Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Rödd Eistlands
JÓN Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra og Lennart Meri, forseti Eistlands ræðast við.
VACLAV Havel, Lech Walesa,
Vytautas Landsbergis og Lennart
Meri - þetta eru leiðtogar lýðræðis-
byltingarinnar í Mið- og Austur-
Evrópu og Eystrasaitsríkjunum.
Havel og Meri eru þeir einu sem
enn sitja á vaidastóli. Meri er ekki
einungis rödd Eistiands á alþjóða-
vettvangi; hann er áhrifamesti tals-
maður þeirrar kröfu Eystrasalts-
þjóðanna að fá að sameinast þjóða-
ijölskyldu Evrópuþjóðanna á ný.
Þess vegna mega Eistar og Eystra-
saltsþjóðirnar allar ekki við því að
missa Meri frá vöidum.
Það er einkum þrennt í aðdrag-
anda forsetakosninganna í Eistlandi
sem vekur okkur vinum Eistlands
ugg, ekki síst vegna þess, hvemig
um þessi mál er fjallað á heimavett-
vangi í Eistlandi.
Andstæðingar Meris hamra á því
á þingi og í fjölmiðlum að forsetinn
Lennart Meri sé of sterkur og ráð-
ríkur fyrir hið veikburða lýðræðis-
kerfi landsins og verðskuldi því ekki
endurkjör. Þeir sem þekkja stjórnar-
skrá Eistlands og hafa fylgst með
stjómmálum í Eistlandi á undan-
förnum ámm vita að ásakanir af
þessu tagi eru með öllu ástæðu-
lausar.
Stjórnarskrá Eistlands færir for-
setanum margvísleg völd sem Lenn-
art Meri hefur aldrei beitt. Þótt fáir
séu til að vekja á því athygli er það
samt sem áður staðreynd að einu
valdheimildir forsetans sem Meri
hefur beitt - rétturinn til að synja
staðfestingu laga sem bijóta í bága
við stjórnarskrána hefur hann nýtt
af varfærni. Þótt málgögn sem eru
undir handaijaðri gamla kerfisins
dragi upp mynd af forsetanum sem
eins konar einræðisherra, er það
samt sem áður staðreynd að forset-
inn hefur staðfest meira en 95%
þeirra laga, sem þingið hefur sam-
þykkt.
I 19 tilvikum hefur Meri hafnað
staðfestingu, á þeim forsendum að
samþykkt lagafrumvörp bijóti í
bága við stjórnarskrána eða alþjóð-
legar skuldbindingar Eistlands.
Stjórnlagadómstóll Eistlands hefur
staðfest niðurstöður forsetans í öll-
um tilvikum nema einu. Með ár-
vekni sinni hefur Meri aflað Eist-
landi virðingar erlendis og tryggt
Eistum aðild í stjórnum fjölmargra
alþjóðastofnana.
Annað sem veldur okkur vinum
Eistlands áhyggjum vegna forseta-
kosninganna er hatrömm óhróðurs-
herferð sem andstæðingar Lennarts
Meri standa fyrir, í trausti þess að
hann geti ekki stöðu sinnar vegna
borið hönd fyrir höfuð sér. Arið
1992 reyndu ýmsir fulltrúar gamla
kerfisins að hindra forsetakjör Mer-
is með því að halda því fram að
faðir hans, sem á sínum tíma mátti
gista Gulagið, hafi í reynd verið í
þjónustu KGB. Nú, fjórum árum
síðar, reyna sömu aðilar að ófrægja
Lennart Meri sjálfan með sams kon-
ar ásökunum.
Það er ekki snefill af trúverðug-
um sönnunargögnum fyrir þessum
ásökunum. Engu að síður er hætta
á að leðjuslagur af þessu tagi villi
einhveijum sýn. Sérstaklega þar
sem forsetanum er óheimilt sam-
kvæmt eistneskum lögum að bera
hönd fyrir höfuð sér, t.d. með vitna-
leiðslum. Hann hefur þegar svarið
eið að því að hafa aldrei átt nein
samskipti við KGB. Sem forseti
getur hann ekki endurtekið slíka
eiðtöku.
