Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þegar ástín er sem guð og stúlkan helg LEIKLIST Sniíðavcrkstæði Þjóðlcikhússins LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA Höfundur: John Ford. Þýðing: Karl Agúst Ulfsson. Leikgerð og leik- stjóm: Baltasar Kormákur. Búning- an Filippía I. Elísdóttir og Indriði Guðmundsson. Förðun: Sigríður Rósa Bjamadóttir. Leikmynd: Stíg- ur Steinþórsson. Hárgreiðsla: Svana Ingvaldsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Tónlist: Þorvaldur Bjami Þorvaldsson. Leikarar: Edda Amljótsdóttir, Erlingur Gíslason, Hilmir Snær Guðnason, Kristján Franklín Magnús, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Ragnlieiður Stein- dórsdóttir, Stefán Jónsson og Steinn Armann Magnússon. Fimmtudagur 17. október. BALTASAR Kormákur velur sem sitt fyrsta verkefni sem leik- stjóri í Þjóðleikhúsinu verk eftir hið enska sautjándu aldar leik- skáld, John Ford. Leitt hún skyldi vera skækja er eitt af svokölluðum hefndarharmleikjum sem upp- fylltu svipaðar þarfir og slettu- myndir nútímans. En ýmislegt kjarnbetra leynist undir yfirborði leiksins og þess vegna hefur þetta leikrit ratað á fjalirnar gegnum tíðina og á erindi til okkar nú. Leikurinn fjallar um ástarsam- band systkina, þema sem hefur oft átt samúð skáldmæltra alla, eins og benda má á í þjóðsögum og skáldsögum hérlendum. En í verkinu er bróðirinn gerandinn sem sannfærir systur sína um að þau eigi skilið að njótast en hún lætur til leiðast og iðrast seinna. Hann upphefur persónu hennar og ástina í orðum fyrirsagnarinnar en þjónn eiginmanns hennar lítur málið öðrum augum, eins og titill- inn bendir á. Umfjöllun höfundar vekur mann enn til umhugsunar enda telst sjónarhom hans á skap- gerð og örlög enn nýstárlegt. Leikstjórinn segir í leikskrá að hann kjósi að skafa af verkinu útúrdúra og aukapersónur í því augnamiði að styrkja þráðinn og strika út óþarfa gamansemi. Því stingur það í augun að hinar illu persónur slá sífellt um sig með ólíkindalátum í fasi og framsögn. í fyrri hlutanum dró það óneitan- lega úr þeirri ógn sem skyldi frá þeim stafa en þessi skilningur leik- stjórans skýrðist betur eftir hlé og að leikslokum verður að sættast á að verkið gengur upp undir þessum leikhætti. Vangaveltur um hvort betur hefði farið ef á annað hefði verið kosið eiga ekki heima hér. Leikstjórinn hefur vandað valið á samstarfsfólki og hópurinn teflir djarft til að hreppa vinning. Um- búðir verksins em óvenjulegar og vekjandi. Hinir táknsæju búningar ýta undir leikskilning þann sem leikstjórinn vill fram færa en nálg- ast stundum ofhlæði. Sviðsmyndin er einstök og notadijúg og leik- munir koma að ýmsum notum við að undirstrika það sem fram fer, þó að grönnustu keðjumar væm heldur hjárænulegar. Líklegt er að umgjörð þessi, sem myndar trekt um sviðið, eigi hlut að máli við að gera hljómburðinn eins fagran og raun ber vitni. Lýsingin er einstaklega skemmtileg, kemur úr öllum áttum og alltaf á óvart. Tónlistin á mikinn þátt í að skapa andrúmsloft sýningarinnar en hún er oft svo hávær að textinn, sem stendur vel fyrir sínu hjálparíaust, vill týnast í látunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg. HILMIR Snær Guðnason, Margrét Vilhjálmsdóttir og Stefán Jónsson í hlutverkum sínum. Þýðingin er þjál í munni flestra leikaranna og nær að skila skáld- legri þáttum hins háttbundna hluta hennar. Einstaka hortittir eins