Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Skógurinn er í vitundinni Egilsstöðum. Morgunblaðið. UÓÐASÝNINGIN Rjóður í Hallormsstaða- skógi stendur nú sem hæst og mun fá að njóta sín í litaskiptum náttúrunnar úr há- sumri yfir í haust. Fjölmargir gestir hafa lagt leið sína í Trjásafnið og séð og upplifað verk listamannanna sem nálgast viðfangsefn- ið á ólíkan hátt. Ses skáld taka þátt í sýningunni. Einar Már Guðmundsson , Pétur Gunnarsson, Sig- rún Eldjárn, Sigurður Pálsson, Steinunn Sig- urðardóttir og Þorsteinn frá Hamri. ,Einar Már Guðmundsson sagði það áhuga- vert fyrir sig sem rithöfund að vera með í þessu verkefni. „Innan ljóðlistarinnar er hægt að tala um grein sem kallast Skógarljóð. Sú grein hefur fremur þróast í öðrum löndum en íslandi. Á íslandi er sterk íslensk náttúru- ljóðahefð sem menn beita fyrir sig þegar þeir takast á við verkefni sem þetta og því er þetta ekkert framandi fyrir ljóðamálið, það rúmar allt. Þetta svæði og Austurland er skemmtilegt viðfangsefni, þar er samspil náttúru og menningar, samanber Hallorms- staðaskógur og Skriðuklaustur,“ segir Einar Már. Ttjásafnið var opnað almenningi 1993 en tilurð þess var fyrir tilviljun eða sem afleiðing af því að verið var að reyna margar erlendar tijátegundir. í markmiðum um safnið segir að Tijásafnið sé menningarstofnun sem laðar til sín ferðamenn og aðra gesti. í safninu eru einstök tré merkt og gerður hefur verið bækl- ingur um það. Tijásafnið er tengt með göngu- stíg yfir í Atlavík. Þór Þorfinnsson skógar- vörður segir hugmyndir um að nýta safnið fyrir listsköpun hafa fæðst hjá starfsfólki Skógræktarinnar og heimamönnum á Hall- ormsstað og það sé ánægjulegt að finna áhug- ann hjá listamönnunum sjálfum og þann vilja að tengja saman skóginn og menninguna á þennan hátt. TVEIR ungir sýningargestir lesa ritverk Sigrúnar Eldjárn en hún samdi og myndskreytti skógarsögu fyrir börn. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir „Nonvibratou * A eigin vegum London. The Daily Telegraph. TVEIR þekktir breskir rithöfundar hafa bæst í hóp þeirra sem lagt hafa út á þá grýttu brautað gefa bækur sínar út sjálfir,, þau Rupert Allason, njósnasagnahöfundur og þingmaður íhaldsflokksins, sem skrifar undir nafninu Nigel West, og Susan Hill, sem skrifað hefur bækur og leikrit og hlotið fjölda bókmenntaverðlauna. Þrátt fyrir að rithöfundum sé ráð- ið frá því að fara út í eigin útgáfu, segjast Susan Hill og Rupert Allason engu kvíða. Fýrsta bókin, sem Alla- son gefur út er eftir John Cairn- cross, vin Grahams Greenes, en Alla- son segir Caimcross hafa játað að hafa verið fimmti maðurinn í njósna- hneykslinu sem tengdist Burgess, Maclean og Philby. Þá hyggst Aila- son gefa út eigin bók sem fjallar um mann sem tekist hefur að fá upplogn- ar æviminningar sínar sem njósnara birtar. Susan Hill byijar á því að gefa út fjórar nýjar smásögur. „Listening to the Orchestra" nefnist bókin. Með þessu fetar Hill ennfremur í fótspor Virginiu Woolf, sem hún segir hafa verið fyrirmynd sína frá unga aldri. TONLIST Norræna húsiö EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sigurbjörg Magnúsdóttir mezzosópr- an og Olafur Vignir Albertsson píanóleikari fluttu söngverk eftir