Morgunblaðið - 11.10.1996, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.10.1996, Qupperneq 29
2 8 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ATHYGLISVERÐ SETNIN G ARRÆÐ A DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti afar athyglisverða ræðu við setningu fjölmenns og glæsilegs landsfundar flokksins síðdegis í gær. Setningarræða formanns Sjálfstæðisflokksins vakti ekki sízt eftirtekt vegna þess, að í henni fjallaði hann um nokkur meginmál, sem lítt hafa verið til umræðu á vettvangi Sjálfstæðisflokksins um skeið, þ.á m. þær umræður, sem fram hafa farið um veiðileyfagjald. Um þetta mál sagði formaður Sjálfstæðisflokksins m.a.: „Tek- izt hefur að stöðva ofveiði og mikil hagræðing hefur orðið í íslenzk- um útgerðarfyrirtækjum, sem flest eru nú mun betur rekin en áður var lenska í þeirri grein. Að sumra dómi er ein afleiðing þessarar aðferðar sú, að nú sé hætta á, að arður og hagnaður kunni að skapast í sjávarútvegi og hafa margir, ekki sízt sósíalist- ar af því verulegar áhyggjur. Hafa menn prédikað nokkuð ákaft fyrir nýju kerfi, sem þó hefur hvergi verið útfært þannig, að séð verði að það gangi upp. Hugsunin virðist vera sú, að sjávarútvegur- inn eigi að verða leiguliði ríkisins - frá honum megi ná stórkost- legum fjármunum, sem honum verði bætt upp með myndarlegum gengisfellingum og komið verði í veg fyrir óhjákvæmilega óðaverð- bólgu með brögðum, sem enn á eftir að útskýra hver séu. Sjávar- útvegur í heild er nú rekinn í kringum núllið en botnfiskvinnslan engist sundur og saman. Þeir sem óttast um arðinn geta því and- að rólega enn um sinn.“ Þótt Morgunblaðið sé ekki sammála formanni Sjálfstæðisflokks- ins um þetta efni fagnar blaðið því, að hann hefur tekið máiið til umræðu í landsfundarræðu sinni og þar með sett það á dag- skrá landsfundarins sjálfs. Þetta er í samræmi við yfirlýsingu, sem Davíð Oddsson gaf í ríkissjónvarpinu 3. apríl 1995 en þá sagði hann m.a.: „Hins vegar hef ég aldrei trúað því að ég væri alvitur og því miður eru mörg dæmi um, að maður hafi verið býsna óvitur í ýmsum málum eins og margir aðrir. En ég vil leyfa og ýta undir umræður af þessu tagi um brýnustu hagsmunamál þjóðarinnar . . . Eg finn að í mínum flokki eru mjög margir góð- ir, hollir og fínir flokksmenn, sem hafa aðrar skoðanir á veiðileyfa- gjaldinu en ég hef og sem meirihluti flokksins hefur haft á lands- fundum. Það er ekki nema sjálfsagt að þær umræður eigi sér stað þar og ef svo fer að meirihluti flokksins samþykkir veiðileyfa- gjald þá ber mér sem öðrum að laga mig að þeirri stefnu flokks- ins. Maður vill auðvitað leiða sinn flokk en í mörgum tilfellum þarf maður einnig að lúta niðurstöðu meirihlutans." Með ummælum sínum í setningarræðunni á landsfundi hefur formaður Sjálfstæðisflokksins fylgt eftir þeirri yfirlýsingu sinni að hann vildi ýta undir umræður um þetta mál á vettvangi Sjálf- stæðisflokksins. Það er sérstakt fagnaðarefni og væntanlega grípa landsfundarfulltrúar nú tækifærið til þess að efna til víðtækra umræðna og skoðanaskipta um málið. Á fyrri landsfundum hefur komið fram, að hugmyndir um veiði- leyfagjald njóta töluverðs stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins. Á síðasta landsfundi fyrir þremur árum kom t.d. fram í málefna- nefnd tillaga um, að endurgjaldslaus úthlutun aflaheimilda til lít- ils hóps fyrirtækja og einstaklinga