Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEINIDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 29 Prófessorinn og kvótakerfið HINN 14. ágúst sl. birtist í Veri Morgun- blaðsins viðtal við Rögnvald Hannesson prófessor við versl- unarháskólann í Berg- en í Noregi. Þeim sem fylgst hafa með fisk- veiðimálum á undan- förnum árum er pró- fessorinn vel þekktur fyrir að vera dyggur stuðningsmaður hins mjög svo umdeilda kvótakerfis, sem við íslendingar búum nú við. Það hefur lengi verið á vitorði að landsmenn séu haldnir minnimáttarkennd gagnvart hálærðum mönnum og ekki hvað síst séu þeir starfandi prófessorar á erlendri grund. Þenn- an veikleika þjóðarinnar hagnýtti þáverandi sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson sér vel þegar mikið þurfti við. Á meðan verið var að koma kvótakerfinu á koppinn var prófessor Rögnvaldur kallaður heim frá Noregi til þess að taka forystuliðið í sjávarútvegi til bæna og leyfa almenningi sem annars aldrei var spurður neins að hlusta á boðskapinn í leiðinni. Mér er nær að halda að prófess- or Rögnvaldur hafi aldrei þurft að borga ferðir sínar til landsins og þurfí ekki enn. Slíkur aufúsugestur er hann þeim kvótaeignarnáms- mönnum sem hafa nú ráðið ferðinn í fiskveiðimálum íslendinga um all- langt skeið. Boðskapurinn Hver skyldi annars boðskapur þessa hálærða prófessors vera í dag? í fáum orðum sagt þá kveðst hann sjá fá góð teikn á lofti fyrir þetta land, nema þá helst að reyna að halda kvótakerfinu til streitu. Til hvers voru refirnir þá skornir? Þetta líkist manni sem búinn er að teyma klyfjahesta út í dý en vill samt halda áfram og sökkva dýpra. Prófessor Rögnvaldur þarf ekki að óttast það að meistaraverkið er hann hefur stutt við bakið á, kvóta- kerfíð, sé að líða undir lok. Því var svo kyrfilega á koppinn komið að nú þegar er búið að eignfæra fisk- inn í sjónum einstökum mönnum og ættingjum þeirra til varanlegrar framtíðareignar. Enda þótt að það sé skráð í lög að auðlindir hafsins umhverfis ísland séu þjóðareign þá er það nú orðinn dauður og ómerk- ur bókstafur notaður á tyllidögum til þess að friða þjóðina sem áróð- ursbragð eignamámsmanna. Prófessorinn fer í umræddu við- tali nokkuð vítt um sviðið og ræðir m.a. um hið umdeilda hvarf þorsks- ins við Nýfundnaland og ástandið þar í atvinnumálum, sem mjög hef- ur verið haldið á lofti hér á landi, til þess að hræða landsmenn. Hann minnist einnig á óstjórnina í Fær- eyjum þar sem útgerðarmenn höfðu gengið í ríkiskassann og tæmt hann eins og fiskimiðin. Þar hafi stofninn aldrei verið minni en nú. Fróðlegt væri að vita hvað langt aftur í tímann prófessorinn hefur leitað varðandi stofnstærð þorsks- ins í Færeyjum. Ég fylgdist allvel með fær- eyskum sjómönnum allt frá því um miðbik þessarar aldar. Ég hef aldrei heyrt þá tala um annað en þar væri allt- af lítill fiskur á ferð- inni. Enda sóttu Fær- eyingar mest allan sinn fisk til annarra landa. Allt þar til þeir voru hraktir þaðan í burtu, m.a. frá íslandsmiðum. í viðtaliiiu er enn- fremur komið inn á þorskstofninn í Bar- entshafi sem prófess- orinn segir í sæmilegu ástandi nú enda í lágmarki 1990. Vert hefði verið að minnast á það að engar marktækar fiskifræðileg- ar skýringar hafa komið fram á hinum skyndilega bata stofnsins þar. Reynsla kerfisins Prófessor Rögnvaldur kemur lít- illega inn á reynslu kvótakerfisins. Hann getur þó ekki setið á sér að hnýta í smábátamennina, sem hann segir að hafi lent utan við kerfið og aukið aflahlutdeild sína úr 3% í 13%. Kvótakerfið hans Halldórs Ásgrímssonar var nú ekki heilla en það, að á einu árinu fjölgaði smá- bátum um 100. Hvar var leiðsögn prófessorsins þá? Skoðum aðeins nánar þessa afla- aukningu smábátaflotans. Á þess- um furðuárum kvótasetningarinnar hvarf einn afkastamesti floti fiski- skipastólsins, hinn svokallaði báta- floti, 30-200 brúttótonn. Sá floti veiddi um % alls þorskaflans allt fram til níunda áratugarins. Síðan var þessi floti tekinn og höggvinn niður að mestu leyti og notaður í úreldingar fyrir frystitogara og stærri skip samkvæmt reglum kerf- isins. Margir af fiskimönnum þeim sem