Morgunblaðið - 11.10.1996, Page 36

Morgunblaðið - 11.10.1996, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBBR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞURÍÐUR G UÐMUNDSDÓTTIR + Þuríður Guð- mundsdóttir fæddist á Stóra- Nýjabæ í Krísuvík 17. febrúar 1910. Hún lést á Selfossi 29. september síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Kristín Bjarnadóttir, frá Tung-u í Flóa, og Guðmundur Jóns- son, frá Hlíðarenda í Ölfusi. Systkinin voru alls 18 og komust 17 þeirra til fullorðinsára. Ein systir er á lífi, Guðrún Elísa- bet. Systkinin frá Nýjabæ hétu: Jónína, f. 20. júní 1896, Bjarni, f. 18. september 1897, Sólveig, f. 2. apríl 1899, Guð- mundur Kristinn, f. 16. júní 1900, Ingibjörg, f. 16. apríl 1902, Lovísa, f. 28. ágúst 1903, Elín, f. 11. október 1904, Eirík- ur, f. 27. júní 1907, Vilhjálm- ur, f. 20. nóvember 1908, Þur- ^ íður, f. 17. febrúar 1910, Þor- geir, f. 27. september 1911, Sólbjörg, f. 4. maí 1913, Einar Júlíus, f. 27. júlí 1914, Hrafnhildur, f. 24. nóvember 1916, Sigurður Páll, f. 13. mars 1918, Guðrún Elísabet, f. 6. nóv- ember 1919, Þór- laug, f. 22. nóvem- ber 1922. Þuríður giftist 27. júní 1935 Nik- ulási Baldvini Nikulássyni sjó- manni, f. 27. júní 1905, d. 23. apríl 1937. Þau eignuðust tvö börn, Baldur, f. 7. janúar 1934, d. 6. september 1989, og Lúllu Kristínu, f. 17. mars 1937. Barnabörn Þuríðar eru Elín Sigríður, f. 26. júlí 1954, Ket- ill Guðjón, f. 9. febrúar 1959, Jenný Þuríður, f. 25. júní 1961, og Baldvin Jósef, f. 27. maí 1963. Barnabarnabörnin eru ellefu. Útför Þuríðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Þann 27. september síðastliðinn lést á Sjúkrahúsi Suðurlands eftir skamma dvöl amma mín, Þuríður Guðmundsdóttir frá Stóra-Nýjabæ í Krísuvík. Hún var fædd 17. febr- úar 1910, tíunda í röð 18 systkina sem öll komust á legg nema eitt er lést í frumbernsku. Þegar amma fór úr foreldrahús- um lá leiðin til Reykjavíkur þar sem _ hún vann sem vinnukona við ýmis störf. Þar kynntist hún afa mínum, Nikulási Baldvini Nikulássyni sjó- manni. Árið 1937 drukknaði afi og amma stóð skyndilega ein uppi með litlu börnin þeirra tvö. Hún átti sem betur fer marga góða að í stórum systkinahópi og fór svo að Elín systir hennar suður í Höfn- um á Reykjanesi og Ketill bóndi hennar tóku börnin í fóstur. Þau áttu engin börn fyrir og ólu þau upp sem sín eigin börn. Amma fylgdist með úr fjarska en hún var systur sinni og mági ævinlega þakklát fyrir þessa miklu stoð og hjálp. Amma átti heima í Reykjavík -- /alla sína tíð utan fjögur seinustu árin sem hún dvaldist í góðu yfir- læti á Dvalarheimilinu Blesastöð- um í Árnessýslu. Þegar ég riíja upp liðnar stund- ir þá detta mér í hug heimsóknir ömmu til okkar suður í Hafnir þar sem hún kom færandi hendi. Hún var hláturmild og söngelsk eins og systur hennar og sem betur fer höfum við barna- og barnabörnin erft töluvert af því. Þegar við heimsóttum hana í bæinn eins og við krakkarnir kölluðum að fara til Reykjavíkur þá bakaði amma góðu pönnukök- urnar sínar ásamt ýmsu góðgæti sem hún iaumaði með. Hún var dugleg að segja okkur sögur úr uppvexti sínum á Stóra-Nýjabæ þar sem allir höfðu nóg að gera og lifðu í sátt og samlyndi oft við erfiðar aðstæður í óblíðri náttúru landsins okkar. Eins fannst