Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 LANDSFUNDUR SJALFSTÆÐISFLOKKSINS MORGUNBLAÐIÐ I- Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, við setningu 32. landsfundar flokksins í gær Hljótum að taka frum- kvæði í jafnréttismálum t . l s' í DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráð- herra, koma víða við í setningar- ræðu sinni á landsfundi flokksins í gær. Davíð fjallaði m.a. um sjávar- útvegsmál og landbúnaðarmál, samskiptin við Evrópusambandið og lagði áherslu á opinskáa umræðu um jafnréttismál á landsfundinum. í ræðu sinni sagði Davíð að margt hefði drifið á daga sl. þijú ár eða frá því að seinasti landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins var haldinn og margar stórákvarðanir verið teknar á hinum pólitíska vettvangi. Þar hefði Sjálfstæðisflokkurinn ver- ið í forystu. Síðan sagði Davíð: „Við höfum háð baráttu í tvenn- um kosningum á þessu tímabili, fyrst voru það sveitarstjórnarkosn- ingar og ári síðar alþingiskosning- ar. Flokkurinn héjt sínum hlut vel í kosningunum. í sveitarstjórnar- kosningum fengum við rúm 40% atkvæða í landinu öllu, en tæp 38% í alþingiskosningum. Enginn flokk- ur var í námunda við okkur um slík úrslit." Doði og kyrrstaða í málefnum höfuðborgarinnar „Tap í Reykjavík skyggði auðvit- að á. En það vill gleymast, að þar hlutum við góða kosningu, við nýjar aðstæður, eða 47% fylgi, en fimm flokkar, að viðbættum nokkrum flokksbrotum, hlutu 53%. Þau úrslit hafa ekki orðið Reykvíkingum til ávinnings, því doði og kyrrstaða ríkir í málefnum höfuðborgarinnar. Þangað var áður litið eftir frum- kvæði og nýjungum. Það var mat mitt þegar til hins sameiginíega framboðs var stofnað, að það yrði skammgóður vermir fyrir stjórn- málaflokkana á vinstri kantinum. Stjórnmálaflokkur, sem treystir sér ekki til að bjóða fram í eigin nafni í höfuðborginni eða finnur ekki til þess þörf, hlýtur fljótlega að þykja ótrúverðugur þar og eiga lítið sjálf- stætt erindi. Tel ég að allt hafi þegar gengið eftir. Er nú R-listinn í Reykjavík notaður sem höfuðröksemd þess, að leggja beri niður Kvennalistann, Þjóðvaka, Alþýðuflokkinn og Al- þýðubandalagið. Áður var það ein- att sagt, að byltingin æti börnin sín, en í þessu tilfelli er það kosn- ingabandalagið sem virðist ætla að eta foreldra sína. Verði því að góðu. í Alþingiskosningunum hélt Sjálfstæðisflokkurinn allvel sínu, en Alþýðuflokkurinn tapaði verulega vegna innbyrðis sundurþykkju og ótrúverðugrar kosningabaráttu. Var það ósanngjörn niðurstaða, því Alþýðuflokkurinn hafði staðið sig vel í stjórnmálasamstarfinu og átt dtjúgan þátt í að koma mörgu góðu til leiðar. Ríkisstjórnin hélt að vísu velli en með minnsta mögulegum meirihluta. Þótti mér mjög óráðlegt og lítil fyrirhyggja í að leggja í för til fjögurra ára með svo nauman stuðning við stjórnina í þinginu. Hafði framganga alþýðuflokks- manna í kosningunum einnig gert slíkan þingmeirihluta mjög ótrygg- an. Niðurstaða forystu flokksins og þingflokksins varð því sú að efna til samstarfs um landstjórn við Framsóknarflokkinn, ef sátt næðist um málefni, sem varð. Hefur það samstarf farið vel af stað og verður ekki annað fundið en það sé á heil- indum reist. Eru mörg helstu mál sem tekið er á í stjórnarsáttmála þegar farin vel af