Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ALÞJÖÐA GEÐHEILBRIGÐISDAGURINN
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 3S
Fordómar
Á VEGUM ESB hef-
ur verið unnið að áætl-
un sem miðar að því
að allir fatlaðir njóti
sömu tækifæra og aðr-
ir, án tillits til fötlunar
sinnar. Einn hluti þess-
arar áætlunar fjallar
um „eflingu sjálfstæðis
geðsjúkra“ og hefur
sérstakur vinnuhópur
frá 10 Evrópulöndum
unnið að því verkefni.
íslendingar urðu þátt-
takendur í verkefninu
í_ upphafí þessa árs.
Áætlunin nefnist
HELIOS. Vinnuhópur-
inn sem fjallaði um
málefni geðsjúkra setti sér það
markmið í upphafi að vinna „Líkan“
þar sem fram kæmu þeir þættir
stefnu og þjónustu sem álitnir eru
mikilvægir varðandi eflingu sjálf-
stæðis geðsjúklinga. Einn af þeim
þáttum sem þar er fjallað um er
fordómar gagnvart geðsjúkum.
í því sambandi kemur upp í hug-
ann grein sem ég las fyrir nokkrum
árum þar sem móðir ungs geðklofa-
sjúklings segir frá. Þessi móðir byij-
ar á að lýsa tilfinningum tengda-
móður sinnar þegar yngsti sonur
hennar veiktist skyndilega 18 ára
gamall, árið 1951, og var lagður inn
á geðsjúkrahús, og hafði verið þar
síðan. Hún ber síðan saman missi
móður sinnar, sem missti einkason
sinn þegar hann var að læra að
fljúga. „Mér fannst þá, og fínnst
enn, að missir tengdamóður minnar
hafi verið enn hörmulegri. Móðir
mín gat talað um son sinn við vini
sína og vissi að hann
hafði dáið við að gera
það sem hann hafði
haft gaman af.
Því væri öðruvísi
farið með tengdamóð-
urina. Hún talaði aldrei
um soninn sem hafði
verið „fjarlægður",
eins og hún orðaði það.
„í upphafi þegar vinir
og ættingjar spurðu
um hann komu einhver
óljós svör og umræð-
unni var fljótlega eytt.
Að því kom að hann
var gleymdur af öll-
um.“
Þessi móðir heldur
síðan áfram frásögn sinni. „Mér
datt hinsvegar aldrei í hug að 30
árum seinna myndu ég og maðurinn
minn heyra aftur þetta hræðilega
Höfuðáherzlu þarf,
segir Sigurrós
Sigurðardóttir,
að leggja á meðfædda
reisn einstaklingsins.
orð „geðklofi" og þá um son okkar,
son sem hafði verið íþróttamaður,
mjög góður nemandi og það sem
var kannski mikilvægast af öllu,
hamingjusamur og elskulegur ein-
staklingur“.
Hún segir að þótt mikil breyting
hafí átt sér stað frá því er mágur
hennar var sendur í burtu til að lifa
það sem eftir var æfinnar á geð-
sjúkrahúsi, vanti samt enn mikið á
að tekist hafí að eyða fordómum
varðandi geðsjúka. Það sé nógu
erfítt að horfast í augu við sjúkdóm
sonar síns þó að fordómar samfé-
lagsins bætist ekki ofan á.
Hún bendir á að á undanförnum
áratugum hafí meðferð og umönn-
un geðsjúklinga breyst gífurlega
mikið. Meðferðin hefur færst út
fyrir stofnanirnar í æ ríkari mæli,
út í samfélagið. En við þróun þjón-
ustunnar verði að forðast þætti sem
ala af sér eða auka fordóma.
