Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 45 faðmi sínum aðeins ef þeir vilja kannast við hann og fylgja honum í einlægni, heiðarleika og iðrun.“ Við þökkum samfylgdina með Kristjáni Kjartanssyni og kveðjum hann hinstu kveðju fullviss þess að hann hvílir nú í elskuríkum náðar- faðmi Jesú Krists. Ástvinum hans biðjum við allrar Guðs blessunar. Björn Björnsson forseti guðfræðideildar. Kristján Kjartansson lést í um- ferðarslysi 8. október sl. Kynni okk- ar Kristjáns hófust á barnaskóla- árum okkar þegar föðuramma hans, Salvör, flutti í næstu íbúð við æsku- heimili mitt við Grenimel í Reykja- vík. Fjölskylda Kristjáns bjó þá við Hólatorg, norðan Hólavallakirkju- garðs, og Kristján kom oft hjólandi í heimsókn til ömmu sinnar. Kristján var hugmyndaríkur. Honum leiddist sjaldan, og hafði jafnan eitthvað í deiglunni. Hann ferðaðist mikið um á reiðhjóli og var laginn við viðgerðir þegar reið- skjótarnir biluðu. Þrátt fyrir ungan aldur var Kristján jafnan úrræða- góður þegar vantaði varahluti eða verkfæri. Ósjaldan kom hann úr svaðilförum í Vatnsmýri eða utan af Seltjarnarnesi á reiðskjóta sem hann hafði orðið að hnýta saman með vírbút eða spotta sem hann hafði fundið á víðavangi. Á hjóla- ferðum sínum kannaði Kristján umhverfíð. Hann uppgötvaði til dæmis afbragðsgóðan veiðistað við Kjarvalshús úti á nesi, yfirgefna kofa í Vatnsmýri og hervirki í Öskjuhlíð. Ólíkt mörgum jafnöldrum sínum hætti Kristján ekki könn- unarleiðöngrum á unglingsárum. í stað þess stækkaði athafnasvæðið eftir að hann fékk bílpróf og víst er að fáir þekktu vegarslóða, snjó- sækna staði og drullupytti í ná- grenni Reykjavíkur betur en Krist- ján. Kristján var slyngur ökumaður og laginn við bílana eins og reiðhjól- in. Hann skorti ekki hugmyndir til að koma föstum eða biluðum bíl af stað. Á Guðnabakka í Borgarfirði átti fjölskylda Kristjáns annað heimili og undi hann sér þar vel. Á sumrin sinnti hann ýmsum bústörfum en á vetrum var meira dvalist innivið. Oftsinnis var þá setið að tafli eða við grúsk í bókum og skjölum. Einu sinni fannst til dæmis safn gamalla hæstaréttardóma sem dugðu til upp- lestrar það sem eftir var dags og fram á morgun hins næsta. Kristján hafði áhuga á fólki og mannlegu eðli og oftsinnis brá hann sér í heim- sókn á næstu bæi til skrafs við bændur sem allir voru af annarri kynslóð en Kristján sjálfur og kunnu margar sögur af sjálfum sér og öðrum. Kristján tefldi ekki bara við skák- borðið, heldur í ýmsum öðrum við- skiptum sínum þar sem hann gerði sér far um að hugsa nokkra leiki fram í tímann. Hann hlaut í arf þá skoðun að betra væri að hugsa stórt en smátt. Sú hugsun lýsti sér í mörgum af hans verkum, meðal annars í þeirri ákvörðun að hefja nám við Háskóla íslands eftir ára- langt hlé frá bóklegu námi. Einurð og ákveðni skiluðu honum eftirtekt- arverðum árangri í guðfræðinni sem hann átti ekki langt í að ijúka. Eitt sinn hafðdi Kristján orð á þvi að á tvennt þyrfti sérhver maður að kunna vel, smíðar og lög. Hvorugt taldi hann tiltökumál. Ekki má láta hjá líða að minnast á þá kímni sem þróaðist í vinahópi Kristjáns og hann átti ekki síst hlut- deild að. Hún byggðist meðal ann- ars á að sjá í spaugilegu ljósi hefð- ir og menn sem halda dauðahaldi í venjur og líta