Morgunblaðið - 11.10.1996, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.10.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 17 VIÐSKIPTI Málþing í tilefni af tíu ára afmæli Útflutningsráðs Islands var haldið í gær Áranguraf útflutningi iðnað- arvamings oft vanmetinn Morgunblaðið/Kristinn FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grimsson, Páll Sigur- jónsson, formaður stjórnar Útflutningsráðs íslands og Friðrik Pálsson, forsljóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, tóku þátt í málþingi Útflutningsráðs. MAREL hefur á síðustu tólf mánuð- um bætt við álíka mörgu starfsfólki og því sem verður bætt við í álverinu eftir stækkun. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarssonar, þróun- arstjóra Marels hf., á málþingi sem Útflutningsráð íslands stóð -fyrir í gær í tiiefni af 10 ára afmæli ráðsins. Hörður sagði ennfremur að árang- ur í útflutningi tæknibúnaðar og annars iðnaðar væri oft vanmetinn þvi iðulega væri miðað við veltutölur þegar vöruútflutningur íslenskra fyr- irtækja væri skoðaður. „Ekki er tek- ið tillit til þess að þær iðnaðarvörur, sem byggja að miklu leyti á sölu á þekkingu, valda mjög litlum innflutn- ingi á meðan aðrar greinar þurfa oft umtalsverðan innflutning til sinnar starfsemi, það eru í raun nettó tölur sem skipta mestu máli en ekki heild- ar útflutningsupphæðin." Að sögn Harðar er eitt það mikil- vægasta til þess að útflutningur á tæknivörum haldi áfram að vaxa og dafna það að tryggja framboð vel menntaðs fólk, bæði á sviði raun- greina og markaðsmála. „Sá fjárs- kortur sem Háskóli íslands starfar við í dag er því verulegt áhyggju- efni.“ Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, flutti ávarp á mál- þinginu. í máii hans kom fram að það væri mikilvæg skylda forsetans að veita Útflutningsráði liðsinni með m.a. betri nýtingu opinberra heim- sókna líkt og mörg önnur ríki gera. Áður hafí verið skýr skil á milli inn- og útflutningsfyrirtækja. Þetta væri mikið að breytast og nánast allt at- vinnuiífið uppspretta gjaldeyristekna og skil á milli inn- og útflutnings væru orðin óljós. Á málþinginu störfuðu fímm vinnuhópar sem fjölluðu um ýmsar hliðar íslensks atvinnulífs og framtíð- arhorfur þess. í niðurstöðum vinnuhópanna kom fram, að til þess að auka arðsemi fyrirtækja þarf að auka einkavæð- ingu opinberra fyrirtækja og minnka ríkisumsvif. Menntakerfíð verði áfram ríkisrekið en dregið úr ríkisaf- skiptum á sviði fjarskipta, fjármála- þjónustu og heilbrigðismála. Auka frelsi erlendra fjárfesta Hlutverk stjómvalda verði áfram að stefna að stöðugleika í verðlagi og gengi og tryggja að rekstrarskil- yrði íslenskra fyrirtækja séu ekki lak- ari heldur en hjá samkeppnisþjóðum. íslenski hlutabréfamarkaðurinn var til umræðu og komu fram hug- myndir um að rýmka þyrfti reglur sem um hann giltu. Einnig væri nauðsynlegt að greina betur á milli Verðbréfaþingsins og Opna tilboðs- markaðarins og gera OTM áhuga- verðari fyrir fjárfesta. Stjómvöld gætu m.a. aðstoðað atvinnulífíð með skattaívilnunum vegna hlutaíjár- kaupa. í vinnuhóp sem fjallaði um bætta samkeppnisstöðu íslenskra fyrir- tækja á heims- og heimamörkuðum kom fram að óhjákvæmilegt væri að auka frelsi erlendra fjárfesta á ís- landi og þar væri sjávarútvegurinn ekki undanskilinn. Annað gæti haml- að útrás innlendu fyrirtækjanna. í niðurstöðum allra vinnuhópanna er komið inn á mikilvægi menntunar fyrir íslenskt atvinnulíf. Að styðja þurfí við bakið á verkmenntun í land- inu og markaðssetja viðskiptamennt- un betur, sem ekki væri í nægjanleg- um tengslum við atvinnulífíð. Tungu- málaþekking landsmanna væri of lít- il og þyrfti skólakerfíð að breyta ýmsu í forgangsröðun tungumála og kenna þyrfti fleiri tungumál í ís- lensku skólakerfí. Niðurstöður vinnuhópanna verða teknar saman og gefnar út í sér- stakri skýrslu sem dreift verður til opinberra stofnana, hagsmunasam- taka og fleiri aðila. Deutsche Telekom fær keppni Bonn. Reuter. TVÆR stærstu almenningsveitur Þýzkalands, RWE AG og Veba AG, og Cable & Wireless í Bret- landi hafa ákveðið að taka höndum saman í Þýzkalandi og mynda voldugt mótvægi gegn einokun Deutsche Telekom. Öflugt netkerfí RWE og Veba nær til langflestra