðaánum JÓN Þór Júlíusson, 15 ára gam- all, veiddi um helgina stærsta lax- inn sem komið hefur á land úr Elliðaánum í sumar. Var það 15 punda leginn hængur sem ugg- laust hefur verið 17-18 pund á góðum degi fyrr í sumar. Laxinn veiddi Jón Þór á maðk og stóð viðureignin í um 15 mínútur. Faðir Jóns, Júlíus Jónsson kaupmaður, sem er fengsæll veiðimaður, sagði í samtali við Morgunbiaðið að viðureignin hefði verið snörp, laxinn hefði tekið agnið í Stórhyl og rokið nið- ur Skáfossana og niður undir göngubrú áður en honum var landað. „Strákurinn er efnilegur. í fyrra veiddi hann einn 13 punda í sama veiðistað. Það var á barna- og unglingadegi SVFR í ánum og þá fékk 6 ára veiðidaman litla alla athyglina með 13,5 punda flugulax. En laxinn hans Jóns var líka fallegur, grálúsug hrygna,“ bætti Júlíus við. Rúmlega meðalveiði í Selá Vífill Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærdag að veiðin í Selá væri um þessar mundir milli 860 og 870 laxar. Enn er veitt á efra svæðinu, en í hönd fara á neðra svæðinu tvö tveggja daga holl þar sem leigu- takarnir, Veiðiklúbburinn Streng- ur, veiða lax í klak. Meðalveiði í Selá síðustu 20 árin er um 820 laxar og er veiðin því aðeins yfir meðalveiði. Sé aðeins miðað við síðustu tíu árin, þá er veiðin und- ir meðalveiði sem er rúmlega 1.000 laxar. Vífill sagði hópinn, sem nú er á efra svæðinu, hafa dregið 14 laxa á einum og hálfum degi, en mest sé það leginn lax, lítið hafi gengið af nýjum fiski nú undir lok veiðitímans. Ýmsar tölur ... Laxá í Dölum er komin yfir 1.000 laxa og eru það heldur en ekki umskipti frá síðustu mögru Útijakkar frá DANÍEL D. með háum kraga. TBSS v neö neöst viö Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl.9-18, laugardaga kl. 10-14. ítalskir jakkar ull og kasmír kr. 14.900 ull og tweed kr. 14.900 Hverfisgötu 78, sími 552 8980 v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. JÓN Þór Júlíusson með 15 pundarann. sumrum. Fregnir herma að þar vestra slæðist enn inn nýir laxar, en mest er verið að veiða úr legn- um löngu gengnum löxum. Tals- verður lax er í ánni og vatnsmagn gott. Hópur sem var nýverið í Vatnsá við Vík fékk 9 fiska, blöndu af laxi og birtingi, á tveimur dögum. Það fylgdi sögunni að talsvert hefði sést af fiski en tekið illa. Laxarnir úr Tungufljóti eru nú orðnir tuttugu á bakkanum, en menn bíða enn eftir hvelli í sjóbirt- ingsgöngum. Aðeins milli 60 og 70 urriðar eru bókaðir og er eitt- hvað af því staðbundinn fiskur veiddur fyrr á veiðitímanum. í fyrra rættist ekki úr fyrr en við mánaðamót september og októ- ber. DRAKTIR | ÓTTU ÞESS BESTA MAT OG DRYKK. reiais & CHATEAUX. ÞAÐ KOSTAR EKKI MEIRA. ÖFNBAKAÐUR HUMAR í PASTA-UMGjÖRÐ MEÐ K.RYDDSÓSU „ÉPICE". XALFAKjÖT MEÐ HINDBERJASÓSU OG KREMUÐUM BLAÐLAUK. Aldsteikt jARÐARBER MEÐ APPELSÍNUÍS. BERGSTAÐASTRÆTl 37 SÍMl: 552 57 00, FAX: 562 30 25 SÝNISHORN ÚR MATSEÐLl. 7 7 fl * ^ Nýtt útbob ríkisbréfa mibvikudaginn 11. september 1996 Ríkisbréf, 1. fl. 1995, til 3 ára Útgáfudagur: 19. maí 1995 Gjalddagi: 10. apríl 1998 Greiðsludagur: Einingar bréfa: Skráning: 13. september 1996 100.000. 1.000.000, 10.000.000 kr. Eru skráð á Verðbréfa- þingi íslands Ríkisbréf, 1. fl. 1995, til 5 ára Útgáfudagur: 22. september 1995 Gjalddagi: 10. október 2000 Greiðsludagur: 13. september 1996 Einingar bréfa: 100.000. 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Eru skráð á Verðbréfa- þingi íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisbréfin verða seld meö tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisbréf að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milijónir króna að nafnverði. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóöum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt í eigin nafni, að gera tilboö í meðalverö samþykktra tilboða, að lágmarki 100.000 krónur. Öll tilboð í ríkisbréf þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, miðvikudaginn 11. september 1996. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.