En hvaða atriði þurfum við að
hafa í huga ef við viljum hafa áhrif
á fordóma? I líkaninu sem nefnt var
hér að framan er bent á að þar sem
fordómar stafí af viðhorfí og oft
fáfræði, verði að vera til áætlanir
sem miða að því að breyta viðhorfi
almennings til geðsjúkdóma og
þeirra sem af þeim þjást. Slíkar
áætlanir eigi að vera víðtækar og
ná til ljölmiðla, vera hluti af náms-
efni í skólum og notaðar á almenn-
um fundum og ráðstefnum til að
koma skilaboðunum að. Fjölmiðlar,
sem endurspegla ekki aðeins al-
menningsálitið heldur hjálpa líka til
að skapa það, gefí oft neikvæða
mynd af getu geðsjúkra til að aðlag-
ast samfélaginu.
Leggja þarf höfuðáherslu á með-
fædda reisn einstaklingsins, mann-
réttindin sem allir menn í þjóðfélag-
inu eiga í sameiningu og skuldbind-
ingar þjóðfélagsins gagnvart því að
koma þessum rétti á og viðhalda
honum. Mikilvægur þáttur í mann-
réttindum er rétturinn til að vera
frábrugðinn öðrum og þetta á ekki
si'ður við um þá sem þjást af geð-
truflunum en aðra í þjóðfélaginu.
Höfundur er yfirfélagsráðgjafi
geðdeildar Landspítala.
Sigurrós
Sigurðardóttir
Viðhorf til geðfatlaðra
ÆSKA mín leið í
Laugarneshverfinu á
fimmta áratugnum.
Laugarneshverfíð var
þá einskonar sjálfstætt
þorp utan aðal borgar-
kjarnans sem þá var
að mestu innan Hring-
brautarinnar. Innar í
Viðeyjarsundi var
Kleppsholtið, sem
einnig var sjálfstæður
kjarni. Hverfisþorp
þessi voru ólík því sem
þessir bæjarhlutar eru
nú. Þar var stundaður
nokkur landbúnaður
og fiskverkun, en í stað
þeirrar starfsemi eru
nú risin íbúðar-, skrifstofu- og
íþróttamannvirki.
Um og uppúr aldamótum voru
byggð þtjú stór sjúkrahús. Þessi
sjúkrahús voru staðsett að fyrir-
mynd þess tíma í öðrum löndum,
sérstaklega á Norðurlöndum.
Sjúkrahúsum þessum var ætlað að
vista langlegusjúklinga. Þetta voru
Laugarnesspítalinn fyrir holds-
veika, en hann var gjöf frá dönskum
Odd-Fellowum, Vífílsstaðaspítalinn
fyrir berklaveika og Kleppsspítalinn
fyrir geðsjúka. Þar sem meirihluti
landsmanna var þá búsettur í sveit-
um við landbúnað eða í sjávarþorp-
um við fiskverkun, var við þessi
sjúkrahús stundaður landbúnaður,
svo sjúklingar gætu, eftir því sem
heilsa leyfði, stundað þau störf sem
þeir voru vanir.
Ein af fyrstu áætlanaleiðum
Strætisvagna Reykjavíkur, þegar
þeir tóku til starfa, var inn að
Kleppsspítalanum og þjónaði þann-
ig bæði Laugarnesinu, Kleppsholt-
inu og Kleppsspítalanum. Fyrstu
kynni mín af geðfötluðum voru því
í gegnum strætisvagnana. Sjúkling-
ar frá Kleppi voru iðulega farþegar
í vögnunum á leið í bæinn, að er-
inda fyrir sig eða sjúkrahúsið. Einn-
ig stunduðu þeir vinnu, til dæmis í
Laugarneshverfínu, en þá var enn
nokkur fískverkun þar. Eftir stríðið
myndaðist einnig nokkur smáiðnað-
ur þar, í yfirgefnum
herskálum. Mun eitt-
hvað af vistmönnum
hafa stundað vinnu við
þá starfsemi. Einnig
voru kvensjúklingar oft
hjálplegir barnmörgum
fjölskyldum í Laug-
arneshverfi og Klepps-
holti.
Við krakkarnir í
hverfínu vissum vel af
þessum sjúklingum,
„vitleysingunum frá
Kleppi", eins og þeir
voru gjarnan kallaðir.