mér alltaf gaman að heyra sögur úr siglingunni til Noregs á sínum tíma. Ömmu þótti gaman að vera fín og bar gott skinbragð á efni, liti, snið og snyrtivörur. Ég minn- ist þess alltaf þegar ég fékk sjálfur að kaupa mér föt fyrir skólann á haustin, að þegar innkaupunum var lokið skrapp ég til ömmu til að sýna henni afraksturinn. Hún þreifaði á hverri flík og sagði til um efni eða efnablöndu. Hún minnti mig á að hafa „ekta“ efni í flíkinni, það margborgaði sig upp á útlit og endingu. Þegar ég varð fullorðinn og stundaði mitt nám í Reykjavík kom ég oft við á leið í rútuna til Kefla- víkur. Amma þekkti vel inn á smekk okkar systkina og vissi um dálæti mitt á marsipani meðal ann- ars. Það brást ekki að í hvert sinn er ég kom í heimsókn átti hún handa mér marsipankökur með kaffinu. Ég gat sem betur fer boðið henni upp á kaffi og tertusneið öðru hveiju þegar ég heimsótti hana austur með barnaskarann minn. Þá fórum við 5 smá ökutúr til Hveragerðis og beint inn í Eden þar sem við komum okkur notalega fyrir með kaffi og tvöfalda ijóma- tertusneið. Þegar hún var orðin óduglegri við að fara í bíltúr þá bara komum við með rjómatertu með okkur sem hægt var að snæða saman í betri stofunni á Blesastöð- um. Amma var raunsæ og hrein- skiptin, átti það til að vera orð- hvöss ef henni mislíkaði eitthvað og oft hnyttin í tilsvörum. Ömmu þótti vænt um barnahópinn sinn og vildi ætíð fá sem gleggstar fréttir af þeim sem hún sá minna af. Þó amma væri komin úr stórri fjölskyldu átti hún ekki svo mikið af vinum utan hennar. Hún mynd- aði sterk tengsl við fáa, má þar nefna Hrefnu systur hennar sem var henni mikil og góð vinkona í gegnum tíðina, en hún lést fyrir fáum árum. Að lokum vil ég fyrir hönd fjöl- skyldu minnar þakka öllu starfsliði Dvalarheimilisins á Blesastöðum fyrir góða viðkynningu og umönn- un Þuríðar ömmu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ketill. Við systurnar minnumst Þuríðar móðursystur okkar með hlýjum huga sem „bestu frænku“ eins og við kölluðum hana gjarnan okkar á milli. Þetta gælunafn átti vel við hana því hún reyndist okkur öllum elskuleg og góð frænka meðan við slitum barnsskónum og ávallt síð- an. Við eigum margar notalegar minningar um bestu frænku, þegar hún heimsótti okkur mæðgurnar inn í Laugarnes á sjötta áratugn- um. Það er ótrúlegt að næstum hálf öld sé liðin síðan við biðum spenntar við eldhúsgluggann á laugardagskvöldum, eftir því hvort frænka kæmi með hálfníustrætó. Þegar við sáum hana stíga út úr vagninum var stundum hlaupið á móti henni ef vel viðraði. Glaðleg í fasi lagði hún á sig að koma alla leið sunnan úr Hafnarfirði og þá alltaf færandi hendi með eitthvert góðgæti handa stelpunum, í fal- legu töskunni sinni. Við biðum í ofvæni og ekki leið á löngu þar til taskan opnaðist og upp kom súkk- ulaði, karamellur og bleikt kúlu- tyggjó með myndum. Stundum hafði frænka kjólefni og „móðins- blað“ í farteskinu og bað mömmu að sníða og sauma fyrir sig kjól eða skokk. Mamma settist svo við handsnúnu saumavélina og við hlustuðum kannski saman á úvarpsleikritið og mauluðum sæl- gætið. Besta frænka var falleg og afar smekkleg kona með nettar og mjúkar hendur. Hún var með sítt, ljósbrúnt, þykkt hár, alltaf með glæsilega uppgreiðslu og af- skaplega fín í