flest alvarlegum aug- um, þó einkum sig sjálfa. Þannig sneri Kristján til dæmis listilega út úr hinum hefðbundnu útvarpsveður- fregnum mörgum til mikillar skemmtunar. Sjálfur taldi Kristján þó að sýna bæi varúð í að varpa gömlum hefðum fyrir róða. Ég og fjölskylda mín sendum Arndísi, Þorbjörgu og systkinum Kristjáns innilegar samuðarkveðjur. Haraldur Ólafsson. Hinn 8. október síðastliðinn lést í Reykjavík vinur minn og félagi til margra ára, Kristján Kjartansson. Það var mér og mörgum öðrum mikið áfall að heyra þá sorgarfregn að Kristján skyldi hafa látist með svo skyndilegum hætti sem raun varð á en slysin gera ekki boð á undan sér, svo mikið er víst. Kristján var ekki vinmargur mað- ur en þeir vinir sem hann átti voru góðir vinir hans og við þá hélt hann miklum og góðum trúnaði. Ég á margar góðar minningar um þær stundir sem við Kristján áttum saman með kunningjum okk- ar, fastur liður hjá okkur félögunum var að hjóla út í Birkiturninn við Hringbraut og fá.okkur maltöl sam- an og þar var oft glatt á hjalla og margt spjallað, því næst var hjólað áfram út í Hljómskálagarð og spyrnt á hjólunum og athugað hver væri fljótastur. Oft var kátt hjá okkur félögunum á Hólatorginu en þar lékum við sam- an meðan Kristján bjó þar, allir munum við eftir bobbborðinu í kjall- aranum heima hjá Kristjáni en þar héldum við meistaramót í bobbi og þar var hart barist en þó með drengilegum hætti. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig, Kristján minn, þó að við hefðum ekki mjög mikið sam- band hin síðari ár þá tengdumst við tryggðaböndum þegar við vorum unglingar og áttum fjölmargar skemmtilegar stundir saman. Ég bið algóðan Guð að geyma þig. Aðstandendum öllum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þá í þessari miklu sorg. Björgvin Björgvinsson. „Sá getur allt sem trúir.“ Með þessum orðum Jesú kvaddi Kristján mig glaður í bragði á haust- kvöldi. Rúmri klukkustund síðar var hann látinn. Þessi orð hafa verið mér hugleikin æ síðan. Þau eru mér í senn hvatning og huggun í harmi. Hvatning um að halda áfram á sömu braut. Að stefna ótrauður að því að boða Guðsríkið, að boða þann Guð sem maður á erfitt með að skilja á stundum sem þessum. Þegar eitt efnilegasta prestsefni guðfræði- deildar er svo skyndilega kallað burt. „Torskildar eru mér hugsanir þín- ar, ó Guð.“ Þegar ég hóf nám í guðfræðideild vakti fljótlega athygli mína hár og myndarlegur ungur maður, sem var einstaklega góður í viðkynningu. Háttvís og snyrtilegur. Með sinni ljúfmannlegu röddu bauð hann mig velkominn í deildina. Þetta hlýja viðmót Kristjáns er mér enn í fersku minni. Ég hugsaði með mér, þessi maður verður án efa góður prestur og eftir því sem árin liðu var ég sannfærðari í huga mínum. Per- sónuleiki manna vegur þungt á vog- arskálum prestsskapar. Mikill sómi hefði verið að Kristjáni í presta- stétt. Hann var prúðmenni fram í fingurgóma. Trúaður og heilsteypt- ur einstaklingur. Hafði skemmtilega kímnigáfu og var einstaklega greið- vikinn. Náungakærleikurinn var honum hjartans mál. Góður orðstír er gulli betri. Allir samstúdentar Kristjáns þekkja þann einstaka mann er hann hafði að geyma. Kristján hugðist ljúka embættis- prófi nú í vor. Löngu námi var um það bil að ljúka. Við blasti björt