Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Margfalt barnameðlag - lífeyrir til kvenna eftir skilnað Smánarblettur á jafnréttisbaráttunni ÞAÐ verður ekki log- ið á okkur konur. Við viljum eigna okkur börnin og láta karlpen- inginn um að borga. Ein lítil dæmisaga af ungum hjónum. Hann: hefur unnið síðan hann var 17 ára. Vann sig upp. Ómenntaður, í góðri stöðu. Hún: Há- skólamenntaður kenn- ari, tiltölulega nýút- skrifuð. Þau eiga eitt barn. Gátu ekki lifað í sátt og samlyndi í hjónabandi sem stóð stutt. Við samvistaslit tek- ur konan barnið. Nú heflast samn- ingar. Hann leggur fram tillögur: Faðir vill forsjá barnsins. Býður -móður umgengnisrétt a.m.k. 3-4 mánuði á ári. Móðirin neitar, vill: Tvöfalt með- lag, forsjá barnsins, hún stjórni umgengni föður við bamið, býður 4-6 daga í mán. og ekki yfir nótt. Lífeyri. 65% eignanna. Konur góðar! Lítum yfir þessar tillögur. Við sjáum að það er ekki allt eins og það á að vera. Báðir þessir einstaklingar hafa óskerta starfsorku. Verði þessi karlmaður dæmdur til að borga tvöfalt barna- meðlag og lífeyri getur það numið •hllt að 37% af útborguðum launum hans. Þar að auki stendur hann skil á einni meðlagsgreiðslu. Stundi þau fulla vinnu getur launamunur ekki réttlætt svona kröfur. í þessu dæmi mínu hér að ofan ætlar kennarinn eingöngu í ‘A stöðu. Minna en margar giftar og margra barna mæður geta leyft sér. Hvað réttlætir að karlmaðurinn þurfi að greiða lífeyri? Konur! Kröfur af þessu tagi frá hendi kynsystra okkar er smánarblettur á jafnréttisbarátt- unni. Konur sem fara fram á slíkt gefa í skyn að þær geti ekki fram- fleytt barni. Því ekki að létta þeim róðurinn og eftirláta föður forsjána, (báðir foreldrar jafnhæfir). Stundum er nauðsynlegt að úr- skurða 1V-2 meðlög og lífeyri. Ég get séð nauðsyn þess, en sanngirni verður að gæta. Á dæmi mínu hér að framan, sem varla er einstakt í þjóðfélaginu, getum við ekki talað um sanngirni, frekar græðgi. Ég hef kynnt mér þær í grófum dráttum. Ráðuneytið skoðar ijárhag og lífs- aðstæður beggja. Séu engin rök fyrir að kostnaður vegna fram- færslu barna sé meiri en gengur og gerist, þurfa tekjur einstakl- ingsins sem krafinn er að vera nokkuð háar. Samkvæmt upplýsing- um úr ráðuneytinu eru skattaskýrslur sl. tveggja ára skoðaðar og miðast brúttólaun út frá því. Meðaltekjur þurfa að vera í það minnsta 231.000,- krónur á mánuði. Framfærsla annarra barna er dregin frá. Ráðuneytið lítur svo á að barn eigi að njóta tekna foreldris sem ekki er með forsjá. Gætir sanngirni við úrskurð um lífeyri? Sé farið fram á lífeyri er aðstöðu- munur einstaklinganna skoðaður. Miðað er við jafnt starfshlutfall hjá báðum aðilum. í einstaka tilfellum er gífurlegur tekjumunur á hjónum, (hleypur stundum á hundruðum þús. króna). Konur hafa í einhveijum til- fellum starfað innan veggja heimilis- ins með mörg börn og þurfa því aðlögunartíma vegna breyttra að- stæðna. Rök af þessu tagi réttlæta lífeyri í einhvern tíma, að mínu mati. Það má velta þeirri spurningu fyrir sér hvort kvenfólk hjá hinu opinbera gæti hlutleysis í þessum málum. Hvað varðar úrskurð í for- sjárdeilum leyfi ég mér að efast um algert hlutleysi vegna úreltra hugs- ana um að barn geti ekki yfírgefið móður. Því þá ekki líka í þessum málum? Vinna lögfræðingarnir af sanngirni? Eflaust fyrir þann sem vill ganga út úr