Morgunblaðið - 11.10.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.10.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 23 Orozco, Tiravanija og L.A. Angelmaker í Nýlistasafninu SÝNING á verkum myndlistar- mannanna Rirkrits Tiravanijas og Gabriels Orozcos verður opnuð í Nýlistasafninu 12. október næst- komandi kl. 20. Um er að ræða samvinnuverkefni listamanna, sem koma sérstaklega hingað til lands til þess að vinna að verkefninu og verða þeir viðstaddir opnun sýning- arinnar. Vegur þessara listamanna hefur farið ört vaxandi á undan- förnum árum. Verk þeirra eru mjög eftirsótt til sýningarhalds um þess- ar mundir og hafa verið sýnd víða um heim. Tiravanija, fæddur 1961, er af tælensku bergi brotinn en er búsett- ur í New York. Verk hans fjalla um samskipti og matur leikur þar stórt hlutverk. Hann eldar mat fyr- ir sýningargesti og býður þeim. Skemmst er að minnast verks hans á „Do it“ sýningunni á Kjarvalsstöð- um fyrr á þessu ári þar sem eldað- ur var matur með sterkri engifer- lykt sem fyllti sýningarsalinn og dró að sýningargesti. Tiravanija segir að listin sé fyrir alla og það er eldamennska hans líka. Orozco, fæddur 1961, er frá Mexíkó og er nú búsettur í Berlín. Vettvangur hans er jafnt náttúran Þjóð- skjalasafn sýnirteikn- ingar André Devys ÞJÓÐSKJALASAFN íslands opn- ar sýningu á teikningum franska arkitektsins André Devys af Flug- höfn Reykjavíkur frá árinu 1933 í nýrri sýningarstofu í Safnahús- inu við Hverfisgötu, í dag, föstu- dag, kl. 17. Flug Balbos var kveikjan Á fjórða áratugnum var um það rætt í fullri alvöru á alþjóðavett- vangi að á Islandi yrði í náinni framtíð miðstöð flugs yfir Atlants- hafið, norðurleiðina. Hafði Balbo flugmálaráðherra Ítalíu meðal annars viðdvöl hér á landi í frægu hópflugi frá Evrópu til Bandaríkj- anna sumarið 1933 í því skyni að kanna þessa leið og skilyrði á ís- landi. Flug Balbos varð kveikjan að prófverkefni André Devys sem þá var að ljúka námi í byggingarlist við Fagurlistaháskólann í París. Gerði hann fullkomnar teiknigar af flughöfn á íslandi, útliti henn: ar, umhverfi og innra skipulagi. I dag vekja þær athygli fyrir það hve nútímalegar þær eru og fram- sýnar. Teikningar þessar hafa ekki áður verið sýndar hér á landi. Gaf teikningarnar 1982 Devys gaf teikningar sínar hingað til lands árið 1982 eftir að spurst hafði verið fyrir um þær. Hafa þær síðan verið í vörslu sam- gönguráðuneytisins. Á síðasta ári voru teikningarnar afhentar Þjóð- skjalasafni Islands til varanlegrar varðveislu. André Devys lést fyrir nokkrum árum og var þá á níræðisaldri. • SIGURÐUR Skúlason hefur tekið við hlutverki því, sem Helgi Skúlason fór með í leikriti Karls Ágústs Úlfssonar, í hvítu myrkri, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Næsta sýning er í kvöld, föstu- dagskvöld. „SLEEPING dog“ eftir Gabriel Orozco. sem götur borga sem hann ferðast til. Efnið sem hann notar er gjarnan hlutir, drasl, jarðefni eða iðnaðarúr- gangur sem á vegi hans verður. Sjálfur segir hann: „Mikilvægi hlut- ar er ekki að finna í hlutnum sjálf- um og notagildi hans heldur í sam- hengi hans við aðra hluti.“ Hann býður oft áhorfendum að taka þátt í að skapa verkin með sér. Gestur í setustofu Nýlistasafns- ins er bandaríski listamaðurinn og rithöfundurinn L.A. Angelmaker, „UNTITLED (Free)“ eftir Rirkrit Tiravanija. fæddur 1962, sem starfar í New York. Verk hans fjalla gjarnan um listina sjálfa og hvaða hlutverki hún gegnir í menningu okkar. Verk hans í Nýlistasafninu er hluti af verkefni sem hann nefnir „illustrati- ons“ þar sem hann sýnir ljósmynda- glærur sem hann hefur notað til þess að myndlýsa tímaritsgreinar sínar um myndlist. Safnið er opið daglega frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur 27. októ- ber. Draugar fortíðar KVIKMYNPIR Kvikmy ndahátíð Háskólablós