Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 13 AKUREYRI Morgunblaðið/Margrét Þóra Velheppnuðu Listasumri á Akureyri lokið í fjórða sinn Sex leiksýningar, átta myndlist- arsýningar og tónlistarviðburðir Landið fýkur burt ENGU er líkara en landið sé að fjúka burt á þessari mynd sem tekin var við svokölluð Börð suðvestur af Sellanda- fjalli í Mývatnssveit. Bændur í sveitinni hafa dreift áburði á svæðið og er vonandi að það beri árangur þótt síðar verði. Forstöðumaður Sund- laugar Akureyrar Mælt með Gísla Kr. Lórenzsyni ÍÞRÓTTA - og tómstundaráð Akureyrar hefur mælt með því að Gísli Kristinn Lórenzson verði ráð- inn í stöðu forstöðumanns Sund- laugar Akureyrar. Gísli Kr. Lórenszonar er vara- slökkviliðsstjóri Slökkvilið Akur- eyrar en hann hefur látið iþrótta- mál til sín taka um áratuga skeið, m.a. verið formaður Andrésar and- arnefndarinnar sem stenfur fyrir fjölmennasta skíðamóti landsins ár hvert og þá hefur hann setið í skíðaráði. Ellefu sóttu um stöðuna, en bæjarráð og bæjarstjórn eiga eftir að taka málið til endanlegrar af- greiðslu. Sigurður Guðmundsson sem gengt hefur stöðunni síðustu ár hefur verið ráðinn íþróttafull- trúi Mosfellsbæjar og mun láta af störfum innan skamms. Viltu endilega borga meira en þú þarft fyrir gleraugun? EF SVO ER - ÞÁ ERUM VIÐ EKKI RÉTTA GLER- AUGNAVERSLUNIN FYRIR ÞIG LISTASUMRI á Akureyri lauk um helgina þegar lokahátíð Lista- sumars var haldin í Ketilhúsinu. Aðsókn að viðburðum var með ágætum og hefur Listasumar sem nú var haldið í fjórða sinn skapað sér sess í menningarlífi bæjarins. Að sögn Hafliða Helgasonar framkvæmdastjóra var boðið upp á fjölbreytta og sérlega vandaða listviðburði. Sex leiksýningar af misjöfnum toga voru í boði, átta myndlistarsýningar og vel á ann- an tug tónlistarviðburða, auk djasskvölda sem voru haldin einu sinni í viku. „Það var einkar ánægjulegt að við fengum mikið af ungu og efnilegu tónlistarfólki sem fram kom á tónleikum sum- arsins,“ sagði Hafliði. Kostnaður um 2 milljónir Ýmsir fastir liðir Listasumars, eins og djasskvöld á fimmtudög- um voru vel sóttir og sagði Haf- liði að djasskvöldin hefðu öðlast þann sess að djassleikarar sætu um að fá að koma fram. „Listasumar hefur vakið at- hygli á bænum, en við urðum vör við áhuga innlendra ferðamanna, t.d. þeirra sem dvöldu í bænum eða nágrenni hans í orlofshúsum en það fólk var duglegt að sækja viðburði þá sem í boði voru,“ sagði Hafliði. „Ég tel að Listasumar sé verðmætt fyrir bæinn og hafi styrkt ímynd hans.“ Áætlað er að kostnaður við Listasumar verði um 2 milljónir króna. Framlag Akureyrarbæjar er 1,2 milljónir og þá hafa fyrir- tæki einnig lagt hönd á plóginn „Við höfum notið góðvilja þeirra sem fram hafa komið, margir ekki tekið annað fyrir en ánægj- una og það er okkur sérstaklega mikilvægt,“ sagði Hafliði. „Miðað við þá vönduðu dagskrá sem í boði var er kostnaðurinn hlægi- legur.“ v a Margmiðlunartö Reiknaðu dæmið til enda Einstakt tækifæri til að eignast öfluga More tölvu og Microsoft Office Pro 100 Mhz örgjörvi 16MB vinnsluminni. 8 hraða geisladrif Þú færð líka: Word 6. Schedule. • Öfluga hátalara • Windows 95 stýrikerfi á geisladiskum • Músarmottu • 10 vinsæla leiki Powerpoint. 15" ViewSonic litaskjár -850MB harður diskur Excel Access Windows 95 samhæft lyklaborð ___Þriggja hnappa mús Ein meö öllu! kr. 189.900,- eða kr. 152.530,- án vsk. Verðlistaverð á þessum búnaði er kr. 288.780,- Frítt mótald og Internetaðgangur í 1 mánuð fyrir 10 fyrstu kaupendurna* *Kynntu þér möguleika ISDN BOÐEIND VievtSonic MORE Mörkinni (i • Sfmi S8S 20KI • Fax 588 2002 KvKug: buitiiind@mnwdia.is Lækiaruölti 6 Reykjavík Sími 5S l 6505 - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.