Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 27
ÍSLE M í
íhvCOSiusLfc
þrir skólar frá þremur löndum. Öll ESB
ogEESrikierur
Stýriskólar
Þátttökuskólar
Kennaraskipti
Skólastjóraheimsóknir
Undirbúningsheimsóknir
Tengslaráðstefnur
Þátttökuskólar í samstarfi sem er stýrt af öðrum
Ráðstefnur sem eru haidnar sérstaklega tii að koma á tengslum og
nýjum samstarfsverkefnum
ÍSLENSKIR SKÓLAR í LINGUA[?^^
Aðstoðarkennnrar Til fslands 9
1 ra Islandi 13*
Tungumálanámskeið 20 einstaklingar v alls 96 4 hópar / manns
fyrir kennara
Nemendaskipti Frá íslandi Undirbúningsheimsókn 1 grunnskóli \ alls 57 2 framhaldssk. / nemar
3 framhaldsskólar
1996-97
7**
2 **
Umsóknar-
fresturtil
1.nóK
* Nemendaskiptin hafa étt sér stað við skóla í Rnnlandi, Þýskalandi og Austurriki
**Fækkun hér stafar af minni fjárveitingu en árið 1995-96
frá sér að taka við öðrum erlendis
frá þó aldrei einn á móti einum.
Erasmus-nemendur dveljast eitt
til tvö misseri í öðru landi. „Þeir
þurfa að hafa góða námsáætlun
og vita hvernig námið erlendis
nýtist þeim, því þeir fá það metið
þegar þeir koma til baka,“ sagði
Þóra.
Starfsmenn Alþjóðaskrifstof-
unnar aðstoða nemendur við að
finna út hvaða möguleika þeir
hafa auk þess sem skrifstofan sér
um úthlutun styrkja sem
koma í hlut Islands.
Reiknað er með styrk til
125-130 nemenda þetta
skólaár. Nemendur hafa
möguleika á ferða- og
uppihaldsstyrkjum, auk
styrkja til tungumálanáms sem
þeir taka ýmist hér heima áður
en haldið er utan eða fara á nám-
skeið þegar út er komið.
Comenius-styrkþegar
Comenius hefur aðeins verið
starfrækt í rúmt ár og segir Þóra
að viðtökur hafi verið mjög góðar.
„Við stöndum frammi fyrir þvi nú
strax á öðru ári að vera í stökustu
vandræðum með of litlar íjárveiting-
ar til íslands og erum að berjast
við að fá þær auknar,“ sagði hún.
Hún segir það vera nýjung að Evr-
ópusambandið styrki beinlínis sam-
vinnu á leik-, grunn- og framhalds-
skólastigi. „Markmiðið er að auka
skilning á milli Evrópulanda og
koma á kennslusamstarfí og kenn-
araskiptum. Þó er lögð rík áhersla
á að nemendur séu í alltaf í fyrir-
rúmi, þannig að verkefnin skili sér
beint inn í bekkjardeildimar.“
Hún tekur dæmi um sameigin-
legt víkingaverkefni sem 9. bekkir
Breiðholtsskóla unnu ásamt jafn-
öldum sínum í Dan-
mörku og Norður-
írlandi. Tilgangur slíkr-
ar samvinnu sé að efla
samskipti nemenda og
auka skilning og þekk-
ingu þeirra á þjóðfélög-
Sókrates nær
til allra skóla-
stiga; frá leik-
skólastigi til
doktorsnáms
ræða aðgerðir til að styrkja sam-
starf, hvort sem er á háskóla-,
framhalds- eða grunnskólastigi.
Dæmi um það er Lingua, sem
ætlað er að efla tungumálakunn-
áttu. Níu manns störfuðu hér á
landi á síðasta skólaári sem að-
stoðarkennarar í ýmsum skólum á
vegum Lingua-áætlunarinnar.