stað, og umræður um önnur lofa góðu. Löngum hefur framsókn sagt DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráð- herra, flytur setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. margt ófagurt um okkur sjálfstæð- ismenn og reynt sem víðast að setja fyrir okkur fótinn. í þennan hóp sagt, þá höfum við svo sannarlega oftar en ekki svarað í sömu mynt. Engu að síður náðum við greiðlega saman um samstarfssamning, enda forðast hvor flokkur að setja hinum nokkra afarkosti. Segja má að stjómarsáttmáli sé einskonar hjú- skaparsáttmáli, þar sem ástin komi ekki við sögu. Hann er fyrst og síð- ast verkefnaskrá flokka, sem setja stjórnmálalegan ágreining til hliðar og sameinast um það sem fært er, í þeim tilgangi að skapa farsæla landstjóm. Forystumenn þessara ólíku flokka gengu til verks ákveðn- ir í að flokkar þeirra myndu fylgja stjórnarsáttmála fast eftir og af full- um drengskap. Það hefur gengið eftir fram til þessa. Lofar það góðu.“ Erlendar raunskuldir hafa lækkað um 35 milljarða Davíð fjallaði einnig um efna- hagslegan uppgang í þjóðfélaginu og sagði m.a.: „Á næsta ári verður íslenska ríkið ekki rekið með halla. Það ætti alls ekki að vera nein sér- stök frétt. En það er mikil frétt og mikil breyting. í það 5V2 ár, sem við höfum haft forystu um land- stjórn hefur verðbólga verið að meðaltali um 3% 0g verður 2,5% á þessu ári. Það ætti ekki að vera frétt. En það hefur aldrei gerst áður, síðan til lýðveldis var stofnað, að verðbólga væri jafn lág, jafn lengi. Skuldir okkar erlendis höfðu hækkað jafnt og þétt. í tæp ljögur ár höfum við snúið þessu við og nú höfum við lækkað erlendar raun- skuldir okkar. Sem hlutfall af lands- framleiðslu hafa þær lækkað um 35 milljarða króna, eða um 24 millj- ónir á dag. Það eru 1.460 góð dags- verk á um 24 milljónir hvert.“ Davíð vék þessu næst að Evrópu- málum, annmörkum á aðild að Evr- ópusambandinu og sagði m.a.: „Stefnufesta í stjórnmálum hefur einkennt flokkinn okkar, og stefnu- festa er andstaða bæði við kreddu- festu og hentistefnu. Þeir flokkar eru til, sem telja sig hafa sérstaka framtíðarsýn umfram aðra, ef þeir flökta um í takt við tískubólur, geta slegið sér upp um stund, en leka niður um leið og loftið er úr bólunni. Við þekkjum mörg dæmi hér á landi,“ sagði Davíð. „Ávinningurinn af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hefur vissulega gengið eftir og þau áhrif sem okkur var lofað með honum hafa verið tryggð. Hitt ber að viður- kenna að reglugerðarflóðið og til- skipanaregnið er miklu meira en nokkurn óraði fyrir og útgjöld ís- lenska ríkisins miklu meiri en búist var við. Engar meginforsendur fyr- ir okkar ákvörðun hafa þó breyst og rökin standa óhögguð. Ég sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri stefnufastur flokkur. Það má ekki skilja svo, að ég telji það dyggð að festa sig í fari, ef forsendur breyt- ast. En stefnulegur hringlandi er engum til gagns. Stundum er sagt að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu og freista þess að losa okkur i aðildar- viðræðum við þá annmarka sem á aðild eru. Ég hef áður bent á, að hér fara menn með fals, að minnsta kosti þeir, sem eiga og mega þekkja til. Sjávarútvegskommissar Evr- ópusambandsins, sem var hér á ferð á dögunum, áréttaði þetta