framtíð. Daginn sem hann lést lauk hann við sína fyrstu predikun. „Já, mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mfnir vegir segir Drottinn. Heldur svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugs- anir yðar hugsunum." Ég trúi því að framtíð Kristjáns sé nú bjartari en nokkru sinni. Framtfð í nýju ríki. Ríki Drottins. Þar sem lífið er eilíft. Hafðu þökk fyrir stutta en ein- staka viðkynningu, kæri samstúd- ent. Nú hefur þú augum litið hinn djúpa leyndardóm. „Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta.“ Aðstandendum öllum færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi almáttugur Guð styrkja ykkur öll og styðja á sorgarstundu. Minn- ug orða Kristjáns, er harmurinn eigi óyfirstíganlegur. „Sá getur allt sem trúir.“ Birgir Þórarinsson. Þriðjudaginn 8. október hringdi Kristján vinur okkar. Hann var að tala um að koma til okkar í vor. Þá væri hann búinn að ljúka námi. Við ræddum um framtíðina og hvað tæki við að loknu námi. Það gladdi okkur að hann skyldi hringja og við hlökkuðum til að sjá hann í vor. Kristján kom til okkar sumarið 1991 sem kaupamaður. Mikið vorum við fegin þegar við sáum hann renna í hiað, því leitin að kaupamanni hafði verið löng og án árangurs. Það er þó óhætt að segja að eftir að hafa kynnst Kristjáni, þá hafi okkur öllum þótt biðin þess virði. Hann varð fljótlega eins og einn af fjölskyldunni og við gleymdum oft að hann hafði ekki búið hér alla ævi. Þótti okkur því sjálfsagt að hann þekkti nöfnin á túnunum og öli önnur verk rétt eins og við. Krist- ján var vandvirkur, samviskusamur og vann vel öil sín störf. Þó gerði hann ævinlega litið úr eigin hæfi- leikum og sagði oft að verklokum: „Þetta var nú ekki nógu gott hjá mér.“ Við vorum svo lánsöm að Kristján kom aftur til okkar sumarið 1992. Þá var hann að vinna í þakstiga uppi á bröttum þökum í margar vik- ur. En aldrei kvartaði hann þó að vinnan væri bæði leiðinleg og erfið. Lífið fer oft öðruvísi en ætlað er, óvæntir atburðir eiga sér stað sem við mennirnir fáum engu um ráðið. Vorið mun koma án þess að Kristján komi í heimsókn, en minningarnar um hann munu alltaf vera með okk- ur. Guði sé lof, sem glaða von gaf oss í raunum vðndum lét hann sinn ljúfa líknarson ieysa’ oss af dauðans böndum, hans andinn kær er ætíð nær öllum, sem þjáning liða, vér skulum því þrengingum í þreyja, vona og bíða. (Hallgrimur Pétursson.) Birna, Sturlaugur og Helga, Efri-Brunná. Ég kynntist Kristjáni fyrst fyrir mörgum árum þegar hann heimsótti ömmu sína á Grenimelinn þar sem ég bjó. Hann og Haraldur bróðir minn urðu vinir en ég þekkti hann lítið. Það var ekki fyrr en 10-15 árum seinna að ég hringdi í hann fyrir orð bróður míns til að fá hjá honum ein- hver verkfæri. Ekki man ég hvemig fór með verkfærin en ég man að við áttum langt og gott spjall sem reynd- ist bara vera það fyrsta af mörgum. ‘Það var sama hvar við hittumst, á Laugaveginum eða í sundi, við gát- um alltaf tekið upp þráðinn og alltaf SVERRIR KARL S TEFÁNSSON + Sverrir Karl Stefánsson fæddist á ísafirði 16. september 1975. Hann lést á heimili sínu á Isafirði 13. október síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Rannveig Hest- nes, f. 14.11. 1947, og Stefán Dan Ósk- arsson, f. 11.6. 