Morgunblaðið - 14.09.1996, Side 11

Morgunblaðið - 14.09.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 11 FRÉTTIR Ofnasmiðjan 60 ára Opið hús í dag OFNASMIÐJAN hf. fagnar sextíu ára afmæli á þessu ári. Af því til- efni hefur verslunar- og sýningar- húsnæði fyrirtækisins við Háteigs- veg í Reykjavík verið stækkað um tæpa 300 fermetra, endurskipulagt og lagfært. I dag, laugardag, verður opið hús í versluninni kl. 13-18. Boðið verður upp á kaffiveitingar og börnin fá biöðrur, boli og sælgæti. „Við mun- um taka vel á móti fólki. Okkur lang- ar til að kynna Ofnasmiðjuna meira fyrir almenningi. Nafnið er svolítið villandi því við erum með svo margt annað en ofna,“ segir aðstoðarfram- kvæmdastjórinn, Margrét Dagmar Ericsdóttir og nefnir þar meðal ann- ars skrifstofu-, lager- og verslunar- innréttingar, ýmiskonar hillur, par- ket og ryðfría sérsmíði, svo sem vaska, vaskaborð og háfa. Afmælistilboð út mánuðinn „Við verðum með ýmis afmælistil- boð út mánuðinn, allt frá 10 til 60% afslátt á völdum vörum,“ segir Mar- grét. Sveinbjörn Jónsson stofnaði Ofna- smiðjuna árið 1936 og nú er það sonarsonur hans, Sveinbjörn Egill Björnsson, sem stýrir fjölskyldufyr- irtækinu. Sveinbjörn yngri segist stundum vera gagnrýndur fyrir að standa í innflutningi í stað þess að einbeita Morgunblaðið/Golli SVEINBJORN Egill Björnsson framkvæmdastjóri og Margrét Dagmar Ericsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Ofnasmiðjunnar í versluninni við Háteigsveg, þar sem verið var að leggja síðustu hönd á breytingamar í gær. sér eingöngu að framleiðslu innan- lands. „En það er nú einu sinni stað- reynd að þetta iiefur hjálpað hvort öðru. Við höfum þurft að taka inn- flutta vöru vegna þess að við höfðum ekki vélar til að framleiða hana hér en það hefur síðan hjálpað iðnaðin- um vegna þess að við höfum fengið heilmikið af verkefnum í gegnum það,“ segir Sveinbjörn. Inuflutningurinn styður iðnaðinn Margrét bætir við til skýringar að oft þegar þau selji innflutt hillu- kerfi þá séu hannaðar og smíðaðar sérlausnir hér heima til viðbótar við innfluttu hillurnar og þannig styðji innflutningurinn iðnaðinn. Ofnasmiðjan hefur innan sinna vébanda fjórar deildir; innréttinga- deild, framleiðsludeild, bygginga- vörudeild og þjónustudeild. Hjá fyr- irtækinu starfa alls 40 manns, 23 í verksmiðju Ofnasmiðjunnar í Hafn- arfirði og 17 á Háteigsveginum. Laugardag 10-17 og sunnudag frá kl. 12-17 hjá Suzuki Bílum, Skeiíunni 17. Hann er konúnn! HANNER LENGRI, RENNELEGRI, RÚMBETRI, BETUR BÚINN... ...OGHANNER MEÐ FIÓRHIÓLADRIFI í Fnimsýning umhelgina: SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. SUZUKI t Afl og öryggý

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.