Morgunblaðið - 14.09.1996, Side 32
32 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÁSÓLFUR
PÁLSSON
+ Ásólfur Pálsson
fæddist í
Reykjavík 10. júní
1915. Hann lést á
Borgarspítalanum
2. september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Páll Stef-
ánsson, f. 16.12.
1876, d. 6.8. 1947,
bóndi á Ásólfsstöð-
um, og kona hans
Guðný S. Jónsdótt-
ir, f. 15.11. 1878 á
Núpi í Berufirði, d.
15.1. 1933. Alsystk-
ini Ásólfs voru
Gunnar Páll, f. 15.5. 1911, d.
19.4. 1933, Guðrún Helga, f.
29.10. 1913, d. 20.1. 1941, Sól-
veig Þrúður, f. 24.8.1916, Katr-
ín, f. 1.10. 1918, d. 15.6. 1966,
Stefán, f. 13.2. 1920, d. 30.1.
1989. Hálfsystkini Ásólfs eru
Þórunn, f. 30.8. 1935, og Gunn-
ar Helgi, f. 18.3. 1941.
Hinn 9.7. 1942 kvæntist
Ásólfur Ragnheiði Gestsdóttur
frá Hæli, f. 7.2. 1918, dóttur
Gests Einarssonar, bónda á
_ . Hæli, f. 2.6.1880, d. 23.11.1918,
og konu hans Margrétar Gísla-
dóttur, f. 30.9. 1885, d. 7.6.
1969. Börn Ásólfs og Ragnheið-
ar eru: 1) Margrét, f. 12.5.1943,
gift Þorsteini Hallgrímssyni.
Ásólfur Pálsson bóndi á Ásólfs-
stöðum í Þjórsárdal er látinn rúm-
lega 81 árs að aldri. Hann var fædd-
ur á Elliðavatni en tveggja ára gam-
all flutti hann með foreldrum sínum
að Ásólfsstöðum. Þar hófu búskap
árið 1873 amma hans og afí, Stefán
Tlöskuldsson, sem fæddur var á
Ásólfsstöðum, en hann lést árið
1882. Móðir hans giftist aftur 1887,
og hjá móður sinni, föður og síðar
stjúpa ólst Páll upp með systkinum
sínum á mannmörgu heimili og róm-
uðu stórbýli. Árið 1917 bauðst Páli
föðurleifðin, Ásólfsstaðir, til ábúðar,
þar sem móðir hans og stjúpi voru
farin að eldast, en Ásólfsstaðirnir
voru það erfið jörð, að þar þurfti
helst að vera fólk sem gæti tekist
á við erfiðar smalamennskur og
stundað beitarbúskap í ríkum mæli.
Páll Stefánsson var fertugur þeg-
ar hann flutti heim aftur að Ásólfs-
stöðum með konu sinni Guðnýju
Jónsdóttur, ættaðri úr S-Múlasýslu
-A)g fjórum ungum börnum. Senni-
lega myndu ýmsir hugsa sig um
tvisvar áður en þeir flyttu á afdala-
jörð, að mestu án vegasambands,
frá góðbýlinu á Elliðavatni, rétt við
vaxandi markað fyrir búvörur í
Reykjavík, sem óx á þeim árum
hratt, frá því að vera dálítill kaup-
staður í umsvifamikla hafnarborg,
þar sem allir þræðir viðskiptalífsins
tengdust og vaxandi stjórnsýsla tók
á sig nýtískulegri blæ með hveiju
árinu sem leið. En Páll þurfti ekki
að hugsa sig um, því að með því
að fá ábúð á Ásólfsstöðum í Þjórs-
árdal, sá hann fyrir sér, að allir
draumar og vonir hans myndu þar
með rætast, því að engin jörð hefði
'upp á það að bjóða, sem Ásólfsstað-
irnir buðu fram, óvenjulega veður-
sæld, fremur grasgefin tún og
sæmilegar engjar, þó að undanfæri
væri ekki mikið, úrvals beitarað-
stöðu, þó vandnýtt væri í hörðum
veðrum og snjóþungum vetrum.
