Morgunblaðið - 11.10.1996, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Háskólabíó
HASKOLABIO
SÍMI 552 2140
Landsbanka fá 25%
KVIKMYNDAHA TIÐ HASKOLABIOS OG
FRUMSYNING: KLIKKAÐI PROFESSORINN
DJOFLAEYJAN
BALTASAR KORMÁKUR • GÍSLIHALLDÓRSSON • SIGURVEIG JÓNSDQTTIR
43 s41 f d
CHARUE SHEEN
I RONKILVER
Vertu alveg
viss um að þú
viljir finna líf
á öðrum
hnöttum áður
en þú byrjar
að leita..
THE NUTTY
PROFESSOR
eftip Friðrih Þúr friöriksson
★ ★ ★ 1 72 S.V. Mbl
★ ★ ★ V2 H.K. DV
★ ★ ★ Ó.H.T. Rás 2
Hún er komin, fyndnasta mynd ársins!
Prófessor Sherman Klump er {ungavigtarmaður" en á sér þá ósk
heitasta að tapa si sona 100 kílóum. Hann finnur upp
efnaformúlu sem breytir genasamsetningunni þanng að
Shermanb breytist úr klunnalegum og góðhjörtuðu fjalli í
grannan og gr...gaur.
Eddie Murphy fer hreinlega á kostum og er óborganlegur í
óteljandi hlutverkum.
Einhversstaðar á Jörðinni eru geimverur búnar að koma sér
fyrir og eru að reyna senda boð til félaga sinna úti i
geimnum. Meðalhiti jarðar fer ört vaxandi og blómi vaxin
engi finnast á miðju Suðurskautslandinu. Eldgos er hafið í
Vatnajökli. Frábær vísindatryllir með greindarlegum
söguþræði. Skrifað og leikstýrt af David Twohy höfundi The
Fugetive.
KEÐJUVERKUN
LE CONFESSIONNAL
FLOWER OF MY SECRET
HUNANGSFLUGURNAR
SKRIFTUNIN
Kanadíski leikstjórinn Robert LePage (Jesús frá Montreal) er einn
athyglisveröasti leikhúsmaður samtímans en hann hefur einnig
skapað sér nafn í kvikmyndagerðinni. Le Confessionnal er sterk mynd
um leit ungs manns að uppruna sínum. Rætur framtíðar liggja í
fortíðinni og leitin að sjálfum sér leiðir oft til uppgötvanna um aðra.
Aðalhlutverk Lothaire Blutheau og Kristín ScottThomas (Fjögur
brúðkaup og jarðaför).
Sýnd kl. 5.10 og 11. B.i. 16 ára. Enskur texti.
Viðfangsefni Almódóvars i þessari nýjustu mynd hans er nokkuð
afturhvarf til upprunans því enn er tekist á við konu á barmi taugaáfalls.
Aðalsmerki Almódóvars eru öll til staðar, litrikar uppákomur, skrautlegar
persónur og djúpur kynferðislegur tónn kryddaður hárfinum húmor.
Almódóvar hefur nú tekist á við stórar spurningar og er verk hans gott.
Sýnd kl. 5.10 og 9. íslenskur texti.
Leikstjóri: Óskarsverðlaunahafinn
Bille August (Pelle sigurvegari).
Sýnd kl.6. Síðustu sýningar.
HELGARMYIMDIR SJONVARPSSTOÐVANINIA
Smásmuga
í ÞVÍ víðfeðma úthafi engilsaxneskra
kvikmynda þar sem sjónvarpsstöðv-
arnar stunda nú einkum veiðar við
upphaf vetrardagskrár er lítil Smuga.
Þar hefur lent ágæt ítölsk kvikmynd
í vörpu Stöðvar 2, þýskur krimmi beit
á hjá Stöð 3, Ríkissjónvarpið hefur
krækt i forvitnilega danska mynd og
það sem meira er - ein íslensk bíó-
mynd og sú ekkert hornsíli hefur rat-
að þangað líka. Og það er engin tilvilj-
un - heil torfa af íslenskum kvikmynd-
um mun á sveimi í veiðisjá Ríkissjón-
varpstogarans og verður væntanlega
landað um aðra helgi. Ekki smá-
Smugulegt.
Föstudagur
Sjónvarpið ►22.05 Ég hefekki séð
dönsku bíómyndina Svört uppskera
(Sort host, 1994), en hún lofar góðu:
Leikstjórinn, Anders Refn, er í hópi
þeirra fremstu í Danmörku og í aðal-
hlutverkum eru sá gamalreyndi Ole
Ernst, ein af efnilegri yngri leikkonum
Dana, Sofíe Graaböl og svo sænskir
úrvalsleikarar - Marika Lagercrantz
og Philip Zandén. Og efnislýsing Sjón-
varpsins - „átakamikil fjölskyldusaga
sem gerist í Danmörku um síðustu
aldamót" — er á sviði þar sem Dönum
tekst oft best upp.
Stöð2 ►13.00 Columbo, sjúskaða
rannsóknarlöggan í rykfrakkanum
með vindilstubbinn í munnvikinu, leik-
in af Peter Falk, var vel þegin í gamla
daga, en seinni tíma sjónvarpsmyndir
um hann eru því miður háðar form-
úluflatneskju flestra amerískra sjón-
varpshandrita. Morð í Malibu (Murd-
er in Malibu, 1990) er þar engin und-
antekning. -kVi
Stöð 2 ►20.55 Spennumyndin Rétt-
lætismál (A Matter Of Justice, 1994)
er sögð byggð á samnefndum sjón-
varpsþáttum með Carroll O’Connor,
Carl Weathers og George C. Scott.