og „rykti“ og „stand“ eru óþarfir, þýðandinn nær alveg anda fmmtextans án þeirra. Samvinna hans og leikstjóra skapar úr texta höfundar beitt verk þar sem hvergi er senu ofaukið og aldrei er slakað á spennunni. Hins vegar var dans- atriðið úr brúðkaupsveislunni óþarft, það skekkti þá mynd sem dregin var upp af ýmsum persón- anna og fór yfir strikið. Hæst ber leik Hilmis Snæs Guðnasonar og Margrétar Vil- hjálmsdóttur. Undirritaður mátti vart vatni halda yfir leik þeirra og þakkar aðstandendum fyrir að leyfa áhorfendum að líta þessar tvær skærustu stjörnur íslenskrar leiklistar saman á sviði í aðalhlut- verkum. Hvort sem um er að ræða útlit, túlkun eða raddbeitingu virð- ist þeim allt mögulegt. Ragnheiður Steindórsdóttir vann enn einn sig- urinn sem fóstra Önnubellu. Erl- ingur Gíslason leikur á létta strengi í hlutverki föðurins en virð- ist frekar úrillur en harmi sleginn í lokaatriðinu. Stefán Jónsson var hinn eini hins illa þríeykis sem var samkvæmur sjálfum sér í persónu- sköpun sinni og hlaut fyrir þakkir áhorfenda auk þess sem leikstjóri ljáði honum ástæðu fyrir illvirkj- unum. Edda Arnljótsdóttir var lát- in leika um of á létta strengi í upphafi til að hún gæti verið trú- verðug sem forynjan fláráða. Kristján Franklín Magnús náði að skapa hinn sæmilegasta munk en það háði honum hve hann beitti röddinni lágt og hann varð afkára- legur _ í brúðkaupsdansinum. Steinn Ármann var ósennilegt ill- menni fyrir hlé - þar dró kímnin úr broddinum - en eftir hlé sótti hann í sig veðrið sem hinn kokkál- aði eiginmaður. Sýning þessi kemur sem ferskur andblær inn í síbatnandi leikhúslíf hér í borginni og þrátt fyrir að í einstaka atriðum fari hún yfir strikið nær hún á stundum full- komnun. Áhrifin munu vara lengi og aðstandendur hennar eru hér hvattir til stærri verka. Sveinn Haraldsson Óður til töfrafjalls Morgunblaðið/Þorkell HLJÓMSVEITIN tók á öllu sínu undir öruggri sljórn Andrews Massey, og einleikarinn, verðlaunahafi Tónvakakeppni RÚV í ár, sýndi afburða hæfileika sína. í lok tónleikanna afhenti Heimir Steinsson, útvarpsstjóri, Miklos Dalmay, Tónvaka-verðlaunin. TONLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Karl Ottó Runólfsson: Esja, Sinfónia í f-moll Op. 57 fyrir hljómsveit; Maurice Ravel: Píanókonsert í G-dúr. Miklos Dalmay, píanó; Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjóm Andrews Massey. Háskólabiói, fímmtudaginn 17. október 1996 kl. 20. NAFNIÐ og vinnustaðurinn eru óbreytt en annars er Sinfóníuhljóm- sveit íslands allt önnur hljómsveit í dag en hún var 1968, árið sem Esjusinfónía Karls O. Runólfssonar var frumflutt. Gæðastaðall sinfón- íuhljómsveita heimsins hefur raunar almennt hækkað frá því sem þá var, annað væri skrýtið miðað við batnandi tónlistarmenntun og eink- um vaxandi samkeppni, en trúlega hefur óviða heyrzt önnur eins fram- för og á undanfömum 10-15 árum hérlendis. Það var því eftirvænting í lofti þegar dusta átti rykið af „Esjunni" í gær eftir 28 ára dvala því eftir sigra SÍ undanfarin misseri á er- lendri grund og á hljómdiskum var lýðum ljóst, ekki sízt þeim er mundu eftir frumflutningi verksins á sínum tíma, að svo gæti farið að ljótur andarungi - svo frjálslega sé til orða tekið - ætti þetta kvöld eftir að umbreytast í svan. Sú varð einnig raunin. Svo mikið er a.m.k. víst að tónskáldið hefði hýmað við að heyra sköpunarverk sitt eins og það var flutt í