1947. Systkini Sverris eru Harpa, f. 20.7.1969, Selma, f. 26.7. 1972, og Helgi Dan, f. 13.4. 1985. Útför Sverris fer fram frá Isafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur Hafdísi Iangaði til að skrifa nokkur orð um vin okkar Sverri Karl, sem er látinn. Svo hefur verið sagt að þeir góðu deyi ungir og á það sannarlega við um Sverri Karl. Sverrir var mjög sér- stakur strákur sem ávallt bar mik- ið á. Það lá alltaf vel á honum og alltaf var stutt í brosið og góða skapið. Sverrir var mjög góður vin- ur og sannur vinur vina sinna. Hann var mjög listrænn, samdi mörg ljóð og einnig teiknaði hann mikið. Að við tölum nú ekki um öll hálsmenin sem hann smíðaði fyrir sjálfan sig og vini sína. Það verður undarlegt að hafa Sverri ekki í kringum sig því hann átti stóran þátt i lífi okkar og þá sérstaklega Hafdísar. Þau voru mjög samrýnd og náin og áttu eitt besta og sérstakasta vinasamband sem ég hef vitað um. Við vitum að Sverris verður sárt saknað í okkar vinahópi og verður skarð hans aldrei fyllt. Sverrir, við vonum að þér líði vel þar sem þú ert og munum við aldrei gleyma þér. Sendum við Stebba, Ransý og fjölskyldunni á Hlíðarvegi 42 inni- legar samúðarkveðjur með von um að ykkur farnist vel í framtíðinni. Ágpst og Hafdís. Elsku Sverrir Karl. Ó, hve sárt við söknum þín er þú fórst svo snögglega frá okkur. Sorgin breytt- ist þó í ást þegar við hugsum um góðar og frábærar stundir sem við áttum saman. Alltaf varstu tiltækur þegar einhver okkar þurfti að tala. Alltaf huggaðir þú okk- ur og tókst utan um okkur þegar við þurft- um á að halda. Nú föðmum við þig í huga okkar og hjarta. Við minnumst þess hve vel við skemmtum okkur saman. Við hugsum til þín með góðum huga og vitum, að þér líður vel hjá fjölskyldunni þinni þar sem þú ert. Þú, Sverrir, flýgur frjáls um hjarta okkar allra, vina og ættingja. Gleymdu ekki að við elskum þig. Þú skiptist jafnt í hjarta okkar. Við elskuðum þig í lífi og nú í dauða. Sverrir, svo sérstakur varstu að aldrei, aldrei muntu gleymast. Guð veri með þér, við elskum þig. Saknaðarkveðj ur, Ólöf, Bertína og Braga. Og æ er vinur vinaraugum hverfur og vonarstjömu byrgir dauðasær, en fast að hjarta sorg og harmur sverfur þú sálarinnar hörpustrengi slær. Er veröld bregzt og hjarta, gramt við heim- inn, sér hvíldar fmnur engan samastað, þú dularfullt í dimman svífur geiminn og dómstól himinsala stígur að. Á banastund frá bijósti þá þú líður; en berst að eyrum, þegar hverfur allt, frá frelsisheim þinn bergmálsómur blíður; „Bróðir, í dag þú með mér vera skalt““ (Kristján Jónsson) Elsku vinur, ég ann þér svo, nú horfinn ertu yfir móðuna miklu af óskiljanlegum tilgangi æðri máttar. Með tár í augum ég hugsa um þig, þú sem varst mér eins og bróðir, þökk sé þér fyrir þína stuttu veru hér. Þitt hlýja bros og þín fallegu augu, þin gíettni og þín blíða munu ylja mér í minningunni um þig nú þegar ég kveð þig með söknuði og tárum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Stebbi, Rannsý, Harpa, Selma, Helgi Dan og aðrir ástvinir. var það jafngaman og gefandi. Krist- ján var sérstæður persónuleiki og hafði yndislega iífssýn. Hann átti einlæga og fallega trú og deildi hanni með öðrum á hógværan og hroka- lausan hátt. Ég hitti Kristján síðast á götu í haust. Við vorum á