„Það gekk víðast vel. Ýmsir hnökr-
ar komu þó í ljós, sem verða lag-
færðir fyrir komandi skólaár eins
og til dæmis að búa kennara betur
undir að taka við aðstoð-
armönnum,“ sagði Þóra.
Undanfarið ár hefur
verið lögð einna mest
áhersla á Lingua af þeim
hliðarráðstöfunum sem
til eru, en Þóra segir að
ESB vill leggja
aukna áherslu
á að styrkja
neðri skóla-
stigin
í hönd fari einnig kynning á opnu
námi og fjarnámi, auk fullorðins-
fræðslu, sem enginn hefur sótt um
ennþá. Hins vegar eru þijú verk-
efni hafin sem snúa að opnu námi
og fjarnámi og eru þau öll á há-
skólastigi. Tvö verkefnanna eru
innan Kennaraháskóla ísiands, þar
sem markmið annars þeirra er að
gera kennara betur í stakk búna
að nýta sér upplýsingatækni í
kennslu og að gera fjarkennsluefni
aðgengilegt. Háskóli íslands er
með verkefni sem tengist atferlis-
fræði. Þóra leggur þó áherslu á
möguleika grunn- og framhalds-
skólastigsins og bendir á að ESB
vilji leggja aukna áherslu á að
styrkja neðri skólastigin.
Fjármagn og styrkir
Þóra segir ekki klippt og skorið
hversu mikla fjármuni íslendingar
fá úr samstarfinu árlega og hvað
þeir leggja sjálfir mikið til. Al-
þjóðaskrifstofan er rekin af
menntamálaráðuneyti og Háskóla
íslands, auk þess sem
ráðuneytið greiðir 17,5
milljón króna aðildar-
gjald árlega. Síðan er
um að ræða óbeint fram-
lag, sem felst m.a. í því
að skólarnir eru að að-
um í Evrópu. Auk þess gefist nem-
endum tækifæri til að nýta kunn:
áttu sína í dönsku og ensku. í
þessu tilviki báru nemendur saman
samfélög víkinga á íslandi, írlandi
og í Danmörku. Voru hin fornu
samfélög borin saman við nútíma-
samfélög í löndunum þremur og
skiptust skólarnir á námsefni og
ýmiss konar upplýsingurn meðan
á vinnunni stóð.
Starfsmenn Alþjóðaskrifstof-
unnar gefa upplýsingar um þá
möguleika sem fyrir hendi eru og
þá ekki einungis fyrir íslendinga
heldur er skrifstofan milliliður fyr-
ir Evrópubúa sem vilja ná sam-
starfi við ísland.
Hliðarverkefni
Hliðarverkefnin ganga þvert á
greinar og skólastig. Um er að
laga kennslu erlendum nemenda-
hópum. „Sömuleiðis leggja kenn-
arar á sig ómælda vinnu, sem
þeir fá ekki greidda beint í vasann
en reynt að gera hliðarráðstafanir
til að mæta henni,“ sagði hún.
„íslendingar fá árlega 16-18
milljónir króna einungis í gegnum
Erasmus. Þá er eftir að taka til
styrki til kennaraskipta og ýmissa
kennsluverkefna, því þar er sótt í
sameiginlegan pott. Það fer eftir
því hversu duglegir íslendingar
eru að sækja um hvað veitt er.
Gegnum Comenius úthlutar Al-
þjóðaskrifstofan 4-6 milljónum
króna, en þar fyrir utan er hægt
að sækja um samstarfsverkefni í
sameiginlegan sjóð í Brussel. „Við
erum því augljóslega að fá mun
meira til baka en við veitum,"
sagði Þóra.
Foreldraþing Heimilis og skóla
Abyrgð og
áhrif foreldra á
grunnskólann
GRUNNSKÓLINN - ábyrgð og
áhrif foreldra er yfirskrift foreldra-
þings á vegum Landssamtakanna
heimila og skóla, sem haldið verður
í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi
föstudaginn 13. september og laug-
ardaginn 14. september 1996. Að
sögn Unnar Halldórsdóttur for-
manns samtakanna gengur skrán-
ing nokkuð vel og finnst henni eftir-
tektarvert hversu margt skóla-
nefndarfólk er meðal þátttakenda.
