Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞORUNN Guðmundsdóttir, formaður Lögmannafélags Islands, ávarpar Hæstaréttardómara við athöfn í Dómhúsi Hæstaréttar í gær. Málflutningur hefst í nýju Dómhúsi Hæstaréttar við Arnarhól Litið til hússins sem musteris réttlætisins MÁL var flutt í fyrsta sinn í nýju Dómhúsi Hæstaréttar við Arnar- hól í gær. Áður en málflutningur- inn hófst var stutt athöfn í dóm- sal 1 þar sem Þórunn Guðmunds- dóttir, formaður Lögmannafélags íslands, færði Hæstarétti listaverk eftir Svövu Björnsdóttur. Haraldur Henrysson, forseti Hæstaréttar, sagði að Hæstiréttur vonaðist til að þeir sem þar myndu starfa gætu tryggt það að litið yrði til hússins sem musteris réttlætisins. Haraldur Henrysson, forseti Hæstaréttar, sagði við þetta tæki- færi að öllum væri það ljóst hver breyting hefði orðið á allri starfs- aðstöðu Hæstaréttar með nýja húsinu. „Hér er risið Dómhús með reisn sem borgararnir geta litið til með stolti og virðingu. Er við fáum þetta hús til umráða sem starfs- vettvang okkar hlýtur það að verða okkur enn frekari hvatning til að leggja okkur öll fram í þeim mikilvægu störfum sem hér eru unnin og okkur eru falin. Það er sameiginlegt verkefni okkar dóm- enda, lögmanna og annarra mál- flytjenda að tryggja öruggan framgang hvers máls sem til rétt- arins kemur, gera glögga grein fyrir staðreyndum máls og flytja það með markvissum hætti, bæði málsástæður og lagarök sem máli skipta. Síðan er það dómenda á grundvelli þessa að ljúka dómi á málum. Miklu skiptir að öll þessi störf séu unnin af trúmennsku við aðilana og hollustu við sannleik- ann og lögin þannig að réttlæti verði fullnægt. Það er einlæg von Hæstaréttar að þannig verði ætíð starfað innan þessara veggja og að við sameiginlega, dómendur og málflytjendur, getum tryggt það að til þessa húss verði með réttu litið sem musteris réttlætisins,“ sagði Haraldur. Haraldur sagði að gert væri ráð fyrir því að málflutningur yrði í nýja húsinu í þriggja dómara deild alla virka daga vikunnar. Lét hann í Ijós þá ósk sína að gott samstarf yrði hér eftir sem hingað til milli réttarins og málflytjenda. Ljós og hljóð Þórunn Guðmundsdóttir, for- maður Lögmannafélags íslands, þakkaði Hæstarétti boð til hæsta- réttarlögmanna í nýja húsið og sagði að það ætti að vera aðall hverrar þjóðar að búa vel að sínum dómstólum. Með nýju húsi Hæsta- réttar hefði það sannarlega verið gert. Hún sagði að Lögmannafé- lagið hefði tilkynnt Hæstarétti á 75 ára afmæli réttarins 16. febr- úar 1995 að það hygðist gefa hon- um listaverk í hið nýja hús. Lista- verkið er eftir Svövu Björnsdóttur og hefur því verið komið fyrir í dómsal 2. Þórunn sagði að lista- verkið væri nafnlaust en mörgum þætti það minna á hlust. „Þeir sem hafa farið inn í dóm- salinn hafa tekið eftir kringlóttum þakljóra sem veitir birtu inn í dóm- salinn. Listaverkið er kringlótt, múrað inn í vegginn. Þessir tveir hringir geta verið tákn um ljós og hljóð. Kannski má segja að táknin minni á að dómendur hlýða á lög- mennina og lögmennirnir á dóm- inn. Það að verkið er nafnlaust gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn," sagði Þórunn. Forseti Hæstaréttar þakkaði formanni Lögmannafélagsins gjöfma og sagði að listaverkið líkt- ist vissulega hlust og væri eflaust dómendum hvatning til þess að hlusta vel eftir því sem lögmenn hefðu fram að færa. VIÐ vígslu Dómhúss Hæstaréttar