Morgunblaðið - 14.09.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.09.1996, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EINKAREKIN HÖFN? SÁ MÖGULEIKI er á viðræðustigi að Fiskmarkaður Suðurnesja annist rekstur Sandgerðishafnar. Ef samningar nást milli fiskmarkaðarins og bæjarstjórnar verður Sandgerðishöfn fyrsta einkarekna höfnin í ís- lenzku sveitarfélagi. í yfirstandandi viðræðum mun stefnt að skammtímasamningi til reynslu. Tilgangur breytts rekstrarforms, ef af verður, er fyrst og fremst sá að stuðla að meiri viðskiptum við höfnina og ná fram sparnaði í rekstri hennar. Formað- ur hafnarstjórnar telur rétt að fram fari forkönnun meðal þeirra sem annast rekstur við höfnina, m.a. um samnýtingu starfsfólks. Stjórnarformaður Fiskmark- aðarins segir í viðtali við Morgunblaðið: „Það liggur beint við að rekstur hafnarinnar og fiskmarkaðarins sé á sömu hendi og ekkert sem mælir á móti því að Fiskmarkaðurinn taki að sér rekstur hafnarinnar líkt og fram kom í umsögn félagsmálaráðuneytis um mál- ið.“ Að mörgu er að hyggja í þessu sambandi. Vel þarf til tilraunarinnar að vanda, enda getur verið um stefnu- mótandi gjörning að ræða. Fyrirbyggja þarf hugsan- lega hagsmunaárekstra rekstraraðila hafnarinnar og mögulegra samkeppnisaðila sem höfnina þurfa að nýta. Sveitarfélög hafa í vaxandi mæli, sem og ríkið, boð- ið út opinberar framkvæmdir. Niðurstaðan er ótvírætt sú að skattborgararnir hafa fengið meira fyrir minna; með öðrum orðum, að fjármunir hafa verið nýttir bet- ur en áður, auk þess sem kostnaðurinn hefur að hluta til skilað sér aftur í sköttum. Einkaframtakið getur ótvírætt skilað árangri í ýmsum rekstrarþáttum hins opinbera eins og framkvæmdaþáttum. Tímabært er að gera tilraunir í þeim efnum. Sveitarstjórnarmenn um land allt munu fylgjast vel með tilrauninni i Sand- gerði, ef af henni verður. JÓNSHÚS OG SÓMI LANDSOG ÞJÓÐAR FORSÆTISNEFND Alþingis mun á næstunni fjalla um framtíð Jónshúss í Kaupmannahöfn, en því hefur verið lokað um sinn vegna ágreinings um rekstur þess. Jón Sigurðsson, forseti, bjó í húsinu á síðustu öld og keypti Carl Sæmundssen, stórkaupmað- ur í Kaupmannahöfn, húsið. Hann gaf það síðan Al- þingi með gjafabréfi þann 17. júní 1966 og eftir endur- bætur var það tekið í notkun árið 1970. Jónshús hefur verið eins konar félagsheimili íslendinga í borginni og íslenzki presturinn hefur þar íbúð. Rekstur Jónshúss er á ábyrgð Alþingis, en þriggja manna stjórn hefur annast umsjón hans. í húsinu er minningarstofa um Jón Sigurðsson, en þar er einnig samkomusalur, þar sem m.a. hafa verið listsýningar, fyrirlestrahald og samkomur. Alþingi greiðir allan fastan kostnað við rekstur hússins, en í því hefur verið veitingasala á annarra vegum, svo og hafa húsakynni verið leigð út. íbúar í grenndinni hafa kvartað mjög vegna hávaða og óláta vegna drykkjuskapar á samkomum í húsinu. Forsætisnefnd Alþingis vill endurskoða rekstur Jóns- húss m.a. af þeim sökum, en ekki sízt vegna vaxandi útgjalda við rekstur þess. Forseti Alþingis, Ólafur G. Einarsson, hefur látið svo ummælt, að þingið geti ekki látið sífelldar kvartanir nágranna sem vind um eyru þjóta og því muni forsætisnefnd endurskoða rekstur hússins á næstu dögum og vikum. Þetta er að sjálfsögðu rétt hjá þingforseta, því ótækt er að nafn þings og þjóðar tengist drykkjulátum í Jóns- húsi. Auk þess hafði Carl Sæmundssen örugglega