Morgunblaðið - 11.10.1996, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Orkunefnd hefur sent iðnaðarráð-
herra tillögur sínar
Vinnsla raforku
verði gefin
frjáls í áföngum
ORKUNEFND hefur sent iðnaðar-
ráðherra tillögur sínar um framtíð-
arskipan orkumála, en nefndin
leggur m.a. tii aðskilnað vinnslu,
flutnings, dreifingar og sölu á raf-
magni þar sem það sé forsenda
samkeppni í viðskiptum með raf-
orku. Mælir nefndin með því að
þetta skref verði stigið sem fyrst.
Orkunefnd leggur til að stofnað
verði sjálfstætt fyrirtæki um flutn-
ingskerfið sem hafi það meginhlut-
verk að flytja raforku frá framleið-
anda hennar til kaupanda, sem get-
ur verið endanlegur notandi, dreifi-
veita eða raforkukaupmaður. Hugs-
anlegt sé að slíkt fyrirtæki annist
stofnun og rekstur orkumarkaðar.
Nefndin leggur til að vinnsla raf-
orku verði gefin fijáls í áföngum.
Bendir nefndin á að til að stuðla
að samkeppni kunni að verða þörf
á að setja Landsvirkjun einhveijar
skorður til að koma í veg fyrir að
stærð fyrirtækisins hindri eðlilegan
aðgang annarra fyrirtækja að
vinnslunni. Álitamál sé hvort skipta
eigi Landsvirkjun í tvö vinnslufyrir-
tæki til að efla samkeppnisgrund-
völlinn, en nefndin telur ekki tíma-
bært að taka afstöðu til slíkrar
skiptingar. Því muni Landsvirkjun
enn um sinn hafa sérstöðu í vinnslu
raforku í krafti stærðar sinnar, og
þetta geri það að verkum að vanda-
samt verði að koma á fullnægjandi
samkeppni.
Nefndin leggur til að kaup og
sala á raforku verði gefín fijáls í
áföngum á grundvelli almennra
skilyrða. í fijálsri sölu raforku fel-
ist að að dreifíveitum verði gert
skylt að flytja orku fyrir sjálfstæða
orkukaupmenn samkvæmt gjald-
skrá sem hygli ekki samkeppnis-
sviði dreifíveitna.
^ Morgunblaðið/Kristinn
Utför Helga Skúlasonar
ÚTFÖR Helga Skúlasonar leikara og leikstjóra
var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.
Séra Karl Sigurbjörnsson jarðsöng en organisti
var Hörður Askelsson. Karlakór Reykjavíkur
söng undir sljórn Friðriks Kristinssonar, Sigurð-
ur Skagfjörð Steingrímsson söng einsöng en
flautuleik annaðist Martial Nardeau.
Líkmenn við útförina voru Magnús Sigurðs-
son, Ágúst Sigurðsson, Hallmar Sigurðsson,
Baldvin Tryggvason, Gísli Halldórsson, Edda
Þórarinsdóttir, Davíð Oddsson og Stefán Bald-
ursson.
Brúin yfir Gígju
í mestri hættu
Lést af
slysförum
Maðurinn, sem lést þegar hann
varð fyrir bíl á mótum Hringbrautar
og Hofsvallagötu á þriðjudag, hét
Kristján Kjartansson, til heimilis að
Garðastræti 2 í Reykjavík.
Kristján var fæddurþann 17. sept-
ember árið 1963. Hann lagðj stund
á guðfræðinám við Háskóla íslands.
Kristján lætur eftir sig sambýlis-
konu og móður.
HELGI Hallgrímsson vegamála-
stjóri segir að ef væntanlegt Skeið-
arárhlaup verði mjög stórt og dreif-
ist yfír stórt svæði verði brúin yfir
Gígju líklega í mestri hættu. Við
vissar aðstæður sé hún því veik-
asti hlekkurinn í þeim samgöngu-
mannvirkjum sem eru á Skeiðar-
ársandi.
Sérfræðingar Vegagerðarinnar
hafa reynt að meta hvers megi
vænta í næsta Skeiðarárhlaupi, en
flest bendir til að það verði óvenju
stórt. Margt þykir benda til að
brúin yfír Gígju verði í mestri
hættu. Helgi sagði að ástæðan
fyrir þessu væri sú að Gígjukvísl
rynni í afmörkuðum farvegi öfugt
við Skeiðará. Gígja væri stutt og
nokkuð niðurgrafin. Þar að auki
benti flest til að ef hlaupið yrði
stórt og dreifðist víða um sandinn
myndi stór hluti hlaupsins falla í
Gígju. Helgi sagði að í hefðbundn-
um Skeiðarárhlaupum færi mest
vatn undir Skeiðarárbrú og brúna
á Sæluhúsakvísl.
Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa
búið sig undir væntanlegt hlaup
með því að styrkja varnargarða,
en jafnframt hafa þeir búið til
veika punkta í þeim þar sem fyrir-
hugað er að ijúfa garðana ef
hlaupið verður mjög stórt. Helgi
sagði að aðgerðir Vegagerðarinnar
gengju út frá því að hlaupið yrði
stórt og að garðarnir yrðu rofnir,
en menn væru þó alls ekki úrkula
vonar um að þeir héldu. Það gæti
því komið til þess að reynt yrði
að styrkja garðana frekar eftir að
hlaup væri hafíð og hætt yrði við
að ijúfa þá.