síðastliðinn fimmtudag settust að spjalli tveir fyrrverandi hæstaréttardómarar, Ármann Snæv- arr (t.h.) og Gizur Bergsteinsson. Gizuri á hægri hönd er eigin- kona hans, Dagmar Lúðvíksdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐMUNDUR Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður (t.v.), fað- ir Þórunnar Guðmundsdóttur, formanns Lögmannafélags ís- lands, (fyrir miðju) og Guðmundur Pétursson hæstaréttarlögmað- ur sem var að flytja sitt síðasta mál í nýju Dómhúsi Hæstaréttar. Fyrsta og síðasta málið í nýju Dómhúsi FYRSTI málflutningurinn í nýju Dómhúsi Hæstaréttar fór fram í gær. Flutt var hæstaréttarmálið Þórhallur Dan Johansen gegn Eim- skipafélagi íslands hf. Málflytjend- ur voru hæstaréttarlögmennimir Guðmundur Pétursson og Guð- mundur Ingvi Sigurðsson. Guð- mundur Pétursson var að flytja sitt síðasta mál en hann hefur starfað sem hæstaréttarlögmaður í 40 ár. Guðmundur Pétursson sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri sambiand af söknuði og ánægju að vera að flytja sitt síð- asta mál. „Ánægju vegna þess að núna get ég farið að taka það rólega. Eg er tiltölulega hress enn þá. I þessu síðasta máli er eg veij- andi fyrir Eimskipafélag Islands. Þetta er slysamál sem fjallar um skipstjóra sem féll ofan í lest skips síns. Það er ekki deilt um bóta- skyldu heldur aðeins um fjárhæð- ir,“ sagði Guðmundur. Guðmundur er fæddur 1917 og verður því áttræður á næsta ári. „Eg hafði hugsað mér það síðast- liðinn vetur að hætta þegar mín mál væru gengin út. Tvö þeirra kláruðust fyrir réttarfríið og þetta verður síðasta málið.“ Guðmundur flutti sitt sitt fyrsta mál fyrir Hæstarétti í marsmánuði 1956. Hann sagðist ekki minnist eins máls frekar en annars. „Það hafa komið fyrir atvik sem eru annaðhvort skringileg eða varð- veita kátínu. Mér er núna ofarlega í huga hve geysilegur munur verð- ur á starfsaðstöðunni og það er enginn vafi að iðnaðarmennirnir hafa vandað sérstaklega til verks- ins,“ sagði Guðmundur. Kláradu dæmid med SP-bílaíáni Með SP-bílalán inní myndinni kaupir þú bíi sem hæfir greiðslugetu þinni I VW Golf Pasadena 1.6 árg. '91, ek. 117 þús. km, blár, 5 g. Verð 590.000. Áhv. bílal án. Toyota Double Cab dísil árg. '89, ek. 178 þús. km., rauður, hús, 33" dekk, mikið end urn. Verð 1.070.000. Ath. skipti. GMC Sierra Classic dísil 7,3 árg. '88, ek. 20 þús. á vél, svart-ur, 38" dekk, spil, nýtt lakk. Verð 1.550.000. Ath. skipti. I Ford F 350 4WD Crew Cap 7,3 dísil árg. '89, ek. 160 þús. km., svartur, 44" dekk, sjálf- sk„ camper á palli og m.m.fl. Verð 3.200.000. Ath. skipti. op Sími 588-7200 Tjármögnun hf tlLEVULll FLUTT LL\LL\1 nýlega bíla frA kanada ..............................................................'■ Sólumenn: B1 Ingimar Sigurðsson, lögg. bifr.sali uu Axel Bergmann Funahöfða 1 • Sfmi: 567-2277 • Rífandi sala ♦ Fríar auglýsingar • Fritt innigiaid 5LAG LÖGCILTRA BlFRElDASAL Chevrolet Blazer LS 4,3L árg. '95, ek. 31 þús. km, fjólublár, álfelgur, cc, r/ö, ABS, airb., 200 hö. Verð 3.250.000. Toyota Corolla XLi árg. '96, ek. 11 þús. km, dökkblár, sjálfsk. Verð 1.290.000. Bein sala. Opel Corsa 1,41 árg. '96, ek. 7 Tveir góðir: Nissan Sunny SLX þús. km, vínrauður, 5 g. Verð árg. '91, ek. 63 þús. km, sjálfsk. 1.050.000. Áhv. bílalán. Verð 770.000 og Sunny SLX árg. '91, ek. 75 þús. km„ 5 g. Verð 740.000. Góðir í skólann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.