ekki í huga, þegar hann gaf Alþingi Jónshús, að þar yrði stunduð vínveitingasala. Eðlilegt er, að þar sé miðstöð félagslífs íslendinga, en starfsemin öll þarf að vera með þeim menningarblæ^ sem sæmir orðstír þess manns, sem nefndur var „Óskabarn Islands, sómi þess, sverð og skjöldur“. Fimmtíu skemmtiferðaskip til Reykjavíkur í sumar SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Queen Elizabeth II við ytri höfnina í Reykjavík. Morgunbiaðið/Ásdís Ósnortin náttúra norðursins heillar Fimmtíu skemmtiferðaskip hafa lagt leið sína til Reykjavíkur í sumar með yfir tuttugu þús- und farþega auk tíu þúsund áhafnarmeðlima. Guðrún Hálfdánardóttir kynnti sér mark- aðsátak íslenskra hafna í að fjölga ferðum skemmtiferðaskipa hingað til lands. AMÁNUÐAG er von á síðasta skemmtiferðaskipi sumars- ins, Astor, og er það 51. skipið sem kemur til Reykjavíkur í ár. Síðastliðið sumar kom einnig 51 skemmtiferðaskip í Reykjavíkurhöfn með rúmlega 21 þús- und farþega auk 10 þúsund áhafnar- meðlima. Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um fjöldann í ár en samkvæmt heimildum útlendingaeftirlitsins eru litlar breytingar frá fyrra ári. Skemmtiferðaskipin skila Reykja- víkurhöfn rúmlega 20 milljónum króna tekjum á ári í formi hafnargjalda auk leigu á dráttarbátum og vatnssölu. Tekjurnar hafa heldur minnkað í ár vegna breytinga á skipamælingum en hafnargjöld eru reiknuð út frá stærð skipanna. Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Reykjavíkurhafnar, hóf störf hjá höfn- inni árið 1991 og hefur alit frá upp- hafi verið aðaldriffjöðrin í að fá fleiri skemmtiferðaskip hingað til lands. Hann segir að margt hafi breyst á undanförnum fimm árum. „Fjöldi skip- anna hefur tvöfaldast og þau eru farin að stoppa lengur, jafnvel yfír nótt.“ Sameiginleg markaðssetning Cruise Europe eru samtök 60 hafna sem vinna að markaðssetningu Evr- ópu sem siglingasvæði. Hafnirnar eru á svæðinu frá Atlandshafsströnd Spánar til Hammerfest í Noregi og eru þrjár íslenskar hafnir í samtökun- um, Reykjavíkurhöfn, sem hefur verið með allt frá stofnun samtakanna 1992, síðan hafa hafnirnar á Akur- eyri og Isafirði bæst við. Ágúst situr í stjórn samtakanna auk þess sem hann ritstýrir blaði sam- takanna, Cruise Europe News, sem er dreift til allra yfirmanna hjá útgerð- um skemmtiskipa og hafna. Hann segir að að þrátt fyrir sam- tökin ríki samkeppni á milli hafna um skemmtiferðaskipin. „Ég tel samtökin af hinu góða. Þau gefa út sameigin- lega handbók með upplýsingum um allar hafnirnar auk þess að vinna sam- an á ferðakaupstefnu sem fram fer árlega í Miami á Florida," segir Ágúst Hann segir að norðrið heilli margra og séu Þjóðverjar þar fremstir í flokki. „Hin ósnerta hreina náttúra á hjara veraldar ásamt ísjökum og miðnætur- sól eru það sem farþegarnir eru að leita eftir að kynnast. Síðan spillir ekki fyrir ef ísbirnir verða á vegi skip- anna. Reykjavíkurhöfn er í samstarfi með Færeyingum og Grænlendingum, því við komumst fljótt að því fólk fer ekki í langa siglingu til þess eins að heimsækja Reykjavík. Við markaðs- setjum og seljum saman Norður- Atlandshafseyjarnar, sem spennandi ævintýraheim," segir Ágúst. Þegar Queen Elizabeth II kom til Reykjavíkur fyrr í sumar gat hún ekki lagst við bryggju vegna stærðar. Hún ristir 11 metra en við Reykjavík- urhöfn geta ekki skip lagst að sem rista meira en 8,20 metra. Ágúst segir