Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996
MORGUNBL\ÐIÐ
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
v/'' Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í námi?
v/" Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð?
^/" Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju?
Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta
hraðlestrarnámskeið.
Skráning er í síma 564-2100
HFt^ÐLJESTnRARSKÓONN
Vióskipta- og skrifstofutækninám
Markmið námsins er að mennta fólk til starfa í nútíma
viðskipta- og skrifstofuumhverfi. Námið skiptist í tvo hluta:
2. Bókhaldstækni
Markmiðið er að þáttakendur
verði færir um að starfa
sjálfstætt við bókhald
fyrirtækja allt árið.
I. Sérhæfð skrifstofutækni
Aðaláhersla er lögð á tölvugreinar,
þ.e. notendaforrit og internet,
en einnig er tekin fyrir bókfærsla
og verslunarreikningur.
Almenn tölvufræði og
Windows, 12 klst.
Ritvinnsla, 22 klst.
Töflureiknir og áætlanagerð, 20 klst.
Tölvufjarskipti, Internet o.fl., 14 klst
Glærugerð og auglýsingar, 12 klst.
Bókfærsla, grunnur, 16 klst.
Verslunarreikningur, 16 klst.
Tölvubókhald, I6klst.
Almenn bókhaldsverkefni,
víxlar og skuldabréf, 16 klst.
Launabókhald, 12 klst.
Lög og reglugerðir, 4 klst.
Virðisaukaskattur, 8 klst.
Raunhæf verkefni,
fylgiskjöl og
afstemmingar, 12 klst.
Tölvubókhald, 32 klst.
Skráning er hafin.
Upplýsingar í síma 561 -6699
eða í Borgartúni 28
P • Tölvuskóli
\ Reykjavíl<ur
MENIMTUN
Áhrifa frá menntaáætl-
un Evrópusambandsins
er farið að gæta innan
íslenska menntakerf-
isins. Háskóli íslands er
meðal annars farinn að
taka upp kennslu á
ensku innan nokkurra
deilda, að því er Hildur
Friðriksdóttir komst
að þegar hún fór að
kanna hvað Sókrates,
Erasmus, Comenius og
Lingua snúast um.
Morgunblaðið/Þorkell
ÞÓRA Magiiúsdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðaskrifstofu há-
skólastigsins, segir að Evrópusamstarfið muni til lengri tíma lit-
ið leiða til aukinna möguleika á alþjóðasamstarfi í menntamálum.
Námsstyrkir Evrópu-
sambands eftirsóttir
VERULEGRA áhrifa frá mennta-
áætlun Evrópusambandsins (ESB)
er farið að gæta hér á landi innan
alls skólakerfisins eftir að Eras-
mus-áætlunin og síðar Sókrates-
áætlunin var tekin upp, að sögn
Þóru Magnúsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Alþjóðaskrifstofu
háskólastigsins. Eru breytingarn-
ar mest áberandi innan Háskóla
íslands (HÍ) og Myndlista- og
handíðaskóla íslands (MHÍ). í HI
er farið að halda uppi námskeiðum
á ensku í lögfræði-, heimspeki- og
viðskiptafræðideild til að gefa er-
lendum nemendum kost á að
stunda hér nám. Sömuleiðis er
kennd listasaga á ensku í MHÍ í
sama tilgangi.
Þóra segir að innan HÍ sé fram-
haldsnám nú markvisst skipulagt
með það í huga að nýta þá mögu-
leika sem styrkirnir veiti. „Það
sem mér finnst svo spennandi er,
að þetta samstarf sem upphaflega
var einungis hugsað milli ESB-
landanna skilar sér, þegar fram
líða stundir, í möguleikum á sam-
starfi t.d. við Bandaríkin, Kanada
eða önnur lönd. Því nú höfum við
upp á eitthvað að bjóða, sem við
getum notað sem skiptimynt."
Hún nefnir ennfremur að sam-
starfið hafí leitt af sér bætta
kennslu og betra nám til dæmis í
heimspeki. „Innan háskólans hefur
verið lögð mikil vinna í að endur-
skipuleggja greinina. Deildin fær
fjölda gestakennara og þar hafa
verið skipulögð mörg „ákafanám-
skeið“ (intensive courses) í sam-
vinnu við erlenda háskóla. Þá hafa
nemendur dvalið í 10-14 daga er-
lendis, þar sem þeir vinna með
kennurum og nemendum viðkom-
andi lands,“ sagði hún.
