Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR + Eiginmaður minn, JÓHANN P. KOCH VIGFÚSSON, múrarameistari, Tómasarhaga 14, Reykjavík, lést 7. september í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Sigurjónsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR PÉTURSDÓTTIR, Hraunbæ 102c, Reykjavík, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. september. Fyrir hönd aðstandenda, Vilborg E. Lárusdóttir, Guðrún H. Lárusdóttir. + Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓAKIM PÁLSSON, útgerðarmaður Hnifsdal, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði sunnudaginn 8. september. Sigríður Sigurgeirsdóttir, Gunnar Páll Jóakimsson, Helga K. Jóakimsson, Helga Jóakimsdóttir, Kristján Jóakimsson, Sigríður Harðardóttir, Jóhanna Jóakimsdóttir, Aðalbjörn Jóakimsson, Aldís Höskuldsdóttir, Hrafnhildur Jóakimsdóttir, Birgir Ómar Haraldsson og aðrir aðstandendur. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN JÓN LÁRUSSON verkstjóri, Álfheimum 38, Reykjavfk, lést á heimili sínu laugardaginn 7. sept- ember. Valgerður Björnsdóttir, Gunnlaugur Helgason, Lárus Björnsson, Vilborg Gunnarsdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Skarphéðinn Ragnarsson, Ingveldur H. Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar ástkæri sambýlismaður, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR VALUR KRISTJÁNSSON yfirkennari, Fjarðarstræti 9, (safirði, lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar laugardaginn 7. september. Gréta Sturludóttir, Eyþór Kr. Einarsson, Sigriður Einarsdóttir, Atli S. Einarsson, Auðunn Einarsson, Kristján Þ. Einarsson, og barnabörn. Ásgerður Gísladóttir, Óli Páll Engilbertsson, Ingunn Helgadóttir, Guðrún Anna Valgeirsdóttir, Helga Guðmundsdóttir + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, BERGRÓS JÓHANNESDÓTTIR, sem andaðist á heimili sínu 29. ágúst sl., verður jarðsungin frá Langholts- kirkju fimmtudaginn 12. september kl. 13.30. Ásgeir Ásgeirsson, Guðrún íris Þórsdóttir, Elsa K. Ásgeirsdóttir, Jón Ólafsson, Jóhannes Asgeirsson, Kolbrún K. Karlsdóttir, Bergrós Ásgeirsdóttir, Jakob F. Ásgeirsson og barnabörn. Elsa Jóhannesdóttir. JÓNA AXFJÖRÐ + Jóna Axfjörð fæddist á Ak- ureyri 8. janúar 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Eir 26. ágúst siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju 6. septem- ber. Þeir himin erfa, er himin þrá, þar helgar vonir allar ræt- ast. Hver góðu ann, mun Guðdýrð sjá, þar góðra sálir allar mætast. (Steingr. Thorst.) Elsku Jóna mín. Loksins ertu laus við allar þján- ingar og ég efast ekki um að vel verður tekið á móti þér. Þótt ég sé ekki vön að skrifa minningargreinar ætla ég samt að reyna að rifja upp gömul kynni. Ég var „utanbæjarstelpa" á Ak- ureyri, þegar skólaganga mín hófst. Mikið vorum við heppin sjö ára börnin sem byijuðu skólagöngu okkar undir handleiðslu Arnar Snorrasonar og fengum að hafa hann sem aðalkennara okkar öll árin í Barnaskóla Akureyrar. Þú varst ein af þeim heppnu og fljótlega urðum við vinkonur og sú vinátta hefur haldist í tæplega 56 ár. Þrátt fyrir að í áratugi hafi verið óralangt á milli okkar slitnaði aldrei sú taug sem okkur tengdi. Þegar við kynntumst áttir þú heima í fallegu húsi við Munkaþver- árstræti (sem ég bar aldrei rétt fram!). Gaman var að vera þar, hvort heldur sem var innan- eða utandyra. í skógarlundinum bak við húsið, þar sem við renndum okkur á magasleða sem þú kallaðir flatan sleða (!), eða við æfðum okkur á skíðum innan um öll trén. I rökkurbyrjun kallaði mamma þín, sú ljúfa og hægláta kona, okkur inn í hlýjuna og bauð upp á heitt kakó. Fórum við síðan inn í borðstofuna og teikn- uðum, þ.e.a.s. þú teiknaðir, ég reyndi, en oftast féllust mér hendur þegar ég sá listaverkin þín! Alltaf man ég lands- lagsmyndirnar sem þú teiknaðir aðeins sjö ára gömul, enn þann dag í dag finnst mér alveg ótrúlegt hversu lifandi og glæsilegar mynd- irnar þínar voru strax þá. Þegar við byijuðum í „Gaggó“ voruð þið flutt á Bjarkarstíginn. Ef þú varst ekki að teikna, lékstu á píanó af mikilli leikni. í þá daga var eftirlætistónskáldið Chopin, þess vegna lékst þú mikið af hans verkum síðasta veturinn minn á Akureyri. Einu sinni þegar ég mætti á