gær. Stjómandinn viðurkenndi sjálfur í viðtali að hafa haft minni tíma til að kynna sér verkið en æskilegt væri og vafalaust er ýmislegt eftir sem betur mætti fara ofan í saum- ana á en í heild var flutningurinn sannfærandi og víða glæsilegur, ekki sízt hjá málmblásumm sveitar- innar sem Karl lét óhikað vinna fyrir kaupi sínu enda deildinni þaul- kunnugur. Það má kannski deila um stóra samhengið í tónsmíðinni á köflum, en hugmyndaflæði gamla mannsins var greinilega ótæpt og hin vellauð- uga lagræna æð hans kom ekki í veg fyrir ýmsar ferskar og stundum óvæntar hljómatilfærslur innan ramma þess nýklassiska stíls með þjóðlegu ívafí sem hann kaus að vinna með. Með ofurlítið meiri sann- færingu - og kannski stærri strengjasveit (Ijótt orð á niður- skurðartímum) - mætti og réttlæta einstaka nálgun við hið banala sem tæpt var á í óð þessa forvígismanns í íslenzku tónlistaruppeldi til töfra- fjallsins norðan við höfuðborgina. Á því leikur alltjent enginn vafí, að tími er kominn til að færa verkið í varanlega mynd á hljómdisk því þó að sinfónían kunni í sumu að hafa verið fáeinum áratugum á eftir sin- um tíma mundi hún samt sóma sér vel, ekki aðeins sem hrjúfur lítill gimsteinn í skammri fagurtónlistar- sögu landsmanna, heldur einnig sem frjótt dæmi um norræna hljóm- sveitartónsköpun í anda millistríðs- ára. Franski tónsmiðurinn Maurice Ravel (1875-1937) var af baskn- esku bergi brotinn í móðurætt og kom áhugi hans á landinu sunnan Pýreneafjalla víðar fram en í tón- verkum eins og Bóleró og Spænskri rapsódíu. Haft var eftir de Falla, að Ravel gæti hljómað spænskari en jafnvel innfæddur Spánvetji, en að öðru leyti þykir Ravel flestum fremur hafa mótað nýsköpun í or- kestrun á fyrri hluta aldarinnar. Píanókonsert hans í G-dúr var saminn á sama tíma og píanókon- sert hans fyrir vinstri hönd (1929-31) og var meðal síðustu tónverka hans, áður en alvarleg veikindi tóku að hrjá hann. Um konsertinn sagði hann sjálfur að verkið hefði upphaflega átt að heita Dívertímentó. Það væri skrifað í anda Mozarts og Saint-Saéns og að sinni hyggju mætti einleikskon- sert gjarna hafa að geyma glað- væra og glæsilega tónlist. Ekki væri nauðsynlegt að sækjast eftir dýpt og dramatískum tilþrifum, né heldur væri markmiðið að fylgja fordæmi þeirr'a tónskálda, er sagðir væru hneigðari til að semja „gegn“ píanói en fyrir það. Þar með er þó tæplega hægt að segja að hlutverk einleikara, né heldur hljómsveitar, hafi verið leik- ur einn. Þvert á móti útheimti rit- háttur Ravels verulega mikið af báðum, svo mjög, að manni komu í hug ummæli Mozarts um fyrstu Vínarpíanókonserta sína að þar færi tónlist er kæmi mannskapnum til að svitna. Konsertinn er fleyti- fullur af skemmtilegum litbrigðum úr ólíkum áttum, spænsk-arabísk- um stemmningi, jassi og blús Vest- urheims og því heldur óræða hug- taki sem kennt er við franskan impressjónisma (og sem Ravel hafði reyndar sjálfur megnustu skömm á), og útkaflarnir gneista af gallísku andríki og brilljans. Hljómsveitin tók á öllu sínu undir öruggri stjórn Andrews Massey, og einleikarinn, verðlaunahafi Tónvakakeppni RÚV í ár, sýndi afburða hæfileika sína með ýmist hvassri snerpu eða syngj- andi melódísku næmi fyrir líðandi tónhendingum. Er óhætt að vænta mikils af þessum efnilega píanista á komandi árum. Ríkarður Ö. Pálsson. i > ) > i r t t i t i i í i i I \ \ l I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.