samræmdist ekki þeirri grund- vallarreglu, að fiskistofnar væru sameign þjóðarinnar. Þessi til- laga var felld í málefnanefnd með 52 atkvæðum gegn 26, sem sýndi auðvitað umtalsverðan stuðning við hana. Þegar tillagan var borin fram á landsfundinum sjálfum var samþykkt eftir harð- ar umræður að vísa henni til umfjöllunar miðstjórnar, sem væntan- lega gerir þá þessum landsfundi grein fyrir þeirri umfjöllun. Ann- að dæmi um stuðning innan Sjálfstæðisflokksins við einhvers konar gjald vegna nýtingar fiskimiðanna er samþykkt þings Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna, sem haldið var í ágúst 1991, þar sem bent var á, að með úthlutun veiðiheimilda væri verið að út- hluta takmarkaðri auðlind og því væri eðlilegt að innheimta sér- stakt hlunnindagjald til þess að standa straum af kostnaði við þjónustu, sem sjávarútvegsfyrirtækin nýta. Þá hefur formaður Sjálfstæðisflokksins sjálfur sett fram íhugun- arverðar hugmyndir til þess að tryggja virkni þeirra lagaákvæða, að fiskistofnar skuli vera sameign þjóðarinnar. í sjónvarpsþætti hinn 17. apríl 1991 sagði Davíð Oddsson m.a. um nýtingu útgerð- armanna og sjómanna á fiskimiðunum: „Það má hins vegar ekki gerast þannig að ákvæði fyrstu greinar verði marklaust. Eg tel, að rétt væri að breyta stjórnarskránni þannig að löng hefð geti ekki breytt þessum þætti.“ Það er mikill áfangi í baráttunni fyrir því, að þjóðin fái sann- gjarna greiðslu fyrir rétt útgerðarmanna, takmarkaðs hóps þjóðfé- lagsþegna, til þess að nýta sameiginlega auðlind, að þetta stóra mál skuli nú vera komið á dagskrá Iandsfundar Sjálfstæðisflokks- ins. Hver og einn getur haft sína skoðun á afstöðu formanns Sjálfstæðisflokksins til málsins en allir hljóta að fagna því, að hann skuli hafa tekið frumkvæði að því að umræður hefjist um það á vettvangi flokksins. Eins og Morgunblaðið hefur margsinnis haldið fram á undan- förnum árum er Sjálfstæðisflokkurinn sá vettvangur þjóðfélagsum- ræðna, þar sem raunveruleg málamiðlun getur farið fram á milli ólíkra sjónarmiða um nýtingu fiskistofnanna. Væntanlega hefst sú vinna fyrir alvöru á þessum landsfundi. ASÍÐASTLIÐNU ári, nánar tiltekið í október, voru fluttir ijórir þættir í Ríkisútvarpinu um Jón Leifs. Hefur þáttahöfundur, Hjálmar H. Ragnars- son, sannarlega verið ötull við að kynna tónlist Jóns Leifs um víða grundu_ og getum við verið stolt af því framtaki hans. í allflestum tilfellum hefur tekist mjög vel til við kynningu þessa og hefur hún vakið áhuga á Jóni Leifs og umræðu um líf hans og starf. Ég efast ekkert um að það hefði verið honum á móti skapi að við yngri menn á bráðum 100 ára ártíð hans höldum nafni hans Iifandi með blaðaskrifum - þó svo þau geti orðið dálítið „ómstríð“ á stundum. í framhaldi af þáttunum urðu nokkur blaða- skrif (Mbl. 11. nóv, 22. nóv. og 28. nóv. 1995) milli Jóns Þórarinssonar og Hjálmars um áreið- anleika upplýsinga - og ekki síst túlkun heim- ilda sem Hjálmar styðst við. í greinum sínum tveimur (Mbl. 11. og 28. nóv. 1995) rakti Jón Þórarinsson nokkur atriði úr þáttunum sem hann hafði athugasemdir við og standa þær að mínu mati fullkomlega ennþá. í sumar sem leið fékk ég tækifæri tii að hlusta á þættina í Ríkisútvarpinu til að gera mér betur grein fyrir því sem sagt var og á hvern hátt. Nú þegar þættirnir hafa verið endurfluttir án leiðréttingar sé ég ástæðu til að nefna