stórborga Þýzkalands og nýja fyrirtækið mun veita Deutsche Telekom harða samkeppni með alhliða þjón- ustu. „Samstarf okkar við Cable & Wireless á þýzkum markaði mun eflast með bandalagi okkar og RWE,“ sagði stjómarformaður Veba, Ulrich Hartmann. RWE og sameignarfyrirtæki Veba og C&W — Vebacom — verð- ur eitt voldugasta bandalagið, sem stofnað hefur verið til á þýzkum fjarskiptamarkaði. Fyrirtækin munu sameina allt fjarskiptakerfi sitt í Þýzkalandi í nýtt fyrirtæki, Netco. RWE, sem er stærri almenning- sveita en Veba AG, mun eiga 51% í Netco. Annað fyrirtæki, Servco, á að annast vöruþróun og þjón- ustu. Vebacom — sem C&W á 45% í — mun eiga 51% í Servco. Veba mun eiga 25% í RWECOM deild RWE. Vebacom og RWE munu stjórna fyrirtækjunum með tilstyrk stjórn- unarfyrirtækis, sem fær höfuð- stöðvar í Dusseldorf. Lífleg viðskipti á hlutabréfamarkaði LÍFLEG viðskipti voru á hlutabréfa- markaði í gær og seldust hlutabréf fyrir tæpar 100 milljónir króna að markaðsvirði, sem eru óvenjulega mikil viðskipti á einum degi, en al- gengt er að viðskipti með hlutabréf á degi hveijum nemi 20 til 30 millj- ónum króna. Hlutabréfavísitalan í lok dagsins hafði hækkað um hálft prósent í 2.231,21 stig og hefur ekki áður orðið jafn há. Langmestur hluti viðskiptanna fór fram á Verðbréfaþinginu en þar seldust hlutabréf fyrir tæpar 88 milljónir króna að markaðsvirði í 33 viðskiptum. Viðskipti með hlutabréf á Opna tilboðsmarkaðnum námu rúmum tíu milljónum til viðbótar í ellefu tilvikum. Nafnverð hlutabréf- anna sem skiptu um eigendur var tæpar 25 milljónir króna. Stærstu einstöku viðskiptin í gær voru með hlutabréf í SR-mjöli, 10 milljónir króna að nafnvirði sem seldust á genginu 4 eða fyrir 40 milljónir króna að markaðsvirði. Það er sama gengi og var á hlutabréfum í félaginu í viðskiptum í gær, en í viðskiptum síðar um daginn hækk- aði gengið í 4,10. Næst stærsta sala dagsins var á hlutabréfum í KEA. Seld voru hluta- bréf að nafnvirði 5 milljónir króna á genginu 2,45. Það er hækkun frá síðustu viðskiptum sem voru á geng- inu 2,20. ALMENIMT FISKMARKAÐUR BREÐAFJARÐAR Kennitala 601191 - 1219 • Norðurtanga • 355 Ólafsvík ÚTBDÐSFJÁRHÆÐ ALLT AÐ 15.□□0.000 KR.j AB NAFNVERÐl t Útboðstímabil: 21. október 1996 til 21. febrúar 1997 Gengi 1. söludag 1,3 Umsjón nteð utboði Fjárfestingarfélagið Skandia hf Hægt er að nálgast útboðslýsingu hjá Fjárfestingarfélaginu Skandia hf. og Fiskmarkaði Breiðafjarðar hf. Skandia LÖQC3ILLT VERDBRÉFAFYRIRTÆKI LAUGAVEGI 170 • SlMI 540 50 SO • FAX 540 50 B1 < Eldavél Competence 5001 F-w: 60 sm -Undir -og yfirhiti, blástursofn, blástursgrill, grill, geymsluskúffa. Uppþvottavel Favorít 676 w 6 þvottakerfi AQUA system Fyrir 12 manns Verö stgr. 53.926,- w03Si> Undir- borðsofn Competence 511 E-w Undir- og yfirhiti, grill og blásturl. Verð ster. 69.990, Verð Þvotfavél Kæhskapur, KS.7231 Neltólítrar, kælir: 302 I, orkunotkun 0,6 kwst á 24 tímum hæS 155 sm breidd 60 sm dýpt 60 sm Lavamat 9205 VinduhraSi 700/1000 + áfanga -vindingu,tekur 5 kg., sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orku -sparnaSar forskrift, UKS kerfi (jafnar tau í tromlu fyrir vindingu), sér hnappur tfppijp fyrir viSbótar- §LJ1 J| skolun, orku- ;SjV notkun J; 2,0 kwst Þrigfffa dra á lengsta kerfi '’^ElT ÞVOTTAVÉLUM Vesturland: Málningarþjónustan Akranesl, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Quönt Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.BúöardalVeatflröir: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafirðl. Norðurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetnlnga, Blönduósi. Skagfiröingabúð, Sauðárkróki. KEA bygglngavörur, Lónsbakka. Akureyri.KEA, Dalvlk. KEA, Slglufiröl Kf. Þingeyinga.-Húsavlk.Urö. Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafiröi. Verslunin Vlk, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, ! Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn. Suðurland: Mosfell. Hellu. Árvirklnn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubœjarklaustrl. Brimnes, Vestmannaeyjum. i Reykjanos: Stapafell, Keflavik. Rafborg, Qrindavlk. Hðnnun: Gunnar Steinþðfíson / FÍT / 00-08.96-024B

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.