Andstæðingar forsetans reyna að
færa sér í nyt þögn hans. Fjölmiðlar
eru samsekir með þögninni því að
þeim hefur láðst að útskýra fyrir
almenningi að forsetanum er lögum
samkvæmt óheimilt að svara fyrir
sig með viðeigandi hætti. Enginn
ljölmiðill hirðir um að rifja upp að
helsti andstæðingur forsetans var
Lennart Merí er ásýnd
Eistlands gagnvart
umheiminum, segir Jón
Baldvin Hannibalsson.
Hverfi þessi ásýnd
sjónum Vesturlanda
er hætt við að sú
athygli, sem Eistland
nú vekur, dofni líka.
hins vegar á sínum tíma miðstjórn-
armaður í sovéska kommúnista-
flokknum. Það virðist ekki valda
eistneskum fjölmiðlum áhyggjum
þótt umræður fyrir kosningarnar
snúist ekki um afstöðu forseta-
framjóðenda til brýnustu hags-
munamála þjóðarinnar, heldur um
staðlausan áburð og óhróður. Eist-
land er auðvitað ekkert einsdæmi
að þessu leyti. En við höfðum vænst
þess að hið unga lýðræði Eista
væri kröfuharðara um heiðarleika,
að fenginni dapurlegri reynslu fyrr
á tíð.
Það sem veldur okkur vinum Eist-
lands þó mestum áhyggjum vegna
kosningabaráttunnar er að svo virð-
ist sem flestir vilji leiða hjá sér aðal-
atriði, sem kosningarnar snúast um:
Hvað verður um stöðu Eistlands í
samfélagi þjóðanna, verði Lennart
Meri hafnað á grundvelli gildandi
kosningareglna? Fyrir fjórum árum
var forsetinn þjóðkjörinn. Nú hefur
leikreglunum verið breytt. Stjórn-
málamennirnir í þinginu og oddvitar
héraðsstjórnanna, þar sem gamla
kerfið hefur sterkust ítök, eiga að
ráða.
En hveijar yrðu afleiðingarnar
fyrir Eistland, ef þessi kjörhópur
afræður að hafna hinum vinsæla
forseta?
l'ari svo að Lennart Meri bíði
lægri hlut fyrir fyrrverandi komm-
únista mun hið alþjóðlega samfélag
draga þá ályktun að Eistland hafi
kosið að feta slóðina til fortíðar eins
og sum fyrrverandi kommúnistaríki,
sem hefur mistekist að koma á lýð-
ræðisstjórnarfari og fijálsu mark-
aðskerfi.
Það kynni að hafa alvarlegar af-
leiðingar fyrir eistlensku þjóðina í
heild. Erlendir fjárfestar myndu
halda að sér höndum eða jafnvel
taka saman pjönkur sínar. Það yrði
alvarlegt efnahagsáfall fyrir Eist-
land. Kjósi Eistland að leita aftur á
náðir fortíðarinnar er borin von að
vinir Eista á Vesturlöndum geti
beitt sér fyrir því að Eistland njóti
öryggis í sameiginlegu varnarkerfi
lýðræðisríkjanna. Verði þetta niður-
staðan er öllum þeim glæsilega ár-
angri sem Eistar hafa náð á sviði
efnahagsmála og stjórnmála teflt í
tvísýnu.
Hafni kjörhópurinn Meri hafna
þeir um leið áhrifamesta talsmanni
Eistlands gagnvart Vesturlöndum.
Ásamt Havel er Meri sá eini þeirra
stórhuga andans manna, sem
hrundu af stað lýðræðisbyltingunni
gegn sovéska nýlenduveldinu, sem
enn er við völd.
Vegna þessa ferils og vegna yfir-
burðaþekkingar og málflutnings-
hæfileika á Lennart Meri greiðan
aðgang að öllum helstu valdhöfum
vestrænna lýðræðisríkja. Þegar
Meri talar hlusta menn. Þess vegna
hefur Eistland ekki efni á að hafna
honum nú.