nokkur ákveðin atriði, og þá helst það atriði að Páll ísólfsson hafi átt einhvern þátt í því að Jón Leifs sendi ekki inn kantötu á Alþingishátíðina 1930. Um leið vil ég benda á að ýmsar heimild- ir eru til sem ég tel nauðsynlegt að taka tillit til í þessari umíjöllun. Það að klippa út setningu með rangfærslu við endurflutning útvarpsþáttar lít ég ekki á sem leiðréttingu. Eftir stendur fullyrðing úr fyrstu þáttunum - og orð höfundar í svargrein sinni um að hljómsveit sú er lék á Alþingishátíðinni hafi verið „dönsk-íslensk“ eins og hann vildi víst sagt hafa. Benda má á að næstum nákvæm- lega sama setning og sögð var í útvarpsþáttun- um um að hljómsveitin hafi verið dönsk stendur í íslenskri þýðingu á ritgerð Carl-Gunnars Áhlen um Jón Leifs sem birtist Lesbók Morgunblaðsins 8. og 15. september 1990: „Var Hátíðarkantat- an svo flutt með mikilli viðhöfn á Þingvöllum sumarið 1930 þar sem afar fjölmennur kór söng ljóðin við undirleik danskrar sinfóníuhljómsveit- ar ...“ en það skrifast að sjálfsögðu ekki á þátta- höfund! Þrátt fyrir nokkra danska aðstoðarmenn þá var það Hljómsveit Reykjavíkur sem lék á hátíðinni eins og Jón Þ. hefur bent á. En um leið og þáttahöfundur leiðréttir ekki þær rang- færslur sem bent hefur verið á, þá leggur hann „nafn sitt sem fræðimanns" (hans eigin orð) að veði. Ég tek undir athugasemdir Jóns Þórarinsson- ar og segi þáttahöfund hafa tekið sér visst skáldaleyfí - jafnvel heilmikið - í túlkun sinni á umsögnum erlendra blaða um tónleikana í Kaupmannahöfn árið 1938. Það þarf góðan vilja og fijótt ímyndunarafl til að komast að sömu niðurstöðu og Hjálmar. En nú að aðalatriðinu. U ndirbúningur Alþingishátíðarinnar í marsmánuði 1925 skipaði ríkisstjórnin þriggja manna nefnd til að gera tillögur um framkvæmdir og ráðstafanir á Þingvöllum vegna hinnar væntanlegu Alþingishátíðar árið 1930. Árið 1927 var svo að auki valin þriggja manna nefnd til að finna hátíðarljóð en í henni sátu dr. Sigurður Nordal, Árni Pálsson og dr. Guð- mundur Finnbogason. Á sama tíma voru valdir fimm menn til að gera tillögur um lög við hátíð- arljóðin og um önnur söngmál hátíðarinnar, en þeir voru: Sigfús Einarsson, Jón Laxdal, Árni Thorsteinsson, Jón Halldórsson og Páll ísólfs- son. Sigfús Einarsson var síðar skipaður söng- stjóri hátíðarinnar 22. maí 1928 en í „ritnefnd" voru skipaðir Páll ísólfsson, Emil Thoroddsen og Þórarinn Jónsson þ. 6. júní sama ár. Þegar tónlistarnefndin var skipuð höfðu undirbúnings- nefndinni borist þijú bréf frá Jóni Leifs þar sem hann óskaði eftir að koma til íslands með þýska hljómsveit til að annast hljóðfæraleik á hátíð- inni. Því var alfarið hafnað. Ég tel að í þessarí höfnun sé að finna ástæðu þess að Jón Leifs tók ekki þátt í Alþingishátíðinni 1930. Árið 1926 fór Jón Leifs heilmikla frægðarför til Noregs, Færeyja og íslands með Fílharmon- íuhljómsveit Hamborgar og um svipað leyti var á íslandi farið af alvöru að ræða skipulag tónlist- armála á Alþingishátíðinni. í gleði sinni yfir framtaki sínu og velgengni við að koma með hljómsveit til íslands taldi Jón sér alla vegi færa. En samskipti Jóns við hátíðarnefndina urðu ekki til að auka hróður hans, hvorki hjá undirbúningsnefndinni sjálfri né tónlistarnefnd- inni eins og síðar á eftir að kom fram. Um kantötu Jóns Leifs og hátíðina íslenskum tónskáldum barst tilkynning um samningu kantötu við hátíðarljóð Alþingishátíð- arinnar í byijun september 1928. I framhaldi af því barst undirbúningsnefnd hátíðarinnar bréf frá Jóni þar sem hann biður um ljóðin og segir m.a.: „ ... Ef ljóðaflokkurinn er þannig að mig fýsir að semja lag við hann, þá vildi eg beiðast þess að mega gera tillögur um hvernig sam- keppni tónskáldanna verður hagað.