það draum hafnaryf- irvalda að byggja upp stöðugt flæði skemmtiferðaskipa hingað til lands. „Ég býst samt við að skipunum eigi eftir að fækka en þau verði að sama skapi stærri. Útgerðir eru farnar að láta smíða skip sérstaklega fyrir Evr- ópusvæðið. Þau eru stærri en með minni ristu þannig að þau komast inn í evrópskar hafnir. Samstarf er með Reykjavíkurhöfn og hafnanna á Akureyri og Isafirði og segir Ágúst að ekki sé samkeppni þeirra á milli. „Það er gott fyrir Reykjavík ef skipin fara einnig á hina staðina því þá stoppa þau lengur í Reykjavík vegna þess hversu stutt næsta siglingarleið er. Þannig getur eins dags viðdvöl á íslandi lengst í þrjá daga.“ Til Akureyrar komu 37 skip í sum- ar og Astor kemur þangað á sunnu- ÞRÁTT fyrir að siglingar með skemmtiferðaskipum taki að með- altali tvær vikur er þó nokkur hluti farþeganna mun lengur um borð, jafnvel í allt að fimm ár. Ágúst segir að það sé ekki óal- gengt að farþegarnir séu í eitt til tvö ár á ferðalagi með sama skip- inu. „Meirihluti farþeganna er vel efnaðir ellilífeyrisþegar sem skemmta sér konunglega um borð. Þeir fá góða þjónustu og mat ásamt því að alltaf komi nýir farþegar um borð í hverri ferð. Þetta er í raun að verða vandamál fyrir út- gerðirnar þvi endurnýjun farþega er ekki nærri eins mikil þegar sama fólkið er lengi um borð. Farþegar í styttri ferðum eyða meiru um borð en þeir sem búa um borð í skipinu." dag á leið sinni til Reykjavíkur. ísfirð- ingar hafa fengið sjö skip í heimsókn í sumar og eru hafnaryfirvöld á báðum stöðum sammála um að skipin skipti töluverðu máli í tekjum hafnanna. Skoðunarferðir í landi Um 80% farþeganna fara í skoð- unarferðir sem eru skipulagðar af umboðsmönnum útgerðanna hér á landi. Ferðirnar eru seldar af útgerð- inni um borð og þegar farþegarnir koma til Islands bíða þeirra rútur við landganginn sem fara með þá í skoð- unarferðir. Leigubílstjórar og veitingamenn hafa oft kvartað undan því að geta ekki þjónustað þessa ferðalanga vegna þess að farþegarnir séu búnir að kaupa þjónustuna áður en þeir koma í land. Ágúst segir að þetta sé ekkert einsdæmi hér á landi því sömu deilur um farþega séu í öðrum borgum þar sem hann þekki til. „Útgerðin er mjög ánægð með þetta fyrirkomulag. Þeir fá umboðs- laun fyrir að selja skoðunarferðirnar, ekki þarf að elda hádegismat um borð Ágúst segir að útgerðirnar fylg- ist vel með farþegunum meðan á siglingunni stendur og tekur bandarísk skemmtiferðaskip og nýjustu evrópsku skipin sem dæmi. „Þegar væntanlegur farþegi kaup- ir ferð með skemmtiferðaskipi eru skráðar persónulegar upplýsingar um farþegann, s.s. aldur, hjúskap- arstöðu, fjölskyldustærð, menntun o.s.frv. Þegar hann kemur um borð er honum afhent krítarkort frá skipafélaginu sem hann á að nota í ferðinni. Hann getur ekki notað peninga í skipinu heldur er allt greitt með kortinu. Þannig getur skipafélagið fylgst nákvæmlega með eyðslu hvers farþega í ferðinni og þjónustan og skemmtanir um borð eru skipulagðar með ákveðna markhópa í huga,“ segir Ágúst. í skipinu og farþegarnir eru yfírleitt mjög ánægðir með skoðunarferðirn- ar,“ segir Ágúst. Skemmtiferðaskipin kaupa flest vistir þegar þau koma til hafnar og þá aðallega fisk og grænmeti. íslensk- ar ullai-vörur eru seldar í verslunum um borð og eins versla margir í landi þrátt fyrir _að það sé ekki alltaf í Reykjavík. Ágúst segir að Þjóðveijar versli minna en Suður-Evrópubúar. „Það er mikið af ónotuðum tækifær- um sem listamenn, verslanir og’veit- ingamenn gætu nýtt sér. Mér finnst oft vanta upp á skilning manna á þeim möguleikum sem skemmtiferða- skipin bjóða upp á. Hröð og góð þjón- usta er það sem farþegarnir vilja vegna þess hve stutt stoppin eru.