Morgunblaðið - 11.10.1996, Síða 24

Morgunblaðið - 11.10.1996, Síða 24
run -!S 3PP r íi^ROT'^n r r íttto AmTTPö^ 24 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Grísk kvöld í Hafnarborg Norræn lestrarkeppni VEGURINN er vonargrænn, skemmtikvöld með grískri tón- list og fróðleik um land og þjóð, eru nú haldin í Hafnarborg í Hafnarfirði, en þau voru haldin í Hlaðvarpanum síðasta vetur. Tónlistarflutningur er í höndum Sifjar Ragnhildardóttur söng- konu, Þórðar Arnasonar gítar- leikara og Jóhanns Kristinsson- ar píanóleikara en Eyrún Ólafs- dóttir túlkar texta á táknmál. Sigurður A. Magnússon er sögu- maður á kvöldunum og flytur ýmsan fróðleik um Grikkland og tónskáldið og baráttumann- inn Mikis Theodorakis, en dag- skráin er byggð á verkum hans. Á myndinni má sjá Sigurð, Sif og Eyrúnu við flutning dag- skrárinnar í Hafnarborg. í BYRJUN nóvember verður hald- in lestrarkeppni í öllum grunnskól- um á Norðurlöndum. Þetta fram- tak, sem nýtur stuðnings Norrænu ráðherranefndarinnar, er til komið að frumkvæði íslendinga. Hlið- stæð keppni var haldin hér á landi árið 1993. Keppnin heitir Mímir - stóra norræna lestrarkeppnin. Markmið keppninnar er að auka lestur norrænna bóka sem veitir innsýn í sögu og menningu þjóð- anna. Lesturinn á að fara fram dagana 4.-17. nóvember 1996 og nær til allra grunnskólanema. Keppt er í þremur aldurshópum. Á meðan keppnin stendur yfir munu flest heimili á Norðurlönd- um tengjast keppninni á einn eða annan hátt. Keppnin felst í því að nemend- ur lesa sem flestar bækur frá Norðurlöndum, þar á meðal ís- lenskar. Eftir lesturinn vinnur hver bekkur úr því efni sem nem- endur hafa kynnt sér. Sköpunar- gleðin á að fá að njóta sín á vegg- spjaldi, sem verður framlag bekkjarins til keppninnar ásamt lista yfir lesnar bækur. Hver skóli velur síðan vinningsveggspjöld og sendir til íslensku keppnis- stjórnarinnar. Á íslandi verða veitt þrenn verðlaun í hveijum aldurshópi. Verðlaunaafhending fer fram um miðjan janúar 1997. Hvert land sendir síðan þrjú vegg- spjöld í lokakeppnina. Sameigin- leg dómnefnd Norðurlanda mun velja einn vinningshafa í hverjum aldurshópi og verða úrslitin kynnt á stórri bókmenntahátíð í Sta- vangri, Noregi, um miðjan febr- úar á næsta ári. Sigurverðlaun verða afhent í mars 1997. Fulltrúar frá móðurmáls- kennurum, skólastjórum, sveitar- félögum, menntamálaráðuneyti, bókaútgefendum, fjömiðlum og bókavörðum skipa nefnd sem stað- ið hefur að undirbúningi keppninn- ar allt síðastliðið ár. Þessir sömu fulltrúar munu einnig skipa ís- lensku dómnefndina. Um þessar mundir er verið að kynna keppnina í grunnskólum allra Norðurlanda. Verkfefnisstjóri keppninnar á íslandi er Garðar Gíslason. Með bjartsýnina í farteskinu Saga franska rithöfundarins og heimspekingsins Voltaires um Birt- ing hefur oft veríð sögð ein fyndnasta saga sem skrífuð hefur veríð. Hafnarfjarðarleikhúsið, Hermóður og Háðvör, frumsýnirí kvöld nýja leikgerð af þessarí sögu sem Halldór Laxness þýddi um miðja öldina. Þröstur Helgason brá sér á æfíngu og ræddi við aðstandendur sýningarinnar sem segja að það hafi veríð mikil áskor- un að setja Birting á svið. Morgunblaðið/Golli „HANN var framúrskarandi greinargóður en nokk- uð einfeldningslegur í lund án þess þó að vera vit- leysingur," segir í sögunni um Birting sem hér sést (Gunnar Helgason) ásamt fræðara sínum og bjart- sýnisspekingnum, Altungu (Sigurþór Albert Heimisson). „VIÐ sjáum þennan einfeldning, sem hefur nánast óbilandi trú á að allt stefni til hins betra í heiminum, standa frammi fyrir hverj- um voðaatburðinum á fætur öðrum, eins og blóðugri styrjöld, náttúruhamförum og sjó- slysum.