Haydn, Pál ísólfsson, Carter, Bar- ber, Sibelius, Massenet og Bizet. Laugardagurinn 7. september 1996. SIGURBJÖRG hóf tónleikana á fímm lögum eftir Haydn, svonefnd- um ensku lögunum, sem flest eru samin við ljóð eftir Ánne Hunter, A Pastoral Song, Fidelity, The Spirit’s Song og The Mermaid’s Song. She Never Told Her Love samdi Haydn við texta eftir Shakespeare. Anne Hunter gerði sér einkar dælt við Haydn og var sífellt að færa honum ljóð eftir sig. Eitt af frægari ensku lögunum er einmitt 0 Tuneful Voice en það ljóð færði skáldkonan Haydn er hann fór frá London úr fyrri ferð sinni til Englands. Það hefur verið erfitt fyrir Haydn að semja við enskan texta en á móti kom að hann vann meira með undirleikinn en í þýsku lögunum og ritaði þau á ensku, t.d. á þijá nótnastrengi. A Pastoral Song er fallegt lag og var þokkalega sung- ið. Fidelity er eitt af þeim lögum þar sem Haydn átti í erfiðleikum með enskuna en sem tónverk gæti þetta lag staðið eitt sem „söngur án orða“. Frægasta enska lagið er The Spirit’s Song en þar náði Ha- ydn tökum á innihaldi textans og píanóhlutverkið er allt að því í sama gæðaflokki og hjá Schubert, sér- staklega í niðurlagi lagsins, sem var sérlega fallega mótað af Ólafi Vigni. Sigurbjörg flutti sum ensku lögin þokkalega vel en með full- miklu „non vibrato", sem fer ekki vel, jafnvel í þeim stíl klassískrar tónlistar, er stendur nærri barokk- inu, eins og sönglög Haydns gera að nokkru leyti. Söngvar Páls ísólfssonar við texta úr Ljóðaljóðunum eru kröfuharðir varðandi leikræna túlkun og þar vantaði nokkuð á. Sama má segja um amerísku lögin, eftir Carter og Barber, sem standa nær leikrænu lýsandi eintali en tilfinningalegri umfjöllum sönglags. Amerísku lögin þarf nauðsynlega að túlka með leik- rænni tónmótun og framsögn mynd- ræns texta. Bestu lög Sigurbjargar voru lögin eftir Sibelíus en í þeim býr það syngjandi tónflæði, sem jafnvel þarf ekki móta, því lagferlið er í raun svo talandi tengt textan- um. Falleg rödd Sigurbjargar naut sín best í meistaraverkunum Den första kyssen og Flickan kom ifán sin álsklings möte. í tveimur síðustu lögunum, „grátaríu" Karlottu úr óperunni Werther, eftir Massenet og „Habanerunni" eftir Bizet, vant- aði nokkuð á hina leikrænu túlkun þó þessi söngverk væru að öðru leyti þokkalega sungin. Sigurbjörg hefur fallega og mikla rödd en söng nær öll lögin „non vibrato". Hún segir sig mezzosópr- an en mótar söng sinn með sópran blæbrigðum, svo að lítið heyrist til mezzoblæbrigða, sem helst hefðu þurft að móta söng hennar, t.d. í Habanerunni. Dýpri hljómgun radd- arinnar gæti ef til vill gert söng hennar mýkri í stað þess að leggja áherslu á skarpan sópranhljóm. Þetta er svo sem vandamál margra söngvara,^ að finna röddinni réttan farveg. Ölafur Vignir Albertsson lék vel, t.d. í lögum Sibelíusar, sem búa yfir einkar fallegum blæbrigð- um í samspili við sönglínurnar og þá naut sín skýr leikur hans í Haydn og í amerísku lögunum. Jón Ásgeirsson í leit að trú og tilgangi KVIKMYINDm Háskólabíó JERUSALEM ★ ★★ Leikstjóri Bille August. Handritshöf- undur Bille August, eftir sögu Selmu Lagerlöf. Kvikmyndatökustjóri Jörg- en Persson. Tónlist Stefan Nilson. Aðalleikendur Ulf Friberg, Maria