hjónabandinu með pálmann í höndunum. Hvað réttlætir að eftir stutt hjónaband fái konan 65% eigna? Lög kveða á um að hjón skuli skipta jafnt liggi ekki eignaskipta- samningur fyrir. Það er sú túlkun sem hinn almenni borgari hefur. Aðferð til að semja, gera miklar kröfur til að geta slegið af í samning- um. Nota þessir lærðu fræðingar Mér finnst lítið til þeirra lögfræðinga koma, seg- ir Helga Dögg Sverris- dóttir, sem telja ein- staklingi trú um að það sé í lagi að féflétta fyrr- verandi maka sinn. eignaskiptin í samningum um börn- in. Foreldri sem verður fyrir barðinu á slíkri ósanngirni, er hætt við að samþykkja allar kröfur að óathug- uðu máli. Þannig er það foreldri beitt órétti. Sumir hafa alis ekki efni á að mótmæla með lögfræðing upp á arminn. Hann kostar sitt. Grunur minn er sá að konur komi í langflestum tilfellum út úr skilnaði með pálmann í höndunum. Konur góðar! Höfum við rétt til að lítils- virða þátt karlmanna við eignaskipt- in? Nei!! Þeir hafa byggt upp heimil- ið með okkur konum. Þeir þurfa líka að stofna heimili eftir skilnað. Mér finnst lítið til þeirra lögfræðinga koma sem telja einstaklingi trú um að það sé í lagi að féflétta fyrrver- andi maka sinn. Kvenlögfræðingar eru trúlega feti framar í slíku. Til að bæta gráu ofan á svart. Stundum beita makar bömum sínum sér tii framdráttar í þessu skyni. Foreldrar, sem eru svo gráðugir, spara aurana en kasta krónunni. Lögfræðingar kosta sitt, málin taka langan tíma. Hægt er að teygja þau út í það óendanlega. Lítið reikningsdæmi: Karlinn: brúttólaun: 217.000 kr. nettólaun: 148.190 kr. Konan: brúttólaun: 120.000 kr. nettólaun: 92.900 kr. Mismunur í útborguðum launum: 55.290 kr. eingöngu, 43% skattur dreginn frá og persónufrádráttur 24.500 kr. hjá báðum aðilum. Ekki er tekið tillit til annarra opinberra gjalda. Þau eru hlutfall af launum, hærri hjá karlinum. Konan fær forsjá og tvöfalt með- lag, ásamt barnabótum: Nettótekjur verða 120.300 kr. Áætlaður barna- bótaauki vegna lágra tekna er ca. 36.000 kr á ári. Karlinn dæmdur til að greiða tvö- falt meðlag, engan lífeyri. Er því með þijár meðlagsgreiðslur, hans nettó- tekjur verða því 115.790 kr. Eins og allir sjá snúast tölurnar. Sitt sýnist hveijum. Hafi málin þró- ast þannig að faðirinn búi ekki í grennd við barnið þarf hann að ferð- ast til að umgangast það. Töluverður kostnaður hlýst af því. Hafa foreldr- arnir ekki þá skyldu að jafna þeim kostnaði á sig? Konur, er þetta ekki jafnrétti í hnotskurn? Við getum, við viljum og þorum. Höfum karlmenn- ina með á okkar forsendum. Ég vil hvetja alla aðila sem vilja jafnrétti í raun að snúa sér að málefnum sem upp koma við skilnað. Það hlýtur að vera jafnréttisbaráttu okkar í hag. Blöndum okkur í þau mái. Hér á ég jafnt við forsjárdeilur og eigna- skipti. Kynsystur. Notfærum við okkur þau forréttindi að konur sitji fyrir hönd hins opinbera og úrskurða konum í hag?? Það sýnist mér á öllu. Er ekki tímabært að stoppa þetta misrétti. Sjálfstæðar konur! Jafn- réttissinnar! Tökum höndum saman. Breytum þessu fyrir börn okkar stór og smá. Framtíðin er börn okkar, karla og kvenna. Höfundur er sjúkraliði og 4ra barna móðir. MUSIKLEIKFIMIN hefst mánudaginn 16. september. góð alhliða þjálfun fyrir konur, sem vilja bæta þol, styrk og liðleika á markvissan og skemmtilegan hátt. Byrjenda- og framhaldstlmar Kennsla fer fram (iþróttahúsi Mela skóla Upplýsingar og innritun í síma 551 3022 alla daga eftir kl. 17 og um helgar. Gígja Hermannsdóttir, íþróttakennari. FELLOWES, PAPPÍRST ÆTAR AR Bandarísk/þýsk gæðavara. Margar gerðir. Tímabundinn kynningarafsláttur. Komið og skoðið eða hafið samband. 