Morgunblaðið - 11.10.1996, Side 39

Morgunblaðið - 11.10.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 39 SIGURÐUR HAFSTEINN GUÐJÓNSSON + Sigurður Haf- steinn Guðjóns- son fæddist á Lambastöðum í Sandgerði 26. októ- ber 1949. Hann lést 2. október sl. í Hafn- arfirði. Foreldrar: Aldís Fríða Magnúsdóttir og Guðjón Magnús- son, vélstjóri. Guð- jón Iést árið 1978. Aldís er búsett í Reykjavík. Bróðir: Guðni Frímann Guðjónsson, eigin- kona hans Alda Guðrún Frið- riksdóttir, búsett í Reykjavík. Sigurður giftist 15. ágúst 1970 Árnýju Árnadóttur frá Landakoti í Sandgerði. Börn: Aldís Guðný, fædd 19. janúar 1972, hárgreiðslusveinn, búsett í Njarðvík, Hildur Brynja, fædd Elsku pabbi. Á þessari stundu er erfitt að skilja af hveiju þú varst tekinn svona fljótt frá okkur, það er svo ósanngjamt. Við minnumst með söknuði þegar við spiluðum saman og alltaf gátum við séð hver var að vinna og hver var að tapa. Tónlistin var þér ofarlega í huga og fannst þér mikilvægt að hljóð- færi væri til á heimilinu. Þú kennd- ir okkur fljótt að spila á orgelið og kveiktir hjá okkur áhuga á að læra meira. Okkur þykir sárt að þú hafir ekki lifað til þess að sjá fyrsta barnabam þitt sem er væntanlegt í næsta mánuði því þú varst orðinn svo spenntur og hefur alltaf verið svo bamgóður. Elsku pabbi, við kveðjum þig með söknuði og viljum þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman og fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Þú varst alltaf tilbúinn að styðja við bakið á okkur sama hvað það var. Bam þitt vil ég vera, víkja þér ei frá. Blítt þér vil ég bera það besta sem ég á, elsku mína alla. Innst úr hjarta mér, andinn hrópar upp til þín: Elsku pabbi! Greitt það aldrei get ég sem gafstu fyrir mig. Allt þitt líf og ást og trú. Ég elska þig. Þínar dætur, Aldís Guðný, Hildur Brynja og Málfríður Dögg. í dag kveðjum við samstarfsmann okkar Sigurð Guðjónsson, bílstjóra, sem nýlega hafði byijað að starfa hjá okkur á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði. Það hafði verið áhyggjuefni okkar að finna rétta manninn í starf bílstjóra, þegar sú staða losnaði fyrr á þessu ári. Sigurður hafði áður leyst af í þessu starfi og því töldum við okkur nokkuð viss um hvað við hefð- um, ef hann samþykkti að taka starfið að sér. Það varð okkur því mjög mikill léttir þegar samningar tókust við Sigurð, þar sem starfið er meðal annars fólgið í því að fara með sjúklinga í rannsóknir á sjúkra- húsin í Reykjavík. Það er skemmst frá því að segja að á þessum stutta tíma kom í ljós að Sigurður stóð undir öllum okkar væntingum. Hann vann hug og hjörtu allra þeirra starfsmanna sem áttu við hann sam- skipti. Áreiðanlegur og traustur var hann, þægilegur og hjartahlýr. Hann hafði allt til að bera í þetta starf, var duglegur og ósérhlífínn og vann langan vinnudag. Jafnframt hafði ég vissu um að hann var góður heim- ilisfaðir og notaði þær stundir sem til féllu til þess að rækta fjölskyldu 4. maí 1976, nemi, býr í foreldrahús- um, Málfríður Dögg, fædd 28. ág- úst 1980, nemi, býr í foreldrahúsum. Sigurður stund- aði sjómennsku á unglingsárum fram yfir tvítugt en starfaði lengst af sem verkstjóri á málningarverk- stæði varnarliðs- ins. Síðustu átta árin starfaði hann sem bifreiðastjóri í Hafnarfirði, sat í stjórn Frama frá árinu 1990 og var stöðvar- sljóri BSH (Bifreiðastöðvar Hafnarfjarðar) síðustu þijú árin. Utför Sigurðar fer fram frá Hvalneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sína. Það er okkur öllum, sem feng- um að njóta samstarfs við hann, mikill harmur að þurfa nú að sjá á eftir honum, langt fyrir aldur fram. Ég vil fyrir hönd starfsfólks St. Jósefsspítala votta eiginkonu hans Sigríði og