Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Greiða hreinsun bílanna VEGAGERÐIN mun greiða bíleig- endum sem áttu leið um Norðurár- dal síðastliðinn föstudag hluta af kostnaði við hreinsun á bílunum sem fengu tjöru á sig við akstur á þessum slóðum. Birgir Guðmundsson, -forstöðu- maður Vegagerðarinnar í Borgar- nesi, segir að ætlunin sé að vega- gerðarskrifstofur í umdæmi við- komandi bíleigenda geri skýrslu og sendi til Borgarness og verði þá hluti kostnaðar við þrifin greiddur. „Menn geta hreinsað bílana sjálf- ir og við borgum einhvern kostnað. Þetta er engu að síður talsvert álita- mál. Það sem þarna gerðist var að það var nýbúið að leggja klæðningu á veginn og það kemur gífurleg úrkoma á stuttum tíma um leið og þarna er mikil og þung umferð. Við þessar aðstæður rennur asfaltið og vatnið saman. Þetta er eins og hvert annað slys,“ sagði Birgir. ## Morgunblaðið/RAX ARINBJORN Vilhjálmsson, arkitekt, Halldór Þorgeirsson, deildarstjóri umhverfisdeildar RALA, Steingrímur Hermannsson, seðlabankasljóri, og Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri í umhverfisráðuneytinu, eru í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar. Ráðstefna um hlutverk íslands í sjálfbærri þróun Aldamótafundur á Þingvöllum undirbúinn HLUTVERK íslands í sjálfbærri þróun á 21. öldinni verður um- ræðuefni ráðstefnu sem haldin verður 13.-14. september nk. á Hótel Sögu og Þingvöllum. Ráð- stefnan er undirbúningsráð- stefna fyrir aldamótafund á Þingvöllum árið 2000 þar sem ætlunin er að ræða framtíð mannkyns og leiðina I átt til sjálfbærrar þróunar. Að undirbúningsráðstefnunni standa Framtíðarstofnunin, The Millennium Institute í Washing- ton og The Gandhi Foundation í Kaliforníu, í samvinnu við um- hverfisráðuneytið. Að sögn Steingríms Her- mannssonar, formanns undirbún- ingsnefndarinnar, hefur ekki ver- ið tekin endanleg ákvörðun um hvort aldamótafundurinn verður haldinn hér á landi. „Ákvörðunin er hjá stjórnvöldum og þá einna helst forsætis- og umhverfisráðu- neyti, en undirbúningsráðstefnan er liður í að skapa grundvöll fyr- ir ákvörðun stjórnvalda um það hvort slíkur fundur verður hald- inn. Gerald O. Barney, fram- kvæmdastjóri Millennium-stofn- unarinnar, á hugmyndina að aidamótafundinum. Hugmyndin er fyrst nefnd í skýrslunni „Glob- al 2000 revisited“ sem hann vann fyrir Heimsþing trúarleiðtoga í Chicago 1993, en fyrsti vísirinn að aidamótafundinum kom fram í skýrslu sem hann vann fyrir Jimmy Carter, fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna, árið 1980,“ segir Steingrímur. Fyrirlesarar á ráðstefnunni koma víðsvegar að úr heiminum. Meðal þeirra eru, auk Gerald 0. Barney, Sir Shridath Ramphai, fyrrverandi aðalritari Breska samveidisins og meðformaður ráðs um alheimsstjórnun en hann var í undirbúningsnefnd alþjóð- legu umhverfisráðstefnunnar í Río de Janeiro. Hann mun fjalla um sameiginlega framtíð mann- kynsins og undirbúning fyrir 21. öldina. Dr. Carlos A. Quesada Mateo, framkvæmdastjóri rannsóknar- stöðvar í sjálfbærri þróun á Costa Rica, mun ræða mikilvæg við- fangsefni 21. aldarinnar á sviði umhverfismála. John Huddleston, fyrrverandi deildarstjóri í Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum fjallar um alþjóða þegn- rétt og leiðina til sjálfbærrar þró- unar. Auk þess munu frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti íslands, og Rodrigo Carazo, fyrrverandi forseti Costa Rica flytja ávörp á ráðstefnunni. Vaknaði við reyk og vakti fjölskylduna ELDUR kom upp í húsi á Framnes- vegi 34 aðfaranótt siðastiiðins sunnudags. Sex íbúðir eru í húsinu og var ekki vitað í fyrstu hvar íbú- arnir voru niðurkomnir. Síðar kom í ljós að þeir höfðu allir komið sér út úr húsinu. Töluverður eldur log- aði í íbúð á annarri hæð hússins. Næsta hús, númer 32, var rýmt vegna hættu á að eldurinn næði að læsast í það. Fjórir voru í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp og vakn- aði kona þar í reykjarkófi og vakti fjölskyldu sína. Reykkafarar voru sendir inn í húsið. Þeir brutu upp hurð á íbúð- inni þar sem eldurinn var laus og einnig hurð á risíbúð þar sem talið var að fólk væri. Risíbúðin reyndist vera mannlaus. Slökkviliðið