Bonnevie, Sven-Bertil Taube, Hans Alfredson, Pernilla August, Lena Endre, Olympia Dukakis, Max Von Sydow, Sven Wallter, Annika Borg, Reine Brynjolfsson. Svíþjóð 1996. EINN virtasti Evrópubúi í leik- stjórastétt, Daninn Bille August, hefur nokkurn veginn hrist af sér hið framandi, rómanska töfraraun- sæi Húss andanna og er aftur kom- in á heimaslóðir. Háskandinavískt andrúmsloft Selmu Lagerlöf við upphaf nítjándu aldar, svífur yfir Jerusalem. Myndin er byggð á einni kunnustu sögu skáldkonunnar, sem aftur studdist við atburði sem gerð- ust í Norður-Svíþjóð. Aðalpersón- umar í þessu viðburðaríka drama eru stórbóndasonurinn Ingmar (Ulf Friberg) og Gertrud (Maria Bonnevie), heimasæta á næsta bæ. Þau eru ung, ástfangin og framtíð- in ætti að brosa við þessum óbrotnu Dalabörnum, en svo fer aldeilis ekki. Til sögunnar kemur prédikar- inn Hellgum (Sven-Bertil Taube) og setur líf hreppsbúa úr andlegu jafnvægi. Nær tökum á vondaufum söfnuðinum, einkum þó Karinu (Pernilla August), systur Ingmars, sem selur ættaróðalið og heldur ásamt flestum sveitungum sínum til Landsins helga - með Hellgum í fararbroddi. Til að tapa ekki jörð- inni kvænist Ingmar Barbro (Lena Endre), dóttir kaupandans, og svík- ur þar með Gertrud í tryggðum. Yfírkomin af sorg slæst hún í hóp Hellgums en sambandi hennar og Ingmars er þó ekki lokið. Við gerð þekktustu mynda sinna hefur August notið merkilegra og víðlesinna bókmenntaverka en ár- anghrinn misjafn. Hús andanna var stjörnum prýtt, einstaklega vel mannað framan sem aftan við töku- vélarnar og ekkert til sparað svo verkið mætti lukkast sem best á hvíta tjaldinu. Myndin hlaut engu að síður last sem lof hvarvetna um heimsbyggðina, sitt sýnist hveijum. August kann auðsjáanlega betur við sig í kunnugu umhverfí Norð- ursins og gerir margt vel. Jerúsalem þolir þó ekki samanburð við stór- virkið Pelle sigurvegara, sem hann skrifaði og kvikmyndaði svo eftir- minnilega eftir hinu sígilda bók- menntaverki Martins Andersen Nexö. Ramminn er jafnvandvirknis- legur hér, horfinn tími og andblær endurgerður með ágætum hvað snertir svið og búninga. Hinsvegar saknar maður þeirra sterku áhrifa sem geisluðu af Pelle. Minnisstæðra lýsinga á kröppum kjörum lítil- magnans, örbirgðinni og ekki síst ástinni sem mestu máli skipti - líkt og hér. Öll sú mynd einkenndist af óvenjulega beinskeyttu raunsæi sem hreif með sér áhorfandann. Upphaf Jerúsalem er best lukk- að, Áugust undirbýr jarðveginn vel. Efasemdir safnaðarins, kyrrlátt en tilbreytingarlaust og erfitt hvers- dagsamstur í sænskri sveit. Það gustar af Hellgum sem á auðvelt með að sannfæra óupplýst alþýðu- fólkið um betra líf í framandi landi, Helvíti jafnan á næsta leiti. Hinn myrki og dökkklæddi Hellgum er svipmesta persóna myndarinnar frá hendi Augusts og verður gustmikill í túlkun Svens-Bertil Taube. Er hann helgur eða heiðinn, Frelsari eða falsspámaður? Gerir hann bændafólkinu gott með því að planta því niður á eyðimörk Palest- ínu? Sumir finna nálægð við Drott- in allsheijar, aðrir þurfa að láta rífa bindið frá augunum, sem er svo sem engin ný niðurstaða. Stórt er spurt og fátt um svör. Persónurnar eru grunnar og ógnarlengd mynd- arinnar dregur mikið úr áhrifum þeirra og nánd. Maður