Og svo er það ótalið sem ef til
vill hefur vegið þyngst í öllum sam-
anburði. Hvergi er fegurra bæjar-
stæði en á Ásólfsstöðum, og birki-
skógurinn, sem óx heim að bæ og
um alla hlíðina fyrir innan bæinn,
ómaði af fuglasöng, einkum á vorin,
,.og veitti fólki og fénaði skjól, þegar
óveður gerðu annars alla útivist erf-
iða og fénaði leið illa á bersvæði,
en þá var oft dýrmætt afdrep og
skjól í birkiskóginum og einkum í
jaðri hans.
Og svo voru það æskuminning-
arnar frá Ásólfsstöðum, sem gott
var að hugsa til. Hann hafði átt þar
góðan uppvöxt hjá mikilhæfri móð-
Börn þeirra eru
Gunnar Örn og
Kristín Aranka. 2)
Guðný, f. 2.1. 1945,
gift Ottari Proppé,
d. 11.9. 1993. Synir
þeirra eru Hrafn-
kell Ásólfur og Kol-
beinn. 3) Sigurður
Páll, f. 14.10. 1948,
kvæntur Hrafnhildi
Jóhannesdóttur.
Börn þeirra eru Jó-
hannes Hlynur og
Ragnheiður Björk.
4) Gestur, f. 9.5.
1953, kvæntur Þór-
unni Hjaltadóttur. Börn þeirra
eru Ragnheiður, Hjalti og
Haukur Már.
Ásólfur varð búfræðingur
frá Hvanneyri 1934. Hann hóf
búskap á Ásólfsstöðum árið
1942 og bjó þar til dauðadags
að undanskildum sjö árum sem
hann bjó í Reykjavík vegna
veikinda. Jafnframt búskap rak
hann gistihús á Ásólfsstöðum
frá 1942 til 1952. Ásólfur
gegndi ýmsum trúnaðarstörf-
um fyrir sveit sína og sat m.a.
í hreppsnefnd, sóknarnefnd og
Þjórsárdalsnefnd.
Utför Ásólfs verður gerð frá
Stóra-Núpskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 14.
ur, Helgu prestsdóttur frá Stóra-
Núpi, sem sá sem þetta ritar minn-
ist sem tilkomumikillar skörungs-
konu, en föður sinn missti Páll að-
eins fímm ára gamall, en börnin
voru þijú, Jón, síðar prestur en dó
ungur, Guðrún, síðar húsfreyja í
Galtafelli og svo Páll. Móðir hans
giftist aftur dugnaðannanni, Ste-
fáni Eiríkssyni frá Árhrauni, og_
eignuðust þau tvær dætur, Stefaníu,
sem giftist Bjama Jónssyni frá
Galtafelli, og Kristínu, síðar hús-
freyju í Ásum. Þessi systkinahópur
var einstaklega glæsilegur og var
Ásólfsstaðaheimilið á þeim árum
rómað fyrir reisn og myndarskap,
en jörðin var erfið og þar þreifst
enginn nema leggja hart að sér.
Páll hóf bústörfin af miklum
krafti og bætti húsakost og jók tún-
ræktina, bætti _slægjulöndin og
stækkaði búið. Á Ásólfsstöðum urðu
því fljótt mikil umsvif, stórt bú, á
sjötta hundrað fjár, 6-8 mjólkurkýr
og 10-15 brúkunarhestar. Hér var
því mikil vinna af hendi leyst, en
allur fénaður var afurðasæll, enda
eru beitargæði hér meiri en til þekk-
ist annars staðar hér um slóðir. En
á Ásólfsstöðum varð brátt mikil
gestnauð, því að marga fýsti að sjá
hina eyddu byggð í Þjórsárdalnum,
dalnum þar sem hetjur og glæsi-
menn fornaldarinnar eins og Hjalti
Skeggjason á Skeljastöðum og
Gaukur Trandilsson á Stöng riðu
þá um héruð með alvæpni og öflugt
fylgdarlið.
