Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Mikil veltuaukning hjá Opnum kerfum á fyrri árshelmingi Hagnaður nam um 33 milljón- um króna HAGNAÐUR Opinna kerfa hf. á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam tæpum 33 milljónum króna, án rekstrarafkomu hlutdeildarfé- laga. Þetta er 12 milljónum króna meiri hagnaður en varð á rekstri fyrirtækisins allt síðasta ár, en þar sem þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið birtir endurskoðað milliuppgjör liggja ekki fyrir sam- anburðarhæfar tölur við sama tímabil í fyrra. Rekstartekjur Opinna kerfa á fyrri árshelmingi námu tæpum 444 milljónum króna, en rekstrar- gjöld námu tæpum 410 milljónum. Þá er ekki tekið tillit til uppfærðra umboðslauna. Fjármagnsliðir fyr- irtækisins voru jákvæðir um 400 þúsund krónur og að auki varð rúmlega 15 milljóna króna hagn- aður af sölu eigna, sem felst að stærstum hluta í sölu fyrirtækisins á 10% hlut í Tæk'nivali. Frosti Bergsson, framkvæmda- stjóri Opinna kerfa, segir að veltu- aukningin miðað við sama tímabil í fyrra sé rúmlega 60%. „Það eru nokkrar skýringar á því en ein skýringin er sú að mörg fyrirtæki hafa verið að endurskipuleggja hjá sér reksturinn og kaupa ný upplýs- ingakerfí. Mörg stórfyrirtæki hafa verið að færa sín viðskipti yfir til okk- ar. Við fundum strax fyrir þessari Viltu endilega borga meira en þú þarft fyrir gleraugun? EF SVO ER - ÞA ERUM VIÐ EKKIRÉTTA GLER- AUGNAVERSLUNIN FYRIRÞIG S’?Um Lækjargötu 6 Reykjavík Sími 551 6505 uppsveiflu á síðasta ári og hún stendur enn yfir. Hluti af þessari veltuaukningu kemur líka til vegna þess að við höfum verið að auka þjónustu okkar mikið. Aukn- ingin í tekjum af þjónustu er þann- ig yfir 40%.“ Frosti segir að fyrirsjáanlegt sé að framhald verði á þessari upp- sveiflu, þó svo að hún kunni að verða aðeins minni en á fyrri hluta ársins. „Það er ljóst að árið í heild verður mjög gott og við erum farn- ir að gæla við það að ná jafnvel 1 milljarði í veltu.“ Stefnt á hlutabréfamarkað á þessu ári Að sögn Frosta hefur stefnan verið sett á hlutabréfamarkað og reiknar hann með að hiutabréf félagsins verði jafnvel skráð á Opna tilboðsmarkaðnum á þessu ári. Hann segir að í kjölfarið sé eðlilegt að stefna að skráningu á Verðbréfaþingi íslands innan 2-3 ára. „Við teljum að það sé eðlilegt að fyrirtæki eins og okkar sé á opnum markaði. Undirbúningur að skráningu er hafinn og ég reikna með að á næstu mánuðum liggi það fyrir hvernig við munum standa að henni. Nýverið keypti Auðlind 2% hlut í félaginu og var það liður í því að breikka hluthafa- hópinn í fyrirtækinu. Fyrir eigendur held ég að það sé tákn nýrra tíma að þeir eigi auðvelt með að selja eða kaupa hlut í fyrirtækinu. Við teljum jafn- framt að það séu mjög mörg áhug- verð sóknartækifæri í upplýsinga- tækni. Við viljum því líka eiga Úr árshlutareikningi 1996 Milljónir króna 1/1-30/6 Jl/1-31/12 Rekstrarreikn. 1996 1995 Rekstrartekjur 443,6 593,6 Rekstrargjöld 409,5 565,8 Rekstrarhagnaður 34,1 27,8 Fjármagnsgjöld 0,4 (0,2) Hagnaðurf. skatta 34,5 27,6 Aðrar tekjur 15,4 0,7 Skattar (17,3) (8,39 Hagn. tímabilsins 32,6 20,6 Efnahagsreikn. 