Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 39 I i I ) I : I i i I i : : I : 1 I I : I í í STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA & KRINGLUNNI A Arsþing LH um aðra helgi Fyrsta lota samein- ingar að hefjast Kynningartilbob: • Fruition Extra 30 ml • Advanced Night Repair • Resilience Creme • Varalitur, Terracotta Tile . Alls kr 4.070. 61 BRUNO MAGLI Haustsendingin komin í hönd fer 47. ársþing Landsambands hesta- mannafélaga sem gæti orðið eitt hið afdrifarík- asta sem haldið hefur verið til þessa. Þinghald hefst annan föstudag og kynnti Valdimar Kristinsson sér tillögur þær sem lagðar verða fram til afgreiðslu. Tillögur eru talsvert færri en áður hefur verið, tólf fyrir utan fjárhags- áætlun en ekki er óalgengt að þær hafi verið í kringum tuttugu og fjölgað hátt í þriðja tuginn í meðför- um þings. Hins vegar má fullyrða að aldrei í sögu samtakanna hafí komið fram eins áhrifamikil tillaga og nú. Hér er um að ræða tillögu frá hinni svokölluðu sameiningarnefnd sem var skipuð á síðasta þingi í því augnamiði að gera tillögu að lögum fyrir sameinuð samtök LH og Hestaíþróttasambands íslands. Til- lagan sjálf er stutt og laggóð; ein- faldlega lagt til að starfsemi LH skuli lögð niður. Tilgangurinn að sjálfsögðu að ganga til sameiningar við HÍS. Með henni fylgir hins veg- ar viðamikil greinargerð þar sem rakin eru störf nefndarinnar. Einnig fylgir með tillaga að lögum fyrir sameinuð samtök Landssamband hestaíþróttafélaga, skammstafað LHÍ. Margir kostir við sameiningu Fyrri dag þingsins verður um- ræða um sameiningarmálin þar sem einn nefndarmanna Haraldur Þór- arinsson og Guðbrandur Kjartans- son munu hafa framsögu. Ekki er að efa þarna muni fara fram athygl- isverð umræða enda verður tekin stór ákvörðun á þinginu á hvorn veginn sem hún verður. Þrátt fyrir að flest mæli með sameiningu má finna innan raða hestamanna menn sem eru á móti, telja að allt muni snúast um keppnismennsku og hringvallareið hjá sameinuðum samtökum. Hlutur hins almenn U TTTW U 1 H Y G E A jnyrtlvöruverdlun Rá&gjafi frá Estée Lauder verbur í Hygea, Kringlunni, 18. og 19. okt. hestamanns verði fyrir borð borinn og ekki hugað sem skyldi að reið- vegamálum og ferðamennsku. Það verður hins vegar að teljast þröng- sýni að ætla að svo verði því eftir sem áður verður mikill meirihluti hestamanna útreiða- og ferðamenn og ótrúlegt að þessi mikli meiri- hluti muni leggjast í dvala við það að stofnuð séu ein heildarsamtök hestamanna. Kostir sameiningar eru hins veg- ar ótvíræðir, stjórn mun hafa betri heildarsýn yfir það sem er að ger- ast í málefnum hestamanna. Möguiegt verður að hagræða í rekstri skrifstofu. Um þessar mundir reka samtökin hvort sína skrifstofuna, tvær manneskjur eru í vinnu hjá LH og ein í hlutastarfi hjá HÍS. Þá er einn kosturinn sá að tæki- færi gefst til að endurskipuleggja heildarstarfsemina. Mörgum hefur lítið þótt miða í þeim efnum þótt betur hafi gengið hin allra síðustu ár en oft áður. Þarna er kjörið tæki- færi til að koma samtökum hesta- manna út úr þeirri tilvistarkreppu sem hijáð hefur þau alltof lengi og tafið fyrir eðlilegri þróun. Ætla má að ef til sameiningar kemur muni fyrstu tvö til þijú árin á eftir verða gerðar nauðsynlegar breytingar til aðlögunar kröfum nútímans. Vert er að taka það fram að síðustu tvö árin hafa verið gerðar ýmsar já- kvæðar breytingar á til dæmis móta- og keppnisfyrirkomulagi og með réttu hægt að segja að stefni í rétta átt. En betur má ef duga skal því ekki má gleyma því að íhaldssemin og afdalamennskan hefur ráðið ríkjum um of og tafið fyrir. Ætla má að nýtt umhverfi geti losað um íhaldshöftin. Sljórnin vill skoðanakönnun Stjórn