“ Ferðaskrifstofan Atlantik er með umboð fyrir stóran hluta þeirra skemmtiferðaskipa sem hingað koma og skipuleggur skoðunarferðir fyrir farþegana í landi. Böðvar Valgeirsson, framkvæmdastjóri Atlantik, segir að útlitið sé gott fyrir næsta sumar og bókanir farnar að streyma inn þrátt fyrir að árið í ár hafi ekki verið eins gott og 1995. „Það hefur dregið úr ferðalögum Þjóðveija, m.a. vegna versnandi efnahagsástands þar í landi. Á móti kemur að ferðamönnum frá Ítalíu Frakklandi og Bretlandi hefur fjölgað. í kjölfar Leifs Eiríkssonar í kjölfar Leifs Eiríkssonar er sam- starfsverkefni sjö hafna, Kaupmanna- hafnar, Bergen, Þórshafnar, Nuuk, Reykjavíkur og Saint John á Ný- fundnalandi. Markmið átaksins er að kynna siglingarleið Leifs til Ameríku og hvetja siglingafélög til þess að bjóða upp á ferðir þessa sömu leið. Hafnirnar munu síðar á árinu gefa út bók þar sem hafnirnar eru kynntar og hvað er í boði á hveijum stað. Vonir standa til að þetta leiði til auk- inna ferða skemmtiferðaskipa á þessu svæði. Reykjavíkurborg, Reykjavikurhöfn, ferðaskrifstofurnar og skipafélögin sem eru með umboð fyrir skipin hafa stofnað samtök, Cruise Reykjavík, og er ætlunin að markaðssetja Reykjavík sem spennandi valkost fyrir farþega skemmtiferðaskipa. M.a. með uppá- komum sem minna á víkingana og kristnitökuna. Anna Margrét Guðjónsdóttir, ferða- málafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að raunin sé sú að áhafnimar skili meiri tekjum til verslana og veitinga- húsa í borginni en farþegarnir. „Þeir hafa hingað til frekar farið í skoðunar- ferðir á landsbyggðina og á meðan eru áhafnirnar í Reykjavík og þær skoða sig frekar um í borginni ásamt því að kíkja í búðir,“ segir Anna Margrét. Fljótandi heimili KOSNINGAR I BOSNIU-HERZEGOVINU Gengið verður til kosninga í Bosníu 14. september. Kjósendur munu greiða atkvæði um mjög valddreift stjórnvald, um veikburða ríkisstofnanir og önnur embætti sem munu í reynd stjórna landshlutum múslima og Króata annars vegar, og Serba hins vegar. Forsætisráð Bosníu og Herzegóvínu Starfssvið: Utanríkismál, fjárlög og framkvæmd ákvarðana þjóðþingsins Uppbygging: Einn múslimi og einn Króati, sem kjósendur f sambandslýðveldinu kjósa og einn Serbi, sem kjósendur á svæði Bosníu-Serba kjósa. Sá frambjóðenda sem flest atkvæði fær, verður formaður forsætisráðs Forsætisráð Bosníu-Herzegóvínu Þing Bosníu-Herzegóvínu Starfssvið: Lagasetningar, ákvarðanir um tekjur, útgjöid og skatta og að sjá til þess að samningar taki gildi. Uppbygging: 42 þingmenn, tveir þriðjuhlutar eru kjörnir i sambandslýðveldinu, þríðjungur af Bosníu-Serbum. 1. UnaSana 2. Posavina 3. Tuzla Podrinje 4. Zenica Doboj 5. Gorazde - Efri Drina 6. Mið-Bosnia (múslimar) Lasava-Vrbas (Króatar) 7. Neretva 8. Vestur-Herzegóvína 9. Sarajevo 10. Tomislavgrad Heimild: ðryggis- og samvinnustolnun Evrópu (ÖSE) Dayton- .... friðarsamkomulaginu^^?