Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR * Islenskar búvörur ógna ekki stöðug’leikanum ALLTAF öðru hvoru heyrast hróp um að verðlag á íslenskum búvörum sé að hleypa vísitölum úr böndunum og ógni þeim stöðugleika sem ríkt hefur í efnahagslífinu á þessum áratug. Einkum er þessi umræða þrálát í tengslum við sveifl- ur í verðlagi á grænmeti og garð- ávöxtum, sem vissulega eru veru- legar milli ára og frá einum mán- uði til annars, og einhvern veginn er það svo að hækkanir virðast fréttnæmari en lækkanir. En hver er í raun þáttur inn- lendra búvara í þróun neysluverðs- vísitölunnar á þessum áratug? Töfl- umar tvær sem fylgja eru unnar úr gögnum Hagstofu íslands og byggjast á mánaðarlegri verðtöku stofnunarinnar, sem vísitalan er reiknuð út frá. Sú fyrri sýnir verð- breytingu kjöt- og mjólkurafurða og eggja frá meðalverði ársins 1991 til meðaltals fyrstu átta mánaða þessa árs í samanburði við þróun allra matvæla og vísitölunnar í Verðlag á íslenskum búvörum, segir Sigur- geir Þorgeirsson, hef- ur hamlað verðbólgu. heild. Sá samanburður er raunhæf- ur og gefur eðlilega mynd af verð- þróuninni, þar eð þessar vörur eru ekki háðar neinum sérstökum árs- tíðasveiflum og eru á markaði árið um kring. Fyrri dálkur töflunnar sýnir hlut- deild vöruflokka í vísi- tölu neysluverðs. Þar kemur fram, að mat- vörur vega 16,6% í vísi- tölunni nú, en það hlut- fall hefur farið lækk- andi undanfarin ár. U.þ.b. helmingurinn eru íslenskar búvörur, en eins og fram kemur vega kjöt, mjólkur- afurðir og egg samtals 7,2% í vísitölunni. Tekið skal fram að í ársbyijun 1994 lækk- aði virðisaukaskattur á matvælum úr 24,5% í Sigurgeir Þorgeirsson verð á annarri mat- vöru, þar sem hluti skattsins hafði áður verið greiddur niður á sumum þeirra. Á þessu tímabili hafa kjöt og kjötvörur hækkað í verði um 0,3%, mjólkurafurðir og egg lækkað um tæp 5%, og séu þessar af- urðir vegnar saman, hafa þær lækkað að meðaltali um rúm 2%, en þær nema samtals um 43% af öllum mat- vælum í vísitölunni. Á sama tíma hafa mat- vörur í heild hækkað 14%, sem leiddi til lækkunar á vísi- tölu matvöru. Þessi breyting hafði þó minni áhrif á búvöruverð en SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG Islein'ska S,i\wiurvi;(;ssv\i\íii\ 1996 18-21 SEPTEMBER 1996 ÍMUgunlnlnhöU, Heykjuvík, kehitul. Vikulega birtir sérblaðið Úr verinu yfirlit yfir afla íslenskra fiskiskipa, sölu á innlendum fiskmörkuðum, kvóta og dreifingu skipa á miðunum. Útflutningi og helstu mörkuðum erlendis eru gerð góð skil auk allra helstu frétta af sjávar- útveginum, s.s. af fiskverkun, markaðsmálum og víðtækum þjónustuliðum útvegsins. íslenska sjávarútvegssýningin í Laugardalshöll 18.-21. september í tilefni af íslensku sjávarútvegssýningunni verður sérblaðið Úr verinu sérprentað þann 18. september nk. og aukaupplagi dreift á sýningunni sjálfri. í þessari sérútgáfu verður sýningin kynnt í máli og myndum og greint frá helstu nýjungum. Þá verða ýmis fyrirtæki kynnt og viðtöl birt við fjölmarga aðila sem að sýningunni standa. Jafnframt mun Morgunblaðið greina daglega frá helstu viðburðum á meðan á sýningunni stendur. Þetta er í 5. sinn sem íslenska sjávarútvegssýningin er haldin