En ég minnist þess
ekki að þeim hafi verið
sýnd nein áreitni eða
aðkast. Þvert á móti urðu margir
þeirra góðvinir okkar krakkanna.
Þeir spjölluðu við okkur sem jafn-
ingja, sem og við við þá. Þannig
hófust kynni mín af geðfötluðu
fólki, eins og ég kýs að kalla þá
sem haldnir eru þessum sjúkdómi.
Á seinni árum, segir
Hörður Arinbjarnar,
virðist sem einangrun
geðfatlaðra hafí aukist.
Ég var ekki með öllu ókunnur fötl-
un, þar sem móðir mín hafði misst
hægri fót fyrir ofan hné í æsku af
völdum berkla. Þegar svo leið á
sjötta áratuginn þandist borgin út,
svo ekki þótti lengur ástæða til að
reka búskap í tengslum við
Kleppsspítalann.
Framfarir í meðferð og lækning-
um geðfatlaðra hefur breyst mikið
frá því er áður var. Ný mikilvirk
lyf og sérhæfðar klínískar deildir
hafa nú tekið við miklu af hlutverki
Kleppsspítalans. Deildir þessar, sem
eru við stóru sjúkrahúsin tvö í
Reykjavík, hafa reynst mikil hjálp
og öryggi fyrir geðfatlaða. Það er
því mikil skammsýni og skaðvaldur
geðfötluðum að þrengja að þeim,
og skera niður framlag til þessara
deilda.
Eins og að framan greinir voru
sjúklingar Kleppsspítalans allnokk-
uð í tengslum við mannlífið í ná-
grenni spítalans, þar sem almenn-
ingur hafði, í því litla og einfalda
samfélagi, sem þá var, meiri tengsl
við geðfatlaða og skildi betur eðli
sjúkdóms þeirra. Á seinni árum
virðist sem einangrun geðfatlaðra
hafi aukist. Geðdeildir og Klepps-
spítalinn virðast nú úr tengslum við
daglegt líf borgarbúa. Slíkt hefur
án efa aukið á fordóma, skilnings-
leysi og vanþekkingu á geðfötluðum
og vandamálum þeirra. Því er mik-
il nauðsyn á að auka þekkingu al-
mennings á geðfötlun, svo hægt sé
að gera geðfatlaða virkari í samfé-
laginu. Verndaðir vinnustaðir eru
án efa ágætir, en betra væri að
vinnumarkaðurinn væri virkari í að
nýta vinnu geðfatlaðra. Einangrun
geðfatlaðra þarf að ijúfa. Með bætt-
um lyfjum og lækningaaðferðum,
hefur sjúkdómsástand geðfatlaðra
batnað til muna. Það er því skylda
samfélagsins að taka við geðfötluð-
um sem virkum þegnum, og skapa
þeim viðunandi stöðu í samfélaginu,
til starfa og viðurkenningar. Því
þurfa allir sem eiga hlut að máli,
að taka á, til þess að staða geðfatl-
aðra sé sú sama og annarra þeirra
er við sjúkleika búa í samfélaginu.
Höfundur starfar sem fulltrúi hjá
VISA íslandi.
\
BIODROGA
snyrtivörur
Hörður
Arinbjarnar
Fordómar, geð-
rænt vandamál?
í SAMHUÓÐA fýr-
irsögn langhunds und-
irritaðs í Lesbók fyrir
mörgum árum sleppti
setjarinn _ spurningar-
merkinu! Ég vil þó hafa
það með blæbrigðanna
vegna.
Áhugi minn á að
grúska í fordómum
kviknaði að hluta til í
tengslum við störf á
geðdeildum og gremju
vegna fordóma og
ófullnægjandi og nei-
kvæðrar afstöðu sam-
félagsins í garð þeirra
sem læknavísindin
höfðu skilgreint sem
geðsjúka eða geðfatlaða. Fordómar,
sinnuleysi, mismunun og alvarleg
félagsleg vanræksla í garð þeirra
og annarra þjóðfélagshópa sem eiga
í vök að veijast heilsufarslega, fé-
lagslega og efnalega fínnst mér
dapurlegt fyrirbæri og óviðunandi í
samfélagi sem krefst þess með
frekju að teljast á hátæknivæddu
siðmenningarstigi.