“2 Jóni var ekki nóg að fá ljóðin eins og öðrum Líklega með það í huga Þessar heimildir, sem raktar eru hér tala sínu máli, segir Bjarki Sveinbjömsson, og segír að hafí einhver reynst Jóni Leifs vel á lífsleiðinni, hafí það verið Páll ísólfsson. tónskáldum; hann vildi einnig fá að hafa áhrif á tilhögun keppninnar. En þá þegar, nokkrum mánuðum áður, hafði Jón Leifs komist að þeirri niðurstöðu að undirbúningsnefndin hefði hafnað honum. í bréfi til ís- lands, dagsett 2. maí 1928, skrifar Jón Leifs m.a.: „Eg hlaut að Iíta á aðgerðir nefndarinnar sem beina tilraun til þess að útiloka mig alveg bæði sem hljómstjóra_ og tónhöfund úr tón- menntalífi íslendinga. Eg hlaut að ganga út frá því vísu að nefndin vissi að eg þurfti ekki nema opin- bert umboð íslenzkra yfirvalda til þess að annast hljómslátt 1930 til þess að eg fengi þann stuðning héð- an, sem gerði mér allar framkvæmd- ir færar... En eg hlaut einnig að ganga út frá því vísu að nefndin vissi að eg get ekki komið til greina sem tónskáld 1930 á þeim grundvelli sem nefndin hefur skapað.“s Mikill var vegur Jóns og mikil voru örlög hans. Það að undirbúningsnefndin gekk ekki að þeim óskum Jóns Leifs að taka að sér hljóðfæra- leik með þýskri hljómsveit á Alþingishátíðinni og að hann fengi ekki að vera með í ráðum - eða vægast sagt ráða hvernig tónlistarmálum yrði háttað á hátíðinni - virtist að mati Jóns koma í veg fyrir að hann yrði þátttakandi í hátíðinni sem tónskáld. Jón hefur eflaust rakið raunir sínar við sína nánustu enda barst Sigfúsi Einarssyni bréf frá einum velvildarmanna Jóns, Kristjáni Albertssyni, um aðild Jóns að hinni væntanlegu Alþingishátíð. Kristján biður Sigfús þess m.a. að Jón Leifs fái að stjórna hljómsveit- inni á Þingvöllum. Fram kemur í bréfinu að það er skrifað án vitundar Jóns. Kristján skrifar í lokin: „... Mér hefir alltaf þótt óskemmtileg sund- urþykkjan milli J.L. og ykkar heima, ég geng þess ekki dulinn hveija sök á þar að máli skap- lyndi hans, en ég myndi fagna því að hún eydd- ist og samvinna tækist... J.L. hefir nú dvalið á annan áratug í höfuðlandi tónlistarinnar og helgað henni mikla hæfileika og eldheitan áhuga. Hann hefur átt örðugt uppdráttar sakir þess að hann er útlendingur í landi sem á fjölda hljóm- listarmanna fram yfir þarfir sínar.“4 Hér kemur ýmislegt fram sem ber að athuga. Kristján er með getgátur þess efnis að líklega muni skaplyndi Jóns eiga þátt í þeirri „sundur- þykkju“ sem sé milli Jóns og tónlistarmanna á Islandi. Jón áleit sig yfir öll íslensk tónskáld hafinn hvað varðaði kunnáttu sína og gæði tón- smíða sinna, eins og Sigfús hefur eftir Jóni sjálfum í tilvitnuninni hér að neðan. Ánnað athyglisvert kem- ur einnig fram í bréfi Kristjáns og það er ástæðan fyrir því hvers vegna Jón hafi átt „örðugt upp- dráttar" í Þýskalandi, þótt það komi þessum skrifum ekki beint við. Þjóðveijar áttu nóg af vel menntuðu tónlistarfólki sem enga atvinnu hafði. Því var ekkert öðru- vísi háttað í Þýskalandi en á ís- landi, eða í öðrum löndum, að yfir- leitt