sjónar- mið. Hún sagði aðspurð, að þeir sem héldu slíku fram, væru annað tveggja draumóramenn eða ósann- indamenn. Evrópusambandið hefði jafnan sýnt, að það gæti verið sveigjanlegt um aðlögunartíma og um minniháttar sérhagsmuni þjóða en engar varanlegar undanþágur gætu fengist frá meginatriðum eins og hinni sameiginlegu fiskveiði- stefnu. Ibúar þeirra þjóða, sem síðast gengu í Evrópusambandið, telja nú margir sig hafa verið blekkta og hrædda til inngöngu. Óánægja Svía er víðfræg. Það var því fróðlegt að hlusta á ágæta ræðu sænska for- sætisráðherrans, þegar hann var hér á dögunum. Því miður virtist einn merkasti hluti ræðunnar fara framhjá íslenskum íjölmiðlum. Sænska forsætisráðherranum mæltist m.a. svo í lauslegri þýðingu: „Og svo kemur spurning mín, sem við verðum að velta vel fyrir okkur í Svíþjóð. Ef stefnan í pen- ingamálum færist upp á yfirþjóðlegt plan eins og hér er lýst, þýðir það þá ekki líka að ijármálastefnan verði að færast upp á sama plan? Já eða nei. Ef við segjum nei, það þarf ekki að þýða það, þá eru eng- STÖRF landsfundar hefjast kl. 91 dag en þá sitja allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins fyrir svörum fram til hádegis. Kl. 14.15 flytur Kjartan Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, skýrslu um flokks- starfið og skipulagsmál flokksins. Þvínæst verður framsaga um stjórnmálaályktun landsfundarins og umræður um hana. Kl. 15.15 hefjast umræður undir dagskrárl- in vandamál eftir því sem ég sé. Ef við segjum já, þá þýðir það í raun að við verðum að byija að innheimta skatta í Evrópusam- hengi. Þá þurfum við þing sem tek- ur ákvarðanir um skatta á Evrópu- plani. Og þing eru jú þjóðkjörin. Ef svarið við spumingunni verður já, þá snýst málið um, að Evrópska myntsambandið muni í reynd þróast í eitthvað sem smám saman verður evrópskt sambandsríki. Og þá breytist eðli ESB-samstarfsins úr því að vera samstarf milli landa og tekur á sig nýja mynd með þjóð- kjörnu Evrópuþingi, sem hefur heimild til að innheimta skatta. Þessa umræðu hefur skort í Sví- þjóð. Enginn hefur spurt þessara spurninga, hvorki í Svíþjóð né í öðrum Evrópulöndum. Svarið mun sennilega smám saman koma fram í umræðunni. En svo mikið get ég sagt, að gengi Svíþjóð í Evrópska myntsambandið, og við létum hjá líða að benda á hættuna á því að þá gæti Evrópusambandið þróast í sambandsríki í framtíðinni, og sú yrði síðan raunin, þ.e. að ESB yrði smám saman sambandsríki, þá gætu iðnum Einstaklingsfrelsi-jafnrétti í reynd. Geir H. Haarde, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, Birna Friðriksdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, Árni Sigfússon borgarfulltrúi og Elsa Valsdóttir, formaður Heimd- allar, flylja framsöguræður. Kl. 18 taka svo starfshópar til starfa. Opið hús verður fyrir landsfundar- fulltrúa í sal Kiwanis að Engjateigi 11 í kvöld. Fyrirspumartími ráðherra menn komið og sagt: Guð ininn góður, hvers vegna sögðuð þið ekk- ert fyrr? Hvers vegna bentuð þið ekki á, að svona mundi þetta fara?