Þegar Páll hafði búið á Ásólfs-
stöðum í 10 ár sá hann sig tilneydd-
an að byggja gistihús með 10-15
rúmum og auk þess veitingaaðstöðu
fyrir ferðafólk, og var gistiaðstaða
þessi starfrækt í fullan aldarfjórð-
ung, og bjargaði það mörgum ferða-
mönnum frá fullkomnum vandræð-
um, þar sem vegasamband var jafn
vont og það var á þessum tímum.
Mér er þetta heimili Páls og Guðnýj-
ar mjög minnisstætt frá því að ég
var að alast upp. Páll var sjálfur
einstaklega glæsilegur maður, með-
almaður á hæð en teinréttur og bar
sig vel, rauðhærður með yfirskegg
og lítinn hökutopp. Hann var ágæt-
ur söngmaður og góður tækifæris-
ræðumaður, en það sem einkenndi
hann mest var, hve háttvís hann var
og framkoman öll kurteisleg og
drengileg. Hann varð oddviti sveit-
arinnar árið 1922 og endurkosinn
alltaf til ársins 1946, enda þá kom-
inn á sjötugasta árið. í kveðjusam-
sæti sem honum var haldið, flutti
Eiríkur Einarsson alþingismaður frá
Hæli kvæði og er það eftirfarandi
vísa, sem lýsir Páli ágætlega og
hljóðar svo:
Þú hefur skapið í birtunni baðað
bjartsýnið fóstrað í þessari sveit.
Þú hefur gullum á geislaborð raðað,
gengið á snið við hinn myrkvaða reit.
Guðný Jónsdóttir kona Páls var
fríð kona, hæglát og bauð af sér
mjög góðan þokka. Hún var föður-
systir Ólafs Jóhanns Sigurðssonar
skálds og hæfileikarík kona eins og
hún átti kyn til.
Börn þeirra Páls og Guðnýjar
urðu 6, þrír drengir og þijár stúlk-
ur. Þau náðu öll fullorðinsþroska
og urðu bráðmyndarlegt fólk, glað-
lynd og skemmtileg, enda var
Ásólfsstaðaheimilið ógleymanlegt á
þessum árum þegar bömin voru að
leggja út á lífsbrautina, ung og fal-
leg og með þetta elskulega viðmót,
sem fylgdi þeim alla ævi og gerði
þau að þeim góðu samfélagsborgur-
um sem þau voru.
Gurinar, sem var elstur, var fædd-
ur árið 1910. Hann var einstaklega
geðþekkur ungur maður, en hann
smitaðist af berklum, og hann dó
aðeins rúmlega tvítugur, öllum
harmdauði. Hann eignaðist eina
dóttur, en hún flutti til Ameríku og
er búsett þar. Elsta dóttirin, Helga,
giftist Gísla Eiríkssyni bílstjóra og
eignuðust þau eina dóttur, sem býr
á Breiðumýri í S-Þingeyjarsýslu.
Helga var einstaklega geðþekk
kona, en hún var heilsuveil og dó
aðeins 28 ára gömul. Yngsti bróðir-
inn, Stefán, var um nokkur ár starf-
andi lögreglumaður í Reykjavík, en
átthagamir kölluðu á hann og hann
flutti heim að Ásólfsstöðum árið
1947 og hóf þar búskap í byijun í
félagi við bróður sinn Ásólf, en síð-
ar stofnaði hann nýbýli á hálfri jörð-
inni og bjó á Ásólfsstöðum til 1989,
er hann lést. Hann giftist Unni
Bjarnadóttur úr Hafnarfirði og eign-
uðust þau tvo syni og tvær dætur.
Yngsta dóttirin, Katrín, settist að í
Bandaríkjnum og giftist William
Casy lögfræðingi, og eignuðust þau
Qóra syni, en hún lést 1966 aðeins
48 ára að aldri. Sólveig var í miðið
af systrunum. Hún er hjúkrunar-
kona en giftist Charles Wrigly,
starfsmanni í utanrikisþjónustu
Breta, og eiga þau þijár dætur og
eru búsett í Bretlandi og er hún nú
ein á lífi af þessum alsystkinum og
er nýlega orðin 80 ára.
