Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýjar tillögur um endurbætur á Boeing 737-þotum Breyta þyrfti hliðar- stýri á 2.800 þotum ÓViSS HLIÐARSTÝRISBÚNAÐUR Bandarísk öryggisstofnun hefur lagt til að hliðarstýris- búnaður Boeing 737-flugvéla verði endurhannaður til að eyða líkum á óumbeðnum hliðarfærslum stýrisins. ^7 Hliðarstýrið: Flötur á stéli sem stýrir hliðar- hreyfingum flugvélarinnar. Hliðarstýri Boeing 737 Stýribúnaður- hliðarstýra: Stýribúnaður: Vökvakerfi sem færir hliðarstýrið þegar flugmaður stígur á fótstig, þegar boð berast frá sjálfstýringu eða geigunardeyfum. FARI bandaríska loftferðaeftirlit- ið (FAA) að tillögum Öryggis- stofnunar samgöngumála (NTSB) og krefjist þess að hliðarstýri á stéli Boeing-737 flugvéla verði hönnuð upp á nýtt, og þjálfun flugmanna þessarar þotutegundar aukin og bætt, mun það á endan- um kosta flugvélaverksmiðjuna og flugrekendur tugi milljóna doll- ara, eða milljarða króna, sam- kvæmt fréttum bandarískra fjöl- miðla. Skipta yrði um hliðarstýri eða búnað þeirra í öllum gerðum 737-þotunnar en samtals eru um 2.800 slíkar í notkun í heiminum. í ágúst si. lagði FAA til við Bo- eing-verksmiðjurnar, að hönnun ýmiss stýrisbúnaðar 737-þotunn- ar yrði breytt til að auka á öryggi þeirra. Tillögur NTSB eru mun umfangsmeiri og víðtækari og koma til viðbótar við fyrri tillögur FAA. Jim Hall, forstjóri NTSB, sagði, að nýju tillögurnar, sem eru í 14 liðum, væru beint framhald af rannsókn stofnunarinnar á þremur flugóhöppum í Bandaríkjunum. I fyrsta lagi fórst fórst Boeing 737-200 þota United Airlines í aðflugi að flugvellinum í Colorado Springs 3. mars 1991. Ekki hefur tekist að sýna óyggjandi fram á orsakir slyssins, en að sögn NTSB, eru líkur á að truflun hafi orðið á eðlilegri starfsemi hliðar- eða stefnustýra. í öðru lagi fórst Boeing 737-300 þota USAir í aðflugi að flugvellin- um í Pittsburgh 8. september 1994. Rannsókn á því slysi er enn ólokið. Þjálfun flugmanna verði aukin í þriðja lagi valt Boeing 737-200 þota Eastwind-flugfélagsins óvænt í aðflugi að Richmond-flug- vellinum í Virginíuríki 9. júní sl. Flugmennimir náðu þó valdi á þotunni, lentu heilu og höldnu og engan um borð sakaði. Rannsókn er ekki að fullu lokið, en þó liggur fyrir, að hliðarstýrið fór óumbeðið í annað borðið og út fyrir eðlileg hreyfimörk stýrisstilla, svonefndra geigunardeyfa. Af þessum sökum hefur NTSB lagt til, að mælt verði fyrir um, að Boeing-verksmiðjurnar hanni hliðarstýrisbúnað nýrra 737-flug- véla upp á nýtt svo hægt verði að uppræta möguleikann á óeðlilegri hliðarfærslu stýrisins. Einnig, að tafarlaust verði þróuð aðferð sem flugmenn geta beitt til þess að ná stjórn á þotu sem veltur fyrirvara- laust vegna hliðarstýrisbiiunar, m.a. með því að aftengja geigunar- deyfa. Ennfremur, að flugfélög verði skylduð til að þjálfa flugmenn í því að ná þotu út úr óeðlilegri flugstöðu eða fyrirvaralausum stefnubreytingum vegna stýris- flatabreytinga, jafnvel þótt þær fljúgi á sjálfstýringu. Jafnframt, að endurskoðuð verði ákvæði og skilmálar flugreglna svo þær nái yfir bilun eða læsingu sérhvers stýriflatar við sveigju- mörk. Að