Morgunblaðið - 14.09.1996, Side 24

Morgunblaðið - 14.09.1996, Side 24
DANSAÐ VIÐ stelpurnar æfðu sig allar á mér. Seinna kom á daginn, að þeir blóðöfunduðu mig af því að dansa við stelpurnar og dauðsáu eftir að hafa ekki þorað að dansa.“ Þegar Heiðar fiutti til Reykjavíkur hóf hann nám í Versl- unarskóla íslands og aðstoðaði við danskennslu hjá Rigmor Hanson. Leiðin lá síðan til Bretlands og Þýskalands. Þar lagði hann stund á bókmenntir og sögu í nokkur ár en sótti einnig danstíma af fulllum krafti. „í Þýskalandi kynntist ég Steindóri Steindórssyni frá Hlöð- um, síðar skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Krist- björgu Búadóttur, eiginkonu hans fannst ég dansa svo ljóm- andi vel að Steindór stakk upp á að ég kenndi nemendum fyrir norðan að dansa og það varð úr.“ Síðan eru liðin 40 ár og enn dansar Heiðar. Uppáhaldsdansinn hans Heiðars s I 40 ár hefur Heiðar svifíð um dans- ----------------------------7--------------- gólfíð og kennt fleiri Islendingum að dansa en nokkur annar. Hrönn Marinósdóttur lék forvitni á að kynnast manninum á bak við goð- sögnina og bauð honum upp í dans á Ingólfstorgi. OISKÓÆÐI og John Travolta dansar í algleymingi. Hundrað unglingar saman komnir í Brautarholtinu og Heiðar kennir sporin. Endurfundir á Ingólfstorgi, sautján árum síðar og undir ör- uggri handleiðslu Heiðars, svífum við um í rúmbu, vals og djæf, við mikinn fögnuð vegfarenda. Heiðar hefur ekki hugmynd um hversu mörgum hann hefur kennt dans yfir ævina. „Ég er löngu búinn að týna tölunni, en þeir skipta þúsundum. Þó geri ég ekki ráð fyrir að þjóðin hafi verið taktlaus áður en ég byrjaði að kenna,“ segir hann sposk- ur á svip. Ekki er langt síðan Heiðar tók ákvörðun um að gera dans- kennsluna að ævistarfi. „Ætlunin var alla tíð að læra lögfræði en vegna veikinda fyrir tveimur árum, gaf ég loks þann draum upp á bátinn. Heilsan er komin í samt lag en nú er ég harð- ákveðinn í að kenna dans það sem eftir er,“ segir hann. Reyndar finnst honum meira gaman að kenna í dag en nokkru sinni fyrr. „Ástæðan er líklegast sú að undanfarið hef ég kennt töluvert á landsbyggðinni, þar sem ég hef kynnst al- veg bráðskemmtilegu fólki.“ Örlaga t/aldurinn Stsindór Steindnrssnn frá Hlnðum „Tilviljun réð því að ég byrjaði að dansa. í gagnfræðaskól- anum á Siglufirði voru tuttugu stúlkur með mér í bekk en við strákamir voru bara sex. Enginn af þeim vildi dansa, svo „Suðrænu dansarnir hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér, einkanlega Paso Doble en þann dans hef ég sýnt svo oft í gegnum tíðina. Hins vegar hefur alltaf verið draumurinn að sýna foxtrott en úr því sem komið er, verður sjálfsagt ekkert úr því. Foxtrott er mjög erfiður dans því túlkunin á tónlistinni er svo frábrugðin því sem gerist í öðrum löndum og sporin eru mun flóknari en þau líta út fyrir að vera. Dansinn laðar fram persónuleika hvers og eins, segir Heið- ar. „Sá sem er rólegur að eðlisfari á auðveldara með að að dansa „standard" dansana en dansari sem er opinn og fjörug- ur nær frekar tökum á suðrænu dönsunum. Vinsælustu dansarnir hér á landi hafa verið enskur vals og rúmba, báðir mjög rómantískir dansar. Það kemur á óvart því íslendingar eru þekktir fyrir annað en rómantík." öans er íþrntt Miklu minna er um að fólk læri sam- kvæmisdansa en áður, sem er skiljanlegt að mati Heiðars því á skólaböllum eru bara leikin nýjustu popplögin. Á krám er heldur ekki miðað við að fólk dansi. „I gamla daga var hins vegar fúllt til af dans- stöðum, til dæmis Mjólkurstöð- in, Breiðfirð- ingabúð og Vetrargarð- urinn. Seinna var farið að setja borð og stóla út á mitt dansgólfið, sjálf- sagt til að koma fleirum að. Þegar Travolta-æðið byrjaði í kringum 1980 voru dansgólfin rýmd á ný en nú er svo komið að áhugafólki um dans er hálfpartinn úthýst af skemmtistöð- um borgar- innar.“ í sveiflu með Eddu Pálsdóttur, hálfsystur sinni Morgunblaðið/Ásdfs DANSINN dunar á Ingólfstorgi. Heiðar stígur cha cha cha við blaðamann Morgunblaðsins. í vetur stendur til að Dansráð íslands fái inngöngu í íþrótta- samband Islands. „Von mín er, að upp risi íþróttasalur þar sem verða búnings- klefar, fólk klæðist dansfótum, dansar síðan og dansar, fer í Eru einhverráð við skalla? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ég er karlmaður um fertugt og hef áhyggjur af því að hárið er farið að þynnast allveru- lega. Er til eitthvað ráð til að draga úr hárþynningu? Svar: Hárþynning sem á endan- um leiðir oftast til skalla er gríð- arlega algengt íyrirbæri hjá karl- mönnum og er langoftast ætt- gengt. Það er ættgengt hversu snemma á ævinni skallinn kemur og hvert útlit hans er; hjá sumum byrjar skallinn sem hækkun á kollvikum en hjá öðrum sem tungl í hvirflinum. í stuttu máli er frekar lítið við þessu að gera og sumir segja að eina góða lausnin sé að sætta sig við ástandið og taka því eins og öðr- um breytingum sem fylgja hækk- andi aldri. Það er að vísu augljós- lega auðveldara að sætta sig við skalla á sjötugsaldri en þrítugs- aldri. Fyrir þá sem ekki vilja sætta sig við ástandið er einkum um þrenns konar ráð að ræða, hárkollur eða toppa, hárígræðslu og lyfjameðferð. Hárkollur eða hártoppar geta verið góð lausn fyrir suma og eins er með Hárþynning hárígræðslu en þá eru teknir smábútar af húð á þeim hluta höfuðsins sem er með hári og græddir á hárlausu svæðin. Einnig er hægt að beita lyfja- meðferð en fyrir nokkrum árum kom á markað lyf sem eykur hár- vöxt. Þetta lyf heitir mínoxidfl (hér undir nafninu Regaine), það er selt sem áburður eða hlaup sem borið er á hárlitlu húðsvæðin tvisvar á dag. Þessi meðferð tek- ur langan tíma, eftir 3 mánuði má búast við byrjandi árangri og fullur árangur næst eftir u.þ.b. eitt ár. Ef meðferð er hætt hverf- ur árangurinn á u.þ.b. þremur mánuðum. Þessi meðferð ber ekki árangur nema hjá 25-30% þeirra sem reyna hana til þrautar og hárið sem þá kemur er hýj- ungur fremur en eðlilegt hár. Þess ber þó að geta að margir eru mjög ánægðir með þann ár- angur sem næst. Að lolöim ber að geta þess að einstaka sinnum er hármissir af öðrum ástæðum en hér hefur verið lýst, en þá er útlit hans venjulega ekki eins og hinn algengi karlmannaskalli. Hér er m.a. um að ræða bletta- skalla sem hrjáir jafnt konur sem karla en þá dettur hárið af á blettum hér og þar. Einnig getur hármissir stafað af ýmiss konar lyfjameðferð, þekktast er að mörg krabbameinslyf geta valdið hármissi en sum önnur lyf geta einnig gert það. Spurning: Hvað er bjúgur? Af hverju fá menn bjúg, til dæmis á fætur eða jafnvel í sár eftir upp- skurð? Og hvemig losna menn við hann? Svar: Bjúgur er vökvasöfnun í vefi líkamans, hann getur verið dreifður um allan líkamann eða bundinn við ákveðin svæði eða líffæri. Bjúgur getur tekið á sig mjög margvíslegar myndir eftir því hver orsökin er og hvemig al- mennt heilsufar viðkomandi ein- staklings er. Stundum stafar bjúgur af hjartabilun og getur þá lýst sér sem ökklabjúgur, þ.e. bjúgur sem sígur á lægsta hluta líkamans, eða sem lungnabjúgur, allt eftir því hvort bilunin er í hægri eða vinstri helmingi hjart- ans. Við lungnabjúg verður sjúk- lingurinn móður vegna vökva- söfnunar í lungu og eru einkenn- in venjulega verst ef legið er út af. Bjúgur vegna hjartabilunar er nokkuð algengur hér á landi. Bjúgur vegna nýrnasjúkdóma byrjar stundum í andliti en dreif- ist síðar um allan líkamann. Bjúgur vegna lifrarbilunar er sjaldgæfari hér en víða annars staðar og lýsir sér stundum með vökvasöfnun í kviðarholi en bjúg- urinn er oftast einnig dreifður um líkamann. Flestir kannast við myndir af vannærðum bömum með útþaninn kvið en við mikinn próteinskort safnast fita í lifrina og vökvasöfnun verður m.a. í kviðarholi; kviðurinn er því stór vegna lifrarstækkunar og vökva. Stundum er bjúgur bundinn við minna svæði en hér hefur verið lýst og getur það verið vegna sýkingar, ertingar eða ofnæmis. Upphleypt útbrot geta m.a. staf- að af ofnæmi eða skordýrabiti og em upphleypt vegna bjúgs í húð- inni. Ofnæmi getur einnig valdið miklum bjúgi í efri vör, augnlok- um, koki eða barka en barka- bjúgur getur valdið öndunarerf- iðleikum og jafnvel verið lífs- hættulegur. Nokkur lyf, m.a. sum þeirra sem notuð em við háum blóðþrýstingi geta valdið vökvasöfnun í líkamanum og bjúgi. Ráð við bjúgi era jafnmörg og orsakimar en oftast er reynt að beina lækningunni gegn or- sakavaldinum, þó má nefna að til er flokkur lyfja sem kallast þvag- ræsilyf sem era notuð til að losa líkamann við vökva og sölt. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið erá móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum mcrkt: Vikulok, Fax 5691222.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.