Guðný húsfreyja á Ásólfsstöðum
átti við mikla vanheilsu að stríða
síðustu árin, sem hún lifði, en hún
lést árið 1933 aðeins 53 ára að aldri.
Páll giftist síðar Þuríði Sigurðar-
dóttur frá Árkvörn í Fljótshlíð og
eignuðust þau tvö börn, Gunnar
Helga, sem býr í Hafnarfirði og á
tvö börn, og Þórunni, sem er ekkja
og á tvo syni og er búsett í Banda-
ríkjunum.
Ég kynntist Ásólfí fyrst í Ása-
skóla haustið 1926. Ég var þá 10
ára og var að hefja skólanám, en
hann var 11 ára og var að heija
annað ár sitt í skólanum, og var
þegar orðinn foringi í hópnum,
þroskamikill með fijálslega fram-
komu, en einstaklega hjálpfús og
viijugur að uppörva okkur, sem vor-
um í fyrsta sinn að fara að heiman.
Systir hans Sólveig, kom þarna með
honum, jafnfeimin og við hin, sem
vorum að byija, en strax tók ég
eftir því, hve kært var með þeim
systkinunum og mun það hafa hald-
ist fram til þessa, þó að kjörin og
umhverfið yrðu ólík.
Æskuárin urðu farsæl og veittu
okkur ágætan þroska, bæði andlega
og líkamlega. Ég man að Ásólfur
var óvenju bráðþroska og var strax
um fermingu orðinn með karl-
mannsgetu til allra verka. Honum
var létt um að vinna og létu vel öll
sveitastörf. Hann varð fljótt úrvalss-
mali og ágætur fjallmaður, enda var
hann alla tíð einstaklega ósérhlífínn
maður. Hann undi vel sínum hag
heima á Ásólfsstöðum og hann fór
á bændaskólann á Hvanneyri, þegar
hann var 18 ára og lauk búfræði-
prófi tvítugur að aldri. Faðir hans
hafði á þessum árum gifst aftur og
fannst þá, að hann væri ekki tilbú-
inn að láta af hendi búskaparað-
stöðu til handa Ásólfi, og réð hann
sig þá að Blikastöðum, sem starfs-
mann. Ásólfur taldi alla tíð, að hann
hefði lært mikið af því að starfa við
Blikastaðabúið, en nú varð fljótt
ljóst, að mikil þörf var orðin á því,
að Ásólfur sneri heim aftur, þar sem
heimilið og búið þyrftu á honum að
halda. Það biðu hans einnig fjöl-
mörg störf að eflingu félagslífs í
sveitinni, hjá ungmennafélaginu og
í Hreppakórnum, en Ásólfur hafði
bæði mikla og góða tenórrödd eins
og faðir hans, og hefði trúlega get-
að lagt fyrir sig störf á þeim vett-
vangi. En hugurinn sveigðist frekar
að bústörfum og öllu sem gæti stuðl-
að að aukinni hagsæld sveit-
unganna.
Á þessum árum fóru þau systir
mín Ragnheiður og Ásólfur að kynn-
ast betur, og það leiddi til þess, að
þau giftust árið 1942 og hófu þá
búskap á hálfri jörðinni á móti Páli.
Síðar kom bróðir hans Stefán á jarð-
arhluta föður þeirra eins og áður
er getið.
Ásólfur og Ragnheiður fengu
fljótt mikil verkefni að leysa við
búskapinn. Þau lögðu mikla áherslu
á rekstur kúabúsins, en í fjárrækt-
inni, sem Ásólfsstaðir hentuðu vel
til, voru íjárpestirnar farnar að
grassera svo, að þangað var ekki
Iengur mikla hagsæld að sækja.
Rekstur gistihússins var að sjálf-
sögðu erfíður, þar sem starfstíminn
var skammur hvert ár, en þó oft inn
á milli miklu meira að sinna en tök
voru á að gegna nema með óheyri-
legu vinnuálagi. Samt varð gistihús-
ið á Ásólfsstöðum mjög vinsæl
stofnun, enda leysti það brýnan
vanda á þeim árum, þegar sam-
gönguerfiðleikar gerðu mikið tilkall
til slíkrar fyrirgreiðslu á þessum
stað.