Leikstjóri er Reza Badiyi en ég þekki
ekki til verksins og þess er ekki getið
í handbókum.
Stöð 2 ►22.30 Felixverðlaunin sem
besta mynd Evrópu og útnefning til
Óskarsverðlauna voru verðskuldaðar
viðurkenningar til handa ítölsku
myndinni Stolnu börnin (IlLadroDi
Bambini, 1992). Þetta er áhrifamikil
lýsing á sambandi lögreglumanns við
unga stúlku og bróður hennar sem
hann þarf að flytja á upptökuheimili.
Góður leikur og mannlýsingar prýða
þessa úrvalsmynd leikstjórans Giannis
Amelio sem áður gat sér gott orð fyr-
ir Opnar dyr. ★ ★ ★
Stöð 2 ►0.25 Hugur fylgir máli
(Mood Indigo, 1992) e rennein
spennumyndin þar sem Tim Matheson
leikur mann ofsóttan af konum með
einum eða öðrum hætti; það er nánast
orðinn fastur liður eins og venjulega
að fjalla um svona týpískar Matheson-
myndir. Hér er hann geðlæknir í helj-
argreipum eins sjúklinga sinna. Að
venju sæmilegasti tímadrápari. Leik-
stjóri John Patterson. ★ ★
Stöð3 ►20.25 Því miður er fágætt
- eins og lesendur þessara dálka kann-
ast við - að myndir Stöðvar 3 hafi
sést hér áður eða nái í handbækur;
því verða umsagnir um þær gjaman
fátæklegri en skyldi. Snillingurinn
(Color Me Perfect) er hér ekki undan-
skilinn en viðfangsefnið er vægast
sagt sérkennilegt: Andlega fötluð
kona gengst undir greindaraukandi
tilraun hjá læknum með þeim afleið-
ingum að annar læknanna fer að hafa
of mikinn áhuga á henni fyrir smekk
hins læknisins! Aðalhlutverk Michele
Lee, Susan Blakely og Robin Thomas.
Stöð 3 ►22.40 Götz George er þykk-
ur og traustur þýskur leikari sem við
þekkjum úr þarlenskum lögguþáttum.
Hann leikur aðalhlutverkið í spennu-
myndinni Óli lokbrá (DerSandman)
um sjónvarpsfréttakonu sem kemst í
kynni við sérfræðingí raðmorðingjum.
Leikstjóri er Nico Hofman.
Stöð 3 ►O .05 Mál Sophiu Hansen
virðist ekki langt undan þar sem er
efni myndarinnar Örþrifaráð (De-
sperate Search). Mariel Hemingway
leikur móður sem stendur frammi fýr-
ir örþrifaráðum þegar fyrrum eigin-
maður hennar rænir dóttur þeirra til
heimalands síns Jórdaníu.
Sýn ►21.00 Nixon, mynd Olivers
Stone, var forvitnileg en vægast sagt
sagnfræðilega umdeilanleg innsýn í
ormagryfju Hvíta hússins, einkum
undir lok valdatíma Richards Nixon.
Kapalmyndin Kissinger og Nixon
(Kissinger and Nixon, 1995) skaut
bíómyndinni ref fyrir rass og var viku
á undan {frumsýningu. Ron Silver og
Beau Bridges leika undir þungum
gervum titilpersónanna en handritið
fjallar um samskipti þeirra á hálfs árs
tímabili 1972-73. Maltin gefur meðal-
einkunn. Leikstjóri Daniel Petrie.
Sýn ►23.15Urvalsleikarar-Char-
les Dance, Sarah Miles, Greta Scacc-
hi, John Hurt, Joss Ackland og marg-
irfleiri, meira að segja Hugh Grant
í einu sinna fyrstu smáhlutverka -
eru aðalsmerki myndarinnar Brögð í
tafli (White Mischief, 1988) umfor-
boðnar ástir og nautnalíf bresks ný-
lenduaðals í Kenýja á tímum heims-
styijaldarinnar síðari. Nokkuð hnýsi-
legt úrkynjunardrama undir leikstjórn
Michaels Radford sem síðar gerði
garðinn frægan með II Postino. ★ ★ 'h
Laugardagur
Sjónvarpið ►21.25 Leikstjórinn
Jack Gold hefur gert nokkrar ágætar
myndir, bæði fyrir tjald og sjónvarp
(The Medusa Touch, The Naked Civil
Servant) en engar umsagnir liggja
fyrir um sjónvarpsmynd hans Vor-
koma (Spring Awakenings, 1994),
sem byggð er á sögu Willa Cather um
unga elskendur í amerískum smábæ
um aldamótin. Aðalhlutverk Sherilyn
Fenn, Jamey Sheridan og Fritz Wea-
ver.
Sjónvarpið ►22.55 Peter Strauss
er flugkennari sem þarf að beita hörð-
um viðurlögum þegar fyrrum nemandi
hans (William O’Leary) fær þá gölnu
flugu í höfuðið að hann sé refsiengill
og beinir stolnum kjarnorkuvopnum