kvöldgöngu tvær vinkonur þegar Kristján hjól- aði framhjá okkur og við veifuðum. Hann sneri við og kom til okkar. Þarna á Ljósvallagötunni funduð- um við dágóða stund og mér er það mjög minnisstætt hvað hann var ánægður og bjartsýnn á lífið og tilveruna. Enn á ný fékk ég innsýn í lífsskoðun sem einkenndist af áherslu á andleg gæði fremur en veraldleg og hvernig það er í fram- kvæmd að treysta Guði fyrir lífi sínu. Kristján gaf mér alltaf eitt- hvað dýrmætt til að hugsa um. Þegar við kvöddumst hafði ég orð á því við hann hvað mér þætti hann hafa mikið að gefa heiminum. Kristján brást við á sinn hógværa hátt og sagði: „Jæja heldurðu það já, það er nú gott.“ En nú er Krist- ján farinn og við sem þekktum hann eigum fallega minningu um góðan dreng. Ég þakka þér, Kristján, fyrir öll ógieymanlegu samtölin okkar, þau voru mér mikils virði. Vertu sæll, kæri vinur. Ég votta sambýliskonu Kristjáns, móður og systkinum mína innileg- ustu samúð. Ásta Ólafsdóttir. Megi góður Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu sorgarstundum. Ágpústa Óladóttir. Dauðinn hefur óvænt kallað til sín ungan mann. Einn nemenda Fram- haldsskóla Vestfjarða andaðist að heimili sínu sunnudaginn 13. október 1996. Sverrir Karl Stefánsson fæddist 16. september 1975, sonur hjónanna Rannveigar Hestnes og Stefáns Dan Óskarssonar, sem búa að Hlíðarvegi 42 á ísafirði. Sverrir lauk grunnskólaprófi hér á ísafirði vorið 1991. Næsta vetur, 1991-1992, var hann í grunndeild málmiðna í Framhaldsskóla Vest- fjarða. Veturinn 1994-1995 var hann nemandi á listabraut í Fram- haldsskólanum í Reykholti í Borgar- firði. Síðan lá leið hans aftur hingað heim og hann fór við upphaf þessa árs, 1996, á námssamning í vélsmfði hjá fyrirtækinu Póls rafeindavörum. Jafnframt var hann á ný við nám í Framhaldsskóla Vestfjarða í áföng- um sem teljast til samningsbundins iðnnáms. Sverrir heitinn lét það í ljós við kennara hér fyrir sl. helgi að sér fyndist hann vera á réttri leið hvað námið varðaði. Sverrir átti marga góða félaga og vini meðal annarra nemenda skól- ans. Hann var yfirleitt léttur í lund og hress, enda mjög hugmyndarík- ur. Hann var prýðisgóður teiknari og eftir hann er til talsvert af mynd- um. Jafnvel fékkst hann við Ijóða- gerð. Þá gerði hann nokkuð af skart- gripum, sem eru varðveittir, t.d. •hálsmen og hringir. Þannig lék ekki vafi á að hann byggi yfir umtalsverð- um hagleik. Sverrir átti við vanheilsu að stríða allt frá barnsaldri, þótt fáir yrðu við hana varir í daglegum samskiptum við hann. Þessi vanheilsa dró hann til dauða, þegar hann var aðeins á 22. aldursári. Það er átakanlegt að verða nú að kveðja til fulls svo ungan mann, sem verulegar vonir voru bundnar við. Hér sannast vissulega sem oft áður, að við hinum slynga sláttumanni fær enginn séð. Hinir mörgu og góðu félagar Sverris sakna nú ákaft vinar í stað. Sárastur er þó harmur fjöl- skyldunnar, bæði foreldra hans, tveggja eldri systra og yngri bróður- ins, og annarra vandamanna. Fyrir hönd Framhaldsskóla Vestíjarða sendir undirritaður þeim öllum inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Sverris Karls Stefánssonar. Björn Teitsson. 0 Fleiri minningnrgreinar um Sverri Karl Stefánsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.