dætrum þeirra okkar dýpstu samúð. Algóður Guð styrki ykkur og varðveiti um alla framtíð. Arni Sverrisson, framkvæmdasljóri. Tilvera okkar er endalaust ferða- lag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Þetta upphaf að ljóði Tóm- asar Guðmundssonar kemur upp í huga minn nú er við kveðjum vin okkar Sigurð H. Guðjónsson frá Lambastöðum í Sandgerði. Á leið okkar mætum við hinum vegfarendunum. Vegimir liggja í fleiri en eina átt. Þeir kvíslast á ein- um stað og liggja saman á öðrum. Ég ætla ekki að rekja ættir Sigurð- ar, ég læt öðrum það eftir. Ég veit að mörgum er brugðið og sakna vinar í stað. Frá árinu 1973 hefur leið fjöl- skyldna okkar Sigga og Lillu legið svo til samsíða. Við fluttum þá til Sandgerðis, ég á mínar heimaslóðir og þá endumýjuðust kynnin við gömlu félagana. Það er margs að minnast og af mörgu að taka. Ungt fjölskyldufólk í byggingarbasli. Bömin að koma í heiminn hvert af öðm. Þetta eru þau ár sem ég tel að sitji ekki síst eftir í ferðasögunni að lokum. Þar gegnir Sigurður H. Guð- jónsson stóm hlutverki. Hann Siggi var alveg sérstaklega bamgóður maður. Bömin mín jafnt og annarra hændust að honum. Dætur okkar Fríða og Konný fædd- ust með 18 daga millibili í ágúst 1980. Þær vom sem tvíburar. Léku sér saman, byijuðu í skólanum sam- an. En árið 1988 fluttu þau Siggi og Lilla til Hafnarfjarðar og hefði nú einhver talið að þá hefðu skilið leiðir hjá þessum átta ára hnátum. Nei, og ekki síst fyrir skilning Sigga á föðurhlutverkinu tókst að halda æskuvináttunni áfram. En nú svo fyrirvaralaust og snöggt hefur lífs- klukkan stoppað og hlutverki þessa vinar okkar er lokið hér á jörð. Elsku Lilla mín. Þú hefur misst mikið en mig langar til að benda þér á orð Kahlil: „Þegar þú ert sorg- mædd, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Þú heldur áfram að smíða af þínum hagleik, sauma og föndra. Eflaust vantar smíðafélagann og vininn en tíminn græðir sárin að lokum að einhveiju leyti. Ég bið þann sem öllu ræður að styrkja þig, dætur þínar, tengda- syni, tengdamóður og aðra aðstand- endur. Sigurbjörg Eiríksdóttir og fjölskylda. MINNINGAR Það kom mér svo gersamlega á óvart þegar mamma hringdi til mín og tilkynnti mér að þú værir dáinn, Siggi minn. Þessi frétt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, og mér, sem bý svona langt í burtu, fínnst svo erfitt að fá svona frétt og geta ekki verið hjá fjölskyldu þinni, henni til stuðnings. Þið Lilla byggðuð samtímis og næst foreldrum mínum og þið áttuð stelpu á sama aldri og ég, Aldísi. Við urðum strax óaðskiljanlegar vin- konur, þá aðeins 3 ára gamlar. Það var alltaf gaman að koma til Aldísar þegar þú varst heima. Þú hafðir ein- stakt lag á því að ná athygli okkar og gerðir það af áhuga og lékst við okkur og gantaðist. Ógleymanlega dúkkuhúsið sem þú smíðaðir í garð- inum hjá þér og gerði ævintýralega lukku hjá dætrum þínum og vinum í mörg ár, og hvað krakkarnir úr hverfinu söfnuðust endalaust saman við það. Einu sinni fékk ég að koma með ykkur upp í sumarbústaðinn í Þrastarskógi. Við Aldís bara u.þ.b. 5-6 ára gamlar. Leiðinlegt veður hefti rannsóknarleiðangur okkar um skóginn. Það hafði ekki beint jákvæð áhrif á tvær 6 ára að þurfa að húka inni í ferðalaginu. En þama sátum við lengi og þú kenndir okkur að borða kex án þess mylsnan dytti niður. Mér fannst þetta stórmerki- legt og þessi minning fylgir mér enn í dag. Og einn daginn þegar við, stöllumar og Hildur og Fríða Hólm- þórs, höfðum klætt okkur í fínu föt- in og sett upp á okkur hárið stilltir þú okkur upp og tókst myndir á nýju myndavélina þína sem fram- kallaði sjálf, og við fengum allar eintak. Þegar ég var 16 ára fluttust þið í burtu, þá sá ég ykkur ekki