1111*%] OTTO B. ARNAR ehf. Ármúla 29,108 Reykjavík, sími 588 4699. Helga Dögg Sverrisdóttir Námskrár! NÁMSKRÁR eru mikilvægt stjórntæki sem notað er til að kveða á um inntak og fyrirkomulag kennslu. Þótt námskrár geti verið ólíkar að uppbyggingu er þeim þó yfirleitt sameiginlegt að þar er markmiðum skóla- starfs lýst. Oft er tekið fram hvernig námsefni skuli skipt í námsgrein- ar og í hvaða röð skuli kenna efnið. Tilgangur námskráa er að skóla- starf verði árangursrík- ara - að tryggja að tímanum sé ekki eytt til „ónýtis" við eitthvað sem ekki er gagnlegt. Uppruni Gerð námskráa af því tæi sem þekkist hér á landi á rætur að rekja til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa lagt mikla áherslu á námskrárgerð alla þessa öld. Þeir flokka markmið skólastarfs gjarna í svið á borð við þekkingu, viðhorf og leikni. Orðið sem þeir nota um námskrá er „curriculum“. Það er upprunnið í latínu og táknar eins konar feril, t.d. hlaupabraut fyrir veðhlaupahross. Reyndar voru það hollenskir og skoskir kalvínistar sem fyrstir bjuggu til námskrár á sömu forsendum og nútímanámskrár. Þetta var um 1600 en markmiðið var hið sama og nú, þ.e. nýting námstíma og iðjusemi nemenda. Um framsetningu markmiða hef- ur mótast hagnýt fræðigrein í því augnamiði að unnt sé að útbúa sem skilvirkastar námskrár. Auk þess er til mikið af rannsóknum um áhrif námskráa á skólastarf og hlutverk þeirra í samfélaginu. Þegar námskrár eru gerðar hér á landi er mikilvægt að hagnýta sér þekkingu og reynslu annarra þjóða, bæði af gerð námskráa en þó ekki síður af áhrifum þeirra. Því miður kennir reynslan okkur að það er ekki síst áhrifaleysi metnaðarfullra nám- skráa sem taka þarf mið_ af, bæði hér á landi og erlendis. ítarleg og nákvæmlega flokkuð markmið tryggja ekki endilega gott skólastarf. Skólastarf breytist ekki nema kenn- arar hafi áhuga á að breyta því. Slíkt sjáum við með því að athuga sögu menntaumbóta, hér á landi sem ann- ars staðar. Áhrifaríkustu breyting- amar spretta yfirleitt upp meðal fag- fólks í skólunum sjálfum. Ritstýring Námskrárgerð er fjölþætt fag- vinna. Hún er tæknileg vinna, t.d. skiptir máli hvernig best er að setja fram markmið þannig að auðvelt sé að mæla útkomuna. Hún er pólitísk vinna, t.d. þarf að fjalla um þau þjóðfélagslegu markmið sem ráða því hvaða námsgreinar fá mest vægi. Og mikilvægur þáttur í námskrár- gerð er „diplómatísks“ eðlis því oft þarf að sætta ólík sjónarmið. Góð námskrá er forsenda þess að unnt sé að beita gæðastjórnun. Þetta leiðir hugann að því hveijir séu best færir um að ritstýra nám- skrám. Við því er ekkert einfalt svar. Háskólar hérlendis og erlendis bjóða upp á nám í menntunarfræðum, þar með talinni námskrárgerð. Að öðru jöfnu er eðlilegt að líta svo á að kennarar með framhaldsmenntun í slíkum fræðum hafi til þess bestan undirbúning. Einnig er rétt að benda á að þeir skólar hérlendis sem eink- um mennta grunn- og framhalds- skólakennara, Kennaraháskóli ís- lands,_Háskólinn á Akureyri og Há- skóli íslands, leggja allir