“ Þetta var einkar athyglisverður kafli í ágætri ræðu sænska forsæt- isráðherrans, en af einhveijum ástæðum fór hann framhjá íslensk- um fjölmiðlum, eins og fyrr sagði. Það hefur hins vegar gerst síðan þessi ræða var flutt, að forseti Evr- ópuþingsins hefur sagt Svíum að þeir eigi ekkert val - þeim verði skylt að ganga í Evrópska myntsam- bandið, uppfylli þeir skilyrði. Stang- ast þetta á við það, sem sænski for- sætisráðherrann gekk út frá í sinni ræðu. Ofangreind sjónarmið kynnti ég í þjóðhátíðarræðu 1995 eins og margir muna og þótti þá sumum of langt gengið, en hinir sömu segja fátt, þegar dijúgur stuðningsmaður Evrópusambandsins orðar sömu hugsun. Við íslendingar höfum tryggt stöðu okkar í Evrópu og þau áhrif sem við þurfum. Fyrir forgöngu og öflugastan atbeina Sjálfstæðis- flokksins erum við þátttakendur í öllum mikilvægustu alþjóðlegu stofnunum sem varða hag vestræns lýðræðisríkis, hvort sem það snýst um öryggi eða efnahag.“ Þeir sem óttast um arðinn geta andað rólega Davíð vék einnig að sjávarút- vegsmálum og sagði m.a.: „Til að nýta landhelgina sem best höfum við valið leið hinna framseljanlegu, ótímabundnu veiðiheimilda og gildir það um flesta fiskistofna. Útgerða- raðilar hafa beinan hag af því að stilla veiðum í hóf og með viðskipt- um þeirra í milli má ná fram hag- kvæmni og sveigjanleika. Tekist hefur að stöðva ofveiði og mikil hagræðing hefur orðið í íslenskum útgerðarfyrirtækjum, sem flest eru nú mun betur rekin en áður var lenska í þeirri grein. Að sumra dómi er ein afleiðing þessarar aðferðar sú, að nú sé hætta á að arður og hagnaður kunni að skapast í sjávarútvegi, og hafa margir, ekki síst sósíalistar, af því verulegar áhyggjur. Hafa menn prédikað nokkuð ákaft fyrir nýju kerfí, sem þó hefur hvergi verið útfært þannig að séð verði að það gangi upp. Hugsunin virðist vera sú að sjávarútvegurinn eigi að verða leiguliði ríkisins - frá honum megi ná stórkostlegum íjármunum, sem honum verði bætt upp með myndar- legum gengisfellingum og komið verði í veg fyrir óhjákvæmilega óðaverðbólgu með brögðum, sem enn á eftir að útskýra hver séu. Sjávarútvegur í heild er nú rekinn í kringum núllið en botnfiskvinnslan engist sundur og saman. Þeir sem óttast um arðinn geta því andað rólega enn um sinn. Alþýðuflokkur- inn, sem hefur gert þessa stefnu að trúaratriði, undi hins vegar glað- ur við sitt, þegar bæjarútgerðir víða um land sóttu ómældar ijárhæðir árlega í rekstur sinn til skattgreið- enda. Þeir börðust gegn okkur sjálf- stæðismönnum hér í Reykjavík þeg- ar við snérum taflinu við og stuðluð- um að því að í höfuðborginni var stofnað öflugt útgerðarfyrirtæki, sem greiðir í borgarsjóð en merg- sýgur hann ekki. Hitt er annað mál, að enginn ágreiningur er um að nytjastofnar á Islandsmiðum eru í sameign þjóðarinnar, og verða allir, jafnt útgerðarmenn sem sjó- menn, að lúta þeim ákvörðunum, sem löggjafinn tekur hveiju sinni um þá. I þau rúm fimm ár, sem Sjálfstæðisflokkur hefur leitt ríkis- stjórn og jafnframt farið með sjáv- arútvegsmálin, hefur sjávarútveg- inum verið gert að taka á sig mik- inn kostnað, sem ríkið greiddi áður vegna þjónustu við hann. Hefur sjávarútvegur á þessu tímabili verið látinn greiða þúsundir milljóna króna í þessu skyni.“ Útgjöld til landbúnaðar hafa lækkað um ríflega 40% Davíð sagði einnig í ræðu sinni að miklar breytingar hefðu orðið í málefnum landbúnaðar. Ríkisút- gjöld til landbúnaðarmála hefðu í í I K I » L I i { Ci ( « c c c l c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.