endurskoðun lokinni verði allar tegundir farþegaflug- véla endurmetnar og gengið úr skugga um, að þær uppfylli nýju ákvæðin. Ennfremur, að Boeing-verk- smiðjunum verði gert að smíða og setja í mælaborð ailra nýrra 737- þota mælitæki er sýni stöðu hliðar- stýra og hreyfingu. Jafnframt, að slík mælitæki verði sett í þotur, sem nú fljúga, um leið og þær verða útbúnar nýjum flugritum, sem eiga að mæla mun fleiri þætti í starfsemi hreyfla og stjórntækja en nú á sér stað. Aukinheldur leggur NTSB til, að FAA framkvæmi verkfræðilega rannsókn á hreyfíbúnaði hlið- arstýra og geigunardeyfum Bo- eing-737 flugvéla og skyldi verk- smiðjurnar til að endurhanna deyf- ana, ef nauðsyn krefur, til að úti- loka líkur á fyrirvaralausum svipt- ingum stýranna. Að því búnu verði skipt um geigunardeyfiskerfí allra tegunda 737-flugvéla. FAA hefur umþóttunartíma Loftferðaeftirlitið hefur þijá mánuði til að skoða tillögur NTSB og bregðast við þeim. Boeing-verk- smiðjunum er í sjálfsvald sett að fara að tilmælum NTSB innan þess tíma þó svo afstaða FAA lægi ekki fyrir. Susan Bradley, talsmaður Boeing, sagði að fyrir- tækið myndi yfirfara tillögurnar, enda væri það ávallt reiðubúið að bæta framleiðslu sína. „A þessu stigi kjósum við þó að bíða eftir afstöðu FAA,“ sagði hún. Annar talsmaður Boeing, Ted Neale, sagði að verksmiðjurnar myndu segja FAA álit sitt á tillög- um NTSB, svo sem venja væri í málum af þessu tagi. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að hlið- arstýrisbúnaður nýrrar kynslóðar 737-flugvéla, -600, -700 og -800, sem verið væri að hefja fram- leiðslu á, verði endurhannaður. Öryggisástæður hafí ekki valdið því, heldur væru nýju þoturnar stærri en eldri gerðir. „Hliðarstýri 737-flugvélanna hafa sætt meiri rannsóknum og skoðunum en nokkur annar hluti nokkurrar flug- vélar,“ sagði Neale. Bætti hann við, að fyrir ári hefði FAA endur- metið hönnun hliðarstýra Boéing- 737 og ekki talið ástæðu til að biðja um breytingar á henni. Flugmenn fagna Talsmaður félags bandarískra atvinnuflugmanna, John Cox, sem er flugmaður hjá USAir, fagnaði tillögum NTSB. „Þær eru býsr.a víðtækar, eins og þær þurfa að vera,“ sagði Cox. Gail Dunham, ekkja flugstjóra USAir-þotunnar sem fórst við Pittsburgh, fagnaði tillögunum einnig og sagðist vona, að FAA brygðist fljótt við og krefðist þeirra úrbóta, sem þar væru lagðar til. Frumvarp til lánsfjárlaga 1997 Lántökur ríkisins 47,7 millj- arðar FRIÐRIK Sophusson ijármálaráð- herra mælti á Alþingi í gær bæði fyrir frumvarpi til lánsfjárlaga fyrir árið 1997 sem og fjáraukaiaga fyrir árið í ár. í athugasemdum við lánsíjárlaga- frumvarpið sagði ráðherra, að nýjar lántökur ríkisins, ríkisfyrirtækja og sjóða eru áætlaðar 47,7 milljarðar króna á árinu 1997. Þar af eru áætl- aðir 36 milljarðar króna til afborgana eldri lána. Ný lán að frádregnum af- borgunum eru því áætluð 11,7 millj- arðar króna og er það 7,7 milljörðum króna lægri íjárhæð en á þessu ári og lægri en verið hefur í mörg ár. Ráðherra fór einnig yfír lánsfjár- þróun þessa árs í máli sínu. Alls mun lánsfjáreftirspurn á fyrri hluta þessa árs hafa aukizt um 