Morgunblaðið - 14.09.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.09.1996, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/C 209. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR14. SEPTEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Nýir tímar Tæplega þrjár milljónir manna á kjörskrá í Bosníu Jeltsín boð- inaðstoð Moskvu. Reuter. RÁÐGERT er að virtir sérfræðingar í hjartasjúkdómum frá Þýskalandi og hugsanlega Bandaríkjunum verði fengnir til liðs við rússneska lækna, sem undirbúa hjartaaðgerð Borís Jeltsíns Rússlandsforseta. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hringdi í gær í Jeltsín og bauð honum aðstoð tveggja þýskra sérfræðinga og forsetinn þáði það. Rússneskir fjölmiðlar hafa ennfremur greint frá því að bandaríski hjartaskurðlæknir- inn Michael DeBakey verði einnig fenginn til liðs við læknana. Læknamir koma saman í Moskvu 27.-29. þessa mánaðar og þá verður ákveðið hvænær forsetinn verður skorinn upp við kransæðastíflu. 5.000 manna lið til Kúveits Hernaðaruppbygging Bandaríkja- manna heldur áfram þótt írakar seg- ist hættir árásum Washington, Bagdad. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN ákvað í gærkvöld að senda 5.000 manna herlið til Kúveits þar sem það á verða til taks komi til átaka við íraka. Skýrði bandaríska varnar- málaráðuneytið frá þessu en fyrr um kvöldið hafði íraksstjórn lýst yfir, að öllum árásum á flugvélar Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra yrði hætt frá og með miðnætti eða klukkan 20.00 að ísl. tíma. Talsmaður bandaríska her- málaráðuneytisins sagði í gær, að yfirlýsing íraksstjórnar væri „uppörvandi" en kvað Banda- ríkjastjórn mundu dæma stjórn- ina í Bagdad eftir verkum hennar en ekki orðum. Var því síðan fylgt eftir með tilkynningu um liðsafl- ann, sem sendur yrði til Kúveits. í tilkynningu, sem íraska fréttastofan flutti, sagði, að bylt- ingarráðið hefði samþykkt „að hætta hernaðaraðgerðum frá og með miðnætti“ þar til annað yrði ákveðið. Áfram fylgst með Ken Bacon, talsmaður banda- ríska hermálaráðuneytisins, sagði þessa ákvörðun Iraksstjórnar uppörvandi en áfram yrði vel fylgst með ástandinu. Halda Bandaríkjamenn áfram að byggja upp herafla sinn á þessum slóðum og komu átta Stealth-þotur til Kúveits í gær en þær sjást ekki á ratsjám. Auk þess eru þeir með lang- drægar B-52-sprengjuflugvélar til taks á Diego Garcia í Indlands- hafi. Flugmóðurskipið Enterprise með 75 flugvélar um borð mun síðan koma til liðs við flugmóður- skipið Carl Vinson í Persaflóa. í Kína HLJÓMSVEIT lögreglunnar í Zhengzhou fékk að vera í broddi fylkingar þegar haldið var upp á vígslu nýrrar Kóka kóla-verk- smiðju í borginni með skrúðgöngu og ýmiss konar skemmtunum. Er hún jafnframt 17. Kóka kóla-verk- smiðjan, sem tekið hefur til starfa í Kína, og er henni ætlað að slökkva kókþorsta 90 milljóna manna í Henan-héraði. Þar er meðalkókdrykkjan aðeins tvær flöskur á ári, ekki 300 eins og í Bandaríkjunum, og vaxtarmögu- leikarnir því miklir. í landinu 55.000 hermenn, aðallega frá NATO-ríkjum, sem eiga að koma í veg fyrir, að sá hildarleikur endur- taki sig. Á kjörskrá í Bosníu eru tæplega þtjár milljónir manna en af þeim eru 1,7 milljónir, sem ýmist hafa flosnað upp frá heimilum sínum innan lands- ins eða eru flóttafólk í 55 ríkjum. Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær, að kosningarnar í Bosníu væru forsenda stöðugleika í landinu. Undir það hafa margir tekið þótt enginn efist um útkomuna. Lýðræðisflokkur Bosníu-Serba er talinn öruggur um atkvæði Serba og mun hugsanlega nota kosningamar sem röksemd fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis; Lýðræðisbandalag Króata, sem vill sameinast Króatíu, fær atkvæði Króata og Lýðræðisflokkur múslima mun vafalaust sigra á sínu svæði. Bosníu ekki skipt Biil Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sendi Richard Holbrooke, höf- und Dayton-samkomulagsins, til að fylgjast með kosningunum í Bosníu og kom hann til Sarajevo í gær. Við komuna lagði hann áherslu á mikil- vægi kosninganna og ítrekaði, að ekki kæmi til greina að brjóta ríkið upp. Sar^jevo. Reuter. KJÓSENDUR í Bosníu ganga að kjörborðinu í dag í kosningum, sem geta ýmist gert að engu drauminn um eitt ríki allra þjóðarbrotanna eða lagt grunninn að lýðræðisþróun í landinu. Hafa margir gagnrýnt kosningarnar sem alvarleg mistök og minna á, að þegar síðast var kosið, 1990, hafi afleið- ingin verið blóðugasta styrjöld í Evrópu í hálfa öld. Á móti kemur, að nú eru Frelsishátíð „Padaníu“ hafin UMBERTO Bossi, leiðtogi Norðursambandsins á Ítalíu, hóf í gær þriggja daga „frelsishátíð" og ferð eftir Pó að Adríahafi, en henni lýkur í Feyneyjum á sunnudag þegar hann hyggst lýsa yfir stofnun „lýðveldisins Padaníu" í norðurhéruðum Ítalíu. Bossi nefnir ferðina „Framrás til sjávar" og hóf hana með því að fylla glerflösku með vatni úr uppsprettu Pó, sem er á sléttu í 2.000 metra hæð nálægt landamærunum að Frakklandi. „Vatn er upphaf alls, lífs og Padaníu," sagði Bossi eftir að hafa fyllt flöskuna, umkringdur öryggisvörðum og stuðningsmönnum sem héldu á fána „Padaníu". Athöfnin í Feneyjum mun aðeins hafa táknræna þýð- ingu og yfirlýsingin um stofnun sjálfstæðs lýðveldis norð- urhéraðanna nýtur aðeins stuðnings 7,6% ítala, ef marka má könnun sem birt var í gær. Allir flokkar landsins, aðrir en Norðursambandið, telja hugmyndir Bossis um sjálfstæði norðurhéraðanna fáránlegar. Á myndinni er Bossi við uppsprettu Pó, klæddur uljar- peysu með bleikum borða sem minnir á borðana sem ítal- ir setja á útidyrnar þegar þeir fagna fæðingu barns. Týnda borgin Peking. Reuter. KÍNVERSKI herinn upplýsti í gær, að fyrir nokkrum árum hefðu „ríkisleyndarmál“ verið seld úr landi fyrir sex krónur íslenskar. Voru þau seld vest- rænu stórveldi og með þeim var leyst ráðgátan um borgina, sem hvarf. Það var árið 1990, að vest- rænar leyniþjónustur veittu því athygli, að iðnaðarborgin Lanz- hou í Norðvestur-Kína sást ekki lengur á gervihnattamyndum og vöknuðu þá grunsemdir um, að Kínveijar væru þar með leynilegar rannsóknir, sem yllu því, að heilu borgirnar „hyrfu" af yfirborði jarðar. Osýnileg úr fjarlægð Til að njósna um þetta voru sendir til Kína menn, sem þótt- ust vera ferðamenn, og þeir fluttu þær fréttir, að mengunin yfir Lanzhou væri svo ofboðs- leg, að borgin sæist ekki úr lofti. Því til staðfestingar sýndu þeir skýrslu frá kínverska um- hverfísráðuneytinu sem segir að Lanzhou sé ósýnileg úr fjar- lægð vegna loftmengunar. Framtíð alríkisins getur ráðist í dag Reuter ■ Allur þorri ítala á móti/20 ■ Betri en engar/27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.