og DV kvikmyndahátíð SKRIFTUNIN („LE CONFESSIONAL") ★★'/2 Leiksljóri og handritshöfundur Robert Lepage. Kvikmyndatöku- stjóri Alain Dostie. Tónlist Sacha Puttnam. Aðalleikendur Lothaire Bluteau. Patrick Goyette, Jean- Louis Millette, Kristin Scott-Thom- as, Ron Burrage: kana- dísk/frönsk/bresk 1995. OPNUNARMYND kvik- myndahátíðar í Háskólabíói ger- ist á tveimur tímaskeiðum. Árið 1989, og segir þá af uppeldis- bræðrum í Québec, málaranum Pierre (Lothaire Bluteau), sem kominn er til heimaborgar sinnar frá námi í Kína, til að vera við- staddur útför föður síns, og Marc (Patrick Goyette), sem er töku- barn, og á hraðleið á botninn. Þeir grafast fyrir um rætur Marcs og sú leit færir þá aftur til ársins 1952 þegar Álfred Hitchcock (Ron Burrage) vann við tökur myndarinnar I Confess í borg- inni. Myndin gerist síðan nokkuð jöfnum höndum í samtímanum og í kringum tökur Hitchcocks sem geyma leyndarmálið um upp- runa Marcs. Það gengur upp og ofan að skila þessu forvitnilega og mynd- ræna efni á tjaldið. Taka og klipp- ing er vönduð og oftar en ekki listilega vel unnin, ekki síst tíma- og atburðatengingar, sem sýna metnað og hæfileika. Hugmyndin að baki Skriftunarinnar er í sann- kölluðum Hitchcock-anda úthugs- uð og myrk en skilar sér ekki sem skyldi í nánast fráhrindandi fram- vindu þar sem meiri áhersla er lögð á myndræna úrvinnslu en grípandi atburðarás. Skriftunin fjallar, líkt og I Confess um trúar- leg málefni, þagnarheiti Kaþólsku kirlqunnar, sektarkennd, drauga- gang úr fortíðinni og niðurstaðan er býsna óvænt. Myndin er lengst af fjarræn og ópersónuleg en síð- an kemur þessi skínandi góði loka- kafli og leysir hnútinn. Sögurnar tvær fá, eftir allt saman, rökréttan en jafnframt nokkuð óvæntan endi eftir að áhorfandinn hefur verið dreginn út á viðsjárverðar brautir sem af stendur lymskuleg- ur óhugnaður. Skriftunin kemst vel til skila á tímum Hitchcocks, spenna eykst í kyrrlátu bæjarsam- félagi, kvikmyndagerðarmennim- ir Iýsa laglega því róti sem kemur á íbúana vegna nærveru Holly- wood-stjamanna. Sú mynd sem dregin er upp af Québec sam- tímans er öllu nöturlegri, gerist einkum í veröld utangarðsmanna í klámiðnaði og eiturlyfjum. For- vitnileg, ljót, en ristir ekki djúpt. Leikhópurinn er nánast kanadísk- ur og stendur sig þokkalega. Tæknilega vel gerð og oft forvitni- leg, jafnan metnaðarfull, en nær sjaldan umtalsverðum tökum á áhorfandanum. Sæbjörn Valdimarsson McDonald's og KSÍ bjóða hepptium vinningshafa á leik Islands og Irlands á Irlandi þann 10. nóvember nk. Getraunaseðlar íylgja með Stjörnumáltíðum og landsleikstilboði hjá McDonald’s til 27. október. VILTU VINNA FERÐTIL cöáeo \RLANDS?1 (Y\ Mcponaids niH ý •0 Liturinn gullinn, skorpan stökk, bragðið Ijúffengt tJOCKEY Jockey THERMAL nærfötin eru úr tvöföldu efni. Innri hluti efnisins er til helminga úr polyester og viscose en ytri hlutinn er úr hreinni bómull. Þetta tryggir THERMAL nærfötunum einstaka einangrun og öndun. Athugið, fást einnig langerma. SÖLUSTAÐIR: Andrés, Skólavörðustíg • Ellingsen, Ánanaustum Hagkaup, Kringlunni • Hagkaup, Skeifunni Hagkaup, Kjörgarði • Max húsið, Skeifunni Fjarðarkaup, Hafnarfirói • Samkaup, Hafnarfirði Vöruland, Akranesi • Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi Heimahornið, Stykkishólmi • Dalakjör, Búðardal Kaupfélag Vestur Húnvetninga, Hvammstanga Haraldur Júlíusson, Sauðárkróki Hagkaup, Akureyri • Sannir herramenn, Akureyri Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum KASK, Höfn Hornafirði • Kaupfélag Árnesinga, Hvolsvelli Kaupfélag Árnesinga, Selfossi Kaupfélag Árnesinga, Vestmannaeyjum Grund, Flúðum • Palóma, Grindavík • Hagkaup, Njarðvík Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. sími 552 4333 ARGUS&ORKIN /SÍA DSQ42

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.