“ Erling Jóhannesson í hlutverki veg- ins portúgalsks hermanns. „HANN VAR svona bláskjár," segir Gunnar Helgason um Birting sem hann leikur í uppfærslu Hafnarfjarð- arleikhússins á samnefndri gaman- sögu frá átjándu öld eftir Frakkann Voltaire. „Já, eða eins og segir í sög- unni sjálfri," heldur Gunnar áfram, „hann var framúrskarandi greinar- góður en nokkuð einfeldningslegur í lund án þess þó að vera vitleysingur. Birtingur lærir á ferð sinni um heim- inn. Hann leggur af stað með það að augnamiði að finna hamingjuna, að fínna það besta í heiminum, „besta heiminn". Og hann er fullviss um að hann muni finna það sem hann leitar að því hann er með bjartsýnina í farteskinu, bjartsýnisspekina sem fræðari hans og heimspekingur, Al- tunga, hefur kennt honum. En hann rekur sig sífellt á. Heimurinn er full- ur af hinu illa, fullur af skúrkum og illmennum, misrétti, ranglæti og óhamingju. Að endingu kemst hann að þvi að „besti heimurinn" er ekki til, að hver og einn verði að búa hann til sjálfur, að hver maður skap- ar sinn heim, sína hamingju." Afmáið ósómann Voltaire (1694-1778) hét réttu nafni Fran<;ois-Marie Arouet og var franskur að ætt og uppruna. Eins og svo marga aðra frá þessum tíma er erfitt að binda Voltaire á einhvern einn bás; hann var skáldsagná- og leikritahöfundur, ljóðskáld, sagn- fræðingur, gagnrýnandi, háðsádeilu- höfundur og vígapenni mikill, siða- predikari, fréttaritari en kannski umfram allt heimspekingur. Hann var einn af helstu boðberum upplýs- ingarinnar. Hann var dáður í kreðs- um framfarasinnaðra og fijálslyndra Parísarbúa en var dæmdur í fangelsi af afturhaldssömum valdhöfum fyrir háðsádeilukvæði um þá árið 1717. Árið 1725 var hann svo dæmdur í útlegð fyrir sömu sakir og dvaldi í Englandi í fjórtán ár; á þeim tíma kynntist hann hugmyndum Lockes og Newtons sem höfðu mikil áhrif á skrif hans upp frá því. Voltaire var ötull baráttumaður gegn hefðarvaldinu svokallaða sem sagði til um að konungar sætu við stjóm og þæðu vald sitt frá guði, hafnir yfir gagnrýni og afskipti þegn- anna. Hann boðaði aukið fijálslyndi í stjómmálum. Voltaire barðist einnig gegn áhrifum kirkjunnar; trú á guði er heilaspuni prestanna, sagði hann. Kirkjan og kennimennimir vom full af hræsni og yfírdrepsskap og skila- boð heimspekingsins voru skýr: „Afmáið ósómann.“ Voltaire var skynsemistrúarmaður og beitti sér gegn hvers konar hindur- vitnum og hjátrú. Besta vopnið í þeirri viðleitni var, að hans mati, fræðsla alþýðunnar og er sagan Birt- ingur (útg. 1759), sem sumir hafa viljað kalla heimspekirit í skáldsögu- formi, einn angi hennar og kannski sá áhrifamesti. Bókin er skrifuð sem leiðbeining til almennings um það hvemig eigi að veijast gegn hinu illa í heiminum, hvernig eigi að Iifa af í vondum heimi með skynsemina að vopni. Bókin dregur hinar ýmsar stofnanir þjóðfélagsins sundur og saman í háði, svo sem kirkjuna, aðal- inn og borgarastétt Parísar. Birtingur er bjartsýnisbjálfinn mikli sem verður fyrir barðinu á viðsjálum heiminum en hann er ekki sá eini því að hinir bölsýnu fá einnig á snúðinn. Skyn- semin ein