Þeir sem heyrt hafa Meri á alþjóð-
legum málþingum sveifla sér fyrir-
hafnarlaust milli allra höfuðtungna
áifunnar spyija sjálfa sig: Hvaða
erlend tungumál, önnur en rúss-
nesku, hafa andstæðingar hans á
valdi sínu? Halda menn virkilega
að Eistar þurfi svo lítið fyrir lífinu
að hafa næstu fimm árin að þeir
hafí efni á að hafna slíkum yfir-
burðamálflytjanda?
Sannleikurinn er sá að með Lenn-
art Meri við stjórnvölinn hefur Eist-
land notið sérstöðu meðal þjóða
heims. Eistland hefur notið viður-
kenningar vegna þess forystuhlut-
verks sem Meri hefur gegnt við
endurheimt sjálfstæðis og frelsis
Eistlands og annarra Eystrasalts-
þjóða og vegna hinnar öruggu fram-
göngu hans gegn sovéska nýlendu-
kerfinu.
Eistland hefur notið viðurkenn-
ingar vegna þessa forystuhlutverks.
Þess vegna hefur Eistland notið mun
meiri skilnings og stuðnings meðal
forystumanna Vesturlanda eh ætla
mætti af landfræöilegri legu lands-
ins eða fámennis þjóðarinnar.
Lennart Meri er ásýnd Eistlands
gagnvart umheiminum. Hverfi þessi
ásýnd sjónum Vesturlanda er hætt
við að sú athygli, sem Eistland nú
vekur, dofni líka.
Um þetta snúast forsetakosning:
arnar í Eistlandi í raun og veru. í
vissum skilningi eru forsetakosning-
arnar í Eistlandi þess vegna ekki
einungis einkamál Eista. Niðurstaða
þeirra er sameiginlegt hagsmuna-
mál allra þeirra sem vilja sjá sjálf-
stæði Eystrasaltsþjóðanna fest í
sessi undir merkjum lýðræðis, friðar
og frelsis.
Höfundur var utanríkisrádherra
íslands 1988-1996.
Astu Möller svarað um
neyðarþjónustu í kjaradeilu
ASTA Möller, formaður Félags
íslenskra hjúrkrunarfræðinga, geys-
ist fram á ritvöllinn á síðum Mbl.
þann 6. september sl. með sérstök-
um hætti. Þar kynnir hún sig sem
sérstakan fræðimann og túlkanda
siðareglna lækna og læknalaga.
Hún ætlar sér líka þá dul, að kunna
sjálf bezt skil á því, hvemig heil-
sugæzlulæknar eiga að meðhöndla
það viðkvæma verkefni að halda
uppi öryggisneti á landsbyggðinni,
eftir að þeir eru löngu hættir störf-
um. Þá fullyrðir formaðurinn, að
heilsugæzlulæknar séu úr takti við
allar aðrar heilbrigðisstéttir í skiln-
ingi á siðferðilegum skyldum sínum.
Agk þessa er grímulaust gefið í
skyn, að ábyrgðartilfinning heil-
sugæzlulækna sé lakari en reynsla
hjúkrunarfræðinga af læknum al-
mennt gefur tilefni til.
Ásta Möller tekur fram, að hún
túlki álit Félags íslenskra hjúkrun-
arfræðinga. Það er þvl skoðun
hjúkrunarfræðinga á Islandi, svo
framarlega sem þeir biðjast ekki
undan því á sama vettvangi, að
heilsugæzlulæknar séu
öðrum heilbrigðisstétt-
um brotlegri við skyld-
ur sínar gagnvart skjól-
stæðingum sínum,
bæði siðferðilega og
lagalega.