gengu heimamenn fyrir í störf, og var beinlínis barist fyrir því síð- ar á íslandi að útlendingar gengju ekki í störf sem heimamenn gætu sinnt. En hveiju svaraði Sigfús þessari málaleitan Kristjáns? Eftir að hafa rakið hvernig söngmálum hátíðarinnar var hátt- að frá upphafi skrifar hann: „Nú leyfi jeg mjer að spyija yður: Teljið þjer líklegt, að Jón Leifs vildi eða þætt- ist geta tekið að sjer stjórn kantötunnar eftir alt, sem hann hefir sagt um það mál í bijefum og blöðum? Getið þjer ennfremur búist við því, að hann vildi hafa afskifti af hinum gömlu lög- um (historiskum konsert), úr því að hann virti ekki einu sinni söngmálanefndina svars, er hún skrifaði honum um þau (24. nóv. f.á.) - fyr en 4. mars þ.á. og svaraði þá loks alveg út í hött. Og haldið þjer að síðustu, að hann mundi kæra sig um að stjórna flutningi nýrra tíma tón- smíða, íslenskra (sennil. eftir ýmsa höfunda), úr því að hann álítur, að „önnur listræn og þjóð- leg tónverk eru ekki til en þau verk, sem jeg (þ.e. Jón Leifs) hefí samið og mun semja“? Jeg efast um það. - En sem sagt, hljómstjóri eða hljómstjórar verða ekki skipaðir nú þegar. Þegar til þess kemur, stafar Jóni engin hætta af „óvild“ frá minni hálfu, því að hún er ekki til. Samúð eða andúð mundi og engu ráða um tillögur mín- ar í þeim efnum sem hjer er um að ræða. Hitt er annað mál að Jón hefir sjálfur á ýmsan hátt - með bijefum sínum til undirbúningsnefndar- innar o.fl. o.fl. komið því til leiðar, að það hlýt- ur að vera vafamál hvort ráðlegt væri eða fært að bera fram tillögu um aðstoð hans. Það gæti helst bjargað ef frá Jóns hendi kæmi tónverk eftir hann sjálfan sem tekið yrði til flutnings."5 Athyglisverð er síðasta setningin í tilvitnun- inni hér að ofan. Jón var sjálfur búinn að fyrir- gera rétti sínum til þátttöku í hátíðinni. Þar sem undirbúningsnefndin taldi sig ekki geta gengið að kröfum Jóns þá smátt og smátt dvínaði áhugi Bjarki Sveinbjörnsson Páll ísólfsson Jón Leifs hans á að taka þátt í hátíðinni. Þann 9. janúar 1929 skrifar Jón Páli ísólfssyni bréf þar sem ræðir um kvæðin en segir svo: „Mér persónulega er ekki neitt áhugamál sem þetta snertir því að mjög óvíst er hvort eg tek þátt í samkeppninni; mun þó skyldunnar vegna skrifa hátíðamefndinni um það, til þess að ganga úr skugga um hvort skilyrði til þátttöku minnar eru gefin eða ekki.“s Það var semsé „Jón allur“ sem var falur, ekki eingöngu verk frá honum. Nú leið að hausti og skilafresturinn var í nánd. í september skrifaði Jón svo tónlistar- nefndinni svohljóðandi bréf sem að mínu mati skýrir raunverulega stöðu málsins. „Háttvirta nefnd! Því miður get eg ekki tekið þátt í samkepninni um tónsmíð við Þingvallaljóð Davíðs Stefánssonar. Að vísu hef eg í smíðum kantötu fyrir blandaðan kór og litla sinfóníu- hljómsveit við sjö kvæði úr hátíðarljóðum Dav- íðs, en eg hefi ekki getað starfað að tónsmíðum um sumarmánuðina og verður verkið ekki full- klárað fyrr en í desember, sennilega. Skyldi nefndin óska að láta athuga verk mitt, þá er það velkomið og nægja í rauninni þeir kaflar, sem nú eru fullgerðir í partítur, til þessa að gefa hugmynd um tónstílinn og gildi verksins."7 Hinn 27. september árið 1929 var bréfið frá Jóni Leifs tekið fyrir til umsagnar í tónlistar- nefndinni og í dagbók Sigfúsar segir: „Bijef frá Jóni Leifs til umsagnar. Tilkynning um að hann hafi í smíðum kantötu