tauinu. Við litum upp til hennar, hún var eins og á ósýnilegum stalli. Hún átti líka svo miklu minni og fallegri háhælaskó en aðrar konur sem við þekktum og oft leyfði hún okkur að máta skóna sína og þá var gaman að lifa, því skórnir pössuðu næstum alveg og þá létum við okkur dreyma um að við yrðum kannski einhvern tímann svona fínar frúr, með semilíuhring og lokka, í slönguskinnsskóm, með upp- greiðslu og fagran kamb í hárinu. Okkur er í fersku minni hve Þura frænka hafði mjög sérstæðan lita- smekk, enda voru hennar uppá- haldslitir allt öðruvísi en flestra annarra, eins og til að mynda rós- rautt, kóngablátt, laxableikt, lillað, sítrónugult og sægrænt. Hún vissi hvað hún vildi og heillaðist alls ekki af sauðalitunum, og við vitum vel að hún átti sér marga háleita drauma í sínum glöðu litum. Hún hafði líka ráð undir rifi hveiju þeg- ar hún lagði mömmu lífsreglurnar um það hvernig hún ætti að halda sér unglegri. Henni fannst mamma sofa allt of lítið, hún trúði því að nægur svefn væri allra meina bót. Okkur fannst frænka því mjög kostuleg þegar hún sagði mömmu að sofa meira og bera eggjahvítur og kamfóruspíritus í andlitið og glyserín á hendurnar. Sennilega hefði mamma haft gott af því að nota þessi töframeðul systur sinn- ar, en okkur minnir nú að það hafi oftast farist fyrir hjá henni. Þura frænka var 6 árum eldri en móðir okkar. Þær voru mjög nánar á sinn hátt og vildu vita hvor af annarri, það var eins og leynd taug tengdi þær böndum. Þær höfðu hvorug síma á þessum árum og voru ótrúlega duglegar að skiptast á heimsóknum og líka að fara saman að vitja fjölskyldu sinnar. Þær voru um margt líkar í lund, hressar, þijóskar, pjattaðar og hláturmildar en mjög dular um sjálfar sig. Við minnumst þess ekki að hafa heyrt þær tala um neina erfiðleika, eða að þær veltu sér upp úr daglegum vandamálum, þó þær hefðu ef til vill oft haft til þess ærna ástæðu. Þær báru gæfu til þess að geta litið á björtu hlið- amar þegar á bjátaði og gáfu þá hvor annarri andlegan styrk og krydduðu gráma hversdagsleikans með því að rifja upp spaugileg at- vik og gera að gamni sínu heilu kvöldin. Þá hló besta frænka sínum háværa og smitandi hlátri. Já! Ekki má nú gleyma þessum fræga hlátri, hann er í dag oft kallaður „ættarhláturinn" meðal okkar frændsystkinanna og er mjög svo ríkjandi einkenni í fjölskyldunni. Okkur systrunum þótti það stund- um ieiðinlegt hvað þær systurnar frá Nýjabæ hlógu hátt og mikið, sérstaklega ef þær voru allar tíu samankomnar, þær bókstaflega grétu og þeim leiddist svo sannar- lega ekki og hávaðinn var ærandi. Bræður þeirra, sem voru sjö tals- ins, töluðu flestir hátt og hlógu dátt. Við systurnar eigum bjartar minningar frá þeim bernskudögum þegar við puntuðum okkur í spari- kjóla, lögðum land undir fót og fórum með Landleiðarútunni í „Ejörðinn", eins og Hafnarfjörður var allaf nefndur á okkar heimili. Þá var fyrst farið til frænku upp á Jófríðarstaðaveg 8b, í hús ömmu og afa, en þar bjuggu þá þrír bræðranna saman, ógiftir og barn- lausir ásamt Þuru systur sinni, sem var ráðskona þeirra til margra ára. Okkur fannst það alveg fáránlegt að Þura og mamma kölluðu þá alltaf strákana, en þeir voru bara karlar í okkar augum. Frænku leið alveg ágætlega hjá bræðrum sín- um, en einhvern