Bjarkarstíginn varstu búin að æfa þig mikið við að spila eina af Póló- nesum Chopins, sem þú vissir að ég elskaði mest af öllum verkum meistarans. Þú lést mig setjast nið- ur og hófst að leika Pólónesuna „mína“ af svo mikilli innlifun, að tárin streymdu niður kinnar mínar! Við vorum svo tilfinninganæmar í þá daga! Jóna mín, þú hafðir svo marga stórkostlega hæfileika, þú gast málað og teiknað hvað sem var, smíðað, klippt út myndir og saum- að, allt af sömu snilld. Oft bjargað- + Eiginmaöur minn, faðir okkar, fósturfaðir og afi, SVERRIR RUNÓLFSSON, Safamýri 36, Reykjavík, lést 7. september. Útför hans fer fram frá Neskirkju föstudaginn 13. september kl. 13.30. Andrea Þorleifsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Jennifer Runólfsson, Diane Holland og barnabörn. + Ástkær frændi minn, MAGNÚS ÞORSTEINSSON frá Húsavík við Borgarfjörð eystri, Fáfnisnesi 10, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. septem- ber síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Bakkagerðis- kirkju laugardaginn 14. september kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Bakkagerðiskirkju. Ingibjörg Ósk Óladóttir. + Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN SIGURÐUR RAFNSSON, Klapparstíg 17, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 11. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent á Gigtarfélag íslands eða Landssamtök hjartasjúklinga. Árný K. Árnadóttir, Pálína Sigurðardóttir, Rafn Kristjánsson, Jóhanna Birgisdóttir, Árni Kristjánsson, Áslaug Líf Stanleysdóttir, Guðmar Kristjánsson, Guðrún I. Blandon og barnabörn. ir þú mér í teiknitímum hjá Geir Þormar, þeim elskulega kennara. Ég gat ekki einu sinni teiknað beint strik með reglustiku hvað þá meir. Einu sinni var prófverkefni okkar í teikningu glæsileg seglskúta und- ir fullum seglum sem þú laukst við á skömmum tíma, ég reyndi mitt besta, en skrokkurinn á minni skútu líktist þvottastampi. Þú fylgdist með basli mínu og strax og tæki- færi gafst, kipptir þú blaðinu mínu til þín, strokaðir stampinn minn út og teiknaðir skútuna fyrir mig, en lést mér eftir að skyggja hana (þetta var blýantsteikning). Ég gat það ekki einu sinni skammlaust, allt varð að klessu hjá mér. Ég reyndi að dreifa úr klessunum bæði með fíngurgómunum og strokleðri sem endaði með því að rétt grillti í glæsifleyið eins og það væri í nið- dimmri þoku! Þá gafst ég upp, en krotaði miklar öldur upp kinnung skútunnar og skrifaði undir herleg- heitin: Þrútið var loft og þungur sjór. Ég fékk 6,5 fyrir myndina! Mér varð á að þakka Geir Þormar fyrir þessa góðu einkunn. Hann brosti glettnislega þegar hann sagði: „Ég sá strax hver teiknaði útlínur skútunnar, en prófdómaran- um og mér fannst þú eiga skilið að fá eitthvað fyrir hugmyndaflug- ið, að láta þér detta í hug að skrifa þessa ljóðlínu undir myndina sem Jóna teiknaði og þér tókst næstum því að eyðileggja!“ Ég hef aldrei fengið eins hátt í teikningu! Snilli þín kemur vel fram í öllum barnabókum þínum, sem þú samdir þagar þú varst sjálf búin að eign- ast sjö börn. Það eru ekki margir sem geta samið skemmtilegar barnabækur og myndskreytt þær í ofanálag. Þá varstu gott ljóðskáld, þótt þú flíkaðir því ekki. Mig grun- ar að Afmælisbragurinn sem þú sendir Erni Snorrasyni á sjötugsaf- mæli hans sé það eina sem þú send- ir frá þér í bundnu máli. Svona varstu á öllum sviðum, í mínum augum snillingur. Elsku Jóna mín, ég vil bara muna allar gleðistundirnar sem við áttum saman og þakka þér tryggð þína og einstaka vináttu. Megi Guð styrkja börnin þín og barnabörn og blessa framtíð þeirra. Svo vertu kvödd með hryggðarblöndnu hrósi; vér hermum drottni lof, sem tók og gaf, öll lífsins straumvötn hverfa að einum ósi, í undrasæinn, guðlegt kærleiks-haf (Steingr. Thorst.) Edda. Iifl'éfMlw Sdftidðdfheimill Háteigskirkju SÉ3É:: j 5511 H3W " — U . 1 höggmyndir leiði. Minnismerki og hefðbundnir legsteinar íir marmara, graníti og kalksteini Vid bjóðum s érs takt tilbodsveró á öllum granítsteinum í þessum mánuði. Verkin eru öll liönnuð af myndhöggvaranum Póri Barðdal. S ÓLSTEINAR Opið milli kl. 13 og 18. Nýbýlavegi 30 (Dalbrekkumegin), 200 Kópavogi. Sími: 564 3555. Fax: 564 3556
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.