Morgunblaðið - 10.09.1996, Síða 19

Morgunblaðið - 10.09.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 19 ERLENT Bildt um vægi kosninganna í Bosníu A An samvinnu verða átök á ný Sarajevo. Reuter. CARL Bildt, sem stýrir alþjóðlegu uppbyggingarstarfi í Bosníu, var- aði við því í gær, að mikil hætta væri á nýjum vopnuðum átökum í landinu neituðu stjórnmálaflokkar að vinna saman og deila völdum eftir kosningar, sem ráðgerðar eru í Bosníu næstkomandi laugardag. „Ef stjórnarskráin [sem for- skrift var gerð að í Dayton-samn- ingunum í nóvember sl.] tekur ekki gildi er úti um okkur, og frið- inn líka,“ sagði Bildt um undirbún- ing kosninganna á blaðamanna- fundi í Sarajevo. Kosningunum er ætlað að reka smiðshöggið á sameiningu þjóðar- brotanna í Bosníu en utanríkisráð- herrar Evrópusambandsríkjanna (ESB) sögðu um helgina skynsam- legt að gefa fullri sameiningu tvö ár að verða að veruleika. A undanförnum mánuðum hafa allir aðilar Bosníudeilunnar ítrekað brotið gegn ákvæðum Dayton- samkomulagsins. Til dæmis hafa flóttamenn verið hindraðir í að snúa aftur til fyrri heimkynna, pólitískir andstæðingar ráðandi fylkinga á hveiju svæði hafa sætt hótunum, stjórnmálamenn hafa beitt þjóðernisáróðri miskunnar- laust þrátt fyrir gefin fyrirheit um hið gagnstæða. Mannréttindasamtök halda því fram, að í Bosníu ríki hvorki ferða- frelsi, frelsi til félagamyndunar né fjölmiðlafrelsi en þetta þrennt eru meðal máttarstólpa Dayton-sam- komulagsins og forsenda lýðræðis. Þá hafa Bosníu-Serbar hafa ekki farið dult með þá fyrirætlan sína að öðlast sjálfstæði fyrir yfirráða- svæði sitt, en það stangast einnig á við Dayton-samkomulagið. Bildt var ítrekað spurður hvern- ig hann teldi að þjóðarbrotin myndu deila völdum fyrst þau hefðu sniðgengið svo mörg ákvæði Dayton-samninganna til þessa. Bildt svaraði því til, að svæði músl- ima og króata annars vegar og Serba hins vegar myndu njóta mikils sjálfsforræðis í sambands- ríki er lyti fjölþjóðernislegri ríkis- stjórn og fulltrúadeild. „Bosnía verður valddreifðasta ríki veraldar- innar. Gangi samstjórn þar ekki eftir, verður friðurinn ekki varan- legur.“ Onnur Bosníuráðstefna Að sögn stjórnarerindreka er afráðið að halda tveggja daga fund utanríkisráðherra Bandaríkja- manna, Breta, Frakka, Þjóðveija og Rússa með leiðtogum Serbíu, Króatíu og Bosníu í London í des- ember til þess að treysta friðarferl- ið í Bosníu frekar í sessi. Stefnt er að því að samið verði um nýjar skuldbindingar allra aðila í því efni og m.a. að hersveitir Atlantshafs- bandalagsins (NATO), sem þar eru við gæslustörf, verði í Bosníu a.m.k. fram eftir næsta ári. Haft hefur verið eftir Richard Holbrooke, sem átti stærstan þátt í að koma Dayton-samkomulaginu í höfn, að fundur af þessu tagi sé nauðsynlegur til þess að koma í veg fyrir að Bosnía liðist í sund- ur vegna þrýstings úr öllum átt- um. Grískir hægrimenn vinna upp forskot sósíalista Aþenu. Reuter. HÆGRIFLOKKURINN Nýtt lýð- ræði hefur unnið upp forskot stjórn- arflokksins í Grikklandi, Sósíalista- flokksins, og fylgi þeirra er orðið hnífjafnt nú þegar tvær vikur eru í kosningar, ef marka má skoðana- kannanir sem voru birtar í gær. Mikil spenna hefur nú skyndilega færst í kosningabaráttuna, sem hófst mjög rólega. Skoðanakannan- irnar benda til þess að Nýtt lýð- ræði, undir forystu Miltiades Everts, kunni að fara með sigur af hólmi, einkum vegna óvænts uppgangs tveggja vinstrisinnaðra smáflokka. „Skoðanakannanirnar sýna að sósíalistar geta ekki búist við auð- unnum sigri í kosningunum 22. september," sagði dagblaðið Búist við spennu á lokaspretti kosn- ingabaráttunnar Ele6ftherotypia. „Þegar kosningun- um var flýtt virtist Costas Simitis [forsætisráðherra] koma stjórnar- andstöðunni í opna skjöldu. Nú lítur út fyrir að hann hafi einnig komið sósíalistum í opna skjöldu þar sem þeir gátu ekki fylkt liði og hafið kosningabaráttuna strax.“ Ospar á loforðin Samkvæmt tveimur könnunum, sem birtar voru í gær, er fylgi Nýs lýðræðis 31-32,8% og sósíalista 30,6-31,9%. Mesta athygli vakti sókn tveggja smáflokka, sem taka fylgi af sósíalistum. Flokkur Dimitr- is Tsovolas, fýrrverandi fjármála- ráðherra í stjórn sósíalista, fékk 5,2 og 6% fylgi í könnununum og flokk- ur Nikos Konstandopoulos, virts lögfræðings, fékk 4,2 og 5,3%. Kosningabarátta sósíalista hefur verið mjög daufleg og Simitis þótt minna á prófessor með nákvæmum útlistunum sínum á efnahags- stefnu stjórnarinnar. Evert hefur hins vegar verið óspar á kosninga- loforðin, lofað ýmsum þjóðfélags- hópum auknum greiðslum frá rík- inu, svo sem bændum og ellilífeyr- isþegum. FOSTUDAGINN 13. SEPTEMBER 20 stórglæsilegir karlmenn keppa um þennan eftirsótta titil Grafarvegs fbrl »4)7777? HRlAlNIK KMS FACE HOTOj IffAND Miða og borðapantanir í síma 568-7111 Kynning: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, leikkona og Bergur Þór Ingólfsson, leikari Glæsileg skemmtun - meðalfjölda skemmtiatriða eru Egill Ólafsson stórsöngvari, og stórglæsileg fimleikasýning. Verð kr. 4,800, matur og skemmtun. Verð kr. 2,200 á skemmtun kl. 21:30. Matseðill Tekið verður á móti gestum með fordrykknum „Frostafrá Finnlandi“ Gratineraðir sjávarréttir í koníaki m/tómatsalati. Heilsteiktur lambavöðvi „Rósamarín“ með bakaðri kartöflu, blönduðu grænmeti og piparsósu. Grand marnier kaffiístoppur með ávöxtum ogheitri súkkulaðisósu. Fegurðarsamkeppni íslands kynnir: HEFST EFTIR 7 DAGA HEIMSVIÐBURÐUR ^ í LAUGARDALSHÖLL Alþjóðlega sjávarútvegssýningin 18.-21. sept.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.