Árið 1958 veiktist Ásólfur af al-
varlegum kransæðasjúkdómi og
varð að leggja niður að vinna erfið-
isvinnu og tók hann þá til þess ráðs,
að bregða búi á Ásólfsstöðum og
flytja með fjölskylduna til Reykja-
víkur, þar sem honum tókst að fá
létt störf að vinna, eftir því sem
heilsan leyfði honum.
Sem betur fer, þá fór heilsan
batnandi, og árið 1965 afréðu þau
að fiytja aftur að Ásólfsstöðum, því
að þangað leitaði hugurinn alla tíð
og ekki síst á vorin. Hann tók þeg-
ar til starfa við að undirbúa bygg-
ingu nýs íbúðarhúss, og síðan tók
hann að sér ýmis störf, sem þá var
verið að vinna að í sveitinni, en þá
stóð yfir virkjun Þjórsár við Búrfell
og mikla vinnu að fá og við margvís-
leg störf. En hugurinn stefndi alltaf
að bústörfum og um 1970 réðst
hann í að byggja stórt fjós og hlöðu
rétt hjá nýja húsinu. Þessa vinnu
þoldi hann nú ekki allt of vel, og
1976 lét hann son sinn Sigurð Pál
taka við jörðinni og búinu, en fékk
sjálfur ásamt Ragnheiði konu sinni
vinnu við virkjunina í Búrfelli.
Ásólfur var sextíu og eins árs
þegar hann hætti að búa og fékk
jörðina í hendur syni sínum, Sigurði
Páli. Ásólfur hafði skilað miklu
bóndastarfi, bæði með föður sínum
og systkinum og mest þó með konu
sinni og bömum. Hann hafði tekið
mikinn þátt í margvíslegum félags-
málastörfum, verið formaður Bún-
aðarfélags Gnúpveija, verið í
hreppsnefnd, gegnt forðagæslu og
verið í sóknamefnd í áratugi og
formaður hennar um árabil. Vafa-
laust var Ásólfur einn mesti félags-
málaforkólfur sveitarinnar, og
hjálpsemi og aðstoð við alla sem
áttu í erfiðleikum var honum í blóð
borin. Ásólfur lifði alla tíð í mjög
farsælu hjónabandi og þrátt fyrir
margháttaða erfíðleika, var heimili
þeirra Rönku og Ása alltaf glað-
vært og veitti öllum sem þar dvöldu
skjól, hlýju og öryggi. Að sjálfsögðu
var Ranka systir mín alltaf eins og
klettur sem allir gátu treyst og leit-
að til, en Ásólfur veitti konu sinni
og börnum mikið ástríki og öllum á
heimilinu lét hann vináttu sína í té
og aðstoð, ef með þurfti. Þau hjónin
nutu mikils barnaláns. Þau eignuð-
ust fjögur börn, sem öllum hefur
vegnað vel í lífinu. Elst er Margrét,
f. 1943, starfar hjá skrifstofu Flug-
leiða, gift Þorsteini Hallgrímssyni
verkfræðingi og eiga þau tvö börn.
Þá er Guðný, f. 1945, fulltrúi heil-
brigðiseftirlitsins, ekkja eftir Óttar
Proppé fv. bæjarstjóra og áttu þau
tvo syni. Sigurður Páll, f. 1948,
bóndi og vatnamælingamaður,
kvæntur Hrafnhildi Jóhannesdóttur
og eiga þau tvö börn. Yngstur er
Gestur, f. 1953, raffræðingur,
kvæntur Þórunni Hjaltadóttur og
eiga þau þijú börn.
Þó að Ásólfur gengi ekki heill til
skógar hin síðari ár, þá má segja
að þau hjónin hafi átt notaleg og
friðsæl ár, eftir að þau létu af störf-
um í Búrfelli og nutu þess að. taka
á móti vinum og vandamönnum á
sínu góða heimili í fallega hirtum
garðinum og til allra átta stórbrot-
inni náttúrufegurð. Á liðnu vori
voru 54 ár frá því að þau Ásólfur
og Ragnheiður stofnuðu sitt heimili
og alla tíð síðan hefur heimili þeirra
einkennst af glaðværð og gestrisni.
