Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 13

Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 13 AKUREYRI Morgunblaðið/Margrét Þóra Velheppnuðu Listasumri á Akureyri lokið í fjórða sinn Sex leiksýningar, átta myndlist- arsýningar og tónlistarviðburðir Landið fýkur burt ENGU er líkara en landið sé að fjúka burt á þessari mynd sem tekin var við svokölluð Börð suðvestur af Sellanda- fjalli í Mývatnssveit. Bændur í sveitinni hafa dreift áburði á svæðið og er vonandi að það beri árangur þótt síðar verði. Forstöðumaður Sund- laugar Akureyrar Mælt með Gísla Kr. Lórenzsyni ÍÞRÓTTA - og tómstundaráð Akureyrar hefur mælt með því að Gísli Kristinn Lórenzson verði ráð- inn í stöðu forstöðumanns Sund- laugar Akureyrar. Gísli Kr. Lórenszonar er vara- slökkviliðsstjóri Slökkvilið Akur- eyrar en hann hefur látið iþrótta- mál til sín taka um áratuga skeið, m.a. verið formaður Andrésar and- arnefndarinnar sem stenfur fyrir fjölmennasta skíðamóti landsins ár hvert og þá hefur hann setið í skíðaráði. Ellefu sóttu um stöðuna, en bæjarráð og bæjarstjórn eiga eftir að taka málið til endanlegrar af- greiðslu. Sigurður Guðmundsson sem gengt hefur stöðunni síðustu ár hefur verið ráðinn íþróttafull- trúi Mosfellsbæjar og mun láta af störfum innan skamms. Viltu endilega borga meira en þú þarft fyrir gleraugun? EF SVO ER - ÞÁ ERUM VIÐ EKKI RÉTTA GLER- AUGNAVERSLUNIN FYRIR ÞIG LISTASUMRI á Akureyri lauk um helgina þegar lokahátíð Lista- sumars var haldin í Ketilhúsinu. Aðsókn að viðburðum var með ágætum og hefur Listasumar sem nú var haldið í fjórða sinn skapað sér sess í menningarlífi bæjarins. Að sögn Hafliða Helgasonar framkvæmdastjóra var boðið upp á fjölbreytta og sérlega vandaða listviðburði. Sex leiksýningar af misjöfnum toga voru í boði, átta myndlistarsýningar og vel á ann- an tug tónlistarviðburða, auk djasskvölda sem voru haldin einu sinni í viku. „Það var einkar ánægjulegt að við fengum mikið af ungu og efnilegu tónlistarfólki sem fram kom á tónleikum sum- arsins,“ sagði Hafliði. Kostnaður um 2 milljónir Ýmsir fastir liðir Listasumars, eins og djasskvöld á fimmtudög- um voru vel sóttir og sagði Haf- liði að djasskvöldin hefðu öðlast þann sess að djassleikarar sætu um að fá að koma fram. „Listasumar hefur vakið at- hygli á bænum, en við urðum vör við áhuga innlendra ferðamanna, t.d. þeirra sem dvöldu í bænum eða nágrenni hans í orlofshúsum en það fólk var duglegt að sækja viðburði þá sem í boði voru,“ sagði Hafliði. „Ég tel að Listasumar sé verðmætt fyrir bæinn og hafi styrkt ímynd hans.“ Áætlað er að kostnaður við Listasumar verði um 2 milljónir króna. Framlag Akureyrarbæjar er 1,2 milljónir og þá hafa fyrir- tæki einnig lagt hönd á plóginn „Við höfum notið góðvilja þeirra sem fram hafa komið, margir ekki tekið annað fyrir en ánægj- una og það er okkur sérstaklega mikilvægt,“ sagði Hafliði. „Miðað við þá vönduðu dagskrá sem í boði var er kostnaðurinn hlægi- legur.“ v a Margmiðlunartö Reiknaðu dæmið til enda Einstakt tækifæri til að eignast öfluga More tölvu og Microsoft Office Pro 100 Mhz örgjörvi 16MB vinnsluminni. 8 hraða geisladrif Þú færð líka: Word 6. Schedule. • Öfluga hátalara • Windows 95 stýrikerfi á geisladiskum • Músarmottu • 10 vinsæla leiki Powerpoint. 15" ViewSonic litaskjár -850MB harður diskur Excel Access Windows 95 samhæft lyklaborð ___Þriggja hnappa mús Ein meö öllu! kr. 189.900,- eða kr. 152.530,- án vsk. Verðlistaverð á þessum búnaði er kr. 288.780,- Frítt mótald og Internetaðgangur í 1 mánuð fyrir 10 fyrstu kaupendurna* *Kynntu þér möguleika ISDN BOÐEIND VievtSonic MORE Mörkinni (i • Sfmi S8S 20KI • Fax 588 2002 KvKug: buitiiind@mnwdia.is Lækiaruölti 6 Reykjavík Sími 5S l 6505 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.