veginn leiddist henni alltaf í Hafnarfirði, hún var leitandi og þurfti meira svigrúm en Fjörðurinn hafði upp á bjóða á þessum árum. Þeir bræður botnuðu nú alls ekkert í því hvað systir þeirra sá við Reykjavík, þangað höfðu þeir ekkert að sækja. Þeir áttu sín áhugamál, rollur og hesta og voru þó nokkuð sérvitrir og sveitalegir og gengu stundum í bættum buxum og það fannst Þuru frænku ekki sérlega smart. Okkur stelpunum fannst þeir mjög fyndn- ir og skemmtilegir. Geiri frændi var þeirra hláturmildastur og ákaf- lega barngóður og þegar hann heyrði okkur koma henti hann sér upp í dívan og þóttist sofa. Það mátti kitla Geira og það var óspart gert þar til hann glennti loks upp augun og sagði: Ég vissi að það yrði músagangur í dag. Svo sprakk hann úr hlátri. Hann gaf okkur alltaf í nefið úr bauknum sínum og tók svo bakföll þegar við byijuð- um að hnerra og þá varð frænka oftast hneyksluð og tók hann í gegn og sagði: „Hvurslags fífla- læti eru þetta eiginlega, maður!“ Einar frændi fór með okkur upp á háaloft og gaf okkur rúsínur og gráfíkjur úr stórum kassa og svo opnaði hann hlera á eldhúsgólfinu og leyfði okkur að fara niður í kjallarann, sem var ógurlega draugalegur, þar voru kóngulóar- vefir, kartöflukassar og stórar tré- tunnur með slátri og saltkjöti. Það var búsældarlegt hjá þeim Nýja- bæjarsystkinum og mikill matur og við vorum alveg sannfærðar um að þetta væri með merkilegustu húsum á íslandi. Á haustin freist- uðu ribsberin og við fengum dósir hjá frænku og Gummi frændi fór með okkur út í garð og leyfði okk- ur að tína ribs af „stærstu tijám í heimi“ á meðan Þura frænka lag- aði heitt súkkulaði og bakaði him- neskar pönnsur, þunnar og dökkar til að gefa stelpunum. Einar stóð við spegilinn í eldhúsinu og greiddi sér fram og aftur, hann var nefni- lega pjattaður eins og systurnar og þær stríddu honum á því að nú væri hann að fara á „skverinn" og svo var hlegið að öllu saman. Já, þetta voru sannkallaðir dýrðar- dagar, sem enduðu með göngu niður Illubrekku og heimsókn á Strandgötuna til Bjarna frænda og Siggu mágkonu, stundum kom frænka líka með okkur og þar var haldið áfram að spjalla og hlæja. Sælar og svefndrukknar komum við heim síðla kvölds og fórum þá strax að hlakka til næstu ævintýra- ferðar til „bestu frænku og strák- anna í Firðinum“. Þura frænka varð ung ekkja, er hún missti Nikulás mann sinn í sjóinn. Hún átti þá tvö börn, þau Baldur og Lúllu Kristínu. Atvikin höguðu því svo að þau fóru bæði til dvalar til Elínar systur hennar og Ketils Olafssonar, suður í Hafn- ir á Reykjanesi, þar sem þau ólust síðan upp. Þau hjón voru barnlaus og höfðu efni og aðstæður til að ganga þeim systkinum í foreldra stað, sem þau og gerðu með sóma. Þura frænka hélt alltaf góðu sam- bandi við börnin sín og þau sýndu henni ávallt mikla ræktarsemi. Jósef tengdasonur hennar reyndist henni einnig sem besti sonur og hún mat hann mjög mikils. Baldur sonur hennar lést fyrir nokkrum árum. Barnabörnin hennar, þau Elín Sigríður, Ketill Guðjón, Þuríð- ur Jenný og Baldur Jósef, voru sólargeislar ömmu sinnar frá fyrstu tíð, hún átti stórt og gjöfult ömmuhjarta og talaði um þau öll með miklu stolti og saknaði þess mikið að geta ekki hitt þau eins oft og hún hefði kosið, þar sem þau áttu heima suður með