4,2% eða 35 milljarða króna, samanborið við 17 milljarða eða 2,2% fyrir sama tíma- bil í fyrra. Benti ráðherra á, að frá miðju ári 1995 til jafnlengdar 1996 hafí eftirspumin aukizt um 64 millj- arða eða 8% sem mun vera í sam- ræmi við hlutfallslega aukningu landsframleiðslu milli ára. Lántökur heimilanna Ráðherrann sagði það vekja sér- staka athygli, að lántökur heimilanna hafí áfram haldið að aukast á þessu tímabili, eða um 11,5%. Að heimilin skuli auka skuldir sínar þrátt fyrir auknar tekjur telur ráðherra lýsa misvægi í þróun þjóðartekna og einkaneyzlu. Ráðherra lýsti áhyggj- um af því, að auknar tekjur skyldu ekki hafa verið nýttar til að greiða niður skuldir. Sighvatur Björgvinsson, Alþýðu- flokki, sagði að öllum væri kunnugt að hagstæður rekstur ríkissjóðs á þessu ári byggðist á meiri tekjum en gert var ráð fyrir við setningu fjárlaga, ekki á aðhaldi á útgjalda- hliðinni. Útgjöld ríkissjóðs hafí farið vemlega fram úr áætlun og ýmis spamaðaráform ríkisstjórnarinnar ekki gengið eftir. Alvarlegast við þessa þróun væri, að betri afkoma ríkissjóðs stafi að hluta til af auknum skuldum heimilanna. Þannig væm heimilin farin að taka fyrirfram út á væntanlegt góðæri, sem yrði til þess að ýta á kröfuna um verulega hækk- un launa í komandi kjarasamningum. Ríkið hefur farið 15,8 milljarða fram úr fjárlögum 1996 Alþingi gagn- rýnt vegna fjárlaga Barnið og kirkjan Málþing um barnastarfiö í kirkjunni í nútíð og framtíö haldiö í safnaðarheimili Breiöholtskirkju laugardaginn 19. október kl. 9.45-14.30. Skráning og afhending gagna kl. 9.00-9.30 9.30 Setnlng. Sr. Örn Báröur Jónsson, fræöslustjóri Þjóðkirkjunnar. Starf yngribarnanefndar Þjóðkirkjunnar. Dr. Gunnar Flnnbogason, formaður nefndarinnar. 10.00 Staða barnastarfsins I nútið og framtíö. Sr. Maria Ágústsdóttir og sr. Sigríður Guðmarsdóttir. 10.30 Foreldrar í barnastarfi. Sigríöur Áslaug Guðmundsdóttir, kennari. 10.45 Fyrirspurnir og stutt kaffihlé. 11.10 Leiðtoginn I barnastarfí. Rúnar Reynisson, guðfræðinemi. 11.35 Kirkjan og fjölhyggjubarniö. Sr. Sigurður Pálsson. 12.00 Kyrrðarstund og léttur hádegisverður. 12.45 Nýjar leiðir f barnastarfi. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. 13.15 Pallborösumræður. 14.30 Ráöstefnuslit. Málþingið er ætlað þeim er sinna barnastarli, forekfrum, leiötogum og ðllum þeim sem áhuga hafa a trúfræðslu bama. Innritun fer fram á Blskupsstofu vlkuna 14. til 18. október. Innritunargjald er kr. 500. Allir hjartanlega velkomnir. VIÐ FYRSTU umræðu fmmvarps til fjáraukalaga fyrir árið 1996, sem fram fór á Alþingi í gær, vöktu at- hugasemdir Péturs Blöndal, þing- manns Sjálfstæðisflokksins, við framlög til framkvæmda á vegum þingsins einna mesta athygli. Að venju spunnust alllangar umræður um fjáraukalögin þar sem mörgum þingmönnum þótti eitt og annað at- hugunarvert meðal þess, sem stofn- anir og ráðuneyti ríkisins þurftu fjár- veitingar til, umfram fjáriög. Samkvæmt greiðsluyfirliti ríkis- sjóðs í fjáraukalagafrumvarpinu era útgjöld ríkissjóðs umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum 15,87 milljarðar á þessu ári. A móti þess- arri íjárhæð