Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Vestfirðir Nýr skatt- stjóri skip- aður ísafirði - Sigríður Björk Guðjóns- dóttir, 27 ára lögfræðingur, hefur verið skipuð skattstjóri Vestfjarða- umdæmis til fimm ára frá og með 1. október nk. Sigríður Björk hefur starfað á eftirlits- og tekjuskattsskrifstofu hjá Ríkisskattstjóra. Hún lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1993. Hún fékk leyfi frá störfum hjá Ríkisskattstjóra haustið 1995 til að stunda framhaldsnám í Kaupmannahöfn og er nýkomin heim úr því námi. Um leið og Sigríður Björk tekur við starfinu mun Pétur Ólafsson, sem gegnt hefur starfi skattstjóra frá síðustu áramótum, taka við sínu fyrra starfi hjá Ríkisskatt- stjóra. Fimm umsækjendur voru um stöðuna. -----» ♦ ♦--- Grunnskóli Flateyrar settur Flateyri - Miðvikudaginn 4. sept- ember sl. var Gmnnskóli Flateyrar settur af núverandi skólastjóra, Birni Hafberg. í ár em skráðir 48 nemendur, en vom á síðastliðnu skólaári 58 talsins. Nemendur og foreldrar þeirra fjölmenntu á skóla- setninguna. I ræðu Björns Hafberg skóla- stjóra kom fram að keyptar hefðu verið 5 nýjar fullkomnar tölvur, sem munu bætast við það sem fyrir var, fyrir gjafafé að upphæð ein milljón íslenskra króna, sem Grænlendingar gáfu til bama á Flateyri. Með þessu væm komnar 12 mjög fullkomnar tölvur til nota í sambandi við kennslu. Björn lét þess einnig getið, að til stæði að færa tölvukennsluna neðar í neðstu bekkina, þ.e. 3., 4. og 5. bekk. Til starfa kæmu 5 nýir kennarar, ein væri heimamaður en hinir aðkomumenn. í lokin óskaði Björn eftir því að eiga gott samstarf við foreldra, öll væmm við sameiginlega ábyrg hvernig til tækist með skólagöngu barna okkar. Að lokinni ræðu gafst nemendum og foreldmm þeirra tækifæri til að kíkja á skólann og nýja tölvubúnaðinn. Framkvæmdir hafnar við snjó- flóðagarðana Unnið af fullum krafti í vetur ef veð- urskilyrði verða hagstæð Flateyri - FRAMKVÆMDIR eru hafnar við snjóflóðavarnargarð- ana fyrir neðan Skollahvilft. Það er verktakafyrirtækið Klæðning sem sér um framkvæmdirnar. í fyrsta áfanga verksins verður byijað á því að hreinsa lífrænan jarðveg ofan af og síðan verður gi-afíð fyrir fráveituskurði. í fram- haldi af því verður bytjað á því að móta leiðigarðinn sem verktak- inn á að skila af sér fyrir l.nóv. Ef veðurskilyrði verða hagstæð verður haldið áfram af fullum krafti í vetur. Gert er ráð fyrir því að unnið verði allan sólarhringinn á vöktum og verður vinnusvæðið flóðlýst. í fjallið er þegar komin ein 40 tonna grafa til að hreinsa jarðveginn. Fyrir er 40 tonna jarðýta og síðan bætast við 3 trukkar og ein 17 tonna grafa. Ef þurfa þykir verður aukið við flotann þegar fram líða stundir. Aðspurðir um gerð svona snjó- flóðavarnargarðs sagði Gunnar B. Birgisson, forstjóri Klæðningar hf., að fyrirtækið hefði reynslu af gerð sjóvarnargarða, sem væri ekki ólík þessu verkefni þó að forsendurnar væru aðrar. Meðal verkefna væri gerð Gilsfjarðar- brúar um þessar mundir. Morgunblaðið/Egill Egilsson GUNNAR B. Birgisson, forstjóri Klæðningar hf. (t.v.) og Björn Ingi Sveinsson, verkfræðingur hjá Klæðningu hf. Ljót aðkoma að gömlu sundlauginni á Suðureyri Rolluhræ a botm laug- arinnar í tæpt ár ísafirði - í óveðrinu sem geisaði á norðanverðum Vestfjörðum undir lok októbermánaðar á síðasta ári, þegar m.a. stórt snjóflóð féll á Flat- eyri með hörmulegum afleiðingum, féll annað snjóflóð úr hlíðinni milli Norðureyrar og SelárdaJs í Súg- andafírði. Snjóflóðið myndaði flóð- bylgju sem talin var vera 6-7 metra há og olli hún talsverðum skemmd- um á bátum og hafnargarðinum á Suðureyri auk þess sem hún drap fjölda fjár sem leitað höfðu skjóls fyrir óveðrinu í gömlu sundlauginni á Suðureyri, sem stendur neðan við þjóðveginn fyrir miðjum fírðinum. Nú tæpu ári eftir atburðinn er svæðið við sundlaugina óhreinsað auk þess sem á botni laugarinnar. liggja enn tvö illa farin rolluhræ. Ómyndin blasir við þeim sem eiga leið um þjóðveginn og er að sjálf- sögðu eigendum skepnanna og bæjarfélaginu til mikils ósóma. Björn Birkisson, bóndi í Birkihlíð og eigandi fjárins sem drapst í sundlauginni, sagði í samtali við blaðið: „Þetta er nú enginn fréttamatur. Við tókum allt sem fyrirfannst á svæðinu þegar þetta átti sér stað og síðan þá höfum við haft í mörgu að snúast og því ekki fjarlægt hræ- in úr lauginni. Það drápust þama 35 kindur og við höfum fjarlægt öll hræin nema þessi tvö. Það á eftir að hreinsa miklu meira á svæð- inu heldur en þessi tvö hræ, s.s. stejnsteypu og fleira. Ég held að það viti ekki nokkur maður hvað verður gert við bygginguna og meðan svo er erum við ekkert að flýta okkur. Menn eru misjafnlega viðkvæmir fyrir þessu,“ sagði Björn Birkisson. Hann sagði hreinsun ekki á dag- skrá hjá sér á næstunrú enda nóg að gera við smalamennsku og að- spurður hvort hræin yrðu fjaríægð fyrir veturinn sagði hann að hann hefði engar áhyggjur af hræjunum undir snjó. Bæjarfélagið grípur inn í Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri Isaíjarðarbæjar, sagðist í samtali við blaðið hafa fengið vitn- Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson AÐKOMAN að gömlu sundlauginni eins og hún blasir við þeim sem eiga leið um þjóðveginn tii Suðureyrar. eskju um hræin á sunnudaginn var og að hann væri að skoða hvað gert yrði í málinu. „Ég fékk upplýsingar um þetta á sunnudag og hef ekki tekið nein- ar ákvarðanir í málinu. Hlutir sem þessir ganga ekki upp. Ég er viss um að eigendur hræjanna vita af þeim þarna en fyrst þeir hafa ekk- ert gert í málinu verður bæjarfélag- ið að gera það. Það er ekkert annað að gera en að brjóta niður sundlaug- arbygginguna og hreinsa svæðið," sagði Kristján Þór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.