stendur heil á eftir. Ótrúlegmstu uppákomur Ásamt Gunnari eru Erling Jóhann- esson og Hilmar Jónsson höfundar leikgerðarinnar af Birtingi sem sýnd verður í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Erling leikur auk þess í verkinu og Hilmar er leikstjóri þess. Aðspurðir segja þeir að það hafi vissulega verið eilítið ógnvekjandi verkefni í fyrstu að breyta Birtingi í leikrit. „Sagan hefur hálfan heiminn að sögusviði“, segir Hilmar, „Birtingur ferðast frá Evrópu til Ameríku, og fram og aftur um þær álfur báðar. Hann lendir í ótrúlegustu uppákomum, til dæmis í stríði þar sem fleiri þúsund manns liggja eftir í valnum. En það er ein- mitt þetta langa og viðburðaríka ferðalag sem gerir söguna svona spennandi verkefni." Erling tekur undir þetta með Hilm- ari og segir að sagan sé áskorun fyrir leikhúsfólk. „Hún reynir á öll svið leikhússins. Það eru til nokkur hundruð leikgerðir af Birtingi út um allan heim; leikrit, ballettar, söngleik- ir, óperur, brúðuleikhús, bamaleik- hús, teiknimyndir og hvaðeina; verkið er því til í ótal útgáfum þar sem menn hafa farið ýmsar leiðir við að koma sögunni tii skila. Okkur þótti hins vegar mesta áskorunin fólgin í því að segja bara söguna alla, að fara í gegnum hana frá fyrstu blað- síðu til þeirrar síðustu. Auðvitað hef- ur þurft að þjappa textanum saman og skera niður á nokkrum stöðum - til dæmis þessa þijú þúsund eðlis- fræðinga sem koma við sögu, tvö þúsund hermenn og fímm þúsund lík - en það er mikil ögrun í því fólgin að fara þessa leið. Og bókin býður í raun og veru upp á þetta; hún er öll mjög myndræn, skýr í framsetningu og næf sem gefur leikhúsfólki tæki- færi til að leika sér svolítið með hana.“ „Það sem er dæmigert fyrir þenn- an skýra framsetningarmáta," bætir Hilmar við, „er hvað andstæðurnar á milli heims- og lífssýnar Birtings og veruleikans eru glöggar í sög- unni. Aðstæðurnar sem Birtingur lendir í eru alltaf dregnar upp á mjög myndrænan og leikrænan hátt í bók- inni; þannig sjáum við þennan ein- feldning, sem hefur nánast óbilandi trú á að allt stefni til hins betra í heiminum, standa frammi fyrir hveij- um voðaatburðinum á fætur öðrum, eins og blóðugri styrjöld, náttúru- hamförum og sjóslysum. Þessir árekstrar á milli trúar og veruleika eru dregnir svo skýrum dráttum í bókinni að það er alveg upplagt að sýna þá á sviði. Og svo er auðvitað áskorun út af fyrir sig að reyna að koma þessu til skila á sviðinu þannig að það verði jafn fyndið og í bók- inni. Það hefur kannski verið okkar helsta verkefni. Einnig lögðum við upp með það að gera ástarsögunni skil, sögunni um leit Birtings að ást- inni sinni, Kúnígund, sem verður svo eins konar táknmynd leitarinnar að hamingjunni í verkinu, að hinum „besta heimi“.“ Þremenningarnir segja að þeir hafi notið góðra krafta margra bestu leikhúsmanna landsins við að koma upp þessari sýningu. Leikmynd gerir Finnur Arnar Arnarsson, lýsing er í höndum Bjöms B. Guðmundssonar, brúður gerir Katrín Þorvaldsdóttir, búningahönnun er í umsjá Þórunnar Jónsdóttur og tónlist semur og flytur Hákon Leifsson. Auk Gunnars og Erlings eru leik- endur í sýningunni Jóna Guðrún Jónsdóttir, Sigurþór Albert Heimis- son, Björk Jakobsdóttir, Jón Stefán Kristjánsson og Halla Margrét Jó- hannesdóttir. Að auki koma fram félagar úr Háskólakórnum í sýning- unni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.