koma 5,1 milljarðs meiri tekjur ríkissjóðs en gert var ráð fyr- ir; þar af eru 3,1 milljarður aukinn tekjuskattur. Gjöld umfram tekjur em þar með 10,7 milljarðar. Útgjaldaaukningin er mest hjá fjármálaráðuneytinu, 13 milljarðar, og næstmest hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, 1,3 millj- arðar. Útgjaldaaukning fjármála- ráðuneytis skýrist að stærstum hluta með innlausn spariskírteina ríkis- sjóðs á árinu upp á 10,1 milljarð, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í fjár- lögum. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra sagði þessa innlausn spari- skírteinanna nú mundu spara ríkis- sjóði tvo milljarða í vaxtagreiðslur, sem hann annars hefði orðið að greiða á næstu ámm. Ráðherrann sagði það vera stefnu ríkisstjórnar- innar að halda aukafjárveitingum framvegis í algjöm lágmarki og væri það liður í heildarstefnu hennar í ríkisfjármálum, sem eins og kunn- ugt sé hefði að aðalmarkmiði að stöðva hallarekstur ríkissjóðs. Framkvæmdir Alþingis Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bar fram at- hugasemdir í tilefni af framvarpinu og gerði tilhögun fjárveitinga til framkvæmda við húseignir Alþingis við Kirkjustræti að umtalsefni, en þeim er nú svo til lokið. Þingmaðurinn fullyrti, með tilvís- un til prentaðra athugasemda fjár- málaráðuneytisins við fmmvarpið, að forsætisnefnd Alþingis hefði framið lögbrot með því að fara fram á 50 m.kr. viðbótarfjárveitingu til umræddra framkvæmda. Þingið hefði með þessu brotið þá reglu að opinberum aðilum væri ekki heimilt að fara fram úr fjárlögum umfram veltuforsendur og kjarasamninga. Aðeins tíu mánuðir væm liðnir frá því fjárlagafrumvarp var samþykkt en samkvæmt því var ráðgert að deila kostnaði við endurbyggingu Kirkjustrætis 8b og 10 á tvö ár og yrði framlag á árinu 1996 44 m.kr.. Að áliti Péturs á Alþingi að ganga fram með góðu fordæmi og kapp- kosta að virða ákvæði fjárlaga; þess- ari skyldu hefði forsætisnefnd þings- ins bmgðizt. Óskiljanlegar ásakanir Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, sagði ekki við ásakanir þing- mannsins unandi. Forsætisnefndin hefði á sinum tíma farið fram á það við fjárlaganefnd að allur fram- kvæmdakostnaðurinn yrði settur á frjárlög ársins 1996, en samkomulag hefði orðið um að deila honum á tvö ár. í útboði verksins hafi verið samið um þá kosti að verkinu yrði að fullu lokið á þessu ári en það ekki greitt að fullu fyrr en á næsta ári og þann- ig aldrei greitt meira en ijárlög leyfðu. í drögum að fjárlagafmm- varpi fyrir árið 1997 hefði verið gert ráð fyrir þeirri fjárhæð, sem duga átti til að gera upp allan kostnað við framkvæmdirnar. Nú hefði hins veg- ar að fmmkvæði fjármálaráðuneytis- ins, verið ákveðið að taka fjárhæð- ina, 50 m.kr., út af fjárlögum næsta árs og setja hana þess í stað inn á fjáraukalög þessa árs. Ásakanir þingmannsins um lögbrot væm því óskiljanlegar og lýsti þingforseti furðu sinni á því að þingmaðurinn skyldi ekki fínna neitt mál annað verðara athugunar en þetta meðal þeirra atriða sem tilgreind væra í fjáraukalagafrumvarpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.