Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 19 ERLENT Bildt um vægi kosninganna í Bosníu A An samvinnu verða átök á ný Sarajevo. Reuter. CARL Bildt, sem stýrir alþjóðlegu uppbyggingarstarfi í Bosníu, var- aði við því í gær, að mikil hætta væri á nýjum vopnuðum átökum í landinu neituðu stjórnmálaflokkar að vinna saman og deila völdum eftir kosningar, sem ráðgerðar eru í Bosníu næstkomandi laugardag. „Ef stjórnarskráin [sem for- skrift var gerð að í Dayton-samn- ingunum í nóvember sl.] tekur ekki gildi er úti um okkur, og frið- inn líka,“ sagði Bildt um undirbún- ing kosninganna á blaðamanna- fundi í Sarajevo. Kosningunum er ætlað að reka smiðshöggið á sameiningu þjóðar- brotanna í Bosníu en utanríkisráð- herrar Evrópusambandsríkjanna (ESB) sögðu um helgina skynsam- legt að gefa fullri sameiningu tvö ár að verða að veruleika. A undanförnum mánuðum hafa allir aðilar Bosníudeilunnar ítrekað brotið gegn ákvæðum Dayton- samkomulagsins. Til dæmis hafa flóttamenn verið hindraðir í að snúa aftur til fyrri heimkynna, pólitískir andstæðingar ráðandi fylkinga á hveiju svæði hafa sætt hótunum, stjórnmálamenn hafa beitt þjóðernisáróðri miskunnar- laust þrátt fyrir gefin fyrirheit um hið gagnstæða. Mannréttindasamtök halda því fram, að í Bosníu ríki hvorki ferða- frelsi, frelsi til félagamyndunar né fjölmiðlafrelsi en þetta þrennt eru meðal máttarstólpa Dayton-sam- komulagsins og forsenda lýðræðis. Þá hafa Bosníu-Serbar hafa ekki farið dult með þá fyrirætlan sína að öðlast sjálfstæði fyrir yfirráða- svæði sitt, en það stangast einnig á við Dayton-samkomulagið. Bildt var ítrekað spurður hvern- ig hann teldi að þjóðarbrotin myndu deila völdum fyrst þau hefðu sniðgengið svo mörg ákvæði Dayton-samninganna til þessa. Bildt svaraði því til, að svæði músl- ima og króata annars vegar og Serba hins vegar myndu njóta mikils sjálfsforræðis í sambands- ríki er lyti fjölþjóðernislegri ríkis- stjórn og fulltrúadeild. „Bosnía verður valddreifðasta ríki veraldar- innar. Gangi samstjórn þar ekki eftir, verður friðurinn ekki varan- legur.“ Onnur Bosníuráðstefna Að sögn stjórnarerindreka er afráðið að halda tveggja daga fund utanríkisráðherra Bandaríkja- manna, Breta, Frakka, Þjóðveija og Rússa með leiðtogum Serbíu, Króatíu og Bosníu í London í des- ember til þess að treysta friðarferl- ið í Bosníu frekar í sessi. Stefnt er að því að samið verði um nýjar skuldbindingar allra aðila í því efni og m.a. að hersveitir Atlantshafs- bandalagsins (NATO), sem þar eru við gæslustörf, verði í Bosníu a.m.k. fram eftir næsta ári. Haft hefur verið eftir Richard Holbrooke, sem átti stærstan þátt í að koma Dayton-samkomulaginu í höfn, að fundur af þessu tagi sé nauðsynlegur til þess að koma í veg fyrir að Bosnía liðist í sund- ur vegna þrýstings úr öllum átt- um. Grískir hægrimenn vinna upp forskot sósíalista Aþenu. Reuter. HÆGRIFLOKKURINN Nýtt lýð- ræði hefur unnið upp forskot stjórn- arflokksins í Grikklandi, Sósíalista- flokksins, og fylgi þeirra er orðið hnífjafnt nú þegar tvær vikur eru í kosningar, ef marka má skoðana- kannanir sem voru birtar í gær. Mikil spenna hefur nú skyndilega færst í kosningabaráttuna, sem hófst mjög rólega. Skoðanakannan- irnar benda til þess að Nýtt lýð- ræði, undir forystu Miltiades Everts, kunni að fara með sigur af hólmi, einkum vegna óvænts uppgangs tveggja vinstrisinnaðra smáflokka. „Skoðanakannanirnar sýna að sósíalistar geta ekki búist við auð- unnum sigri í kosningunum 22. september," sagði dagblaðið Búist við spennu á lokaspretti kosn- ingabaráttunnar Ele6ftherotypia. „Þegar kosningun- um var flýtt virtist Costas Simitis [forsætisráðherra] koma stjórnar- andstöðunni í opna skjöldu. Nú lítur út fyrir að hann hafi einnig komið sósíalistum í opna skjöldu þar sem þeir gátu ekki fylkt liði og hafið kosningabaráttuna strax.“ Ospar á loforðin Samkvæmt tveimur könnunum, sem birtar voru í gær, er fylgi Nýs lýðræðis 31-32,8% og sósíalista 30,6-31,9%. Mesta athygli vakti sókn tveggja smáflokka, sem taka fylgi af sósíalistum. Flokkur Dimitr- is Tsovolas, fýrrverandi fjármála- ráðherra í stjórn sósíalista, fékk 5,2 og 6% fylgi í könnununum og flokk- ur Nikos Konstandopoulos, virts lögfræðings, fékk 4,2 og 5,3%. Kosningabarátta sósíalista hefur verið mjög daufleg og Simitis þótt minna á prófessor með nákvæmum útlistunum sínum á efnahags- stefnu stjórnarinnar. Evert hefur hins vegar verið óspar á kosninga- loforðin, lofað ýmsum þjóðfélags- hópum auknum greiðslum frá rík- inu, svo sem bændum og ellilífeyr- isþegum. FOSTUDAGINN 13. SEPTEMBER 20 stórglæsilegir karlmenn keppa um þennan eftirsótta titil Grafarvegs fbrl »4)7777? HRlAlNIK KMS FACE HOTOj IffAND Miða og borðapantanir í síma 568-7111 Kynning: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona og Bergur Þór Ingólfsson, leikari Glæsileg skemmtun - meðalfjölda skemmtiatriða eru Egill Ólafsson stórsöngvari, og stórglæsileg fimleikasýning. Verð kr. 4,800, matur og skemmtun. Verð kr. 2,200 á skemmtun kl. 21:30. Matseðill Tekið verður á móti gestum með fordrykknum „Frostafrá Finnlandi“ Gratineraðir sjávarréttir í koníaki m/tómatsalati. Heilsteiktur lambavöðvi „Rósamarín“ með bakaðri kartöflu, blönduðu grænmeti og piparsósu. Grand marnier kaffiístoppur með ávöxtum ogheitri súkkulaðisósu. Fegurðarsamkeppni íslands kynnir: HEFST EFTIR 7 DAGA HEIMSVIÐBURÐUR ^ í LAUGARDALSHÖLL Alþjóðlega sjávarútvegssýningin 18.-21. sept.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.