Unnur segir að nú sé tækifæri
sveitarfélaga til að axla þá ábyrgð
að halda metnaðarfullu skólastarfi
uppi. Jafnframt sé verið að gefa
foreldrum aukinn kost á að l^fa
áhrif á skólastarfið.
Þingið hefst kl. 12 á föstudag.
Framsögumenn um efnið „Grunn-
skólinn til sveitarfélaga, nær foreldr-
unum“ eru Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra, Vilhjálmur Vilhjálms-
• TÍMARITIÐ Heimili & skólier
nýkomið út og er ritstjóri þess
Unnur Halldórsdóttir. Blaðið er
töluvert minna um sig en verið hef-
ur og stendur til að gefa það fram-
vegis út fjórum sinnum á ári í svip-
aðri stærð og það er nú. Að þessu
sinni einkennist ritið af ýmsum
hagnýtum upplýsingum um skóla-
starfið. Meðal annars er komið inn
á breytingar sem orðið hafa eftir
yfirfærslu grunnskólans, birt er
yfirlit yfir skólaskrifstofur á landinu
og upplýsingar til bekkjarfulltrúa,
son formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir varaformaður Kennarasam-
bands íslands. Um foreldra og skóla-
starf eru framsögumenn Regina
Höskuldsdóttir ^ skólastjóri á Sel-
tjamarnesi og Árni Gunnarsson sem
er í foreldraráði grunnskóla í Hvera-
gerði.
Á laugardaginn munu starfa
vinnuhópar, þar sem meðal annars
verður ljallað um starfsreglur fyrir
foreldraráð, skipulag og verkefni
foreldrahreyfingarinnar til framtíð-
ar, rætt um málefni fámennra skóla
og skólanefndir, svo nokkur dæmi
séu nefnd. Þá munu fyrirlesarar
ijalla um skipulag og rekstur for-
eldrafélaga og foreldraráða, aðaln-
ámskrá og skólanámskrá, líðan
nemenda í skólum, samskipti og
skólaanda og lög og reglugerðir í
skólastarfi.
svo dæmi séu
nefnd. Einnig eru
fréttir úr foreldra-
starfi ásamt ýms-
um hagnýtum
upplýsingum um
skólastarfið.
Heimili & skóli
er 24 síðna félags-
blað, gefið út af Landssamtökunum
Heimili og skóii. Er það sent til
áskrifenda og verður hægt að
kaupa það í Máli og menningu og
Eymundsson.
Ný útgáfa
• ALLT á einum stað, upplýs-_
ingamappa nemenda Háskóla ís-
lands er komin út í fyrsta sinn.
Umsjón með
texta og um-
broti hafði
Krislján Guy
Burgess en
Hilmar Þor-
steinn hannaði
kápu. Mappan
er handhægur
upplýsinga-
banki og leiðarvísir um háskóla-
samfélagið. Jafnframt er hún
geymslupláss undir ýmis gögn sem
tengjast náminu og félagslífinu.
Er henni ætlað að fylgja nemend-
um þann tíma sem þeir eru við
nám í skólanum og verða nýjar
og betrumbættar upplýsingar
gefnar út eftir þörfum á lausum
blöðum. Mappan skiptist í 11
kafla: Stúdentaráð, Félagsstofnun
stúdenta, Réttindi stúdenta og
skyldur, Nemendaskrá, Lánasjóð
íslenskra námsmanna, Nýsköpun-
arsjóð og Aðstoðarmannasjóð,
Deildina/Deildarfélagið, Reikni-
stofnun Háskólans - tölvumál,
Fyrirtæki í eigu Háskólans, Náms-
mannaþjónustu Búnaðarbanka ís-
lands og Námsráðgjöf.