Hér er hátt reitt til
höggs og af dómhörku,
sanngirnin í vafasam-
ara lagi og sannleikan-
um misþyrmt. Stað-
reyndin er sú, að heil-
sugæzlulæknar hafa nú
í einn og hálfan mánuð
- og gera svo enn -
annast neyðarstöðu vítt
og breitt um landið og
mun víðar, en fram
kemur í skipulagi heilbrigðisráðu-
neytisins. Þeir hafa setið launalaus-
ir í héruðum til þess að skapa skjól-
stæðingum sínum visst öryggi með
nærveru sinni. Mótaðili lækna, fjár-
málaráðuneytið, hefur firrt sig allri
ábyrgð varðandi ástandið á lands-
byggðinni. Ráðuneytið hefur miklu
frekar nýtt sér samvinnu lækna um
neyðarstöðu til að
draga deiluna á lang-
inn. Það er athyglisvert
og verður eftirminni-
legt, að formaðurinn
fordæmir annan deilu-
aðilann og leggur á
hann höfuðábyrgð,
þótt sjaldan valdi einn
þá tveir deila.
Skrif formanns Fé-
lags ísl. hjúkrunar-
fræðinga eru ótímabær
og byggð á röngum
forsendum. Lands-
fundur heilsugæzlu-
lækna á Akureyri
ákvað ekki að hætta
að sinna neyðarþjón-
ustu, til þess hafði fundurinn ekki
vald. Samþykkt var hins vegar, að
ekki sé lengur hægt að mæla með,
að læknar manni neyðarvakt þá,
sem heilbrigðisráðuneytið hefur
komið á fót I ýmsum landshlutum.
Á þessu er mikill munur. Ákvörðun-
in Iiggur síðan í valdi einstakra
lækna vítt og breitt um landið.
Hér er reitt til
höggs af dómhörku,
segir Gunnsteinn
Stefánsson, og hallað
réttu máli.
Það liggja margvísleg rök að baki
þessarar ályktunar fundarins. Of
langt mál er og fræðilegt að rekja
þau á þessum vettvangi. Rétt er þó
að vekja athygli á, að nú, þegar
vikurnar eru orðnar margar, fjölgar
einstaklingum með tvíræð og óljós
einkenni, og njóta þeir ekki viðeig-
andi aðstoðar. Á einhveijum
ákveðnum tímapunkti verður vægi
þessa þáttar meiri en gagnsemi tak-
markaðrar neyðarvaktar, sem gefur
frá þeim tíma falskt öryggi. Núorð-
ið getur verið meiri ábyrgðarhluti
að viðhalda neyðarvaktinni og draga
yfirstandandi neyðarástand á lang-
inn, en hætta þessari takmörkuðu
neyðarvakt.
Gunnsteinn
Stefánsson
Heilsugæzlulæknar hafa frá upp-
hafi búið við óvirkan og óheildstæð-
an stjórnsýslulegan bakhjarl. Af
þessu leiðir, að þeir hafa auk fag-
legrar ábyrgðar borið íþyngjandi
ábyrgð samfélagslegs eðlis. Stjórn-
sýslulegar forsendur skortir í heilsu-
gæzlunni en læknarnir hafa fleytt
starfseminni áfram þegar á hefur
þurft að halda. Þessi fáliðaði hópur
hefur staðið vaktir nætur og daga
sl. 20 ár á um 40 vaktsvæðum vítt
og breitt um landið. Föst laun
heilsugæzlulækna eru lág og valda
því, að afrakstur í launum af þess-
ari miklu vaktbyrði verður skamm-
arlega lítill.
Úrbóta og leiðréttinga var þörf
og þar með aðgerða bæði vegna
okkar læknanna og heilsugæzlunn-
ar, en úrvinnslan er viðkvæm og
vandasöm.
Það er því harður dómur, að
heilsugæzlulæknar hafi lakari
ábyrgðartilfinningu en almennt ger-
ist um lækna, auk þess sem skilning-
ur þeirra á siðferðilegum skyldum
sínum sé úr takti við allar aðrar
heilbrigðisstéttir. Sérstaklega er
þetta harður dómur, þar sem hér
er talað fyrir hönd allra hjúkrunar-
fræðinga í landinu. Hjúkrunarfræð-
ingar verða hins vegar að eiga við
sjálfa sig og formann sinn hvort
þetta er réttmætur dómur.
Höfundur er læknir.