tekur að lýjast á snúnum ástamálunum, sem reyndar verða allfyrirsjáanleg er líða tekur á myndina. Ulf Friberg bætir ekki úr skák með drumbsleg- um og gjörsamlega órómantískum leik í burðarhlutverki en Maria Bonnevie lætur engan ósnortin. Annars er leikur samvalins hóps yfirleitt með ágætum þó fæstar persónurnar skiji mikið eftir aðrar en Hellgum og Gertrud. Prunilla August er óaðfinnanleg, sömuleiðis Hans Alfredson í hlutverki bónda hennar. Stórleikarinn Max Von Sydow fær ekki mikið gert úr smáu hlutverki sveitaklerksins, ekki nema svipur hjá sjón miðað við Pelle. Yfir Jerúsalem hvílir þó reisn, hægfara reisn, jafnan svipmikil, tónlistin og takan vönduð og fínleg. En maður saknar sterkari áhrifa, nánari tengsla við persónurnar og verður að bíða enn um sinn eftir næsta stórvirki frá Áugust, sem greinilega er betri leikstjóri en handritshöfundur. Sæbjörn Valdimarsson „Eg er andvarp“ „ÉG ER andvarp" kallast klukkustundar langur ljóða- flutningur Hjalta Rögnvalds- sonar leikara á Kaffí Oliver í kvöld kl. 22. Þar mun hann lesa upp ljóðabækur Þorsteins frá Hamri, Lifandi manna land og Langnætti á Kalda- dal. Aðgangur er ókeypis. September- tónleikar Sel- fosskirkju 1996 ÞRIÐJU tónleikarnir í tón- leikaröð Selfosskirkju nú í haust, verða í kvöld 10. sept- ember kl. 20.30. Organisti að þessu sinni er prófessor Mark A. Ander- son frá Princeton í Banda- ríkjunum. Hann er mörgum kirkju- tónlistarmönnum að góðu kunnur, en hann var aðal- kennari á námskeiði barna- kórstjóra í Skálholti í fyrra. Lengd tónleikanna er um 45 mínútur. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestur í Nýlistasafninu FRANSKI heimspekingurinn Roger Pouivet heldur fyrir- lestur í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, miðvikudaginn 11. september kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist „Þjónar einhveijum tilgangi að skilgreina list?“ Roger Pouivet, sem er kennari við háskólann í Rennes á Bretagneskaga, starfar um tíma hérlendis sem gesta- kennari við heimspekideild Háskóla íslands. Ein af sér- greinum hans er lista- og fagurfræði og hefur hann kynnt sér sérstaklega sam- tímalist frá Afríku. Roger hefur skrifað greinar í tíma- rit og bæður og út er komin bók eftir hann um umhverfís- list í heimaborg hans Rennes. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangur ókeyp- is og allir velkomnir. Árnesinga- kórinn í Róm ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík hefur nú hafið vetrarstarfið, en í sumar söng kórinn á tónleikum í Panthe- on-hofinu í Róm 10. júní og að kvöldi sama dags í 13. aldar kirkju í Perugia, Chesa di Monteluce. Laugardaginn 13. júní söng kórinn á tónleik- um í Dómkirkjunni í Massa en þar á meðal tónleikagesta voru utanríkisráðherra ís- lands og frú. Efnisskrá kórsins var sam- ansett af kirkjulegum og þjóðlegum verkum, islenskum og erlendum. Einsöngvari með kórnum var Signý Sæ- mundsdóttir sópransöngkona auk þess sem fjórir kórfélag- ar, Ámi Sighvatsson, Ingvar Kristinsson, Smári Vífílsson og Þorsteinn Þorsteinsson sungu einsöng. Píanó- og orgelleikari kórs- ins var Bjarni Þ. Jónatansson. Stjórnandi kórsins er Sigurð- ur Bragason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.