Morgunblaðið - 14.09.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 14.09.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 13 AKUREYRI Óánægja á Akureyri með tillögur um staðsetningu Sjávarútvegsskóla SÞ Lagt til að Sjávarútvegs- skóli HSÞ verði í Reykjavík STARFSHÓPUR um leiðir til að stofna Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á íslandi, legg- ur til að skólinn verði í eða í nánd við Sjávarútvegshúsið á Skúlagötu 4 í Reykjavík, hjá Hafrannsókna- stofnun (Hafró) og Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins (Rf). Þetta kemur fram í ágripi af skýrslu starfshóps- ins og þar segir ennfremur að Há- skóli íslands (HÍ) stefni að því að flytja Sjávarútvegsstofnun sína og meistaranám í sjávarútvegsfræðum, svo og ýmsa aðra starfsemi tengda sjávarútvegi og matvælafræði á sömu torfu. Það muni koma Sjávar- útvegsskólanum að miklu gagni. Helgi Jóhannesson, atvinnumála- fulltrúi Akureyrarbæjar, segir að Háskólinn á Akureyri hafi sóst eftir því að fá Sjávarútvegsskóla HSÞ norður og samnýta þannig öll kennslutæki sem til staðar eru við kennslu á sjávarútvegssviði. Hann segir að gangi tillögur starfshópsins eftir, þess efnis að hann verði í Reykjavík, sé það eins og köld vatnsgusa fyrir HA í baráttu sinni í að halda úti kennslu í þessari undir- stöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Sjávarútvegsdeild HA sannað gildi sitt Bjarni Kristinsson, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., segir að gangi tillögur starfs- hópsins um staðsetningu skólans eftir, setji það sjávarútvegsdeild HA í mjög erfiða stöðu og sé í raun upphafið að einangrun deildarinnar norður á Akureyri. „Menn settu hér niður háskóla fullir bjartsýni, með sérhæfingu í sjávarútvegsfræðum og skólinn hef- ur sannarlega sannað gildi sitt. Hann hefur virkað sem vítamínsprauta á atvinnu- og mannlíf norðan heiða. Háskóli íslands hefur tekið þetta markvisst upp og sækir á í krafti þess að hann hefur sérfræðingana og stofnanirnar í Reykjavík. Það er einmitt þetta sem háskóiann hér vantar til að styrkja sig í sessi og þegar svona nýtt tækifæri kemur, er upplagt að horfa til Akureyrar og styrka þá starfsemi sem fyrir er. Ef menn hins vegar halda áfram að styrkja starfsemina í Reykjavík og setja upp þennan sjávarútvegsgarð kemur að því að sjávarútvegsdeild HA endi þar líka eða inn í Háskóla íslands," segir Bjarni. Heimilisfangið aldrei annað Helgi segir að menn hafi mátt vita að barátta HA væri vonlaus þar sem starfshópur ráðherranna var þannig samsettur að heimilisfang skólans gæti aldrei orðið annað en Skúlagata 4. „Það hefði væntanlega verið kölluð pólitík, jafnvel byggðapólitík hefði skólinn verið stofnaður á Akureyri. Að stofna hann í Reykjavík telst hins vegar ekki pólitík heldur bara eðlilegt og sjálfsagt," segir Helgi. í skýrslu starfshópsins kemur fram að kennarar skólans munu koma frá mörgum stofnunum, svo sem Hafró, Rf, HÍ og Háskólanum á Akureyri (HA). Einnig verði leitað eftir þátttöku sjávarútvegsfyrir- tækja. Starfshópurinn er sammála um að á íslandi séu mjög góðar aðstæður til að koma á fót og reka Sjávarútvegsskóla HSÞ til að styðja þróunarlöndin með sérfræðiþjálfun. Starfshópurinn leggur til að ís- lensk stjórnvöld sendi formlegt tilboð til HSÞ um stofnun skólans hér á landi. Ef niðurstöður verða jávæðar og samningar nást má gera ráð fyr- ir að fyrstu nemendur í Sjávarút- vegsskóla HSÞ hefji nám á íslandi vorið 1997. Ekki náðist í Ingvar Birgi Frið- leifsson, formann starfshópsins, í gær, en auk hans áttu sæti í nefnd- inni Björn Matthíasson, Guðrún Pét- ursdóttir, Grímur Valdimarsson og Kári Ævar Jóhannesson. Skólasetning Tónlistarskólans Nemenda- fjöldi svip- aður milli ára TÓNLISTARSKÓLINN á Ak- ureyri verður settur á sal skól- ans að Hafnarstræti 81 á morgun sunnudag kl. 17.00. Aðsókn að skólanum er svipuð og verið hefur undanfarin ár og fjöldi innritaðra nemenda um 500. í vetur er eftir nokkurra ára hlé boðið upp á kennslu í harm- onikkuleik og hefur tekist samvinna við Félag harmon- ikkuunnenda við Eyjafjörð um útvegun hljóðfæra til útleigu til nemenda. Breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi forskóla- kennslu en innan fárra ára mun slík kennsla verða hluti af grunnskólanámi allra barna á Akureyri í 1. og 2. bekk. I vetur verður starfi blás- arasveitar haldið áfram og einnig verður kór skólans starfræktur áfram. Morgunblaðið/Kristján ÞÓREY Aðalsteinsdóttir, Alfreð Gíslason, Kara Guðrún Melsteð og Auður Dúadóttir hífa leikhússtjórann Trausta Ólafsson upp í hlaupaketti í nýju húsnæði LA í gömlu járnsmíðaverkstæði á Oddeyrinni. Viðamikið leikár framundan hjá LA Tvær sýningar í járnsmíðaverkstæði LEIKÁRIÐ hjá Leikfélagi Akureyrar er óvenju viðamikið, enda verða marg- vísleg tímamót hjá félaginu, það fagn- ar 80 ára afmæli í apríl næstkomandi og í janúar eru 90 ár frá vígslu Sam- komuhússins. Þá eiga tveir leikarar félagsins leikafmæli, þau Sunna Borg og Þráinn Karlsson. Félagið tekur til sýninga 6 verkefni og rúmar gamla Samkomuhúsið ekki alla þá starf- semi. Forsvarsmenn félagins hafa nú gert samning við eigendur Gránufé- lagsins um afnot af húsnæði þess, en nýja leikhúsið verður í gömlu jám- smíðaverkstæði sem stendur bak við veitingahúsið Við Pollinn. Þar verður rúm fyrir allt að 200 áhorfendur og mun leikfélagið setja þar upp tvö af verkefnum ársins. Fyrri frumsýningin verður milli jóla og nýárs á bandarísku nýtímaleikriti eftir Steve Tesich en það heitir Und- ir berum himni. Það gerist í borgara- styijöld í ónefndu landi og segir þar frá tveimur mönnum sem leita allra leiða til að komast af við óbiíðar aðstæður. Hitt verkið, sem sýnt verður á nýja leiksviði félagsins, er Vefarinn mikli frá Kasmír, leikgerð Halldórs E. Laxness og Trausta Ólafssonar eftir bók Halldórs Laxness. Frum- sýning Vefarans verður í mars, eða föstudaginn fyrir pálmasunnudag. Lækurinn þornaði upp í langvarandi þurrkakafla Dansaði regndans væri ég ekki svona slæmur í fætinum LANGUR þurrkakafli hefur ver- ið norðanlands, en afar lítið hef- ur rignt í um einn mánuð. Síðast var talsverð úrkoma 16. ágúst síðastliðinn, þá mældist dálítil úrkoma 25. ágúst og 1. septem- ber mældist úrkoma 2,9 mm, en 0,7 mm 6. september. Þessi langi þurrkakafli hefur haft þær afleiðingar í för með sér að lækurinn í hólfinu hans Hjálmars Júlíussonar í landi Sól- borgarhóls skammt norðan Ak- ureyrar hefur þornað. „Ég hef verið með hrossin mín í þessu hólfi I tíu ár og aldrei fyrr hefur lækurinn þornað. Það kemur þarna svolítil seyra þegar rignir, en nú hefur varla deigur dropi komið úr lofti í langan tíma,“ segir Hjálmar og bætir við að hann vissi til að svipað væri ástatt á fleiri stöðum í firðinum. Vatnið flutt í brúsum úr bænum Hjálmar hefur fjögur hross í hólfinu um þessar mundir og segir að þau hafi töluvertþurft að drekka í hlýindunum sem verið hafa undanfarna daga. Til að hrossin fái svalað þorsta sín- um hefur hann komið fyrir tunnu í hólfinu og við annan mann flytur hann vatn úr bænum í 30 lítra brúsum til að fylla á tunnuna. „Þetta verða vandræði, fari ekki að rigna,“ segir hann. „Ég myndi svo sannarlega dansa regndans ef ég væri ekki slæmur í fætinum." Morgunblaðið/Kristján HJÁLMAR við lækinn snemma í gærmorgun þegar var örlítið vatn í honum eftir nóttina, en um miðjan dag hafði hann þornað aftur. Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta á morgun, sunnudaginn 15. segtember k. 11. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta verður í kirkjunni á morgun, sunnudag kl. 14. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, bæna- sund til 19.30, almenn samkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag, biblía og bæn kl. 2.30 sama dag og 11 á fimmtudag kl. 17. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá unga fólksins í kvöld kl. 20.30, nemar af biblíuskóla Hvítasunnumanna í Kirkjulækjar- koti taka þátt í samkomunni. Safnaðarsamkoma kl. 11 á morg- un, vakningasamkoma með þátt- töku biblíuskólanema kl. 20 sama dag, stjórnandi Vörður Trausta- son. Bæn og lofgjörð kl. 20.30 n.k. föstudagskvöld kl. 20.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag. HEFST EFTIR 3 DAGA HEIMSVIÐB URÐUR íLAUGARDALSHÖLL Alþjóðlega sjávarútvegssýningin 18.-21. sept.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.