Sjötíu milljarðar
Sókrates-áætlun Alþjóðaskrif-
stofu háskólastigsins er eitt af
viðamestu verkefnum skrifstof-
unnar og er hún unnin í umboði
menntamálaráðuneytis. Sókrates
er heiti á samstarfsáætlun ESB í
menntamálum sem nær til allra
skólastiga, allt frá leikskólastigi
til doktorsnáms, auk fullorðins-
fræðslu og fjamáms. Undir Sókra-
tes falla Erasmus, sem hafði verið
starfrækt nokkur undanfarin ár
og tveir nýir flokkar, Comenius
og málaflokkur sem nefnist Hlið-
arráðstafanir. Var áætlunin sam-
þykkt snemma árs 1995 af aðild-
arríkjum Evrópusambandsins
(ESB) og gildir hún til ársloka
1999. Verður allt að 70 milljöðrum
króna úthlutað á tímabilinu og
gerir EES-samningurinn íslandi
kleift að sækja um styrki til jafns
á við ESB-löndin.
Erasmus-styrkþegar
Asóknin í Erasmus er stöðugt
að aukast og fleiri nemendur
sækja um en hægt er að sinna.
„Mikill munur er á milli greina og
má nefna að list- og kennaranám
og tungumála-, heimspeki- og
lagadeildir eru virkir þátttakend-
ur. Hins vegar vantar þarna sterk-
lega raunvísindi og verkfræði svo
dæmi séu nefnd,“ sagði Þóra og
vísaði þar í kennara- og nemenda-
skipti og kennslusamstarf.
„Spurningin er hvort þessar deild-
ir láti það fremur aftra sér en
aðrir að einungis er verið að tala
um kennslusamstarf en ekki rann-
sóknir. Hitt er annað mál að varð-
andi Erasmus reynir mikið á frum-
kvæði kennara og vinnu af þeirra
hálfu til þess að skipuleggja sam-
starfið.“
Nemendur sem sækja um
Erasmus-styrk verða að hafa lokið
a.m.k. eins árs háskólanámi og
síðan er það skólanna að velja úr
hópi umsækjenda. Leyfi þarf frá
skólanum til að fara í nemenda-
skipti því til lengri tíma litið ber
þeim skóla sem sendir nemanda
SOKRATES
COMENIUS
Samstarf á sviði
menntunar fyrir
neðan
háskólastig alit
niður í leikskóla
ERASMUS
samstarf á sviði
menntunar á
háskólastigi
HLiÐARGERÐIR
FYRIR
COMENIUS OG
ERASMUS
Lingua, fjarnám,
fullorðinsfræðsla,
upplýsingar um
skólastefnu
SÓKRATES ÁÆTLUNIN
Sókrates-áætlunin er heiti á samstarfsáætlun Evrópusambandsins í
menntamálum sem nær til allra skólastiga, þ.e. frá leikskólastigi og upp í
doktorsnám. Er hliðargreinum ætlað að skjóta stoðum undir samstarf innan
Erasmusar eða Comeniusar. Má þar til dæmis nefna Lingua sem er ætlað að
efla tungumálakennslu og þá einkum minni málsvæða í Evrópu.
umsóknir
áætlað er að veita 150 HA
125 til 130 styrki
1996/97
ERASMUS styrkir
árin 1992/93 til 1995/96
og fjöldi umsókna fyrir
árið 1996/97
W “
MHÍ Nánari skipting innan heimspekideildar
Félagsvisindadeild 0 fjö|di 5 10 15 2(
Raunvisindadeild
TölvuháskóliVI
Tónlistarskóli Rvk.
Hvwnetri.
64
Verkfræðideild
Heimspekideild
Viðskiptadeild
Lagadeild
Læknadeild
Guðlraaðideild
Heimspeki
Þýska
Sagnfræði
Franska
Spænska
Bókmenntir
italska
Enska
islenska
umsóknir 96/97a