hafði mikinn viðbún- að og gekk greiðlega að ráða niður- lögum eldsins. Kranabíll var á staðnum og tókst að opna þak- glugga hússins með aðstoð hans. Mestur eldur var í stofu íbúðarinnar þar sem sjónvarpstæki stóð. Líkur eru taldar á að upptök eldsins hafi verið í sjónvarpstækinu. Kona og maður með 11 ára og eins árs börn voru í íbúðinni og komust af sjálfs- dáðum út. Konan vaknaði við reykinn um kl. 23 og vakti þá fjöi- skylduna. Maðurinn reyndi að slökkva eldinn með handslökkvi- tæki en varð frá að hverfa. Eldur hafði læst sig í veggi og loft og miklar skemmdir urðu í allri íbúðinni vegna reyks og sóts. Fólkið var skoðað í sjúkrabíl á staðnum og reyndust því ekki hafa orðið meint af. Morgunblaðið/Júlíus FJÖLMENNT lið slökkviliðs og lögreglu var kvatt út vegna elds á miðhæð í húsi á Framnesvegi. Tóku mann nauðugan af heimili sínu HÓPUR manna veittist að húsráðanda einum á heimili hans í Rimahverfi síðastliðið laugardagskvöld og var mað- urinn fluttur nauðugur á brott í bifreið aðkomumanna. Til nokkurra ryskinga kom og gerði eiginkona mannsins lög- reglu aðvart. Jeppabifreið var stöðvuð nokkru síðar og voru mennirnir í honum. Allir hafa mennirnir komið við sögu hjá lögreglu áður vegna fíkniefnamála. Maður- inn sem var tekinn nauðugur var í bifreiðinni. Mennirnir voru allir færðir á lögreglustöð og gáfu þá skýringu að þeir hefðu átt nokkuð vantalað við manninn vegna bílaviðskipta. Við líkamsleit fannst fíkni- efni á þremur mannanna, þar á meðal LSD, E-töflur, amfet- amín og hass. Við leit í bílnum fannst bardagakylfa. Nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla iátnir kaupa bækur Oheimilt samkvæmt grunnskólalöffum LANDSSAMTÖKIN heimili og skóli hafa sent frá sér ályktun til að vekja athygli á að samtökunum hafa borist fregnir af því að nem- endur í 9. og 10. bekk séu látnir kaupa námsgögn í valgreinum nú í upphafi skólaárs, en slíkt sé með öllu óheimiit. Grunnskólalög og reglugerð um valgreinar í grunn- skóla taki af öll tvímæli um slíkt. Guðni Olgeirsson námsstjóri grunnskóladeildar í menntamála- ráðuneytinu segir að ráðuneytið hafi haft spumir af samsvarandi málum, en muni hins vegar ekki taka þau til sérstakrar meðhöndlunar nema að formlegt erindi berist því. Guðni segir þetta fyrirkomulag hafa verið við lýði um langa hríð, en árið 1990 hafi umboðsmaður Alþingis kveðið upp úr með að það væri óheimilt að láta börn í skyldu- námi kaupa bækur eða önnur gögn fyrir námið, svo sem ritvélar. Sú niðurstaða hafi síðan verið staðfest með_ grunnskólalögum. „Ég held að skólar viti þetta al- veg. Hins vegar er staðan stundum þannig að þeir geta fengið bækur frá Námsgagnastofnun en vilja aðr- ar bækur sem þeir telja betri eða rúmast ekki innan kvóta, og fara þá leið að rukka nemendur. Við teljum samt að þetta hafi minnkað mikið á undanförnum árum. Seinast í dag [í gær] fengum við þó dæmi um að nemendur í 10. bekk voru látnir kaupa námsgögn fyrir valgrein, en þá túlkaði skólinn þá ákvörðun svo að hún væri rétt- lætanleg því að valgreinina væri hægt að meta til framhaldsskóla. Þetta er vissulega grátt svæði og ekki liggur fyrir lögfræðileg túlkun á þessu atriði," segir Guðni. Leita verður álits Hann kveðst.gera ráð fyrir að leitað verði lögfræðilegrar álits- gerðar á þessu efni, enda telji ráðu- neytið mjög skýrt að óheimilt sé að láta nemendur kaupa kennslu- bækur og yalgreinar séu hluti af skyldunámi. „Ráðuneytið hefur skyldu að fylgja þessum lagaákvæðum eftir en aðhefst ekkert í stjórnsýslumál- um sem þessum nema að formlegt erindi berist. Við vitum að slík er- indi eru á leiðinni og munum þá fjalla um málið,“ segir hann. Samtökin heimili og skóli hvetja foreldra, skólastjórnendur og skóla- nefndir til að kynna sér reglur þar að lútandi og minna á að nám í grunnskóla skuli vera nemendum að kostnaðarlausu og því sé óheim- ilt að krefjast greiðslu fyrir kennslu- bækur sem nemendum er skylt að nota við nám sitt. Samtökin beina því til foreldra- ráða grunnskóla að kynna sér hvernig þessum málum er háttað í hveiju sveitarfélagi og koma at- hugasemdum á framfæri við sveita- stjórnir, þyki ástæða til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.