við 7 kafla úr hátíðarljóð- um Davíðs. Býst við að verkið verði „fullklárað“ „í desember sennilega“. Kveðst skuli senda verk sitt til athugunar ef nefndin óski. Tjáði fram- kvæmdastjóri að þessu boði Jóns væri sjálfsagt að taka og lofaði hann að síma Jóni þegar, að hann sendi handrit sitt til sendiráðs íslands í Kaupm.höfn.8" Framkvæmdastjóri sendi síðan Jóni Leifs sím- skeyti þar sem hann óskaði eftir að hann sendi handrit sitt í sendiráðið. Viðbrögð Jóns við þess- ari ósk voru þau að hann skrifaði sendiráðinu bréf þar sem kemur fram hversu klofinn Jón Leifs var í samskiptum við fólk. Hann var hinn auðmýksti í ofangreindu bréfi til nefndarinnar, en síðan ekkert nema hortugheitin í hennar garð í bréfi sínu til sendiráðsins. í því segir m.a.: „Háttvirtur sendiherra! Frá framkvæmdarstjóra Alþingishátíðar 1930 fékk eg símskeyti með beiðni um að senda yður þá kafla af kantötu minni op. 13 við 7 af hátíðar- Ijóðum Davíðs Stefánssonar, sem fullkláraðir væru. Eg leyfi mér því virðingarfyllst að spyij- ast fyrir um hvaða fyrirmæli þér hafið fengið um þetta, þ.e. hvað þér munduð gera við handri- takaflana. Eg óska ekki að taka þátt í samkeppni um slíka tónsmíð, enda ógerlegt, þar sem að eins 3 kaflar af 7 eru tilbúnir í partítur. Öðru máli gegnir ef á að skera úr hvort æskilegt sé að eg klári verkið í tæka tíð og að það verði flutt á hátíðinni. Hver ætti að athuga það atriðið? Eg get ekki fallist á að veita þeim mönnum úrskurðarvald í þeim efnum, sem ekki geta tal- ist hlutlausir í minn garð eða líta á hinn fornís- lenzka þjóðlagastíl tvísöngva og rímna sem ólist- rænan „barbarisma“.“9 Ástæða þess að Jón var beðinn að senda hand- ritið í sendiráðið var sú að Sigfús var á förum til Danmerkur með önnur handrit sem borist höfðu í keppnina. Framhaldið þekkja menn. Það er að framansögðu ástæðulaust að túlka persónuleg skrif Jóns Leifs til móður sinnar í þá átt að Páll ísólfsson hafi á nokkurn hátt komið í veg fyrir þátttöku Jóns Leifs sem tón- skáld á hátíðinni - eins og Hjálmar les út úr tilvitnun í bréf Jóns Leifs til móður sinnar. Þessar heimildir sem raktar eru hér að framan tala sínu máli. Hafi einhver reynst Jóni Leifs vel á lífsleiðinni þá var það Páll ísólfsson - og efast ég ekkert um að Hjálmar sé sammála því. En þeir voru ekki alltaf sammála um tón- list og er ekkert saknæmt i því. Það er rétt hjá Hjálmari að þættirnir fjölluðu um Jón Leifs en ekki Pál, en það var engin ástæða að fjalla um Jón Leifs á kostnað Páls né annarra. En enginn tekur frá Jóni lífsstarf hans sem tón- skáld og baráttumaður fyrir réttindum tón- skálda og er full ástæða til að undirstrika það hvar sem er. Ég er samt ekkert viss um að það sé tónlist Jóns Leifs til framdráttar að hinn „raunverulegi Jón Leifs“ sé dreginn upp á yfir- borðið - allra síst á þann hátt að gera lítið úr samferðamönnum hans, því það yrði aðeins gert „líklega með það í huga“ ... Heimildir: 1 Fyrirsögnin er brot úr setningu sem fram kemur í útvarpsþáttum Hjálmars H. Ragnarssonar um Jón Leifs. 2 Bréf skrifað í Reykjavík 31. október 1928 til undir- búningsnefndar Alþingishátíðar 1930. 3 Bréf skrifað í Baden Baden 2. maí 1928. Ekki er ljóst til hvers það er skrifað en upphafsorðin eru „Hátt- virtur landi“. 4 Bréf til Sigfúsar Einarssonar dags. í Paris, 17. júní 1928. 5 Úr bréfasafnj tónlistamefndar Alþingishátíðar. 