Morgunblaðið - 14.09.1996, Page 8

Morgunblaðið - 14.09.1996, Page 8
8 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rós í hnappagat SigTirvegarmn i þessari at-11 burðarás er auðvitað Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins. Hann hefur allt f einu yfir að ráða ellefu manna þingflokki sem gerir hann að sjáJfkjörnum leiðtoga stjómar- andstöðunnar fram til næstu I kosninga. !f i|!! llf i > ijii . 'i íí!' íf^TrT{ ('"l'^rmrrrr7rT'1 (ruruMrmmtiur l!"‘' ssr^""- gMuiv/o- ÞÚ hefur aldeilis rekið í hann, skipstjóri. Þetta eru sömu tittirnir og við misstum úthérumárið . . . Morgunblaðið/Þorkell UM 100 foreldrar og fjöldi frammámanna í skólakerfinu sátu foreldraþing landssamtakanna Heimila og skóla í gær. Björn Bjarnason menntamálaráðherra á foreldraþingi Eðlilegt að foreldrar hafi áhrif á skólastarf EÐLILEGT er, að mati Bjöms Bjarnasonar menntamálaráð- herra, að foreldrar hafi áhrif á starf í skólum, þar sem þeir ásamt nemendum eru stærsti hagsmuna- hópur sem skólinn þjónar. Sömuleiðis kom fram í fram- söguræðu hans, á foreldraþingi og aðalfundi Landssamtakanna Heimilis og skóla í gær, að mikil- vægt væri að heimili og skólar væru samstiga í skilaboðum til nemenda t.d. varðandi heima- vinnu, útivistarreglur, umgengni og aga. Þá taldi ráðherra mikilvægt að foreldrar nýti sér rétt sinn til setu í skólanefndum til að kynna sjón- armið sín varðandi skipulag náms og kennslu, rekstur skólans o.fl. Ennfremur benti hann á atriði í grunnskólalögum sem ætluð eru til þess að tryggja rétt foreldra til að hafa áhrif á skipulag skóla- starfs, veita skólum og skóla- nefndum aðhald og stuðning til að stuðla að umbótum í skóla- starfi. Eftirlitshlutverk Björn Bjarnason kom einnig inn á eftirlitshlutverk menntamála- ráðuneytis og til hvaða aðgerða það gæti gripið ef ekki væri farið að lögum og reglugerðum. Skylda ráðuneytisins væri að koma upp- lýsingum á framfæri við viðkom- andi sveitarstjórn og óska eftir tillögum til úrbóta. „Slíkar tillögur þurfa að innihalda bæði tíma- og framkvæmdaáætlun. í kjölfarið mætti birta niðurstöður úr úttekt- um, prófum og úrvinnslu upplýs- inga. Það gæti virkað sem öflugt aðhalds- og eftirlitstæki,“ sagði ráðherra. Um 100 foreldrar mættu á aðal- fundinn sem fór fram í Félags- heimilinu á Seltjarnarnesi í gær og verður fram haldið í Valhúsa- skóla í dag. Meginviðfangsefni dagsins er starf vinnuhópa og námskeið í tengslum við foreldra- og skólastarf. Kvaðst Unnur Hall- dórsdóttir, formaður Heimilis og skóla, nokkuð ánægð með þátttök- una. Fyrirlestrar í kaþólsku kirkjunni Ahugi vex fyrir dýpri skilningi átrúnni Johannes M. Gijsen KAÞÓLSKI biskupinn á ísiandi, Johannes M. Gijsen, mun halda mánaðarlega fræðslufundi á komandi vetri þar sem viðfangsefnið er hvernig fást á við lífíð. Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja dýpka skilning sinn á trúnni og hvað hún leiðir af sér í daglegu lífi. Erindin eru níu talsins eða eitt í hveijum mánuði. í fyrsta erindinu, sem flutt verður nk. mánudag kl. 20 í safnaðarheimili kaþólska safnaðarins við Hávalla- götu, fjallar biskupinn um veraldleg viðhorf til mann- legs lífs og afleiðingar þeirra. Flytur hann mál sitt á ensku en eftir á verður flutt samantekt á íslensku. „Síðan vonast ég ti! að fólk komi með spurningar, athugasemdir og skiptist á skoðunum,“ sagði Gijsen. Hann tók ennfremur fram að fundirnir væru ekki einungis ætlaðir kaþólsku fólki heldur væru allir velkomnir. - Telur þú að fólk hafi mis- munandi skoðanir á viðfangsefn- inu eftir því hvort það er kaþólskt eða ekki? „Ég tel að grunnboðskapurinn, sem byggist á guðspjöllunum, sé hinn sami fyrir allt kristið fólk. Raunar á umræðan um hvernig lífi maður kýs að lifa erindi til allra.