verulega áherslu á að kennaranemar kynnist vinnubrögðum við námskrárgerð. En auk þess sem nauðsynlegt er að þekkja vinnubrögðin verða þeir sem stýra námskrárgerð að hafa fylgst með því sem gerist í hinum fjöl- breyttu námsgreinum grunn- og framhaldsskóla hér á landi. Hér þarf því fjölhæft fagfólk. Vitaskuld getur margvísleg önnur menntun nýst til að gera námskrár. Námskrárgerð ber t.d. keim af verk- fræðilegri áætlanagerð. Ritstjóri námskrár þarf að hafa yfirsýn yfir flókið viðfangsefni, rétt eins og verk- fræðingur. Góður verkfræðingur myndi hins vegar tæplega taka að sér námskrárritstjórn umhugsunar- laust, fremur en ég skipulagningu mann- virkja. Líklega myndi ég þó síður fá leyfi til að hanna veg en verk- fræðingur að ritstýra námskrá. Viðhorf í þjóðfélaginu til fag- mennsku ráða því. Endurskoðun Menntamálaráðu- neytið hefur ákveðið að endurskoða aðalnám- skrár grunn- og fram- haldsskóla. Núgildandi aðalnámskrá grunn- skóla gerir ráð fýrir miklu sjálfstæði skóla og fagfólks og bindur þannig ekki hendur skólanna. Grunn- skólalög gera ráð fyrir áhrifum for- eldra. Endurskoðuð námskrá grunn- skóla verður að tryggja áfram bæði faglegt sjálfstæði og ábyrgð skóla gagnvart foreldrum. Námskrá fyrir framhaldsskóla kann að þarfnast ítarlegri endur- skoðunar en aðalnámskrá grunn- skóla. Hún þarf að mínum dómi að stuðla að því að ungt fólk geti valið Námskrá fyrir framhaldsskóla, segir Ingólfur Asgeir Jóhannesson, þarf í vaxandi mæli að taka mið af uppeldislegum markmiðum. milli ólíkra skóla. Til þess þarf hún auðvitað að tryggja faglegt sjálf- stæði og ábyrgð skóla og fagfólks. Námskrá fyrir framhaldsskóla þarf í vaxandi mæli að taka mið af upp- eldislegum markmiðum, engu síður en sjónarmiðum er varða þær náms- greinar sem kenndar eru. í lok júlí og byrjun ágúst á þessu ári auglýsti menntamálaráðuneytið eftir fólki til að hafa faglega umsjón með vinnuhópum er starfa að endur- skoðun námskráa fyrir grunnskóla og framhaldsskóla. Veittur var frest- ur 14. ágúst sl. til að sækja um störf- in, þ.e. um hálfur mánuður. í auglýs- ingunni var þess krafist að umsækj- endur skyldu „hafa áhuga og þekk- ingu á menntamálum, reynslu af stjórnun eða verkefnabundinni vinnu og góða skipulagshæfileika". Há- skólapróf var sagt æskilegt en kenn- aramenntun ekki nefnd eða neins konar uppeldismenntun gerð að skil- yrði. Auglýsingin vakti nokkrar áhyggjur. Bæði vegna þess að aug- lýsinguna má skilja þannig að slegið sé af faglegum kröfum um k'ennara- menntun eða aðra uppeldismenntun. En líka vegna þess að flestir kennar- ar voru búnir að ráða sig í störf þegar auglýsingin birtist. Mér er kunnugt um að forsvarsfólk fagfé- laga kennara hefur haft af þessu nokkrar áhyggjur og einhveijir munu hafa látið þær í ljósi við ráðu- neytið. Mikilvægast er þó að ráðu- neytið vandi valið vel og finni hæf- asta fólkið, jafnvel þótt það kosti einhveija bið á námskrárgerðinni. Ég vona að endurskoðun nám- skráa sé gæfuspor í íslenskum skóla- málum. Til að svo verði er nauðsyn- legt að víðtæk umræða fari fram meðal fagfólks og annarra. Ætla má að slík stefnumótunarumræða skili ekki síður árangri en þau plögg sem birt verða. Ég óska starfsmönn- um ráðuneytisins góðs gengis í þessu starfí. Höfundnr er sagnfræðingur og mcnntunarfræðingur. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.