6 Bréf til Páls ísólfssonar: Dresden, þ. 9. janúar 1929. 7 Til undirbúningsnefndar Alþingishátíðar 1930; Travemiinde, 13. september 1929 8 Úr dagbók Sigfúsar Einarssonar v. Alþingishátíðar- innar. 9 Bréf til sendiráðsins í Kaupmannahöfn dags. 7. okt. 1929. Höfundur er tónfræðingur. Utanríkisráðherra í umræðu um veiðileyfagjald á Alþingi Útilokar ekki að sjávar- útvegur muni greiða meira til samfélagsins HALLDÓR Ásgrímsson ut- anríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að hann útilokaði ekki, að sá dag- ur muni koma, er sjávarútvegurinn greiði meira til samfélagsins en nú. Verið var að ræða þingsályktun- artillögu um veiðileyfagjald sem Ágúst Einarsson flutti ásamt öðrum þingmönnum þingflokks jafnaðar- manna. Halldór sagðist telja að allur al- menningur í landinu nyti mjög góðs af þeim umskiptum sem orðið hafa í íslenzkum sjávarútvegi í hærri laun- um, hærri tekjum. „Ég tel að sjávarútvegurinn eigi að borga eðlilega skatta. Hann gerði það ekki hér áður fyrr að öllu leyti. Hann borgaði minna en ýmsir aðrir og gerir það enn t.d. í formi trygg- ingagjalds. Ég tel eðlilegt að við nýtum þennan bata til að samræma þetta. Ég er hins vegar enn þeirrar skoðunar, að skuldir sjávarútvegsins séu það miklar, að þarna verðum við að ná meiri árangri. Ég er líka þeirr- ar skoðunar, að við höfum ekki náð þeim árangri, sem við þurfum að ná í sambandi við uppbyggingu fiski- stofnanna og þess vegna sé ekki kominn sá tími, að hagnaður í sjávar- útvegi sé orðið eitthvert sérstakt vandamál. Ég tel að arðurinn af auðlindinni sé ekki svona mikill eins og hér er verið að láta í skína. Ég hef hins vegar ekkert útilokað það, að sá dagur muni koma, að sjáv- arútvegurinn greiði meira til samfé- lagsins. Það verður að vera viðfangs- efni á hveijum tíma. En að taka slíka ákvörðun í dag tel ég ótímabært. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að ný réttindi, til dæmis eins og nýr síldarstofn, geti kallað á nýjar að- ferðir í úthlutunum, á nýjar nálgan- ir. Það er ekki rétt að útiloka neitt í þeim efnum. En ég tel það vera rangt, að gefa það í skyn, sem ég vona að sé ekki vísvitandi, að arðurinn af sjávarút- vegi sé orðinn svo stórkostlegur, að það sé hægt að leggja niður tekju- skattinn. Arður af veiðum eykst Ágúst Einarsson mælti fyrir þing- sályktunartillögunni, en hún miðar að því, að Alþingi álykti, að taka beri upp veiðileyfagjald. Með veiði- leyfagjaldi sé átt við gjaldtöku í tengslum við úthlutun veiðiheimilda fyrir afnot af sameiginlegri auðlind. Forsætisráðherra skipi nefnd til að undirbúa löggjöf um þetta efni. í nefndinni eigi sæti fulltrúar frá öllum þingflokkum og helztu samtökum útgerða, sjómanna, fiskvinnslu og annarra aðila atvinnulífsins. í tillög- unni er gert ráð fyrir, að nefnd þessi skili áliti fyrir marzlok 1997 og verði frumvarp um veiðileyfagjald lagt fyrir á vorþingi 1997. í máli sínu lagði Ágúst áherzlu á, að með bættum hag sjávarútvegs- ins sé arður af fiskveiðum að aukast ár frá ári, og ef takast muni að halda þannig á málum á næstu árum, að kjörnýting náist á fiskistofnunum við landið auk hámarkshagræðingar í útgerðinni, muni þessi arður geta vaxið í 20-30 milljarða. Þetta hafí hagfræðingar sýnt fram á að raun- hæft sé. Það sé því augljóst, að mati Ágústs, að sjávarútvegurinn er og muni verða fær um að greiða hluta þessa arðs til samfélagsins, jafnvel verði