LH leggur fram tillögu þar sem gert er ráð fyrir að fram fari í haust og vetur umræða og skoðanakönnun hjá aðildarfélögum um hvort hinn almenni félagsmaður vilji sameina. Fljótt á litið virðist þessi tillaga til að tefja eða drepa málinu á dreif en svo þarf alls ekki að vera ef grannt er skoðað. í því sambandi er rétt að benda á að hægt er að samþykkja að LH verði lagt niður á komandi þingi þvi sam- kvæmt lögum félagsins verður það ekki gert nema með samþykkt tveggja þinga í röð með tveimur þriðju greiddra atkvæða. Ef sam- þykkt verður að leggja starfsemi samtakanna niður og ganga til sam- einingar verður gott að fá niður- stöðu úr skoðanakönnun eins og lagt er til í tillögunni að gerð verði, til að byggja á þegar málið verður tekið fyrir á nýjan leik á ársþingi 1997. Ef tillaga nefndarinnar verður samþykkt og fengi sömu meðferð þá yrði hægt að halda stofnfund nýrra samtaka strax að loknu þingi HÍS að því tilskildu að málin fengju sömu afgreiðslu þar. Kröfur síðasta þings hunsaðar Á síðasta þingi urðu allsnarpar umræður um fjárhagsáætlun. Þing- ið krafðist þess að stjórn sæi til þess fyrir næsta þing að fjórir liðir fjárhagsáætlunar yrðu lækkaðir um 17% eða sem svarar einni milljón króna. í greinargerð með fjárhags- áætlun sem lögð verður fyrir þingið nú segir að ef eftir þessu yrði farið yrði að hægja á starfsemi skrifstof- unnar. Fækka yrði í mannahaldi sem þýddi aukið álag á formann og varaformann sem þó væri ærið fyrir. Fer stjórn fram á það við þing- ið nú að það sýni skilning því stjórn- in treysti sér ekki til að reka sam- tökin með viðunandi ef farið yrði í þennan niðurskurð. Leggur stjórnin fram fjárhagsáætlun upp á 8,5 milljóna króna veltu en með fylgir fjárhagsáætlun samkvæmt kröfu ALMENNUR áhugi virðist fyrir sameiningu LH og HÍS þótt finna megi menn sem ekki eru henni samþykkir og þar á meðal er LH-forystan. Fyrsta lota sameiningar hefst annan föstudag og þar mun ráðast hvort framhald verði á því ferli sem hafið er. síðasta þings upp á 7,5 milljón króna veltu til samanburðar. En það eru fleiri mál á dagskrá þingsins. Má þar nefna tillögur um breytingar á fótabúnaðarreglum þar sem lagt er til að takmörk verði sett á lengd hófa hrossa sem þátt taka í keppni, pottun verði bönnuð og leðurbotnar og kransar verði leyfðir. Þá er lagt til að á lands- og fjórðungsmótum skuli draga undan einum af þeim hestum sem þátt taka í úrslitum cg eru á plast- botnum, að lokinni keppni. Þá er lagt til að smávægilegar breytingar verði gerðar á fram- kvæmd og útfærslu gæðingakeppn- innar og reglum um réttindi til landsdómara. Enn fremur er lagt til að breytingar verði gerðar á regl- um um framkvæmd fjórðungs- og landsmóta. Ein tillaga tekur á þeirri neikvæðu umræðu sem kom upp varðandi umgengni hestamanna á hálendinu og fleiru því tengdu. Nýr formaður ófundinn Sem sagt fáar tillögur en eigi að síður má ætla að fyrir dyrum sé eitt áhugaverðasta þing samtak- anna sem haldið hefur verið til þessa. Þar ber hæst sameininguna og einnig má gera ráð fyrir fjör- legri umræðu um fjárhagsáætlun. Hvað formannskjöri viðkemur er allt óbreytt þar. Guðmundur Jóns- son formaður mun ekki gefa kost á sér frekar en varaformaðurinn, Guðbrandur Kjartansson. Þegar þetta er skrifað hefur enginn stjórn- armanna gefið kost á sér til starf- ans. Sveinbjörn Eyjólfsson hafði verið orðaður sem kandídat en hann hefur alfarið gefið það frá sér þanri- ig að segja má að enn ríki stjómar- kreppa hjá LH. TT Enn betra en áður Fruition Extra ESTEE LAUDER Ný og betri efnablanda Ný og betri húð. Húðin verður bjartari, sléttari og stinnari með hverjum deginum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.