Helgi sagði að þótt ekkert bólaði
á Skeiðarárhlaupi væri ólíklegt að
bann við akstri um Skeiðarársand
á nóttunni yrði aflétt. Hann sagði
það sitt mat að mjög sterk rök
þyrftu að koma frá vísindamönnum
um að minni hætta stafaði af völd-
um gossins í jöklinum til þess að
banninu yrði aflétt.
Eitthvað hefur verið um að erlend-
ir aðilar hafí reynt að selja Vega-
gerðinni nýjar lausnir við að veija
mannvirkin á Skeiðarársandi.
Þannig hefur t.d. einn aðili bent
Vegagerðinni á nýja aðferð sem
miðar að því að búa til eins konar
laugar ofan á brúnum og fylla þær
af vatni. Tilgangurinn er að þyngja
brýrnar og koma í veg fyrir að þær
fljóti upp. Helgi sagði þessa aðferð
ekki henta við aðstæður á Skeiðar-
ársandi þar sem vatnsmagnið væri
mikið og vatnshraðinn mikill.
Fyrsta
leiguflug’ið
til Banda-
ríkjanna
LEIGUFLUG frá íslandi til Banda-
ríkjanna er í fyrsta sinn fyrirhugað
þann 25. nóvember næstkomandi.
Flogið verður til San Francisco á
vesturströndinni með Boeing 747,
breiðþotu Atlanta flugfélagsins.
Um er að ræða sex daga ferð fyr-
ir áskrifendur Stöðvar 2. Hún kostar
39.800 kr. fyrir áskrifendur undan-
farna 12 mánuði en 44.900 kr. fyrir
nýrri áskrifendur.
Að sögn Auðar Bjömsdóttur, sölu-
stjóra hjá Samvinnuferðum-Landsýn
hafa hátt í 300 manns bókað sæti
en vélin tekur 476 farþega.
Atlanta fékk flugleyfí til Banda-
ríkjanna fyrir 3 árum en að sögn
Auðar hafa Samvinnuferðir-Landsýn
ekki flogið þangað fyrr því fáar flug-
vélar sem bjóðast hafa nægjanlegt
flugþol.
Undirbúningur fyrir væntanlegt Skeiðarárhlaup
Tveimur mælitækjum
komið fyrir í Skeiðará
Væntanlegt hlaup verður rannsakað betur en nokk-
urt annað jökulhlaup sem runnið hefur hér á landi
STARFSMENN Orkustofnunar
komu í gær fyrir tveimur mælitækj-
um sem ætlað er að mæla vatns-
rennsli í væntanlegu Skeiðarár-
hlaupi. Sigvaldi Ámason, verkfræð-
ingur hjá Orkustofnun, segir að aflað
verði ítarlegra upplýsinga um hlaup-
ið.
Með mælingum á fyrstu klukku-
stundum hlaupsins sé stefnt að því
að búa til spá um stærð þess, en
með henni verður auðveldara fyrir
Vegagerðina að taka ákvarðanir um
aðgerðir til að vernda samgöngu-
mannvirkin á Skeiðarársandi.
Tækin tvö mæia vatnshæðina með
þrýstiskynjurum. Skynjarinn við
Skeiðarárbrú var settur niður til að
mæla hlaupið ef það kemur stór flóð-
alda strax í upphafí, en kenningar
hafa verið uppi um að það gæti
gerst. Hinu tækinu hefur verið kom-
ið fyrir við Skaftafellsbrekkur. Því
er ætlað að skrá niður vatnshæðina
og gefa þannig mælingamönnum
góðar upplýsingar sem þeir nota við
að meta stærð hlaupsins.
Þá er áformað að taka ljósmyndir
úr þyrlu af ísjökum sem búist er við
að berist með hlaupinu, en á grund-
velli þeirra verður hægt að mæla
vatnshraðann.
Sigvaldi sagði að væntanlegt
hlaup yrði mælt og rannsakað miklu
betur en nokkurt annað jökulhlaup
sem runnið hefur hér á landið. A
margan hátt væri þetta einstaklega
áhugaverður atburður frá vísinda-
legu sjónarmiði.
Starfsmenn Norrænu eldfjalla-
stöðvarinnar hafa búið til hæðar-
mælitæki sem áformað er að koma
fyrir ofan á íshellunni á Grímsvötn-
um, en vegna veðurs hefur ekki gef-
ist tækifæri til að koma því fyrir.
Tækinu er ætlað að veita upplýsingar
um vatnshæðina í Grímsvötnum fyrir
hlaup, en eins meðan á því stendur.
Morgunblaðið/Þorkell
SÉRFRÆÐINGAR Orkustofnunar komu fyrir mælitæki við
Skaftafellsbrekkur, en því er ætlað að mæia vatnshæð í væntan-
legu hlaupi.