hugsanlegt að afnema tekjuskatt einstaklinga, sem nemur á þessu ári um 16 milljörðum króna. Almenningur í landinu hafi heimt- ingu á því að fá að njóta góðs af fiskveiðiarðinum, þar sem hún sé r Halldór Ágúst Asgrímsson Einarsson iMmmí Mæ&sB Jón Baldvin Steingrímur J. Hannibalsson Sigfússon lögum samkvæmt eigandi auðlindar- innar. Það sé því mikið óréttlæti í því fólgið, að fámennum hópi manna sé úthlutaður rétturinn til að nýta auðlindina endurgjaldslaust. Nú þeg- ar greiddu nýir aðilar í útgerð fyrir veiðiheimildir, að vísu ekki í sameig- inlegan sjóð landsmanna heldur til annarra útgerðarmanna sem fá veiðiheimildunum úthlutað ókeypis á hveiju ári. Ágúst sagði veiðileyfagjald munu staðfesta þjóðareign fiskimiðanna og stuðla að skynsamlegri framþróun í efnahagsmálum. Þegar efnahags- stefnan er sú, að halda gengi sem stöðugustu, verðbólgu sem lægstri og að freista þess að aðrar atvinnu- greinar byggist upp við hlið sjávarút- vegs. Veiðileyfagjald sé því eðlilegt og rökrétt framhald þjóðarsáttar um jafnvægi og stöðugleika í efnahags- málum. „Stærsta mál til aldarloka" í sínu innleggi til umræðunnar sagði Jón Baldvin Hannibalsson, sem er einn flutningsmanna tillög- unnar, spurninguna um upptöku veiðileyfagjalds vera „stærsta mál dagskrár íslenzkra þjóðmála það sem eftir er á þessari öld“. Jón Baldvin sagði þetta mál snúast um það, að grundvallarat- vinnuvegir þjóðarinnar, sjávarútvegur og land- búnaður, séu hnepptir í viðjar ríkisforsjár og skömmtunarkerfa, og svipað eigi við um orku- búskap og ríkisfjármál- in að miklu leyti. í þessu kerfi, sem byggi á því að úthluta nýtingarrétt- inum á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar til fámenns hóps manna, sem leiði til þess að þeir megi leigja, selja, arf- leiða og veðsetja þessi skömmtuðu fémæti án þess að greiða neitt fyr- ir. Grundvallarspurn- ingin sé sú, hvort menn ætli að réttlæta það, að ríkið skammti aðgang- inn að meginauðlind þjóðarinnar og búa þannig til mikil verð- mæti handa fáum út- völdum, án þess að al- menningur fái nokkuð í sinn hlut af þeim arði, sem af þessum verð- mætum vaxi. Allt annað sé útfærsluatriði. „Fyrirsögn“ „Tillagan er fyrirsögn,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, Alþýðubanda- lagi. „Fyrirsögnin er veiðileyfagjald; í einhverri mynd, í einhveiju fonni á að leggja á veiðileyfagjald, en að öðru leyti er málið sett í nefnd,“ sagði Steingrímur. Þannig sé tillagan e.k. óútfýllt ávísun. Flutningsmenn til- lögunnar gefi sér bæði forsendur og niðurstöður þeirrar vinnu, sem nefndinni skal falið: Að sett skuli á veiðileyfagjald. Hvemig það skuli gert sé hins vegar ekki sagt. Sam- kvæmt tillögunni sé boðið upp á sjö valkosti um aðferðir til að leggja á veiðileyfagjald, en ekki gert upp á milli þeirra. Hver sé raunveruleg stefna þingflokks jafnaðarmanna sé því óljóst. Það sem Alþýðubandalags- mönnum þyki gagnrýniverðast við kvótakerfið væru leiguviðskiptin með kvótann, kvótabraskið, sem nú við- gengist. Stefna Alþýðubandalagsins sé að það beri að taka gjald fyrir þessi viðskipti með kvótann, en eigin- legj; veiðileyfagjald, sem legðist ofan á gildandi kvótakerfi leysi engan vanda. Aðeins grundvallaruppstokk- un fiskveiðistjórnunarkerfisins myndi megna að uppræta meinsemd- ina, sem aðallega sé fólgin í kvóta- braskinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.