sjó. Á sumrin var alltaf farin a.m.k. ein ferð í Hafnirnar með Þuru frænku til að heimsækja Lúllu og Jósef og fallegu glókollana þeirra og auðvitað EIlu frænku og Kedda í leiðinni. Þessar ferðir voru dýrð- lega skemmtilegar og gleymast aldrei. Þura frænka var góð manneskja en hún var samt ekki allra og átti stundum erfitt með að láta tilfinn- ingar sínar í ljós eða sýna það sem henni bjó innst í brjósti. Hún fór úr Firðinum til Reykjavíkur og vann áfram sem ráðskona og við ræstingar á skrifstofu. Við heim- sóttum hana reglulega og alltaf tók hún okkur opnum örmum með alls kyns góðgjörðum. Hún var ekki rík í veraldlegum skilningi, en átti ýmsa fallega hluti sem eru ljóslif- andi í huga okkar systra. Þar ber hæst kóngabláu ilmvatnsspraut- una með pumpu og dúskum, svarta spegilgljáandi glerborðið, uppljóm- aðan Reykjanesvitann og íslenska fánann á stuðlabergsstalli. Henni fannst hún vera mjög rík að eiga svo góð börn, efnileg og vel heppn- uð barnabörn, og síðar barna- barnabörn, þau veittu henni öll mikla gleði. Frænka bjó ein hér í Reykjavík eftir að hún hætti ráðs- konustarfinu, hún var alla tíð borg- arbarn í eðli sínu, þrátt fyrir að hún væri fædd og uppalin á svo afskekktum stað sem Krísuvík var, í svo stórum systkinahópi og hafi gengið á sauðskinnsskóm á æsku- árunum. Síðustu æviárin, eftir að heilsu hennar fór að hraka, dvaldi hún að Blesastöðum á Skeiðum við gott atlæti. Við systurnar sjáum okkar „bestu frænku“ í anda, þegar hún var upp á sitt besta á sjötta og sjöunda áratugnum, í sínu fínasta pússi, ganga niður að Álfafelli og taka vagninn inn til Reykjavíkur til að skoða í búðarglugga og fylgj- ast með því nýjasta, fá sér svo kaffisopa á „Skálanum" og púa „rettu“ úr munnstykki, áður en hún heldur aftur suðureftir til að laga kvöldmatinn fyrir strákana. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast frænku okkar sem börn og eiga hana að vini í áratugi. Við munum geyma minn- inguna um sérstaka konu í hjörtum okkar um ókomin ár. Við sendum þeim Lúllu og Jós- ef, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum innilegar sam- úðarkveðjur. Fríða, Kristín og Kolbrún. Ég man alltaf eftir því þegar ég fór næstum vikulega til ömmu á Mánagötuna með mömmu. Amma leyfði mér að leika að glær- um glerkúlum með lituðu mynstri inni í sem hún geymdi í skyrboxi. Hún sagði mér brandara og hló svo dátt, hún var mikið fyrir litla krakka og gaf mér alltaf snakk og sínalkó. Hún hafði alltaf snúða með bleikum glassúr, henni fannst það svo fallegt. Þegar ég hugsa til ömmu man ég alltaf eftir sögunum sem hún sagði mér og þegar hún brosti og fór að hlæja. Fyrir fjórum árum flutti amma frá Reykjavík, en í hvert sinn sem ég sá húsið, þar sem hún átti heima, þá stoppaði ég þar og hugsaði umgóðar stund- ir með langömmu. Eg heimsótti ömmu ekki oft eftir að hún flutti til Blesastaða. Að síðustu vissi hún ekki lengur hver ég var, en mér þótti alltaf jafn vænt um hana. Þegar hún fór á spítalann heim- sótti ég hana og mig langaði að hlaupa í fang hennar og gráta eða biðja hana að segja mér sögu. Nú getur hún hvílt sig og sagt öðrum sögur, en hlátur hennar gleymist aldrei. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín Harpa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.