Hér að framan var lýst nokkuð föð-
ur Ásólfs, Páli Stefánssyni, og riíjuð
upp vísa úr kvæði Eiríks Einarsson-
ar, sem honum var flutt þegar hann
lét af oddvitastörfum og flutti úr
sveitinni. Þetta kvæði og þessi vísa
hefði alveg eins getað átt við um
Ásólf, enda voru þeir feðgar nauða-
líkir, bæði í sjón og raun. Ásólfur
hafði svo sannarlega „skapið í birt-
unni baðað, og bjartsýnið fóstrað í
þessari sveit.“
Það er því ekki óeðlilegt að okkur
sem eftir lifum fínnist skyggja í
sveitinni við brottför Ásólfs, en
þannig megum við ekki hugsa né
álykta. Sem betur fer eru ungir
menn og konur að vaxa hér upp og
taka þroska sem munu lýsa upp
umhverfí sitt, á sama hátt og honum
var svo lagið að gera.
En við fráfall Ásólfs hafa margir
misst mikið, og að sjálfsögðu mest
konan hans og börnin og allt vina-
fólkið sem er margt og hefur átt
góðu að mæta alltaf þegar knúið
hefur verið dyra á Ásólfsstöðum.
Ég samhryggist þeim öllum og skil
þeirra sorg, en tel þó, að einnig sé
ástæða til að líta á Ásólf og líf hans
sem ferðalag, þar sem gleði og bjart-
sýni hefur mótað lífíð og lífsviðhorf-
ið og gefíð samferðafólkinu aukinn
kjark og óttaleysi. Um leið og ég
vil þakka honum það sem hann hef-
ur verið mér og mínum, vil ég að
lokum færa fram innilegar þakkir
fyrir líf Ásólfs Pálssonar og störfm
hans öll.
Hjalti Gestsson.
Nú þegar sól tekur að lækka og
haustið gengur í garð með þeirri
litadýrð sem því _ fylgir kveður
tengdafaðir minn, Ásólfur Pálsson,
þennan heim.
Það var fyrir hartnær 30 árum
að ég hitti Ása fyrsta sinni. Ekki
leið á löngu að kynni okkar yrðu
það mikil að ég áttaði mig á að þar
færi stórhuga maður. Hann hafði
átt við erfiðan sjúkdóm að stríða
sem gerði það að verkum að fjöl-
skyldan varð að bregða búi og flytja
suður til Reykjavíkur. Þótt árin þar
yrðu nokkur var hugurinn ætíð
bundinn jörðinni fyrir austan. Ási
fór ekki alltaf troðnar slóðir í lífínu
og þar kom að hann og Ranka fluttu
aftur austur, þá rétt um fimmtugt,
og með þeim fór yngri sonur þeirra.
Strax réðust þau í að byggja nýtt
íbúðarhús ásamt útihúsum og hófu
búskap á ný. Sýnir þetta nokkuð
hversu stórhuga Ási alltaf var.
Ási var mikil félagsvera sem átti
hægt með að spjalla við og umgang-
ast fólk og var alla tíð mikill gesta-
gangur á heimilinu. En Ása var í
blóð borin gestrisni og ánægjan af
að vera samvistum við fólk skipti
hann miklu máli.
Víðlesinn var hann og átti margt
góðra bóka enda gat hann varla stað-
ist að kaupa bók. Alltaf gaf hún til-
efni til að velta fyrir sér innihaldinu
og ræða efnið við þann sem nálægur
var hveiju sinni. Hann hafði mikinn
áhuga á landsmálum sem öðrum
málum og myndaði sér skoðanir sem
hann hélt fram af festu. Gegndi
hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
sveitarfélagið og til margra ára var
hann í sóknarnefnd Stóra-Núps-
kirkju sem var honum afar kær.
Söng hann í kirkjukómum og reynd-
ar fleiri kórum á yngri ámm.
Árið 1976 lét Ási búið í hendur
okkar Sigga Palla og fór að vinna
hjá Landsvirkjun. Síðustu árin starf-