Allt á einum stað ergefin út af
Stúdentaráði Háskóla íslands og
verður dreift án endurgjalds tii
nýstúdenta á tímabilinu 9.-13.
september.
Gail flísar
:±4 hn
t3I \íi 'W-
II w
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
síml 567 4844
Ný tímarit
skólar/námskeið
myndmennt
■ MYND-MÁL
Myndlistarnámskeiö fyrir byrjendur og
lengra komna. Undirstöóuatriði og
tækni. Málað meö vatns- og olíulitum.
Uppl. og innritun eftir kl. 14 alla daga.
Rúna Gísladóttir, listmálari,
sími 561 1525.
■ Tréskurðarnámskeið
Tréskurðarkennsla síðan 1972. Náms-
braut í sjö stigum með allt að 250 verkefn-
um. FuÚskipað í bili, en innritað í nýjan
hóp byrjenda sem hefst 1. október.
Hannes Flosason,
myndskurðarmeistari,
sími 554 0123.
Handmenntaskóli íslands
• Bréfaskólanámskeið
Eins og áður kennum við:
Grunnteikningu, litameðferð, líkams-
teikningu, listmálun með myndbandi,
skrautskrift, innanhússarkitektúr, hí-
býlatækni, garðhúsagerð, teikningu og
föndur fyrir börn og húsasótt.
Nýtt hjá okkur er hljómblóma-námskeiö-
ið, sem eykur vöxt blóma, grænmetis,
jurta, trjáa o.s.frv.
Fáið sent kynningarrit skólans og hring-
ið í 562-7644 eða sendið okkur línu í
pósthólf 1464, 121 Reykjavík eða lítið
á slóðina http://www.mmedia.is/hand-
ment/
■ Myndlist
Myndlistarnámskeið fyrir fólk á
öllum aldri fyrir byrjendur og
lengra komna.
Uppl. í síma 562 2457.
Myndlistarskóli Margrétar.
tómstundir
■ Ættfræðinámskeið. Lærið að rekja
ættir ykkar sjálf. Skráning stendur yfir.
Ættfræðiþjónustan,
sími 552 7100.
HEILSUSETUR
ÞÓRGUNNU
■ Námskeið i ungbarnanuddi alla
fimmtudaga.
Einnig námskeið í svæðameðferð og
ilmolíunuddi.
Upplýsingar og innritun á Heilsusetri
Þórgunnu í símum 562 4745 og
552 1850.
tónlist
■ Píanókennsla fyrir börn, unglinga
og fullorðna. Skemmtilegt námsefni.
Innritun í síma 561 3655.
■ Píanókennsla. Einkakennsla á pianó
og í tónfræði.
Upplýsingar og innritun í síma
553 1507.
Anna Ingólfsdóttir.
ýmislegt
Ungt fólk
með hlutverk
rJSé YWAM - ísland
■ Eivind Fröen
kennir um „hjónabandið
og fjölskylduna11 á nám-
skeiðum í Digraneskirkju,
12.-13. sept. og 16.-17.
sept. nk. Námskeiðin
standa yfir frá kl. 20 til 23 bæði kvöld-
in. Skráning og nánari uplýsingar í síma
552-7460 kl. 13-17 og 554-1620.
■ Alþjóðlegir pennavinir
International Pen Friends útvegar þér
a.m.k. 14 jafnaldra pennavini, frá ýmsum
löndum, sem geta skrifað á ensku. Sams
konar þjónusta á þýsku, frönsku,
spænsku og portúgölsku. Um 300.000
meðlimir í 210 löndum.
I.P.F., pósthólf 4276, 124 Reykjavík,
sími 881-8181.
■ Námskeið um kristna trú í alian
vetur fyrir 5.000 krónur!
Trúfræðsla fyrir almenning. Trú sem
leitar skilnir.gs, þroskast og styrkist.
Leikmannaskóli kirkjunnar,
sími 562 1500.
tungumál
■ Þýskunámskeið Germaniu hefjast
16. september.
Upplýsingar í síma 551 0705 kl. 17-19.