^ *** REUTERS Slæmar kosuing’ar eru betri en engur Vonast er til að kosningamar í Bosníu verði lýðræðislegar og skilvirkar þó að réttlætis verði tæpast gætt. Þó ríkir svartsýni um af- leiðingar þeirra og óttast menn að þær muni festa í sessi þann aðskilnað og það hatur sem ríkir á milli múslima, Króata og Serba. Frambjóðendur til forsætisráðsins ZUBAK: Afar IZETBEGOVIC: KRAJISNIK: AI- hliðhollur Króat- Hefur snúið sér til gjörlega andvígur íuforseta. trúaðra múslima. sameiningu Bosníu. VART dettur nokkrum manni í hug að fyrstu kosningarnar sem haldnar verða í Bosníu, muni fara heiðarlega fram og alls réttlætis verði gætt. Þrátt fyrir að friður hafi ríkt frá því að Dayton-friðarsam- komulagið var undirritað í lok síð- asta árs hafa mörg helstu atriði samningsins verið þverbrotin og und- irstrika þessi brot æ betur þá geysi- djúpu gjá sem myndast hefur á milli þjóðanna sem landið byggja. Engu að síður eru þeir margir sem eru sannfærðir um að slæmar kosningar séu betri en engar, enda ímyndi menn sér ekki að lýðræði sé grund- völlur þeirra, heldur geti kosningarn- ar orðið grundvöllur lýðræðis. Þær verði ekki réttlátar og frjálsar, held- ur lýðræðislegar og skilvirkar. Tvö mikiivægustu atriði Dayton- samkomulagsins, ferðafrelsi og rétt- ur flóttafólks til að snúa aftur heim, hafa verið þverbrotin. Serbar, Króat- ar og múslimar hafa allir komið í veg fyrir að fólk af öðru þjóðerni geti snúið aftur í þorp og bæi og dæmi eru um að hermenn fjölþjóða- hers IFOR hafi fylgst með er fólki, sem hugðist snúa aftur heim, hefur verið misþyrmt illa. Svar talsmanna IFOR hefur verið að það sé ekki í verkahring hermanna þess að hafa eftirlit með æstum múg. Fólki hefur verið mismunað vegna þjóðemis og menn hafa látið lífið vegna þess. Það eru ekki síst valda- menn í stærstu flokkunum, sem hafa staðið að slíkum ofsóknum. Þegar við bætist djúpstæð og sívaxandi þjóðernishyggja, sem stærstu flokk- ar hverrar þjóðar fyrir sig hafa á stefnuskránni, sár sem átök síðustu ára hafa skilið eftir og algert vald stærstu flokkanna á Qölmiðlum, virð- ist sigur þeirra óumflýjanlegur. Ekki friðarsinnar í framboði Þeir þrír frambjóðendur sem lík- legastir eru til að ná kjöri í forsætis- ráð Bosníu þykja ekki líklegir til að stuðla að friðsamlegri sambúð þjóð- anna í sameinaðri Bosníu. Helsti frambjóðandi Bosníu-Króata, Kre- simir Zubak, gerir ekkert til að leyna stuðningi sínum við forseta Króatíu, Franjo Tudjman, sem hefur ýtt mjög undir þjóðernishyggju landsmanna. Flokkur þeirra kallast Króatíska lýð- ræðissamþandið (HDZ) og ræður lögum og lofum í Króatíu, svo og á meðal Bosníu-Króata. Þetta þykir ekki til marks um að Zubak muni gera sitt til að halda sambandslýðveldi Króata og músl- ima saman en það stendur veikum fótum. Ástæðan er ekki síst sú að Bosníu-Króatar óttast mjög um sinn hag í sambandslýðveldinu, telja að múslimar muni hafa þar töglin og hagldirnar. Frambjóðandi Bosníu-Serba, Momcilo Krajisnik, fer ekki leynt með hvaða augum hann lítur fram- tíð Bosníu. Þrýsti múslimar á að völd stjórnar sambandslýðveldisins verði aukin enn frekar, muni það leiða til falls þess. Bosnía sé aðeins þak yfir tvö algerlega fullvalda ríki og sameining komi ekki til greina. Til að undirstrika þetta hefur Kraj- isnik meira að segja lagt til að byggt verði þinghús á gömlu víglínunni og að á því verði tveir inngangar. Einn fyrir Serba, á þeirri hlið húss- ins sem snýr að svæði þeirra, og hin fyrir múslima og Króata. Kraj- isnik er, eins og aðrir leiðtogar Bosníu-Serba, úr Serbneska lýð- ræðisflokknum (SDS). Helsti