áður voru bátasjómenn fluttust á smábáta og hófu neta- og línu- veiðar á þeim. Ef það hefði ekki verið gert þá hefði afkastamesta fiskveiðiaðferð landsmanna, neta- veiðarnar, lagst af að mestu. Vertíðarþorskurinn næst trauð- lega nema með netaveiðum. Þannig að ef þær verða niðurlagðar þá mun vertíðarþorskurinn synda sína leið óáreittur. Hvert hann fer veit eng- inn, ekki einu sinni hinir óskeikulu fiskifræðingar. Þeir hafa nefnilega látið undir höfuð leggjast að merkja fisk í nærfellt hálfa öld. Ef skrifa á bók um þau lönd við Norður-Atl- antshaf sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi, eins og prófessorinn hefur í hyggju, án þess að kynna sér fyrst eðli og sögu fiskveiðanna um langt tímaskeið, þá gæti það orðið rýr sagnfræðileg heimild. Að mestu vangaveltur hálærðs manns úr fílabeinsturni í Bergen. Frjálst framsal Ekki var gert ráð fyrir fijálsu framsali á kvóta í fyrstu og töldu margir ekki mikla hættu á ferðum að reyna þetta. En fljótlega sáu eignarnámsmenn sér leik á borði til þess að sölsa undir sig auðlindina til varanlegrar eignar. Fijálst fram- Halldór Hermannsson Byggingaplatan ýýO®g)(g sem allir hafa beöiö eftir byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi 'WlllSsXS byggingaplatan er hægt að nota úti sem inni ^Æ®@6 byggingaplatan er umhverfisvæn ÞÞ &co byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. Leitid frekari upplýsinga Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • S: SS3 8640 & S68 6100 Kvótakerfið er, að mati Halldórs Hermanns- sonar, hönd eyðilegg- ingarinnar. sal var leyft og tímar ótrúlegra verslunarviðskipta með fisk hófust. Flest virtist leyfilegt. Þó nokkur dæmi voru um að sumir útgerðar- menn seldu úthlutaðan fisk sinn en skikkuðu síðan sjómenn til þess að kaupa með sér nýja heimild í stað- inn. Þeir sem áttu afgangskvóta fengu leiguliða til þess að veiða fyrir sig fisk á hálfvirði. Fljótlega var óveiddur fískur veðsettur bönk- um og lánastofnunum um allt land. Þar með var búið að reka nautshúð- ina niður í svellið. Allir vissu sem höfðu augun opin að miklu magni af fiski var fleygt í sjóinn af mörgum þeim sem höfðu lítinn kvóta og hirtu einungis stærsta og fallegasta fiskinn. Og einnig af þeim sem ekki áttu þorsk- kvóta en vildu veiða aðrar tegund- ir. Þetta er svona enn og verður, þó ekki séu allir undir þessa sök seldir. Menn sáu að fiskveiðistjórnunin var siðlaus og boltinn gefinn upp sem slíkur. Stjórnvöld afsökuðu sig með þvi að hætta væri á því að menn veiddu síðasta þorskinn úr sjónum, því væri það réttlætanlegt að fá einstaka mönnum fiskinn til varanlegrar eignar og varðveislu. Þvílíkt. skálkaskjól. Afleiðingar Leiga á óveiddum þorski hefur allt þetta ár verið um 90 kr. pr. kg eða því sem næst það sama og verð á veiddum þorski upp úr sjó. Fjöldi af fiskverkunarhúsum víða um land eru í miklu fjárhagstapi og ná ekki endum saman. Velmeg- un virðist ekki ná til annarra en þeirra sem geta leigt eða selt óveiddan fisk í sjó. Þeir sem ekki eiga kvóta fá einungis færi á að bjóða í brot af þeim fiski sem veið- ist. Að því leyti eru þeir annars flokks þegnar í eigin landi. Það er þegar séð að kvótakerfið ber með sér hönd eyðileggingar heilla byggðarlaga sem bíða þess eins að fá send launin í umslögum frá ríkinu. Hvað eigum við að segja við unga fólkið þegar það spyr hvers vegna auðlind þjóðarinnar hafi ver- ið gefín nokkrum mönnum á árun- um 1985-90 og að þau geti ekki keppt á jafnréttisgrundvelli við jafnaldra sína suma? Eigum við að benda þéim úr landi? Höfundur er verkstjóri á Isafirði. Nýr ilmur á Islandi VERO JVIODA Laugavegi 95, s. 552 1444 • Kringlunni, s. 568 6244 • Akureyri, s. 462 7708 Vinsælu loöfóöruöu NOKIA gúmmístígvélin komin aftur,: Tveir litir: Blá eða bleik Nr. 21-27, verð 2.790 Nr. 28-35, verð 2.990 Póstsendum samdægurs KÓPAVOGS HAMRAB0RG 3 • S: 554 1754 Nýjar sendingar af skólatöskum. Qóð verð. * Sólluga á mynd kr. 80.000,- Ríkulega útbúinn á sérstöku tilboðsverði • Sjálfskiptur • ABS-bremsukerfi • Tveir loftpúðar (SRS) • 15" álfelgur • Vindskeið • 131 hestöfl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.