Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 9

Morgunblaðið - 10.09.1996, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 9 FRÉTTIR Sá stærsti úr Elliðaánum JÓN Þór Júlíusson, 15 ára gam- all, veiddi um helgina stærsta lax- inn sem komið hefur á land úr Elliðaánum í sumar. Var það 15 punda leginn hængur sem ugg- laust hefur verið 17-18 pund á góðum degi fyrr í sumar. Laxinn veiddi Jón Þór á maðk og stóð viðureignin í um 15 mínútur. Faðir Jóns, Júlíus Jónsson kaupmaður, sem er fengsæll veiðimaður, sagði í samtali við Morgunbiaðið að viðureignin hefði verið snörp, laxinn hefði tekið agnið í Stórhyl og rokið nið- ur Skáfossana og niður undir göngubrú áður en honum var landað. „Strákurinn er efnilegur. í fyrra veiddi hann einn 13 punda í sama veiðistað. Það var á barna- og unglingadegi SVFR í ánum og þá fékk 6 ára veiðidaman litla alla athyglina með 13,5 punda flugulax. En laxinn hans Jóns var líka fallegur, grálúsug hrygna,“ bætti Júlíus við. Rúmlega meðalveiði í Selá Vífill Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærdag að veiðin í Selá væri um þessar mundir milli 860 og 870 laxar. Enn er veitt á efra svæðinu, en í hönd fara á neðra svæðinu tvö tveggja daga holl þar sem leigu- takarnir, Veiðiklúbburinn Streng- ur, veiða lax í klak. Meðalveiði í Selá síðustu 20 árin er um 820 laxar og er veiðin því aðeins yfir meðalveiði. Sé aðeins miðað við síðustu tíu árin, þá er veiðin und- ir meðalveiði sem er rúmlega 1.000 laxar. Vífill sagði hópinn, sem nú er á efra svæðinu, hafa dregið 14 laxa á einum og hálfum degi, en mest sé það leginn lax, lítið hafi gengið af nýjum fiski nú undir lok veiðitímans. Ýmsar tölur ... Laxá í Dölum er komin yfir 1.000 laxa og eru það heldur en ekki umskipti frá síðustu mögru Útijakkar frá DANÍEL D. með háum kraga. TBSS v neö neöst viö Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl.9-18, laugardaga kl. 10-14. ítalskir jakkar ull og kasmír kr. 14.900 ull og tweed kr. 14.900 Hverfisgötu 78, sími 552 8980 v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680. JÓN Þór Júlíusson með 15 pundarann. sumrum. Fregnir herma að þar vestra slæðist enn inn nýir laxar, en mest er verið að veiða úr legn- um löngu gengnum löxum. Tals- verður lax er í ánni og vatnsmagn gott. Hópur sem var nýverið í Vatnsá við Vík fékk 9 fiska, blöndu af laxi og birtingi, á tveimur dögum. Það fylgdi sögunni að talsvert hefði sést af fiski en tekið illa. Laxarnir úr Tungufljóti eru nú orðnir tuttugu á bakkanum, en menn bíða enn eftir hvelli í sjóbirt- ingsgöngum. Aðeins milli 60 og 70 urriðar eru bókaðir og er eitt- hvað af því staðbundinn fiskur veiddur fyrr á veiðitímanum. í fyrra rættist ekki úr fyrr en við mánaðamót september og októ- ber. DRAKTIR | ÓTTU ÞESS BESTA MAT OG DRYKK. reiais & CHATEAUX. ÞAÐ KOSTAR EKKI MEIRA. ÖFNBAKAÐUR HUMAR í PASTA-UMGjÖRÐ MEÐ K.RYDDSÓSU „ÉPICE". XALFAKjÖT MEÐ HINDBERJASÓSU OG KREMUÐUM BLAÐLAUK. Aldsteikt jARÐARBER MEÐ APPELSÍNUÍS. BERGSTAÐASTRÆTl 37 SÍMl: 552 57 00, FAX: 562 30 25 SÝNISHORN ÚR MATSEÐLl. 7 7 fl * ^ Nýtt útbob ríkisbréfa mibvikudaginn 11. september 1996 Ríkisbréf, 1. fl. 1995, til 3 ára Útgáfudagur: 19. maí 1995 Gjalddagi: 10. apríl 1998 Greiðsludagur: Einingar bréfa: Skráning: 13. september 1996 100.000. 1.000.000, 10.000.000 kr. Eru skráð á Verðbréfa- þingi íslands Ríkisbréf, 1. fl. 1995, til 5 ára Útgáfudagur: 22. september 1995 Gjalddagi: 10. október 2000 Greiðsludagur: 13. september 1996 Einingar bréfa: 100.000. 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Eru skráð á Verðbréfa- þingi íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisbréfin verða seld meö tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisbréf að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milijónir króna að nafnverði. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóöum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt í eigin nafni, að gera tilboö í meðalverö samþykktra tilboða, að lágmarki 100.000 krónur. Öll tilboð í ríkisbréf þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, miðvikudaginn 11. september 1996. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.