30/6 ‘96 31/12 Eionir: 1 Veltufjármunir 195,1 159,8 Fastafjármunir 34,9 37,9 Eignir samtals 230,1 197,7 Skuldir oq eiqið fé þ Skammtímaskuldi 115,8 114,7 Eigið fé 114,3 82,8 Samtals 230,1 197.7 Sjóðstreymi Veltufé frá rekstri 21,6 26,5 Kennitölur Veltufjárhlutfall 1,68 1,40 Eiginfjárhlutfall 0,49 0,42 Arðsemi eigin fjár 39,2% 31,8% möguleika á að hafa aðgang að auknu íjármagni í gegnum hlutafj- árútboð, ef einhver áhugaverð tækifæri koma upp.“ Frosti segir að ekki verði farið út í hlutafjárútboð í tengslum við skráninguna, heldur liggi fyrst og fremst fyrir mönnum að fá virk viðskipti með hlutabréf félagsins og þ.m. eðlilega verðmyndun. Hluthafar í Opnum kerfum eru í dag 6. Stærsti hluthafi er Þró- unarfélag íslands hf. með um 37% hlut, en þar á eftir koma Frosti Bergsson með 31%, Pharmaco með 20%, Auðlind með 2%, auk tveggja starfsmanna sem hvor um sig eiga 4,5%. Heildarhlutafé fyrirtækisins er tæpar 30 milljónir króna. Leití sameinast Þormóði ramma ÞORMÓÐUR rammi hf. á Siglu- firði og Útgerðarfélagið Leiti ehf. á ísafirði hafa gert samning um að sameinast undir nafni Þormóðs ramma hf. Samruninn er aftur- virkur og miðast við 30. júní 1996. Útget'ðarfélagið Leiti ehf. er í eigu Asbergs Péturssonar og Brynju Guðmundsdóttur á ísafirði og hefur gert út frystitogarann Jöfur ÍS-172, sem nú stundar veið- ar á Flæmska hattinum. Togarinn hefur hingað til verið gerður út frá Isafirði en við samrunann flyst heimahöfn hans til Siglufjarðar. Eftir breytinguna gerir Þormóður rammi út tvo frystitogara, tvo ís- fisktogara, rekur rækjuverk- smiðju, frystihús, saltfiskverkun og reykhús. Kvóti Jöfurs er mest- megnis rækjukvóti og með sam- runanum eykst kvóti Þormóðs ramma Iif. um 1.400 þorskígildi eða 20%. Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma, segir að fyrirtækið sé vel í stakk búið til að taka við og vinna úr auknum afla. „Með kaupunum erum við enn að styrkja okkur í rækjunni enda höfum við trú á því að rækjuveiðar og vinnsla verði burðarás félagsins í framtíðinni. Við samrunann verður hlutafé Þormóðs ramma hf. aukið um 91 milljón að nafnvirði eða 15% og það styrkir eiginfjárstöðuna veru- lega.“ Um 200 manns starfa nú hjá Þormóði ramma hf. Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu lítillega í verði á Verðbréfaþingi íslands í gær eða um 0,4% og var loka- gengi þeirra 4,82. Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála vegna stjórnarmanna í Olís Málið líklega tekið upp að nýju SAMKEPPNISSTOFNUN mun væntanlega leggja til við sam- keppnisráð á næstu vikum að það fjalli að nýju um hvort seta tveggja stjórnarmanna í Olís samrýmist samkeppnislögum að sögn Georgs Ólafssonar, forstjóra Samkeppnis- stofnunar. í síðustu viku felldi áfrýjunar- nefnd samkeppnismála úr gildi úr- skurð Samkeppnisráðs um að tveir stjómarmenn víki sæti úr stjóm Olís vegna of náinna tengsla við Esso. Telur nefndin að úrskurður samkeppnisráðs frá því í fyrra, þar sem kaupum Esso og Hydro Texaco A/S á hlutum í OIís voru sett ýmis skilyrði, hafi verið of óskýr. Georg segir að úrskurður áfrýjunarnefndarinnar sé ekki áfellisdómur yfir vinnubrögðum Samkeppnisyfirvalda. „Úrskurður áfrýjunarnefndarinnar er ekki efn- islegur og því felst ekki í honum dómur um niðurstöðu okkar sem slíka heldur vinnubrögðin. Nefndin gagnrýnir framsetninguna og telur að hún hefði átt að vera skýrari. Við lítum því ekki á þetta sem endanlegan úrskurð og munum væntanlega taka málið upp að nýju á næstu vikum.