eins oft, þótt sambandið milli mín og Aldísar héldist. Alltaf var samt gaman að hitta þig, þú spurðir frétta og varst alltaf jafn hress. Siggi minn, þú fórst alltof snemma og snöggt. Mér sámar að þú skulir ekki fá að vera hér og taka á móti fyrsta bamabami þínu og leyfa því að upplifa allar þær sögur og leiki sem þú hristir fram úr erminni. Elsku Lilla, Hildur, Fríða og Al- dís mín, guð gefi ykkur styrk til að yfírstíga þessa sorg. Ykkar Emilía Aðalsteinsdóttir (Milla). Síminn hringir, honum svarað, viðmælandi segir, hann Siggi Guð- jóns er dáinn, löng þögn, hvað sagð- irðu, endurtekið, hann Siggi Guð- jóns er látinn, ég trúi þér ekki, hvenær, áðan, hann ætlaði að leggja sig í stutta stund áður en hann færi suður á flugvöll að ná í móður sína sem var að koma að utan. Svo snöggt og óvænt kom maðurinn með ljáinn, maður í blóma lífsins allur. Sigurður Guðjónsson kom til starfa hér á BSH í kringum 1986, hann var jákvæður og hress per- sónuleiki, sem smitaði út frá sér, viðmótsþýður, ávallt brosandi og með mikla þjónustulund og mikla ábyrgðartilfinningu. Svo fljótt var hann fenginn til forustustarfa bæði í stjórn Frama, félags leigubifreiða- stjóra, og einnig stjórn BSH og nú síðustu ár sem stöðvarstjóri. Hann byggði sér og Lillu og 3 dætrum, Aldísi, Hildi og Fríðu, rað- hús við Suðurhvamm þar sem birta og hlýja réð ríkjum. Viðmót sem þú fékkst þar var þannig að þú værir velkominn. Sigurður hafði þann eiginleika að láta alla, bæði unga og aldna, finna að þeir væru eins og aldavinir hans. Eins og yngri dóttir okkar spurði eitt sinn, er Siggi 29 frændi minn? Hann kom fram við hana eins og prinsessu. Siggi átti sínar prinsessur, dætur sem bera foreldrum sínum gott vitni. Aldís elst, hárgreiðslumeist- ari, Hildur, efnileg söngkona, ... Siggi sagði kankvís að hún hafði ekki langt að sækja hæfileikana. Fríða, yngst, hefur nýlokið grunn- skóla og hefur hafið langskólanám. Sigurður var Sandgerðingur að upplagi, svo er einnig með Sigríði Árný (Lillu) konu hans. Siggi var kenndur við Lambastaði í Sand- gerði, en Lilla er frá Landakoti. Þau hófu búskap fyrst á Landakoti en síðar í eigin húsi í Sandgerði. í fyrstu stundaði hann sjóinn, síðar vann hann við ýmis störf á flugvell- inum, en svo við akstur leigubifreið- ar. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Siggi og Lilla fóru í fri til Noregs nú í ágúst og var það honum kær- komið frí. Hafði hann orð á því að taka sér aftur frí og fara utan. ír- land var þar ofarlega í huga hans, gleði- og söngmenn voru að hans skapi. Sigurður naut þess að vera með hressu og glaðlegu fólki. Minnist ég síðustu árshátíðar BSH. Held ég að fáir hafi skemmt sér þar eins vel og hann og söng hann manna mest í fölskvalausri gleði. Sigurður átti sér þann draum að sjá rekstrargrundvöll BSH tryggð- an inn í nýja öld. Var það allt á góðri leið er hann féll frá. Sigurður er lagður af stað í síð- ustu ferð sína. Eftir sitja eiginkona, dætur og aðrir ástvinir, hnípnir, ásamt samstarfsfólki og samferða- mönnum. En minning situr eftir um góðan mann. Við Jóna og böm þökkum sam- veruna og vottum þér, Lilla mín, og dætrum dýpstu samúð okkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þorlákur, Jóna Birna og fjölskylda. Fullur lífsgleði, hreystin uppmál- uð, svo snöggt hrifinn burt í blóma lífsins. Það setur að mér doða og tómleika við fráfall Sigurðar Guð- jónssonar. Hann var einn af föstum punktum tilverunnar, sem yfirmað- ur á vinnustað, en kom alltaf fram sem einn af okkur. Góður vinnufé- lagi sem gott var að bera undir hin ýmsu mál lífsgátunnar. Við höfðum verið vinnufélagar í mörg ár er þú féllst frá. Sem setur ósjálfrátt mark sitt á líf manns á einn eða annan hátt. Með lipurð og óþqotandi þolin- mæði greiddi hann á nóttu sem degi götu fólks og leysti vandamál með innsæi og góðri tilsögn. Sigurð- ur vildi hafa léttleika og glaðværð í kringum sig. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snert- ir mig og kvelur þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syng- ið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og' þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfír lífinu." (Óþekktur höf- undur.) Við vinnufélagar og annað sam- ferðafólk höfum misst einn af okkar bestu mönnum, en enginn hefur þó misst eins og fjölskylda hans, Lilla og dætur, og aðrir ástvinir. Ég votta samúð mína, en minningin er svo Ijóslifandi um fjölskylduföður sem bar umhyggju fyrir sínu fólki svo af bar. Minningin er kær, þó erfitt sé að sætta sig við tilveruna nú. Blessuð sé minning Sigurðar Guðjónssonar. Sigrún og Guðmunda. Elskulegur mágur minn er lát- inn. Mikill harmur er kveðinn að fjölskyldu okkar. Andlátsfregnin kom sem reiðarslag. Siggi hennar Lillu eins og við kölluðum hann var aðeins 46 ára þegar hann var skyndilega kallaður burt frá okk- ur. Hvers vegna? Hvers vegna svona snemma? Hann sem átti svo mikið til að gefa öðrum, alltaf kát- ur, hress og brosandi. Minningarn- ar streyma fram. Fyrstu kynnin voru þegar Siggi kom á heimili foreldra minna í fylgd systur minnar, hennar Lillu. Ég var bara 8 ára og feimin við þennan dökk- hærða og myndarlega vin systur minnar. Það tók Sigga ekki langan tíma að heilla þessa ungu tilvon- andi mágkonu sína með atlæti sínu. Hann kom alltaf færandi hendi með „sjoppulykt" eins og hann kallaði það og bauð mér í bíltúra með þeim Lillu á „Simkunni“ sinni. Sigga var alltaf beðið með eftir- væntingu. Allar daga síðan hef ég fengið að njóta umhyggju Sigga og hjálpsemi. Siggi var einstaklega hjálpsamur og naut ég þess ríku- lega. „Ekkert mál, Kata mín, hafðu engar áhyggjur, ég redda þessu,“ var viðkvæðið hjá Sigga þegar ég þurfti á einhveiju að halda. Siggi elskaði börn og var mikil barnagæla. Á fjölskyldusamkom- um var hann alltaf kominn með hópinn í kringum sig. Það er sárt til þess að hugsa að fyrsta barna- barn þeirra, sem er væntanlegt í nóvember, komi ekki til með að njóta umhyggju hans. Siggi hefði verið besti afi í heimi. Tónlistin skipaði ríkan sess hjá Sigga og spilaði hann á mörg hljóðfæri, hann átti bæði píanó og orgel sem hann spilaði nánast daglega á og lagði hann ríka áherslu á að kynna dætr- um sínum töfra tónlistarinnar. Draumur hans var að eignast harmonikku sem við hin hlökkuð- um svo til að fá að njóta með hon- um. Samband þeirra Lillu og Sigga var einstakt, ástríkt og samheldið og er missir hennar og dætra þeirra mikill. Mér er minnisstætt hve samhent þau voru þegar þau voru að smíða innréttingarnar í húsið sitt, þau bæði á smíðanámskeiði og bílskúrinn undirlagður af vélum og tækjum til að vinna við heima. Maður kom sjaldan svo í Suður- hvamminn að þau væru ekki að bjástra við eitthvað saman. ■ Elsku Lilla mín, Aldís, Hildur, Fríða og Dísa, megi algóður Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Elsku Siggi, þökk fyrir allt. Guð blessi og geymi minningu þína. Katrín. t Konan mín, ELÍN STEFÁNSDÓTTIR frá Varðgjá, Víðilundi 24, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 9. október. Kjartan Guðmundsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ÁSKELSDÓTTIR, Víðilundi 20, Akureyri, lauk jarðvist sinni sunnudaginn 6. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 15. október kl. 13.30. Ásiaug Þorsteinsdóttir, Björn Jakobsson, Elías Þorsteinsson, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Sigríður Olafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.