Það sem einkennir fordómafullan
mann er að hann upphefur sjálfan
sig og kennir öðrum um það sem
miður fer. Álit hans, fordómurinn,
einkennist af sjálfsánægju og ör-
yggi um eigið réttmæti. Algengustu
fordómarnir birtast sem andúð eða
fyrirlitning á öðrum sem menn trúa
að séu á einhvern hátt lakari en
þeir sjálfír. Fordæmingin samsvar-
ar hinum frumstæða varnarhætti
sjálfsins, frávarpinu, þegar óþægi-
legum þáttum í eigin sálarlífí er
„varpað“ yfir á aðra og þeir tileink-
aðir öðrum (og þar með léttir mað-
ur þeim af sjálfum sér). Þessi að-
ferð leiðir til mannfyrirlitningar og
lyftir undir „hagnýta“ sjálfsblekk-
ingu um eigið ágæti. Fordómar eru
valdatæki og deyfilyf fyrir samvisk-
una sem veitir falska lausn undan
ábyrgð og skyldum og kannski er
innsta eðli þeirra og tilgangur að
deyfa óþægilegar efasemdir, ótta,
kvíða og vanmetakennd. Þeir eru
samofnir úr óskýrum skilgreining-
um í hugum manna, smásálar-
hætti, frumstæðum
ótta sem tengist
krampakenndri afneit-
un á smæð og van-
mætti sem er órofa
þáttur mannlegs hlut-
skiptis — að ógleymd-
um óttanum við að
verða kannski „geð-
veikur" sjálfur. For-
dómarnir eiga mörg
föt til skiptanna!
Fordómar gegn geð-
sjúkdómum og stofn-
unum og starfsfólki
sem við meðferð þeirra
vinnur eru alkunna og
eiga sér djúpar sögu-
legar rætur. Hér er því
miður ekki rými til að hrekja allar
þær ranghugmyndir sem enn eru
Fordómar eru valda-
tæki, segir Magnús
Skúlason, og deyfilyf
fyrir samvizkuna.
uppi um þessi efni. Ein versta af-
leiðing þeirra er skömmin sem þess-
um sjúkdómum fylgir og hefur mjög
alvarlegar afleiðingar. Gegn þessu
þarf að vinna með ráðum og dáð.
Sársauki er ekkert fínni þótt hann
stafí af líkamlega skilgreindri mein-
semd en þjáning af geðrænum toga.
Það þarf að eyða þessari sektar-
og skammartilfinningu og efla
kjark, sjálfsvirðingu og ábyrgð sem
í því felst að viðurkenna sársauka.
sinn jafnt sálrænan sem vefrænan
og gera eitthvað raunhæft í málun-
um. Hér er um að ræða mjög marg:
brotin samfélagsleg fyrirbæri. í
raun eru einkenni geðsjúkra létt-
væg hjá rugli hinna „heilbrigðu".
Við verðum öll að líta í eigin barm
og halda umræðunum áfram þar
til raunverulegir geðheilbrigðisdag-
ar renna upp.
Höfundur ergeðlæknir á geðdeild
Landspítalans og varaformaður
Geðlæknaféiagsins.
Magnús
Skúlason
m
$
ýcf*
Digital á íslandi
Vatnagarðar 14-104 Reykjavík
Sími 533-5050 - Fax 533-5060
Léttir
meðfæriiegir
viöhaldslitlir.
Ávallt fyrirliggjandi.
Góö varahlutaþjónusta.
A undan tímanum
i 100 ér.
fyrir
steinsteypu.
Armúla 29, simi 38640
FYRIRLIG6J1NDI: GÖLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER MÖPPUR - DÆLUR
■ STEYPUSAGIR - HRJERIVÉLRR - SAGARBLÖQ - Vönduð tramleiðsla.