“ VIÐ HANDSAL samninga, frá vinstri: Runólfur Ólafsson, framkvæmdaslj. FÍB, Halldór Sigurðsson og Gísli Maack frá Alþjóðlegri miðlun ehf. og Þorsteinn Guðbrandsson, Jón Hörður Hafsteinsson og Jón Orn Guðbjartsson frá Navís hf. Ibex at Lloyd’s valdi hugbúnað frá Navís hf. HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Navís hf. hefur þróað upplýsingakerfí fyrir breska tryggingarfélagið Ibex at Lloyd’s sem nú er að hasla sér völl hér á landi í samstarfi við Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Trygginga- félagið mun starfa undir nafninu FÍB Trygging hjá Lloyd’s og bjóða bif- reiðatryggingar á lægra verði en áður hefur þekkst hér á landi, segir í frétt. Upplýsingakerfið er hannað í Na- vision Financials, sem er nýtt Windows-kerfi frá Navision Soft- ware a/s, stærsta framleiðanda við- skiptakerfa í Danmörku. Beinlínutenging verður við kerfið frá Bretlandi en aðilar hjá Ibex at Lloyd’s munu hafa aðgang að því til jafns við þá sem vinna við það hér- lendis. Fram kemur að nýja kerfið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og hefur fjöldi erlendra tryggingafélaga sýnt því áhuga. Fulltrúar þriggja breskra tryggingafyrirtækja hafa t.d. sótt Navís hf. heim á síðustu vikum til að kynna sér þessa lausn. Upplýsingakerfið frá Navís hf. býður upp á mikinn hraða við vinnslu og tryggir þannig góð afköst starfs- manna. Það tekur t.d. aðeins örfáar mínútur að skrá niður nauðsynleg gögn vegna áformaðra trygginga og gefa upp skilmála og væntanleg ið- gjöld. Þetta er því hægt að vinna í síma. Þá tekur aðeins örfáar sekúnd- ur að skoða allar upplýsingar sem tengjast hveijum viðskiptavini og skoða tjónaskýrslur sem eru varð- veittar í kerfinu. Margir notendur hafa aðgang að kerfinu samtímis og geta t.d. starfsmaður FÍB Trygginga og fulltrúi Ibex at Lloyd’s í Bret- landi skoðað tjón samtímis. Hugbúnaðarkerfið Navision Fin- ancials fékk nýverið gullverðlaun hjá PC-User, einu virtasta tölvutímariti í heimi. Athuga- semd frá Þorsteini Olafssyni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þor- steini Ólafssyni, stjórnarformanni Iðnþróunarsjóðs. „I fréttaskýringu í Morgunblað- inu hinn 7. september sl. í sam- bandi við vangaveltur um stofnun „Fjárfestingarbanka íslands" er nafn undirritaðs nefnt sem hugs- anlegur bankastjóri í þessari ímynduðu stofnun. Að gefnu þessu óvænta tilefni vil ég taka fram að mál þetta hefur eðlilega aldrei verið fært í tal við undirritaðan af aðilum málsins, enda þeir ugglaust það skynsamir að velta slíkum málum ekki fyrir sér áður en samkomulag liggur fyrir um efnisatriði varð- andi stofnun hugsanlegs banka. Þá er af sama tilefni nauðsyn- legt að það komi fram að jafnvel þótt einhveijum velmeinandi mönnum sýndist slíkt koma til greina, er slíkt ekki til umræðu af minni hálfu. Frábið ég mér því vinsamlegast að vera nefndur til sögu þessarar frekar en orðið er.“ Virðingarfyllst, Þorsteinn Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.