og í ár verður hún stærri en nokkru sinni. Sýnendur verða um 700 talsins og búist er við allt að 14.000 gestum. Af þessu tilefni býðst auglýsendum sérstakt auglýsingaverð í Úr verinu þennan dag, auk þess sem sýnendum gefst kostur á að tilgreina staðsetningu sína í sérstökum „sýningar- gluggum.11 Þá má geta þess að 62,4% þjóðarinnar lesa Morgunblaðið daglega og á miðvikudögum lesa 81,2% allra stjómenda, atvinnurekenda og sérfræðinga blaðið. Birting í l 5.000-6.000 eintök á sýningu. í boði eru sérauglýsingar og „sýningargluggar“ Allar nánari upplýsingar veita Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Arnar Haukur Ottesen, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 1110. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 16.00 flmmtudaginn 12. september. um 6,8%, sem þýðir, að aðrar mat- vörur en ofangreindar hafa hækkað um 13-14% og vísitala neysluverðs hefur hækkað um 13,4%. Grænmetið er ekki raunhæft að setja upp á sama hátt, vegna þess hve verðið er sveiflukennt. í síðari töflunni er sýnt meðalverð kartaflna og nokkurra grænmetistegunda á ákveðnum tímabilum ár hvert, og miðast þau tímabil við, að nokkuð örugglega sé um íslenska fram leiðslu að ræða, a.m.k. í öllum aðal- atriðum. Þrátt fyrir að slegið sc' saman þrem til fimm mánuðum, ei sveiflan milli ára veruleg, sem skýr ist mest af mismunandi árferði, en að einhveiju leyti af breytilegum söluaðferðum, sbr. kartöfluverð- stríðið haustið 1994. Aðalatriðið er það að taflan í heild sýnir ekki til- hneigingu til verðhækkunar frá ári til árs; fremur hið gagnstæða. Verð var óvenjulágt 1994 en með hæsta móti 1995. Niðurstaðan er sú, þegar litið er yfir umrætt tímabil, að verðlag á íslenskum búvörum hefur hamlað verðbólgu og á dijúgan þátt í marg- umræddum stöðugleika. Vissulega er verðlag á ýmsum búvörum hærra hér en gerist meðal suðlægari þjóða eða í löndum, þar sem verksmiðjubúskapur er ein- kennandi með notkun marghátt- aðra aukaefna. En bilið hefur verið að minnka, og sumar af algengustu afurðum okkar eru nú á hliðstæðu verði og í næstu nágrannalöndum. Þegar við bætist, að á síðustu sex árum hafa opinber framlög til stuðnings landbúnaði lækkað hér um u.þ.b. 40%, verður ekki annað með sanngirni sagt, en bændur hafi lagt sitt til þjóðarsáttar. Verðbreytingar á búvörum og þró- un vísitölu neysluverðs frá meðal- verði 1991 til meðalverðs janúar - ágúst 1996. - Nýtt kjöt - lítt eöa óunnid Saltað og reykt kjöt - lítt unnið Unnið kjöt og kjötvörur Kjöt og kjötvörur alls Mjólk, skyr o.fl. Rjómi o.fl. Ostar Smjör Egg Mjólkurafurðir og egg Kjöt, mjólk og egg Matvörur alls Vísitala neysluverðs Þáttur í víst. nú (%) 3,7 3,5 7,2 16,6 100 Breyt. (%) 2,5 1,4 -5,6 0,3 0,6 -7,7 -7,8 -32,5 -0,5 -4,9 -2,2 6,8 13,4 Meðalverð á kartöflum og qokkrum grænmetisteg- undum m.v. meðalverð 1991 = 100. Tímabil: ágúst-des. Kartöflur Hvítkál Blómkál Tímabil: júní- ágúst. Tómatar Agúrkur 1992 1993 1994 1995 1996 117 150 84 77 101 121 105 98 76 60 67 67 86 41 102 114 130 106 83 127 64 79 Höfundur er framkvæmdnstjóri Bændiisiimtaka Ishinds. Mikiá úrval af fdlegum rúmfcrtnacSi stólavöf&irtlg21 Simi5M 4050 Reykiwik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.