frambjóðandi múslima er Alija Izetbegovic, forseti Bosníu. Flokkur hans, Lýðræðishreyfingin (SDA), hefur höfðað æ meira til heittrúaðra múslima, sem mælist misjafnlega fyrir á meðal almenn- ings. Ekki er þó víst að andstæðing- um hans á meðal múslima þyki nóg að gert og vestrænir stjórnarerind- rekar hafa getið sér þess til að harð- línumenn kunni að velta honum úr sessi, og bera við bágri heilsu hans. • Á meðal hörðustu andstæðinga for- setans eru Hasan Cenic, aðstoðar- varnarmálaráðherra, og Bakir Al- ispahic, fyrrverandi yfirmaður leyni- lögreglunnar. Talið er að þeir kunni að lýsa yfir stríði á hendur Serbum í nafni sameiningar Bosníu og til þess að tryggja völd sín. Líkt og nasistar byðu fram Fjölmargir hafa hvatt til þess að kosningunum yrði frestað og í ágúst tók ÖSE þá ákvörðun að fresta sveit- arstjórnarkosningum sem fara áttu fram samhliða þingkosningum. Kosningarnar verða haldnar við ófullnægjandi aðstæður, svo slæmar raunar að Kris Janowski, talsmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, hefur líkt þeim við það að Nasistaflokkinum hefði verið leyft að bjóða fram í fyrstu kosningunum í Þýskalandi eftir heimsstyijöldina síðari og að SS-sveitirnar hefðu fehgið heimild til að hafa umsjón með öryggismálum. En hvers vegna liggur svo á því að halda kosningar. Eitt svarið við spurningunni er að mati Time það að Bill Clinton Bandaríkjaforseti er mjög áfram um þær. Verði kosning- unum frestað, sé það staðfesting þess að bandarískir hermenn verði að dvelja lengi í Bosníu, mun lengur en Dayton-friðarsamkomulagið kveður á um. Clinton hét Bandaríkja- þingi því að bandarískir hermenn myndu aðeins vera eitt ár í Bosníu og þrátt fyrir að bandarískir kjósend- ur hafi ekki mikinn áhuga á utanrík- ismálum, muni þeir án efa veita því eftirtekt ef heimkoma hersins dregst. Það yrði svo aftur vatn á myllu Bobs Doles, forsetaframbjóðanda repú- blikana. Svartsýni ríkjandi Svartsýni virðist ríkja um afleið- ingar kosninganna. Erlendir sendi-; fulltrúar og bosnískir stjórnmála- menn hafa margir hverjir lýst því yfir að í besta falli muni kosningar innsigla aðskilnað þjóðanna og inn- sigla þjóðernishreinsanir. í versta falli kunni þær að leiða til stríðs að nýju. Rót vandans er sú að eftir kosningar munu leiðtogar þjóðanna og heija þeirra, komast til valda að nýju. Áðurnefndur Janowski segir menn ekki eiga að velkjast í vafa um það „að við eigum í samskiptum við sömu menn og hófu stríðið“. Fari svo að Bosníu-Serbar lýsi yfir sjálfstæði, eins og margir óttast þrátt fyrir yfirlýsingar leiðtoga þeirra að undanförnu að slíkt sé ekki á döfinni, munu múslimar lík- lega einangrast æ meira. Lýðræðis- hreyfingin reiðir sig æ meira á stuðn- ingsmenn sína á meðal íslamskra ríkja. Eru margir Bosníumenn ugg- andi vegna síaukinna áhrifa íranskra ráðgjafa í varnarmálaráðuneytinu, svo og hvað varðar heiibrigðis- og menntamál. Allnokkrir áhrifamenn úr röðum múslima hafa yfirgefið Lýðræðis- hreyfinguna á undanförnum mán- uðum, svo sem Haris Silajdzic, fyrr- verandi forsætisráðherra, og Sefír Halilovic, herforingi í bosníska hern- um, sem hvetur landsmenn til að hunsa kosningarnar. „Verði af þeim,“ segir hann, „gæti það orðið síðasta skrefíð á leiðinni sem leiðir til dauða Bosníu-Herzegóvínu“. Byggt á Time, The Daily Tele- graph, Reuter, The New York Times.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.