“ - Hvers vegna ákvaðst þú að halda fræðslufundi um þetta efni? „Á vegum kaþólsku kirkjunn- ara hafa undanfarin ár verið haldnir almennir fundir um ka- þólska trú yfir vetrartímann. Fjöldi fólks hefur sótt þessa fundi og í kjölfarið hafa margir þeirra tekið kaþólska trú. Þetta fólk hefur viljað fá aukna fræðslu um hvernig það getur enn frekar tengt daglegt líf sitt trúarlífi. Eins hafa aðrir innan kaþólska safnaðarins óskað eftir að frekari fræðslu til að dýpka trú sína. Ég tel að spurningin um hvernig fást eigi við lífíð sé mjög brýn nú um stundir þar sem svo margt glepur og menn fá mjög misvísandi skila- boð. Þar fyrir utan er það auðvit- að hlutverk biskups að predika og útskýra boðskap trúarinnar fyrir fólki.“ - Telur þú að fólk hafí meiri trúarþörf nú á tímum þegar lífið virðist svo flókið og marbrotið? „Já, ég býst við því og tel það vel skiljanlegt. Fyrr á þessari öld höfðu menn varla í sig né á og lífsbaráttan var hörð hér á landi. Breyt- ingarnar eru gífurleg- ar og ætla má að fólk sé hamingjusamt. Aft- ur á móti þegar gengið er á það kemur í ljós að margir eru ekki eins ánægðir og ætla mætti. Fólk saknar einhvers án þess að vita hvað það er. Ég tel að það sé undirstaðan, þ.e. öryggi um framtíðina. Ég hygg að fólk finni þetta öryggi í boðskap Bibl- íunnar þar sem gefið er fyrirheit um föðurinn sem gleymir aldrei þeim sem hann hefur tekið að sér. Þó að fólk játi þennan boð- skap spyr það samt hvernig hægt sé að lifa samkvæmt kenningum hennar í daglegu lífi. Ég mun reyna í erindum mínum að út- skýra það.“ - Síðasti fyrirlesturinn fjallar ► Johannes M. Gijsen fæddist 7. október 1932 í Oeffelt í Hol- landi. Hann lærði heimspeki og jarðfræði og síðar til prests í Roermond. Hann hlaut prests- vígslu 1956, lauk síðan próf- gráðu í sögu og kirkjusögu frá háskólanum í Bonn. Hann varð doktor í guðfræði 1964 og síð- an kennari í framhaidsskóla, prestaskóla og æðri skóla, þar sem hann kenndi guðfræðilega kenningasögu. Hann var bisk- up yfir Roermond 1972-93 og tilheyrði liðlega milljón manns umdæminu. Hann starfaði í klaustri í Austurríki á árunum 1993-95. Þá var hann tilnefnd- ur biskup kaþólska safnaðarins á Islandi og kom hingað til lands 12. október 1995. Gijsen var formlega settur í embætti 27. júlí 1996. um að lifa í friði og við velferð. Um hvað ræðir þú þar? „Þarna er ég ekki að tala um frið á milli stríðandi fylkinga heldur frið í hjarta hvers manns. Rættlæti nægir ekki til að öðlast innri frið ef kærleikann vantar og kærleikurinn verður að vera óeigingjarn. Ég tel að með því að öðlast innri frið sé stigið fyrsta skrefið til friðar í hveiju þjóðfé- lagi sem síðan heldur áfram að breiða úr sér. Kannski verður friður aldrei að veruleika í öllum löndum heims, hins vegar er það skylda okkar að boða frið og kærleika og ekki síður að sýna hann í verki. Ég lít á það sem tækifæri kristinna manna og ekki síst kaþólsku kirkjunnar. Að þessu leyti er móðir Teresa gott fordæmi þar sem hún tekur að sér heimilis- laust fólk. Stundum deyr þetta fólk eftir tvo daga en hún hefur gefíð því frið og sýnt kærleika án þess að biðja um nokkuð í staðinn.“ - Þú varpar fram þeirri spurn- ingu í kynningu hvort hægt sé að byggja mannlegt líf og samfé- lag á grundvelli guðspjallsins. Hvert er þitt svar við því? „Það er hægt en það er ekki auðvelt. Fólk má ekki búast við að ná árangri um leið. Við mun- um alltaf lenda í baráttu við okk- ur sjálf en það þýðir ekki að við eigum að gefast upp. Þetta er svipað og þegar lítið barn er að læra að ganga. Þó að það detti aftur og aftur stendur það alltaf upp og reynir þar til það tekst. Þetta eigum við líka að gera.“ Tækifæri hinna kristnu að sýna kær- leikann I verki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.